Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 46
46 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 HVERNIG stendur á því að frambjóðendur stjórnmálaflokkanna fara enn ríðandi um hér- uð ýmist lofandi því að afnema kvótakerfið eða sníða af því agnúa? Þessi hringferð flokk- anna hefur staðið yfir allt frá því kvótakerfið var sett á en þó sér- staklega eftir að leyfilegt varð að framselja veiðiheimildir árið 1990 undir því yfirskini að það skapaði svo óskaplega mikið hagræði. Óánægjan með kvótakerfið er við- varandi og vonbrigðin með árang- urinn af því staðreynd. Hvernig má það vera að kerfi sem almennt var álitið óréttlátt og skila litlum árangri náði að festa sig svo kirfilega í sessi á Íslandi? Svar Borgarahreyfingarinnar Sjálfsagt má útskýra lífsseigju kvótakerfisins með þeim gríðarlegu hagsmunum sem við það eru bundn- ir. Hitt er alveg víst að svo óvinsælt og ósanngjarnt kerfi hefði aldrei komist á – hvað þá náð að festa sig í sessi – ef almenningur út um byggð- ir landsins hefði haft meira um brýn- ustu hagsmunamál sín að segja. Til dæmis ef almenningur hefði haft meira um það að segja hvaða fulltrúar hans völdust á Alþingi. Til dæmis ef tiltekið hlutfall almennings hefði getað knúið fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um ein- stök mál. Það er að þeim grunni sem Borgarahreyf- ingin vill hyggja með kröf- um sínum um persónukjör, stjórnlagaþing og þjóð- aratkvæðagreiðslu. Það eru mjúku málin sem hin svokölluðu hörðu mál velta á þegar allt kemur til alls. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sveik loforð sitt um persónukjör eins og að drekka vatn. Borgarahreyfingunni er hins vegar dauðans alvara með lýðræðiskröfum sínum. Borgarahreyfingin vinnur að því að almenningur geti borið hönd fyrir höfuð sér og varið hagsmuni sína. Ef rétt reynist að kvótinn sé að meira eða minna leyti kominn aftur í hendur ríkisins, þá er það brýnna en nokkru sinni. Viltu eina hringferð enn með gömlu flokkunum? Breyttu heldur til 25. apríl. Settu X við O. Mjúku málin og hörðu málin Eftir Lilju Skaftadóttur Lilja Skaftadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Borgarahreyfing- arinnar í Norðvesturkjördæmi. EF SÚREFNISSKORTUR verður í flug- vél eiga fullorðnir að setja súrefnisgrímurnar á sig áður en þeir aðstoða börnin. Flestir skilja það. Heimili og fyrirtæki á Íslandi eru að verða „súrefnislaus“. Til að bjarga heim- ilunum þarf að bjarga fyrirtækjunum. Fyr- irvinnur heimilanna þurfa atvinnu til að brauðfæða fjölskyldurnar. Fyrstu þrjá mán- uði þessa árs fóru 347 fyrirtæki á Íslandi í greiðsluþrot. Lánstraust telur að tíu sinnum fleiri fyrirtæki fari eins á næstu 12 mán- uðum. Nýju bankarnir tóku við viðskiptum, sem snúa að einstaklingum auk viðskipta við ákveðin fyr- irtæki, sér í lagi rekstrarfélög sem hafa rekstrargrunn. Eftir situr í gömlu bönkunum m.a. viðskipti við stóru eignarhaldsfélögin. Kröfuhafar gömlu bankanna munu þurfa að afskrifa stóran hluta skuldanna. Því munu eign- ir flytjast með miklum afslætti úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju – að meðaltali líklega í kringum 50%. Til að bregðast við vandanum leggur Fram- sóknarflokkurinn til að hluti afskriftanna skili sér beint til fyrirtækjanna með 20% leiðrétt- ingu skulda. Þannig er fyrirtækjunum að hluta bættur skaðinn vegna efnahagshruns- ins. Leiðréttingin gerir fleiri fyrirtækjum kleift að halda áfram starfsemi og ráða til sín starfsfólk. Leiðréttingin nær eingöngu til þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við nýju bankana. Þannig minnkar atvinnuleysi og hjól atvinnulífsins fara að snúast betur. Tekjustofnar ríkisins aukast í kjölfarið. Þessi lausn bjargar eflaust ekki öllum fyr- irtækjum en hún kæmi mörgum þeirra á rétt- an kjöl. Ef ekki verður brugðist við er stóraukið efna- hagshrun framundan. Getur verið að einhver vilji í raun fjöldagjaldþrot fyrirtækja? Eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur Guðrún Valdimarsdóttir Höfundur er hagfræðingur og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður. Viljum við fjölda- gjaldþrot fyrirtækja? ÞEGAR meðvirkni og aðrir andlegir fjöl- skyldusjúkdómar eiga í hlut er lykilspurning: Hversu langt ætlar fórnarlamb að láta teyma sig? Hversu grár má leikurinn verða áður en við tökum í taumana? Sama spurningin er uppi gagnvart íslenskri þjóð sem gengur að kjörborðinu nú eftir nokkrar vikur. Er það vilji þjóðarinnar að vera áfram undir þeim vendi sem hefur komið heimilunum, fjárhag ríkisins og orðspori okk- ar á alþjóðlegum vettvangi á kaldan klaka. Hafa fjórflokkarnir nú reynst okkur svo vel? Stóru flokkarnir þrír hafa nú haldið lands- fundi sína. Aðeins einn þessara flokka kom með framtíð- arsýn sem er að Ísland gangi í ESB. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn halda spilunum að sér og kunna engin ráð en eru tilbúnir til að taka þátt í kosningaleik Sam- fylkingarinnar um ESB aðild. Já og Framsókn hefur svipaða stefnu og Samfylkingin. Hluti þjóðarinnar vill nú beygja sig undir vönd gömlu flokkanna. Og flokkarnir vilja leggjast undir ok ESB, sem er sú stofnun sem sýndi íslenskum stjórnmálamönnum og landinu fullan fjand- skap í Icesave-málinu á liðnum vetri. Bón okkar um að fá að vísa málinu til hlutlausra dómstóla var einfaldlega hafnað. ESB gekk hér að íslensku flokkunum með sama valdhroka, spillingu og yfirgangi og ís- lensku flokkarnir vilja sýna íslenskum kjós- endum. Í skjóli flokkanna störfuðu bankarnir, hver með sinn flokk að bakhjarli og nú eftir að þeim var breytt starfa enn lífeyrissjóðir sem uppvísir eru að því að leika með ellilífeyri okkar og komandi kynslóða eins og spilapen- inga. Við þurfum nýja framtíðarsýn, við viljum ekki láta koma fram við okkur með hroka og yfirgangi. Atkvæðum sem greidd eru hinum úrræðalausu gömlu flokkum, er kastað á glæ. Nú reynir á það hvort hluti þjóðarinnar verður tilbúinn til að greiða nýrri hugsun, nýjum leiðum og íslenskri reisn atkvæði sitt. Eftir Kristbjörgu Steinunni Gísladóttur Kristbjörg Steinunn Gísladóttir Höfundur er fjölskylduráðgjafi og starfar með hreyfingu L-lista fullveldissinna. Meðvirkni í mannlífinu ÞAÐ er undarlegt að hlusta á fullorðið fólk tala alltaf um flokkinn. Flokkurinn þetta, flokkurinn hitt. Það er líkt þetta fyrirbæri sé í huga fólks orðið nátt- úrulögmál. „Flokkurinn“ gerir ekki mistök. Það er fólkið í flokknum sem gerir þau. Það er ekki flokkurinn sem bullar, það er fólk- ið í flokknum sem bullar. Við fólk- ið virðumst eiga betra með að taka ekki ábyrgð ef við getum kennt einhverju um. T.d. „flokknum“. En það þarf fólk til þess að geta kallast flokkur, er það ekki? Eins virðist þetta vera með fleiri hluti. Verð- trygging er t.d. búin til af mönnum fyrir menn svo menn geti grætt eða tapað – en samt er ekki hægt að breyta neinu. Jafnvel þótt sýnt þyki að stór hluti landsmanna þjáist hreinlega vegna verðtrygg- ingarinnar. Ég skil þetta ekki al- veg – enda hefur lífið kennt mér að þegar ég hef gert mistök þá leiðrétti ég þau ef nokkur er kost- ur eða biðst afsökunar og reyni að læra af þeim. Ég hef ekki haft flokk til að kenna um. Og jafnvel þótt flokkurinn hafi keyrt þetta land nánast til fjand- ans þá segir fólkið í flokknum að ef eigi að takast að rétta úr kútn- um þá sé flokkurinn sá eini sem geti það. En flokkur er bara verkfæri. Fólkið er það ekki. Fólkið hefur hugsun, það hefur vald, það hefur sál. Sumir sjá að þetta getur ekki gengið svona áfram en aðrir vilja halda sig við að geta kennt flokkn- um um. Enn aðrir skilja bara hreint ekkert í þessu og vilja helst stinga hausnum í sandinn og koma ekki upp fyrr en allt er yfirstaðið. Nei, gott fólk, við skulum ekki stinga höfðinu í sandinn. Við skul- um taka okkur það vald sem okk- ur er gefið. Valdið til að hafa sjálf- stæða skoðun, valdið til að breyta, valdið sem gerir okkur kleift að berjast fyrir hugsjónum okkar. Valdið er okkar réttur til þess að taka ákvarðanir og ábyrgð, til þess að hjálpa hvert öðru. Valdið er sjálfstæð hugsun. Við skulum taka ábyrgð á lífi okkar. Setjum okkur í fyrsta sæti, ekki verðtryggingu, ekki flokka, ekki banka. Valdið er ykkar. Höf- um fólk í fyrirrúmi – kjósum XO. Valdið er sjálfstæð hugsun Eftir Gunnar Sigurðsson Gunnar Sigurðsson Höfundur skipar efsta sæti Borg- arahreyfingarinnar í NV-kjördæmi. MEGINÞORRI heim- ila skuldar annaðhvort verðtryggð lán eða lán í erlendum myntum. Við hrun bankanna í október 2008 varð forsendu- brestur. Verðbólga hef- ur um langt skeið verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en fáir bjuggust við því að verð- bólga á síðasta ári ætti eftir að verða nærri 20%. Jafnframt áttu fáir von á því að krónan myndi veikjast um helming. Framsóknarflokkurinn hef- ur lagt fram heildstæða laus á efna- hagsvandanum. Sú tillaga Framsóknarflokksins sem hefur fengið mesta athygli er að höfuðstóll húsnæðislána verði leið- réttur um 20%. Með því móti er kom- ið til móts við fjölskyldurnar í land- inu og þeim bætt það tjón sem þegar hefur orðið og jafnframt lagður grunnur að endurreisn efnahags- kerfisins. Leiðréttingin mun gera fleirum kleift að halda heimilum sín- um ásamt því sem komið er í veg fyr- ir hrun fasteignamarkaðarins og fleiri munu hafa borð fyrir báru. Margir hafa velt vöngum yfir því hvernig hægt sé að afskrifa 20% af höfuðstól fasteignalána. Það er stað- reynd að fasteignalánin eru flutt úr gömlu bönk- unum með miklum af- slætti. Það er mikið rétt- lætismál að afslátturinn renni að hluta til beint til skuldaranna. Íslenska ríkið mun ekki þurfa að taka á sig kostnað vegna þess enda eru það kröfuhafar gömlu bankanna sem þeg- ar hafa afskrifað þessar skuldir og bera kostnaðinn. Helsti kosturinn við leið- réttinguna er sá að hún er einföld í framkvæmd. Svokölluð greiðsluað- lögun kemur þeim vel sem 20% leið- réttingin hjálpar ekki þannig að sam- an virka þessar lausnir mjög vel. Greiðsluaðlögun gerir hins vegar ekki mikið gagn ein og sér. Hún hef- ur innbyggða neikvæða hvata fyrir fólk til þess að standa ekki í skilum. Þannig gæti það komið vel út fyrir fólk að standa ekki í skilum og at- huga hve mikið hægt er að fá af- skrifað. Greiðsluaðlögun er mjög tímafrek aðgerð og hentar af þeim sökum ekki til að taka á öllum þeim fjölda tilfella sem fyrirséð er að muni koma upp. Kjósum um lausnir fyrir okkur öll. Leiðréttum stöðu heimilanna Eftir Ástu Rut Jónasdóttur Ásta Rut Jónsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. HVERS vegna ættum við að kjósa Vinstri græn í alþingiskosningunum 25. apríl? Mig langar í fáeinum orðum að nefna nokkur at- riði sem sýna hve rökréttur kostur það er:  Vinstri græn hafna með öllu þeim stjórnarháttum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa viðhaft síð- ustu áratugi, stjórnarháttum sem nú hafa leitt af sér ómældar hremmingar fyrir þjóð- ina.  Vinstri græn leggja áherslu á að byggja upp nýtt og réttlátt samfélag á Ís- landi þar sem byggt er á kröftugri byggð, tryggri at- vinnu með fjölbreyttum stoðum, velferð fyrir alla og ábyrgri efnahagsstefnu.  Vinstri græn vilja réttlátt fiskveiðistjórn- unarkerfi þar sem auðlindir hafsins eru nýttar í þágu þjóðarinnar allrar.  Vinstri græn vilja tryggja öllum landsmönnum aðgengi að fjölbreyttri menntun án tillits til efnahags og búsetu. Vinstri græn vilja standa vörð um velferð- arkerfið og hafna öllum hugmyndum um einkavæð- ingu þess.  Vinstri græn vilja að skattkerfið verði sanngjarnt og notað til að jafna tekjur fólks. Herða þarf aðgerðir til að komast hjá stórfelldum skattsvikum og undanskotum eins og viðgengist hafa í langri stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Vinstri græn eru friðarsinnar og hafna allri hernaðartengdri starfsemi.  Vinstri græn vilja afnema sérkjör og ofurlaun og útrýma kynbundnum launa- mun.Við skulum öll vera minnug þess að undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks undanfarna áratugi hefur íslenskt samfélag skaðast alvarlega. Þá flokka meg- um við því ekki aftur kjósa til valda. Því er mjög mikilvægt að í kosningunum 25. apríl fáist hreinar línur um vilja okkar allra til breytinga á samfélaginu. Þar er Vinstrihreyfingin – grænt framboð skýr kost- ur og er tilbúin og fús til að vinna að þeim mörgu og erfiðu verkefnum sem framundan eru til að skapa nýtt og betra Ísland. Nú þurfa að fást hreinar línur Eftir Ragnar Óskarsson Ragnar Óskarsson Höfundur er í 18. sæti VG í Suðurkjördæmi. Sími 551 3010 @mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.