Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 60
60 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 1 5 7 6 7 7 8 2 8 9 2 3 4 5 4 8 7 4 9 1 3 8 1 2 6 4 7 9 5 2 1 2 6 5 4 8 3 4 9 6 1 6 1 8 3 7 9 7 2 3 7 2 9 8 5 9 6 7 1 9 4 3 3 1 6 2 9 6 9 4 7 6 5 8 7 8 6 4 5 1 2 3 9 2 1 4 3 9 7 6 5 8 3 9 5 2 6 8 1 7 4 6 4 3 7 1 5 8 9 2 5 2 1 9 8 3 4 6 7 9 7 8 6 4 2 3 1 5 1 5 7 8 2 6 9 4 3 8 3 9 1 7 4 5 2 6 4 6 2 5 3 9 7 8 1 3 6 8 4 7 9 1 2 5 4 5 2 1 6 3 7 8 9 9 7 1 2 5 8 4 6 3 6 2 5 7 3 4 8 9 1 1 3 9 6 8 5 2 4 7 8 4 7 9 2 1 5 3 6 7 9 3 5 4 2 6 1 8 2 1 6 8 9 7 3 5 4 5 8 4 3 1 6 9 7 2 9 7 8 3 4 1 2 6 5 3 6 4 8 5 2 9 1 7 5 1 2 7 6 9 4 8 3 7 4 3 9 8 5 6 2 1 8 2 6 1 3 4 7 5 9 1 9 5 2 7 6 3 4 8 4 3 7 6 1 8 5 9 2 2 5 1 4 9 3 8 7 6 6 8 9 5 2 7 1 3 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 25. apríl, 115. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í sam- anburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.) Í dag er kjördagur. Víkverji þarfþví að koma sér niður í Ráðhús Reykjavíkur til að lýsa yfir ein- dregnum og skilyrðislausum stuðn- ingi sínum við stjórnmálaflokk. Hann getur sett einn staf – X – við einn flokk. Það þýðir „ég styð þau“. x x x Tjáningin á vilja kjósandans erekki mikið flóknari en þetta, enda er kjósandinn ekki álitinn mik- ið flóknari persóna en svo, í hrein- ræktuðu fulltrúalýðræði Íslendinga. Nánast er gert ráð fyrir því að kjós- andinn geti alltaf fundið sér einn flokk til að treysta skilyrðislaust. x x x Víkverji getur til dæmis ekki settX við D en skrifað þar hjá „því grunngildin eru svo góð, þótt þið far- ið alls ekki eftir þeim“. Hann getur ekki sett X við V en skrifað þar hjá „þrátt fyrir að ég sé ósammála nán- ast öllu sem þið segið“. Og ekki get- ur hann krossað við B en látið fylgja með „þótt þið berið ábyrgð á gallaðri einkavæðingu og síauknum ríkisút- gjöldum á þenslutímum“. x x x Og upptalningin heldur áfram.Ekki mætti Víkverji haka við Lýðræðishreyfinguna, en skrifa „til að hæðast að hinum flokkunum“ á kjörseðilinn. Ekki gengi að krossa við Borgarahreyfinguna með skila- boðunum „þótt þið hafið ekki hug- mynd um hvernig á að leysa vanda þjóðarinnar“. Síðast en ekki síst gæti hann ekki veitt Samfylkingunni atkvæði sitt „þótt hún hafi flotið sof- andi að feigðarósi, fjármögnuð með vafasömum hætti“. Svona útskýr- ingar og neðanmálsgreinar myndu auðvitað ógilda seðilinn. x x x Kannski væri rétt að gefa kjós-endum kost á því að setja ann- að tákn en X við framboðin á kjör- seðlinum. Bókstafurinn Æ gæti verið hentugur í þetta. Þannig gæti Víkverji nánast andvarpað atkvæði sínu á það framboð sem hann er hvað síst mótfallinn. „Æ, ég kaus...“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 draum- óramaður, 8 smá, 9 geta, 10 muldur, 11 dauf ljós, 13 hermdi eftir, 15 grön, 18 hengilmæna, 21 gyðja, 22 vöggu, 23 fiskar, 24 rétta. Lóðrétt | 2 gáfaður, 3 reiður, 4 koma í veg fyr- ir, 5 koma að notum, 6 tólg, 7 skott, 12 ótta, 14 skaut, 15 klippa lítið eitt af, 16 ráfa, 17 grasflöt, 18 uglu, 19 ryskingar, 20 sjá eftir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mygla, 4 rúmar, 7 tólin, 8 gætin, 9 sál, 11 róar, 13 lama, 14 ostra, 15 fork, 17 gras, 20 enn, 22 andóf, 23 ístra, 24 neita, 25 arnar. Lóðrétt: 1 mætur, 2 gelta, 3 agns, 4 rugl, 5 motta, 6 renna, 10 áttan, 12 rok, 13 lag, 15 fóarn, 16 ruddi, 18 rætin, 19 staur, 20 efna, 21 nípa. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rxc6 bxc6 6. Bd3 d5 7. 0-0 Rf6 8. Rd2 Be7 9. c4 0-0 10. Dc2 h6 11. b3 Bb7 12. Bb2 a5 13. Hac1 Rd7 14. Hfe1 a4 15. He3 axb3 16. axb3 Bf6 17. Bxf6 Dxf6 18. b4 Re5 19. Be2 Hfd8 20. Rb3 dxc4 21. Bxc4 Ba6 22. Bxa6 Hxa6 23. Rc5 Hb6 24. Hb1 Hd4 25. Heb3 Hb8 26. h3 Hbd8 27. Hf1 Hd2 28. Dc1 He2 29. He3 Hb2 30. Hb3 He2 31. He3 Hb2 32. Hb3 Hxb3 33. Rxb3 Rd3 34. Dc4 Rf4 35. Kh2 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu sem lauk fyrir nokkru í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu. Hjörvar Steinn Grétarsson (2.279) hafði svart gegn portúgalska stórmeist- aranum Luis Galego (2.494). 35. … Hd3! 36. Hc1 Dh4 37. Kg1 Dg5 og hvít- ur gafst upp enda ræður hann ekki við margvíslegar hótanir svarts. Svartur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Rusinow. Norður ♠108754 ♥72 ♦K65 ♣843 Vestur Austur ♠KD ♠3 ♥1083 ♥DG96 ♦G10 ♦Á98742 ♣ÁD10976 ♣G5 Suður ♠ÁG962 ♥ÁK54 ♦D3 ♣K2 Suður spilar 4♠ doblaða. Sú regla í vörn að spila „ofan af röð“ er ekki gallalaus. Helst er það ásinn út sem veldur vanda, en hann getur verið frá Á-K eða frá ásnum án kóngsins. Þessi tvíræðni fór í taugarnar á Sydn- ey Rusinow (1907-53), en við hann er kennd sú aðferð að spila næst hæsta spilinu frá röðum: kóng frá Á-K, drottningu frá K-D og svo framvegis. Sniðug regla, en heldur ekki hnökra- laus, því með tvílit er byrjað á hærra spilinu þótt um „röð“ sé að ræða. Ónefndur rússneskur sagnhafi nýtti sér þessa tvíræðni í spilinu að ofan. Vestur kom út með ♦G – smátt úr borði, austur kallaði og lítið úr suðrinu! Tígultían kom næst og austur dúkkaði, enda bjóst hann við ♦D hjá makker sínum. En nei, suður átti hana, hreins- aði upp hjartað með trompun og enda- spilaði vestur með ♠Á og spaða. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ekki er víst að hrúturinn fái mikla svörun þótt hann láti ljós sitt skína. Haltu því öllu í röð og reglu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert dularfull persóna sem dregst að hinu óvenjulega. Samskiptahæfileikar þínir eru með besta móti og fólki finnst þú hafa góðan húmor. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu þér ekki mislíka þótt ein- hverjir hörfi undan þegar þú sækir fast að þeim. Samræður við foreldra eru mikil- vægari en ella á sama tíma. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að athuga vel hvernig þú setur hlutina fram því það skiptir sköpum að allir skilji hvert þú ert að fara. Gerðu það sem í er þínu valdi og láttu aðra um sitt. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Næstu daga áttu eftir að vekja mun meiri eftirtekt en áður. Lítillæti er dyggð sem reynir á undir þessum kringum- stæðum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þér finnst eins og einhverjir vilji leggja stein í götu þína. Veltu því fyrir þér af hverju þú ætlar að hafa tekjur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hingað til hefurðu verið fljótur að treysta nýjum vinum fyrir nákvæmum persónuupplýsingum. Fólk tekur eftir þessu og fylgist með verklagi þínu sem segir allt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það gæti verið rétt í stöðunni að leyfa hlutunum að þróast af sjálfu sér. Allt sem tengist ást, rómantík, ánægju og skemmtun kemur vel út í þínu merki á næstu vikum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Bogmaðurinn ætti að leggja vini lið í dag. Mundu að þú færð borgað fyrir að fara að fyrirmælum annarra. En það er ekkert að óttast, ekki láta ímynd- unaraflið hlaupa með þig í gönur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að leggja þig alla/n fram í samskiptum þínum við aðra í dag. Hafðu ekki áhyggjur en gerðu það sem þarf til að ná tökum á þessu á ný. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það getur verið erfitt að stand- ast þá freistingu að kaupa einhvern hlut. Njóttu þess með þeim sem hafa stutt þig og lagt hönd á plóg. Vertu samt ekki of smámunasamur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Varfærni og umburðarlyndi fleyta manni langt. Einhver á eftir að sýna raun- verulegan styrk sinn í þessum deilum. Stjörnuspá 25. apríl 1840 Fregnir bárust með dönsku kaupfari um andlát Friðriks konungs sjötta og ríkistöku Kristjáns konungs áttunda. Þá voru liðnir nær fimm mánuðir síðan konungur dó. Minning- arhátíðir voru í Dómkirkjunni og Bessastaðaskóla. 25. apríl 1913 Eldgos hófst austur af Heklu og stóð það fram eftir maí- mánuði. „Eldarnir komu upp á tveim stöðum og gusu margir gígar á báðum,“ sagði í Skírni. Hraun runnu við Lambafit og Mundafell. 25. apríl 1915 Hótel Reykjavík og ellefu önn- ur hús við Austurstræti, Póst- hússtræti og Hafnarstræti brunnu í mesta eldsvoða á Ís- landi til þess tíma. Tveir menn fórust. 25. apríl 1944 Fyrsta íslenska óperettan, Í álögum, var frumflutt í Iðnó. Höfundur tónlistar var Sig- urður Þórðarson en höfundur texta Dagfinnur Sveinbjörns- son. Tónlistarfélagið stóð að sýningunni. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari fór með aðal- hlutverkið. 25. apríl 1991 Bifreið var ekið á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk á Öræfajökli, í fyrsta sinn. 25. apríl 1999 Haldið var í fyrsta sinn upp á Dag umhverfisins, á fæðing- ardegi Sveins Pálssonar nátt- úrufræðings. Tilgangurinn með deginum var að hvetja fólk til að kynna sér samskipti manns og náttúru og efla um- ræðu um umhverfismál. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … JÓHANNA Sigmarsdóttir, sóknarprestur og pró- fastur á Eiðum, er ein þeirra sem búin eru að kjósa utan kjörfundar og þarf því ekki að gera sér ferð á kjörstað á afmælisdaginn. Ástæðan fyrir því að hún kaus utankjörfundar er sú að hún þurfti að fara til Reykjavíkur þar sem prestastefna hefst á þriðjudag en hún notar einnig ferðina til að hitta börnin sín tvö. Í dag ætla þau að borða saman hreindýralæri í tilefni 65 ára afmælisins. Áður verður Jóhanna þó búin að fá sér göngutúr, þ.e. ef veðrið á höfuðborgarsvæðinu leyfir. Það þykja e.t.v. ekki sérstök tímamót að verða 65 ára og í sumar verða mun merkilegri tímamót í lífi Jóhönnu því þá verður hún amma í fyrsta sinn. „Ég er nefnilega svo seinþroska,“ seg- ir hún og hlær. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar fermingar afstaðnar en víða úti á landi er fermt í júní. Jóhanna mun halda fjórar fermingarmessur í júní. Síðan ætlar hún m.a. að messa í kirkjunni í Loðmundarfirði 19. júlí. Eitthvað ætlar Jóhanna þó að skjótast í sumarbústaðinn sem hún á með systkinum sínum. Hið yfirvofandi ömmuhlutverk er þó aug- ljóslega það sem Jóhanna hlakkar mest til. runarp@mbl.is Jóhanna Sigmarsdóttir prestur á Eiðum 65 ára Verður amma í sumar Nýirborgarar Reykjavík Þórbergur fæddist 23.janúar. Hann vó 3.625 g og var 54 cm langur. For- eldrar hans eru Rúnar Pálmason og Vilborg Þórðardóttir. Akranes Lena Margrét fæddist 2. janúar kl. 6.18. Hún vó 3.890 g og var 53 cm löng. Foreldar hennar eru Erla Helga Svein- björnsdóttir og Sigurður Oddsson. Reykjavík Þórir Leó fæddist 24. febrúar kl. 1.14. Hann vó 3.200 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Heiðrún Grétarsdóttir og Kristján Hrafn Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.