Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 55

Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 55
✝ Gunnar JóhannÁgúst Guðjónsson fæddist í Stykk- ishólmi 19. ágúst 1915 og ólst upp í Efri-Hlíð og á Hof- stöðum í Helgafells- sveit þar sem hann var bóndi í 56 ár. Hann lést á Sjúkra- húsinu í Stykk- ishólmi 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jó- hannsson, f. 4. júní 1886 á Skildi í Helgafellssveit, skipstjóri í Stykkishólmi en lengst af bóndi á Hofstöðum, d. 5. okt. 1973, og Jónína Þorbjörg Árna- dóttir, f. 23. mars 1891, í Mikla- holti í Miklaholtshreppi, húsmóðir á Hofstöðum, d. 7. júní 1980. Systkini Gunnars eru: 1) Haraldur, f. 31. mars 1913, d. 11. apríl 1913. 2) Berta Hansína, f. 15. apríl 1914, d. 2. júní 2003. 3) Anna, f. 22. ágúst 1917, d. 29. apríl 1986, 4) Árni Breiðfjörð, f. 4. júlí 1919, d. 13. mars 2007. 5) Kristrún, f. 8. jan. 1924. 6) Ruth, f. 29. júní 1926, d. sama dag. 7) Einar, f. 6. ágúst 1931, d. sama dag. Uppeldissystir þeirra Sólveig Eiríksdóttir, f. 28. ágúst 1930. Gunnar kvæntist 10. des. 1942 Laufeyju Guðmunds- Rún og Mist. c) Ármann, f. 22. ágúst 1972, maki Alda Sigrún Magnúsdóttir, þeirra sonur Viktor, fyrir á hún einn son. d) Hrafnhild- ur, f. 26. ágúst 1973, maki Haukur Randversson, þeirra synir Vignir Gunnar og Arnar Ingi. e) María, f. 26. ágúst 1977, maki Jóhann Víðir Númason, synir þeirra Óskar Freyr og Guðjón Fannar. 3) Guð- jón Gunnarsson, f. 11. nóvember 1951, d. 2. sept. 1974. 4) Guð- mundur Árni Gunnarsson, f. 15. september 1955, maki Erla Þórð- ardóttir, þeirra börn a) Guðjón Smári, f.16. feb.1988, unnusta Snædís Sveinsdóttir, f. 20. jan. 1988, b) Jóhanna Ösp, f. 26. mars 1991. Fyrir á hann dótturina Lauf- eyju, f. 26. maí 1984, maki Einar Þröstur Reynisson, þeirra dóttir Magnea Líf. Fyrir á Erla fimm börn og átta barnabörn. 5) Jónína Þorbjörg, f. 3. nóvember 1958, maki Benedikt Benediktsson, f. 7. október 1956, börn: a) Sævar Ingi, f. 29. jan. 1977, maki Nadine El- isabeth Walter, börn: Símon Andri og Signý Ósk. b) Hafþór Rúnar, f. 29. jan. 1977, maki Grazyna Magda Kulinska, þeirra synir Samúel Alan og Magni Blær. c) Benný Eva, f. 13. júlí 1980, maki Jón Halldór Kristjánson, börn: Sara Jónína og Kristján Eggert, fyrir á Jón einn son. Útförin fer fram í Stykkishólms- kirkju í dag, laugardaginn 25. apríl, og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur, f. 14. júní 1922, frá Þingeyri við Dýrafjörð. Hún er dóttir Guðmundar Hákonarsonar, Þing- eyri, og Valgerðar Einarsdóttur, Þing- eyri. Börn Gunnars og Laufeyjar eru: 1) Valgerður Kristín, f. 11. september 1943, maki Jón Valberg Ásgeirsson, f. 15. júní 1939, börn: a) Hilmar, f. 22. októ- ber 1964, maki, Mar- grét Ólöf Jónsdóttir, þeirra synir Atli Már og Hlynur Smári. b) Sig- rún, f. 29. júní 1967, maki Ingvar Sigurðsson, dætur þeirra Aldís Edda og Elma. c) Þröstur, f. 16. febrúar 1970, maki Íris Þrúður Ólafsdóttir, börn: Ásgeir Ísak, Darri Freyr og Karen. d) Heiðrún Björk, f. 30. ágúst 1980, maki Pét- ur Veigar Pétursson, þeirra synir Jón Arnór og Patrik Nökkvi, fyrir á hún Aron Hrafnsson. 2) Kolbrún, f. 6. ágúst 1946, maki Jón Guð- mundson, f. 1. júní 1937, börn: a) Ágúst, f. 16. ágúst 1968, maki Jó- hanna Kristín Berthelsen, börn: Daníel Jóhann, Guðbjörg María og Alexander Freyr. b) Þór, f. 18. sept. 1969, maki Vala Karen Guð- mundsdóttir, þeirra dætur Vaka Elsku pabbi minn, ég skynjaði það sterkt þegar ég sat við rúmið hjá þér í veikindum þínum stuttu fyrir and- látið að þess yrði ekki langt að bíða að kallið kæmi. Við áttum saman ágætt spjall á sálargrundvelli á með- an þú svafst, það rifjaðist upp eitt og annað sem á daga okkar hafði drifið. Þetta spjall ásamt draumi sem mig dreymdi styrkti mig í því að komið væri að leiðarlokum, þú ert örugg- lega hvíldinni feginn enda kominn á 94. aldursár. Það er svo margt sem rifjast upp frá æskunni, enda var ég svo heppin að geta verið með þér öllum stundum í uppvextinum. Ég man þegar ég var með þér að moka kolum úr kerrunni inn í litla skúrinn, þá hef ég senni- lega verið fjögurra ára gömul og þóttist getað hjálpað eitthvað til. Ég man líka eftir því þegar þú fékkst fyrsta bílinn þinn, Land Roverinn, árið 1963. Þú hafðir farið til Reykja- víkur að sækja hann og við systkinin vissum hvenær þú varst væntanleg- ur, við biðum spennt og fórum úr glugga í glugga til þess að fylgjast með hverjum bíl sem fór um þjóð- veginn. Það var stoltur maður sem kom heim með þennan bíl, enda máttir þú líka vera það því þú hafðir svo sannarlega unnið fyrir honum. Land Roverinn kom að góðum not- um, hann var skólabíll á veturna, fjölskyldan ferðaðist á honum á sumrin og síðan var hann nýttur til fjárflutninga í Hraunsfjörðinn á vor- in. Þá voru kindurnar hafðar í kerru en lömbin fengu að vera aftur í jepp- anum og þar sátum við bróðir minn og pössuðum þau. Það var svo gam- an í þessum fjárflutningum í Hraunsfjörðinn og ég held að þér hafi alltaf þótt jafn gaman að koma þangað. Þú áttir svo góðar minningar um vegarlagninguna í gegnum Ber- serkjahraunið og út í Árnabotn sem þú hafðir tekið þátt í sem ungur mað- ur. Þú elskaðir gróðurilminn á þess- um slóðum og ég get verið svo sam- mála þér að það er á fáum stöðum sem gróðurilmurinn er jafn yndis- legur. Í minningunni um heyskapinn á Hofsstöðum er Farmallinn og gamla greiðusláttuvélin ofarlega í huga. Ég horfði oft hugfangin á hvernig þú raðaðir hverjum hlut á sinn stað í sláttuvélina, hlaupastelp- an og síðan ljárinn sem var með mörgum spíssblöðum, það þurfti að brýna hvert blað fyrir sláttinn. Þú kunnir vel til verka með ljáinn og ég, litla krakkakrílið, horfði með aðdáun á hvert blað verða gljáandi beitt. Þegar ljárinn var kominn á sinn stað var komið að því sem ég beið eftir, en það var að sjá grasið falla. Ég gekk á eftir í sláttufarinu, tók upp nýslegið grasið, fann hvað það var mjúkt og ilmandi. Ég var líka með þér við að plægja jarðveginn, það er ómetan- legt að þekkja ferilinn frá því að jarðvegur er unninn til þess að gras- ið er slegið. Kindurnar þínar voru líka svo fallegar, þú ræktaðir hrein- hvítar kollóttar ær sem voru með gott byggingarlag. Þú varst mikið snyrtimenni, allt var svo hreint sem þú gekkst um hvort sem það var úti- hús eða umhverfi og þú kenndir okk- ur að bera virðingu fyrir náttúrunni. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að föður, elsku pabbi, þú gafst mér svo margt sem er mér dýrmætt. Ég veit að þér líður vel að vera kom- inn heim. Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir. Hann Gunnar tengdafaðir minn er látinn. Ég kynntist honum fyrst er ég kom að Hofsstöðum með vinnu- vélar til ræktunarframkvæmda haustið 1960. Ég sá strax að hann var maður sem vildi vanda til verka og þannig var um hans búskap. Snyrtimennska, ræktun og góð fóðr- un á búpeningi skiluðu sér í góðum afurðum. Gunnar lifði á tímum mik- illa breytinga í íslenskum landbúnaði allt frá tímum handverkfæra og lít- illar ræktunnar til víðáttumikilla túna og nýjustu véltækni. Hann fylgdist vel með þeirri þróun. Gunn- ar og Laufey bjuggu að Hofsstöðum þar til þau hættu búskap vegna ald- urs og versnandi heilsu. Þau hjón gáfu börnum sínum jörðina eftir að hætt var búskap og er þar nú sælu- reitur fjölskyldna þeirra í frítímum á þessum fallega stað. Gunnar var myndarlegur maður, þéttur á velli og þéttur í lund og hafði sínar skoð- anir á hlutunum. Það var alltaf gam- an að ræða við hann allan þann tíma sem við áttum leið saman. Stálminn- ugur var hann og fróður og hélt því til lokadags. Hann hafði gaman af því að ferðast um landið, sjá búskap í öðrum landshlutum og áttum við Valgerður nokkrar skemmtilegar ferðir með þeim hjónum, meðal ann- ars um Vestfirði og víðar. Seinustu árin bjuggu þau hjónin í þjónustuíbúð við dvalarheimilið í Stykkishólmi. Þar bjuggu þau sér fallegt heimili og nutu öryggis og fé- lagsskapar við aðra íbúa. Þó heilsan væri farin að gefa sig virtist hann alltaf ótrúlega hress þegar við kom- um í heimsókn. Að lokum þakka ég Gunnari alla þá vinsemd sem hann sýndi mér alla tíð. Jón V. Ásgeirsson. Elsku langafi okkar. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. Við biðjum góðan Guð um að styrkja elsku langömmu okkar sem misst hefur svo mikið. Minningin um langafa mun lifa í hjörtum okkar allra. Aron, Jón Arnór og Patrik Nökkvi. Kallið er komið. Síminn hringir. Ég hentist fram úr rúminu og ansa símanum snemma morg- uns. Ég fæ þær fréttir um að tengda- pabbi sé að kveðja. Bóndinn á Hofsstöðum er látinn. Gunnar var mjög góður maður. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Kæri tengdapabbi, ég þakka þér fyrir árin sem ég og fjölskylda mín áttum með þér. Við erum rík í hjarta okkar að hafa fengið að kynnast þér. Þú hafðir alltaf einhvað nýtt að segja og fræða okkur. Ég geymi minninguna um árin okkar saman. Kveðja, Erla Þórðardóttir. Gunnar Guðjónsson Minningar 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS SVEINSSONAR frá Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir. Þórir Kjartansson, Friðbjört Elísabet Jensdóttir, Sveinn Kjartansson, Hólmfríður Böðvarsdóttir, Bertha Pálsdóttir, Eyrún Kjartansdóttir, Haukur Helgason, Sigrún Kjartansdóttir, Þorbjörn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS VALDIMARSSONAR, Sandabraut 10, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar og heima- hjúkrunar Sjúkrahúss Akraness fyrir hlýhug í hans garð. Lóa Guðrún Gísladóttir, Elín Þóra Geirsdóttir, Valur Jónsson, Guðný Elín Geirsdóttir, Hörður Jónsson, Valdimar Eyjólfs Geirsson, Sigríður Ellen Blumenstein, Hrafnhildur Geirsdóttir, Ólafur Rúnar Guðjónsson, Anna Lóa Geirsdóttir, Engilbert Þorsteinsson, Erla Geirsdóttir, Ársæll Alfreðsson, Gísli Geirsson, Margrét Berglind Ólafsdóttir og afabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SÆVARS FRÍMANNSSONAR, Frostafold 187, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Eirar, deild 2 N fyrir hlýhug og góða umönnun. Hildur Björk Sigurgeirsdóttir, Jóhann Gunnar Sævarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Gerður Guðrún Sævarsdóttir, Edda Björk Sævarsdóttir, Indriði Björnsson, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN ÓLAFSSON, Bakkagerði 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti þriðjudaginn 7. apríl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. apríl kl. 15.00. Dís Guðbjörg Óskarsdóttir, Ægir Hafsteinsson, Ólafur Hafsteinsson, Erna Júlíusdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Guðjón Valgeirsson, Vilborg Hafsteinsdóttir, Hanna Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn, stjúpsonur og bróðir, FRIÐRIK ÁGÚSTSSON, Norðurási, Bröttuhlíð 16, Hveragerði, lést á heimili sínu sumardaginn fyrsta, 23. apríl. Útför hans fer fram í kyrrþey. Sigrún Friðriksdóttir, Eggert Haraldsson, Haraldur Eggertsson, Karl Eggertsson, Eggert Eggertsson, Sigríður Fanney Eggertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.