Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 62
62 MenningLISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 FERILL Placido Domingo nálgast hálfa öld en nú býr einn frægasti tenór síðustu áratuga sig undir að syngja baritónrulluna Simon Bocc- anegra í samnefndri óperu Verdis. Domingo syngur hlutverkið í Co- vent Garden og einnig í New York, Berlín og Madríd. Söngvarinn mun fyrst hafa viðr- að það í viðtali árið 2001 að hann dreymdi um að syngja „bara einn Simon Boccanegra. Það er einstakt verk, afar tilfinningaþrungið. Þessi maður leitar að dóttir sinn í mörg ár. Endurfundirnir er einhver ótrú- legasta sena í nokkurri óperu.“ Blaðamenn sem fjallað hafa um væntanlega frumraun Diomingo sem Boccanegra, telja að það muni henta honum vel, nú á síðustu stig- um ferilsins. Þá hafi hann komið fram sem baritónn þegar hann söng fyrst fyrir í óperuhúsi Mexíkóborg- ar fyrir 50 árum. Stjórnendur þar skynjuðu hæfileika hins unga söngvara og réðu hann, sem tenór. Domingo baritónn Syngur hlutverk Simon Boccanegra Domingo Söngvarinn fyllir óp- eruhús hvar sem hann kemur fram. MENNINGHARHÚSIÐ Mið- garður í Varmahlíð í Skagafirði verður á morgun tekið í notkun á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur. Fjölbreytileg menningar- dagskrá fer fram í Miðgarði á morgun, sunnudag, af þessu tilefni og hefst hún klukkan 13.00. Við það tækifæri verður Sæluvikan, lista- og menning- arhátíð Skagfirðinga, sett. Í dagskrárlok verða bornar fram heimilislegar veitingar og gestum gefst kostur á að ganga um Miðgarð og skoða þessa glæsilegu byggingu. Menningarhátíð Miðgarður opnaður eftir breytingar Karlakórinn Heim- ir mun verða hag- vanur í Miðgarði. EINAR Hákonarson listmálari opnar í dag klukkan 14.00 sýn- ingu á 40 nýjum olíu- málverkum að Laugavegi 95. Einar Hákonarson er meðal þekktari íslenskra listmálara. Hann er fígúratífur express- jónisti og hefur alla tíð verið stefnufastur í listsköpun sinni. Í verkum hans hefur mann- eskjan í umhverfi sínu verið rauður þráður í gegnum 40 ára feril. Verk Einars prýða fjölda opinberra bygginga og hefur hann haldið yfir 30 einkasýningar. Sýningin er opin frá klukkan 14.00 til 18.00 og stendur til 10 maí. Myndlist Einar Hákonarson sýnir ný verk Einar Hákonarson PÉTUR Östlund er einn fremsti trommuleikari þjóð- arinnar. Á sjöunda áratugnum gerði hann garðinn frægan með Hljómum frá Keflavík, en um árabil hefur hann verið bú- settur í Svíþjóð, þar sem hann leikur djass og kennir trommu- leik. Meðal þeirra sem Pétur hefur leikið með eru Niels- Henning Örsted Pedersen, John Scofield og Art Farmer Í dag, laugardag, klukkan 15, heldur Pétur námskeið í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni, að Síðumúla 20, þar sem hann gefur innsýn í trommutækni sína. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Pétur Östlund kynnir tæknina Pétur Östlund við trommusettið. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is EINLEIKURINN Djúpið eftir Jón Atla Jónasson, sem var frumsýndur í Skotlandi í byrjun mánaðarins, hefur verið valinn sem eitt verka í jaðarhluta leiklistarhátíðarinnar í Edinborgar, Edinburgh Fringe, sem haldin verður í byrjun ágúst. Undanfarnar vikur hefur verkið verið flutt víða í Skotlandi í leik- stjórn Skotans Graeme Maley, en með aðalhlutverkið, og eina hlut- verkið, fer annar Skoti, Liam Brennan. Jón Atli vill ekki gera of mikið úr því að aðstandendum verksins hafi verið boðið að flytja það á Ed- inborgarhátíðinni, enda sé hátíðin öllum opin í sjálfu sér. „Þetta er þó skemmtilegt æv- intýri og gott að fá inni í góðum sal,“ segir hann og samsinnir því þó að það sé ákveðin viðurkenning á gæð- um verks að vera valið þangað inn, en einn úr framkvæmdanefnd hátíð- arinnar sá Djúpið og óskaði eftir því að fá það á hátíðina í framhaldinu. Sagði bara til hamingju Að sögn Jóns Atla verða engar breytingar gerðar á verkinu fyrir sýninguna, það sé gott eins og það er, „en staðsetningin gefur kannski einhverja möguleika hvað varðar lýsingu og sviðsmynd. Ég á þó ekki von á miklum breytingum, þetta er hrá og fín uppsetning og hvílir al- gerlega á herðum Maleys og hann gerir þetta vel,“ segir Jón Atli, sem verður á ferð úti til að svara þeim fyrirspurnum sem kunni að berast í kjölfar sýningarinnar og eins „að sjá strákana gera þetta“, eins og hann orðar það. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þetta verði ekki í lagi, ég sá það frá fyrstu æfingu að hann væri alveg með þetta og sagði ekki neitt, sagði bara til hamingju.“ Eins og fram kemur hefur verkið verið sýnt víða á Skotlandi und- anfarið og Jón Atli segir að það hafi almennt fengið fínar viðtökur og góðar umsagnir, enda skilji áhorf- endur í skoskum sjávarþorpum verkið eflaust mjög vel í ljósi þess hve þeir eiga mikið sameiginlegt með íbúum fiskiþorpa á Íslandi; þeir hafi glímt við sama veruleika og sömu erfiðleika í gegnum tíðna. „Reynsluheimur þeirra er svo svip- aður, þetta er svo svipuð menning, þetta eru nágrannar okkar að vissu leyti.“ Djúpið, The Deep, verður sýnt í Assembly Rooms-salnum í Ed- inborg á Edinburgh Fringe- hátíðinni í ágúst. Þess má svo geta að verkið verður frumsýnt hér á landi í íslenskum búningi í Borg- arleikhúsinu í lok maí með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki.  Einleiksverk Jóns Atla Jónassonar á ferð um Skotland  Valið á leiklistarhátíð Djúpið til Edinborgar Íslenska útgáfan Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Djúpinu, sem verður frumsýnt hér í lok maí. Í HNOTSKURN »Djúpið byggist á eintalisjómanns sem fastur er í sökkvandi skipi. »Leikritið er byggt á frá-sögnum af skipsvoðum við Ísland á 20. öld. »Verkið er flutt á skoskrigelísku í þýðingu leik- stjórans. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is CARNEGIE-listaverðlaunin, sem stofnsett voru 1998 af sænska bank- anum Carnegie, eru með helstu slík- um verðlaunum í heimi, en þau eru ætluð norrænum listamönnum. Verðlaunin eru veitt árlega og að þessu sinni hafa 23 listamenn verið tilnefndir til verðlaunanna. Dómnefnd verðlaunanna valdi listamennina 23 úr hópi 148 lista- manna, en síðan velur hún þrjá lista- menn til verðlauna og einn styrkþega í lok maí. Tveir íslenskir listamenn voru tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni, þeir Kristján Guð- mundsson og Egill Sæbjörnsson. Fyrstu verðlaun nema tæpum sex- tán milljónum króna, önnur verðlaun um tíu milljónum og þriðju verðlaun um sex milljónum. Að auki verður listamanni af yngri kynslóðinni veitt- ur styrkur sem nemur hálfri annarri milljón króna. Verk listamannanna 23 verða sýnd í Charlottenborg sýningarsalnum í Kaupmannahöfn 17. ágúst næstkom- andi, en síðan fer sýningin í ferð um Norðurlönd og verður einnig sett up í Lundúnum, Nice í Frakklandi og Peking. Verkin verða líka gefin út á bók. Carnegie listverðlaunin verða veitt í næsta mánuði Kristján og Egill tilnefndir til norrænna verðlauna Morgunblaðið/Einar Falur Kristján Guðmundsson Tekur tím- ann við verkið Blá færsla. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SVONEFNDIR 15:15 tónleikar hafa verið haldnir í Norræna húsinu sl. sjö ár. Að þessu sinni hafa tónleik- arnir yfirskriftina „Á nýjum nótum“. Frumfluttur verður annar þáttur ballettsvítu sem Jónas Tómasson er að skrifa fyrir Duo Harpverk, Katie Buckley hörpuleikara, og Frank Aarnink slagverksleikara, en þátt- urinn heitir Bel Air de Dans. Sænska tónskáldið Jenny Hettne hefur líka skrifað verk fyrir Duo Harpverk. Wavering Wood, Whirl- ing Metal heitir það og kallar meðal annars á spiladósir og málning- arpensil. In Distance heitir verk eftir kín- verska tónskáldið Tan Dun, sem flutt verður í fyrsta sinn á Íslandi. Cantilene heitir verk eftir Áskel Máson sem er umskrifun á verki hans fyrir lágfiðlu og marimbu, Mel- odia. Cantilene verður flutt á flautu, hörpu og marimbu og kemur Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari til liðs við þau Katie Buckley og Frank Aarnink við flutninginn. Síðasta verk tónleikanna verður Secreta eftir tékkneska tónskáldið Peter Graham sem samið er fyrir flautu og slagverk. Eins og nafnið gefur til kynna hefjast tónleikarnir kl. 15:15, en þeir verða haldnir á morgun, 26. apríl. Á nýjum nótum Ný norræn tónlist verður frumflutt á 15:15 tónleikum Norræna hússins Ég geri ekki upp á milli barnanna, guð minn góður, þetta eru allt saman dýrgripir. 64 » ÞEGAR skúlptúristinn Andrea del Verrocchio vann að verki fyrir alt- ari kirkju í Flórens um 1480 réð hann sér aðstoðarmenn og talið er að einn þeirra hafi verið Leonardo da Vinci. Gary M. Radke, sýningarstjóri Leonardo da Vinci: Hand of the Ge- nius, sýningar sem verður opnuð í Atlanta í haust, segist hafa komist að því að tvær af sjö mannverum í verkinu séu í raun eftir da Vinci, og færir í samtali við The New York Times rök fyrir þeirri skoðun. Vísbendingar um da Vinci?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.