Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 61

Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 61
Velvakandi 61 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand OG? MÉR SÝNIST EINHVER HAFA SOFIÐ VEL Í NÓTT MIG DREYMDI RISA- SMÁKÖKUNA SEM VILDI LÁTA ÉTA SIG AFTUR HVERNIG LÆT ÉG MÉR LÍÐA BETUR EFTIR JÓLIN? ÞÚ GETUR KLAPPAÐ SÆTUM HUNDI HVAÐ GET ÉG ÞÁ GERT TIL AÐ LÁTA MÉR LÍÐA BETUR VEISTU HVAÐ ER ÞAÐ VERSTA VIÐ KONUR? BÍDDU ! LEYFÐU MÉR AÐ GISKA... ER ÞAÐ EKKI EIGINMAÐURINN ÞEIRRA? ÉG ER ÚR LEIK MÉR TÓKST ÞAÐ! ÉG GREIP HANN! ÆTLI MAÐUR GETI ORÐIÐ LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ LIGGJA HÉRNA Í SÓFANUM? ÉG LIGG SAMT EKKI ALLTAF Í SÓFANUM... STUNDUM SIT ÉG Í HONUM ÞÚ ERT EKKERT FYRIR SVONA PÆLINGAR, ER ÞAÐ NOKKUÐ? ÞETTA ER NÝI GÍTAR- KENNARINN HANS KALLA, SÓLEY HNETA GAMAN AÐ KYNNAST ÞÉR KALLI SEGIST VILJA LÆRA Á GÍTAR EN HANN VILL EKKI LEGGJA MIKLA VINNU Í ÞAÐ ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER AÐ HANN SKEMMTI SÉR! ALLT Í LAGI... ÉG VEIT EKKI HVERSU MIKILVÆGT ÞAÐ ER SKÖMMU SÍÐAR...BLAÐASÖLUMAÐURINN ER HRÆDDUR VIÐ ÞENNAN FANT... OG HANN VEIT AÐ ÉG GET EKKI ALLTAF VERIÐ HÉRNA TIL AÐ PASSA UPP Á HANN KÓNGULÓAR- MAÐURINN ER FARINN EN ÉG ER ENNÞÁ HÉR EKKI MEIÐA MIG! ÉG LOFA AÐ SELJA „DAILY BUGLE“ EKKI FRAMAR Kosningar 25. apríl KÆRU Íslendingar, hverja ætlið þið að kjósa í kosningunum? Vinstristjórn eða eitt- hvað annað sem ég vil kalla miðjustjórn? Eft- ir allar þær yfirlýs- ingar sem hafa gengið á milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í þessari kosningabar- áttu virðast þeir á önd- verðum meiði í all- flestum málum. Það er ESB og svo hjá Vinstri grænum að hækka skatta á flestallar fjöl- skyldur og fyrirtæki í landinu og líka að lækka laun hjá opinberum starfsmönnum. Hvað þýðir það? Lækka líka í leiðinni laun hjá því fólki sem komið er á eftirlaun, þá lækka lífeyrisgreiðslurnar hjá því fólki líka. Hvað finnst lífeyrisþegum um það Ögmundur? Heldur þú að þetta fólk kjósi þig og þinn flokk. Og hvað um fólkið sem er að missa íbúðina sína vegna ykkar. Þið hafið ekkert gert þessa 80 daga sem þið hafið farið með stjórn landsins. Hvað um ofurlaun þessara manna sem stjórna lífeyrissjóðunum? Þið talið ekkert um það, 20-40 milljónir á ári, eru það ekki góð laun? Nei, kjósendur góðir, kjósum ekki Vinstri græna né Samfylkinguna sem stjórnar ASÍ. Það sést best á styrkjununum sem Samfylkingin fekk hjá ASÍ en engir flokkar aðrir. Kjósum Framsóknarflokkinn sem vill 20% lækkun á höfuðstól íbúð- arlána okkar eða kjósið þá Sjálf- stæðisflokkinn, það eru bestu kost- irnir í dag. Hannes Helgason. Skattheimta ríkisins Í ÞEIRRI umræðu hvort auka eigi skatta hefur gleymst að geta þess hvað landsmenn greiða nú þegar í skatta af sjálfsaflafé sínu. Komið hefur margoft fram, fram m.a. í þætti Egils Helgasonar „Silfri Eg- ils“, að landsmenn greiða 50% af því fé til sameiginlegra þarfa þjóð- félagsins. Þetta er eitt hæsta hlutfall í Vestur-Evrópu. Það þýðir að fyrstu sex mánuði ársins greiða landsmenn öll sín laun að meðaltali til sameiginlegra þarfa. Eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir er hækkun skatta ekki vænleg til að bæta ástandið. Aukin skattheimta er ekki ábæt- andi, hún dregur úr vinnuvilja fólks og eykur skattsvik. Hægt er að nálgast ríkisreikning á netinu, þar kemur vel í ljós hvert allt þetta skattfé fer í ríkiskerfinu. Það vekur furðu að skoða ríkisreikninginn og maður fer að furða sig á þessari ör- þjóð og í hvað hún hefur látið koma sér, því öll þessi eyðsla er ekki það sem þjóðin hefur óskað eftir sjálf en kjörnir fulltrúar, oftar en ekki fulltrúar hagsmunaafla, bundið hana á klafa. Samt er sagan ekki öll sögð því eyðsla sveitarfé- laga er ekki í rík- isreikningi og er það kapítuli út af fyrir sig. Senda ætti rík- isreikning árlega til allra skattgreiðenda – þeir eiga heimtingu á því. Það ætti ekki að vera meira verk en að senda símaskrána öll- um landsmönnum. Skattgreiðandi. Húsnæðismál Í TILEFNI af þeim fjölda óseldra íbúða sem eru á fast- eignamarkaðnum og frostinu sem þar ríkir læt ég þessa tillögu mína vaða: Hvernig væri að við hjálp- uðum ungu barnafólki að hefja bú- skap með því t.d. að gefa hverju barni við fæðingu tvær milljónir sirka til útborgunar í húsnæði? Nokkurs konar afborgunarfrí hús- bréf. Persónuafslátt frá fæðingu sem tryggði því og væri bundið í heimili. Foreldrarnir yrðu að nota þessar milljónir í útborgun á hús- næði. Ef ykkur líst ekki á þessa leið þá er líka hægt að hugsa sér þessar tvær milljónir á sérkjörum, t.d. án verðtryggingar og með extra lágum vöxtum og greiddist upp á fyrstu 16 árum barnsins með t.d. persónu- afslætti foreldranna, vaxtabótum eða barnabótum sem færu þá í hús- næði, ekki neyslu. Þar með væri kominn eins konar skyldusparnaður hjá ungu foreldrunum og barninu tryggt húsnæði í leiðinni. Ef t.d. unga fólkið væri komið með tvö börn þá væru þar með komnar fjórar milljónir til útborgunar í húsnæði. Best væri náttúrlega ef þetta yrði afturvirkt til 1977 svo ég græddi á þessu líka. Jón Helgi Guðmundsson. Ónýtt atkvæði ÉG las í Morgunblaðinu á dögunum að allt að 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins ætluðu að skila auðu í kosningunum. Gerir fólk sér ekki grein fyrir, að auð og ógild at- kvæði í kjörkassa er sama og óbeinn stuðningur við þann flokk sem flest atkvæði hlýtur? Ef fólk vill ekki stuðla að styrk stærsta flokksins (núna Samfylking) þá á það að gefa einhverju af nýju og litlu framboð- unum atkvæði sitt. Lesandi Morgunblaðsins. Lyklakippa í óskilum MITSUBISHI-lyklakippa með tveimur lyklum fannst við Grett- isgötu 46. Eigandi vinsamlegast hafi samband í síma 561-4268 eða 847- 4759.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Vorfagnaður ’09 verður á fimmtudaginn 14. maí kl. 17. Ragnar Bjarnason og Þorvaldur Hall- dórsson sjá um stuðið. Söngur, grín og dans. Veislumatur frá Lárusi Loftssyni. Skráning í s. 535-2760 fyrir 12. maí. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Árleg vor- sýning verður í Gjábakka um næstu helgi. Handverksfólk er beðið að skila sýningarmunum til Þórhildar og Krist- ínar mánudag 27.4. og þriðjudag 28.4. Félagsheimilið, Gullsmára 13 | Vorsýn- ing í Gullsmára 13, 1.-3. maí. Þeir sem eru með muni á sýninguna skilið þeim eigi síðar en miðvikudaginn 29. apríl f.h. Félagsstarf í Gerðubergi | Mánud. kl. 9 og föstud. kl. 13 er leikfimi og heitt á könnunni í ÍR-heimilinu v/Skógarsel. Mánud. kl. 9.50 og miðvikud. er vatns- leikfimi í Breiðholtslaug. Kl. 10.30 þriðjud. og föstud. stafaganga og miðvi- kud. kl. 10.30 fjölbreytt leikfimi. Pútt- völlur v/Breiðholtslaug er opinn. S. 575 7720. Hraunsel | Miðvikudaginn 6. maí er hálfsdagsferð til Reykjavíkur í heimsókn í Þjóðmenningarhús sem er 100 ára. www.febh.is. Hæðargarður 31 | Tangó, glerlist, tölvu- leiðbeiningar, taichi, framsögn, hlát- urjóga, hannyrðir, línudans, útskurður, World Class, bókmenntir, söngur, gönguhlaup, hljóðbók, spænska, mynd- list, qigong, baráttuhópur um bætt verðurfar, skapandi skrif, postulíns- málun og „Þegar amma var ung...“ S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands- skóla v/Víðigrund kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564 1490, 554 5330 og 554 2780. Vesturgata 7 | Kl. 15 koma frambjóð- endur frá Sjálfstæðisflokknum í heim- sókn. Jórunn Frímannsdóttir, Illugi Gunnarsson og Þórlindur Kjartansson. Dansað í kaffitímanum. @

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.