Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 48

Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 48
48 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 ÍSLENDINGAR gætu verið meðal þeirra þjóða sem endurreisa efna- hagslíf sitt á grunni græna hagkerf- isins. Það gerir kröfu um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og atvinnu- og framleiðsluhætti sem virða jafn- rétti kynslóðanna til sömu lífsgæða og við njótum. Nýr forseti Bandaríkj- anna, Barack Obama, hefur lýst því yf- ir að kapphlaupið um að þróa bestu lausnirnar sé hafið og hann vill að Bandaríkjamenn verði fyrstir til að þróa grænt hagkerfi. Nú er því ann- aðhvort að hrökkva eða stökkva fyrir Íslendinga. Við eigum tvo kosti í stöð- unni: Að nýta auðlindir okkar og þekk- ingu á sjálfbæran hátt til að skapa þjóðinni atvinnu eða sitja eftir í skugg- anum og láta öðrum eftir störfin sem skapast við að þróa nýtt og líf- vænlegra samfélag. Græna hagkerfið er engin klisja eða draumsýn náttúruverndarfólks. Það er eina raunhæfa lausnin til að end- urreisa efnahagslíf heimsins á grunni siðferðilegrar ábyrgðar og réttlætis gagnvart komandi kynslóðum. Barack Obama lagði fram í febrúar end- urreisnaráætlun þar sem lagður er grundvöllur að nýju grænu hagkerfi Bandaríkjanna með 5 milljónum nýrra starfa á næstu árum. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einnig lagt fram áætlanir um innleiðingu grænna lausna til að end- urreisa laskað efnahagslíf aðildarland- anna. Íslendingar hafa allar forsendur og einstakt tækifæri til að taka upp grænt hagkerfi Í græna hagkerfinu er hugvit og mannauður virkjaður til nýsköpunar og gamalgrónar atvinnugreinar eru endurskapaðar í þeim tilgangi að leggja nýjan grunn að þróttmiklu at- vinnulífi. Með markvissri eflingu at- vinnugreina undir merkjum græna hagkerfisins má fjölga störfum á Ís- landi verulega næstu árin : Græn orka og vistvæn mat- vælaframleiðsla gætu orðið vörumerki Íslands á alþjóðavettvangi og merk- isberi græna hagkerfisins. Til þess að svo geti orðið skiptir miklu að Íslend- ingar hafi sjálfbæra orkustefnu að leiðarljósi. Þeir hljóta að forðast ágenga orkunýtingu á jarðhitasvæð- um og koma í veg fyrir að vatns- orkuvirkjanir skaði landslag og nátt- úru. Orkuna þarf að nýta í starfsemi sem sómir sér vel í grænu hagkerfi. Á næstu árum skapast mörg störf í orkurannsóknum ekki síst á sviði jarð- varma og djúpborana. Stórbæta þarf orkunýtingu við raforkuvinnslu jarð- hitavirkjana. Miklir möguleikar liggja einnig í þróun raforku í samgöngum. Heimsbyggðin kallar nú á rafvæddan bílaflota og almenningssamgöngur. Möguleikar Íslendinga til að taka þátt í þeirri þróun hljóta að vera miklir. Grænar samgöngur skapa ný störf. Grænn landbúnaður skapar ný störf með lækkun raforku til garð- yrkju og með því að gera bændum kleift að þróa og selja afurðir beint frá búi án takmarkandi reglugerða. Markaðssókn landbúnaðarins undir merkjum vistvænna afurða gæti aukið útflutningsverðmæti. Grænn sjávar- útvegur skapar einnig ný störf með eflingu fullvinnslu og nýsköpunar í sjávarútvegi, sérstakri markaðssókn undir merkjum vistvænna afurða og sérstakri fiskveiðilögsögu dagróðra- báta. Grænn iðnaður skapar fjölda nýrra starfa. Efla þarf t.d. sprotafyrirtæki í tölvu-, matvæla-, lyfja- og lífefnaiðn- aði. Rannsóknir og þróun vistvænna orkugjafa eins og t.a.m vetnis, met- anóls og lífefna þarf einnig að efla. Kísilflöguverksmiðjur, stórar gagna- miðstöðvar og vatnsfyrirtæki nýta orkuauðlindir okkar á sjálfbæran hátt og skapa fjölda starfa. Innleiðing græns hagkerfis og aðildarviðræður við Evrópusambandið myndi skapa þessum iðnaði traustan rekstr- argrundvöll og möguleika til aukinnar sóknar á erlendum mörkuðum. Í ferðaþjónustu og grænni ferða- mennsku má skapa fjölmörg ný störf. Þjóðgarða landsins þarf að efla og bæta aðstöðu ferðamanna s.s. með lagningu göngustíga, fræðslu og ýmiss konar þjónustu. Efla þarf menning- artengda ferðamennsku og afla Ís- landi trúverðugleika á alþjóðavett- vangi. Heilsutengd ferðaþjónusta skapar ný störf á næstu árum. Vinna þarf að alþjóðlegu vottunarkerfi heilsutengdr- ar ferðaþjónustu og skapa samstarfs- grundvöll á milli heilbrigðiskerfisins og ferðaþjónustunnar. Menningar- og afþreyingarstarfsemi skapar ný störf með öflugum stuðningi við innlenda listsköpun og listastofnanir. Einnig þyrfti að samhæfa markaðssetningu íslenskrar menningar á erlendum vettvangi og leggjast strax í öflugt átak í þeim efnum. Uppbygging há- skóla og sérskólanáms um land allt mun skapa ný störf á næstu árum. Innleiðing græna hagkerfisins á Ís- landi mun tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til lands og sjávar, þar sem atvinnuuppbygging er í sátt við um- hverfi og náttúru og þar sem komandi kynslóðum eru tryggð sömu eða meiri gæði en okkur sem lifum í dag. Í sam- vinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu og Ameríku getur Ísland lagt sitt á vog- arskálarnar til að skapa góða framtíð fyrir börnin okkar. Græna hagkerfið er hagkerfi framtíðarinnar. Við undirrituð erum í Samfylking- unni og störfum með henni í þeirri trú að við getum með málefnalegu starfi og samræðum styrkt hana til að gera græna atvinnusköpun að einni meg- instoðinni í stefnuskrá flokksins. Á landsfundi fundum við að í röðum flokksfólks var mikill stuðningur við þá stefnu. Stuðningur þingflokks Samfylkingarinnar við staðfestingu stóriðjusamnings við Helguvík er döp- ur arfleifð fyrri ríkisstjórnar, tryggð við gefin loforð í von um ný störf, sem við þó óttumst að reynist tálsýn ein og beini takmörkuðum kröftum inn á blindgötu. Samfylkingin heitir í stefnu sinni áherslu á græna atvinnusköpun, þar sem græn orka er notuð í vist- væna framleiðslu. Það er leiðin. Eftir Lárus Vilhjálmsson, Ósk Vilhjálmsdóttur og Sig- urbjörgu Sigurgeirsdóttur » Við eigum tvo kosti í stöðunni: Að nýta auðlindir okkar og þekkingu á sjálfbæran hátt til að skapa þjóðinni atvinnu eða sitja eftir í skugganum og láta öðr- um eftir störfin … Lárus Vilhjálmsson Lárus Vilhjálmsson er fjármálastjóri, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarkona og ferðaskipuleggjandi og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræð- ingur. Þau skrifa fyrir hönd Nýgræðinga. Ósk Vilhjálmsdóttir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Hagkerfi framtíðarinnar ÞÁ HEFUR Sam- fylkingin tekið afdrátt- arlausa afstöðu til Evrópusambandsins. Sú afstaða hefur í gegnum árin verið mis-sýnileg í kosn- ingabaráttu flokksins. Aðild að Evrópusam- bandinu var stærsta kosningabaráttumál Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2003, en í kosn- ingunum 2007 voru málefnin lögð til hliðar til þess að halda öllum rík- isstjórnarmöguleikum opnum. En fyrir þessar kosningar á að fara aft- ur í gamla gírinn. Á ársfundi Seðla- banka Íslands sagði Jóhanna Sig- urðardóttir að það væri forgangsverkefni næstu rík- isstjórnar að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu og taka upp evru. Samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun er framtíðin svört fyrir íslenska þjóð. Vinstri flokkarnir njóta samanlagt tæplega 60% fylgis. Á landsfundi Vinstri grænna nýverið var samþykkt að hafna hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn og leitast frekar við að halda núverandi vinstri stjórn gang- andi. En landsfundurinn hjá þeim snerist ekki aðeins um pólitísk bón- orð, heldur var stefna flokksins einn- ig mótuð og endurskoðuð. Í stefnu flokksins í alþjóðamálum er eftirfar- andi klausa varðandi aðild að Evr- ópusambandinu: Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu rétt- lætir ekki frekara framsal á ákvörð- unarrétti um málefni íslensku þjóð- arinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Þar höfum við það. Vinstri grænir, sem vilja ekkert annað en vinstri- stjórn, hafna aðild að Evrópusam- bandinu. Það verður áhugavert að fylgjast með viðræðum flokkanna eftir kosningar, fari þær jafn illa og skoð- anakannanir gefa til kynna. Mun Samfylk- ingin sópa Evrópusam- bandsumsókn undir teppið? Eru ráðherra- embætti og völd mik- ilvægari en málefnin í augum Vinstri grænna? Er jafnvel hægt að fá þá til að skipta um skoðun með því að gefa forsætisráðherraemb- ættið til Steingríms? Ég býst við því að það verði mikið um flautublástur og „Hæ Samfylking“ þar á bæ. Þetta mál er ekki það eina sem flokkarnir eru ósammála um. Má þar nefna afstöðu til álvers í Helgu- vík. Þeir eru þó sammála um að skatta verði að hækka og að óráð sé að koma bönkum úr ríkiseigu. Því var oft kastað fram af vinstri flokk- unum að Framsóknarflokkurinn hefði hlekkjað sig eins og fylgidýr við Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel þótt flokkarnir hafi fengið endurnýjað umboð aftur og aftur. En nú fáum við loks að sjá hvort Vinstri grænir eru aðeins í orði en ekki á borði. Annar hvor flokkurinn verður að gefa eftir ætli þeir að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosn- ingar, annars sannast það að Sjálf- stæðisflokkurinn er einn um það að ganga hreint til verks! Hvor flokkurinn gefur eftir? Eftir Benedikt Hallgrímsson Benedikt Hallgrímsson » Á ársfundi SÍ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir að það væri for- gangsverkefni næstu ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og taka upp evru. Höfundur er formaður Týs, f.u.s. í Kópavogi ÍSLENDINGAR eru Evrópuþjóð og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í flestum veigamiklum málum á meðal full- valda þjóða Evrópu- sambandsins. Áríðandi er að kanna möguleika Íslands innan ESB. Aðildarviðræður eru eina leiðin sem varpað geta ljósi á raunverulega kosti og galla aðildar. Brýnt er að hefja markvissan und- irbúning viðræðna nú þegar. Íslend- ingar verða að setja sér metnaðarfull samningsmarkmið, um landbúnað, sjávarútveg og aðra auðlindanýtingu í ljósi afgerandi sérstöðu fámennrar eyþjóðar. Höfum hugfast að sérhver aðildarsamningur er jafnrétthár stofnsáttmála Evrópusambandsins. Bent hefur verið á að Ísland eigi nú einstaka möguleika að ná árangri í aðildarviðræðum. Núverandi fram- kvæmdastjóri stækkunarmála er já- kvæður gagnvart viðræðum við Ís- lendinga og Svíar taka brátt við forystu ESB. Okkur ber skylda til að kanna möguleika Íslands til hins ýtr- asta. Aðild að ESB og EMU mynt- samstarfi Evrópu stuðlar að efna- hagslegum stöðuleika umfram aðra kosti sem Íslendingar standa nú frammi fyrir. Öflugt hagkerfi sem býr við litlar sveiflur er eitt mesta hagsmunamál Íslend- inga. Skilyrði EMU eru ströng og fáar þjóðir innan þess munu í raun uppfylla öll skilyrðin miðað við núverandi stöðu heimsmála. Sú staðreynd, ásamt smæð íslenska hagkerfisins, gæti hugsanlega aukið möguleika Íslands á að taka upp Evru sem gjaldmiðil innan skamms tíma ef til að- ildar kæmi. Þjóðin hefur síðasta orðið. Nauð- synlegt er að niðurstöður aðild- arviðræðna liggi fyrir sem fyrst svo þjóðin geti tekið rökrétta afstöðu til aðildarsamnings. Náist ekki að upp- fylla helstu markmiðin verður samn- ingurinn væntanlega felldur í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Nú reynir á frumkvæði í þessu stærsta máli lýðveldisins. Förum í aðildarviðræður án fordóma og án tafa. Grípum tækifærið núna. Tækifæri Íslands innan Evrópu Eftir Agnar H. Johnson Agnar H. Johnson » Aðild að mynt- samstarfi Evrópu stuðlar að efnahags- legum stöðuleika um- fram aðra kosti sem Ís- lendingar standa nú frammi fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri NÚ langar mig, rétt fyrir kosningar, að beina máli mínu til ykk- ar sem vön eruð að kjósa alltaf sama flokk- inn sama hvað á dynur. Afstaða sem þessi er skiljanleg; maðurinn er einn vani, breytingar eru sársaukafullar og það að skipta um skoð- un hefur löngum þótt til marks um ístöðuleysi. Það væri lélegur áhangandi fót- boltaliðs sem gæfist upp og færi að halda með einhverju allt öðru liði vegna þess að gamla liðinu hans hefði vegnað illa nokkur misseri og það fallið niður um deild. Annað hvort heldur maður með einhverju liði eða ekki, annað væri einungis tækifær- ismennska, auk þess sem það hefði nokkur útgjöld í för með sér að kaupa nýja trefla og treyjur með einkenn- ismerki nýja liðsins. Já, hollusta er góð dyggð út af fyrir sig en á þó ekki alls staðar heima. Stjórnmál lúta til að mynda öðrum lögmálum en fótbolti og snúast um eitthvað allt annað en tryggð. Stjórnmálaflokkar keppa um hylli okkar kjósenda, en við sem kjósendur tilheyrum engu þessara liða. Okk- ar hlutverk er að taka þátt í lýðræðinu með því að greiða atkvæði þeim flokki sem við teljum að helst verðskuldi traust okkar hverju sinni. Til að lýðræðið geti þjónað tilgangi sínum sem best verð- um við kjósendur að hafa í huga að þegar kemur að stjórnmálum er það að skipta um skoðun ekki ving- ulsháttur heldur ábyrgð. Stöðugt koma nýjar upplýsingar fram í dags- ljósið sem við þurfum að vega og meta og endurskoða hug okkar út frá þeim. Og valdhafar eiga það til að koma sér of makindalega fyrir í há- sætinu og gleyma raunverulegu hlut- verki sínu. Það er engu samfélagi hollt að sömu klíkur haldi völdum of lengi og það er mikilvægt að kjósendur séu vakandi fyrir spillingu og leyfi ekki valdhöfum að komast upp með hvað sem er. Þeir sem (mis)farið hafa með valdið hér á landi síðustu áratugi hafa ekki aðeins klúðrað málum eft- irminnilega heldur einnig gerst sekir um skeytingarleysi gagnvart því um- boði sem þeim hefur verið falið. Við þurfum ekki að hafa alltaf sömu spilltu öflin við stjórnvölinn. Fjöldinn allur af hæfu og reynslu- miklu fólki bíður þess að komast að og nýta krafta sína til fulls. Ps: Þið sem eruð óákveðin – Ekki sitja heima. Hvert atkvæði skiptir máli. Við þurfum að hreinsa til. Við þurfum breytingar og við þurfum þær strax. Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Guðrún Eva Mínervudóttir » Stjórnmál lúta öðr- um lögmálum en fót- bolti og snúast um allt annað en tryggð. Flokk- arnir keppa um hylli okkar en við tilheyrum engu þessara liða. Höfundur er skáld. Lífið er ekki fótbolti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.