Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 64
64 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009  Sálin boðar til aukakosninga á NASA í kvöld eftir að fólk hefur kosið til Alþingis. Framboðslistinn liggur víst fyrir samþykktur af mið- stjórn FÍH og FTT en þar fara fremstir Guðmundur Thorberg Jónsson, ráðherra vítisvéla, og Stefán Havsteen Hilmarsson, söng- og poppstjörnumálaráðherra. Ráðherra vítisvéla á NASA í kvöld Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ vildum bara vera í aðalkeppninni, og við vissum að það voru frekar litlar líkur á því að myndin kæmist þangað inn, sérstaklega núna þegar maður sér hvaða leikstjórar komust þang- að inn,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá kvik- myndafyrirtækinu Zik Zak, aðalframleiðanda myndar Dags Kára Péturssonar, The Good Heart. Einhverjar líkur voru á því að myndin kæmist inn í aðalkeppnina á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí, en á fimmtudaginn kom í ljós að ekkert verður af því. „Allir aðilarnir sem koma að myndinni ætla hins vegar að hittast í Cannes, bæði við og Wild Bunch, sem er söluaðilinn að myndinni, og þar ætlum við að ákveða hvar við ætlum að frumsýna. Það getur verið að við ger- um það á kvikmyndahátíðinni í Toronto, í San Sebastian eða á einhverri annarri hausthátíð. Við vorum nú bara að klára myndina þannig að við erum ennþá að ákveða þetta allt saman.“ Aðspurður segir Þórir Snær að þeir félagar hjá Zik Zak séu afar bjartsýnir á gott gengi myndarinnar. „Við erum rosalega ánægðir með þessa mynd og ég held að hún sé eins góð og hægt er. Þannig að við höfum fulla trú á henni og erum bjartsýnir.“ The Good Heart fjallar um ungan heim- ilislausan mann sem kynnist 57 ára gömlum krá- areiganda sem breytir lífi hans. Með aðal- hlutverkin fara þeir Paul Dano og Brian Cox. The Good Heart komst ekki inn í Cannes Morgunblaðið/Valdís Thor Góðhjartaðir Paul Dano og Brian Cox.  Þrátt fyrir að Sigur Rós sé úti í hinum stóra heimi þekktasta hljóm- sveit Íslands er sveitin enn talin með svkölluðum jaðarsveitum og andlit sveitarmeðlima langt frá því að vera þekkt á hverju heimili. Þetta sést e.t.v. best á því þegar bloggarar heimsins taka sig til og lofsyngja sveitina að í stað þess að pósta mynd af Jónsa í Sigur Rós kemur fyrir að mynd af Jónsa í Svörtum fötum slæðist með í stað- inn. Hvort menn fá svo hland fyrir hjartað þegar þeir slá inn „Jónsi“ á YouTube og fá upp helstu mynd- bönd Í svörtum fötum skal ósagt látið en e.t.v. er þarna komin leið fyrir sveitina til að ná út fyrir land- steinana. Jónsa oft ruglað saman við Jónsa  Það er ekki ein- göngu kosið til Al- þingis í dag því á netinu stendur nú yfir kosning á Ungfrú og Herra framboði 2009. Eins og nafnið bendir til er þar um fegurð- arsamkeppni að ræða, en þegar þessi orð voru rituð var Álfrún Elsa Hallsdóttir, frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, í efsta sætinu Ungfrúar-megin, skammt á undan Katrínu Jakobsdóttur mennta- málaráðherra. Hinum megin var Hörður Ágústsson frá Borg- arahreyfingunni efstur. Hægt er að kjósa á herraisland.is/ungfru/frambod. Spegill spegill, hver í framboði fegurst er? Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er nú eiginlega alveg hissa, ég átti ekki von á þessu. En ég er bara alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson um þær fréttir að hann tengist tíu af 100 bestu hljóm- plötum Íslandssögunnar. Und- anfarið hafa Rás 2, Félag hljóm- plötuframleiðanda og Tónlist.is staðið fyrir valinu, og voru 100 efstu plötunar nýverið birtar í stafrófsröð. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní er svo ráðgert að tilkynna um þá röð sem þær skipa sér í. Á Tónlist.is kemur fram að Eg- ill tengist 11 plötum á listanum, þremur með Spilverki þjóðanna, þremur með Stuðmönnum, fjórum með Þursaflokknum og Á bleikum náttkjólum með Megasi og Spil- verkinu. Þetta mun þó ekki vera alls kostar rétt því Egill tengist aðeins tveimur plötum Spilverks- ins, en hann var hættur í sveitinni þegar platan Ísland kom út. Miðað við þá talningu tengist hann því „aðeins“ tíu plötum á listanum, en auðveldlega má þó tengja hann við fleiri því hann söng lög á bæði Lögum unga fólksins með Hrekkjusvínunum og á Gilligill með Braga Valdimar og Memfis- mafíunni. Þá má ekki gleyma því að Þursaflokkurinn á lag á Rokk í Reykjavík. Allt dýrgripir Egill slær því út listamenn á borð við Bubba Morthens, sem tengist níu plötum á listanum, og Björk Guðmundsdóttur, sem teng- ist sjö. „Ég er náttúrlega búinn að lifa aðeins lengur en Björk, og líka lengur en Bubbi, hann er bara unglamb, ég er þremur árum eldri en hann,“ segir Egill í léttum dúr. En ætli hann eigi sér einhverja uppáhaldsplötu á meðal þessara tíu? „Nei, ég geri ekki upp á milli barnanna, guð minn góður, þetta eru allt saman dýrgripir. En ætli þessar plötur eigi það ekki sam- eiginlegt að á þeim öllum er eitt- hvað bitastætt,“ segir Egill, en bætir því við að nýjasta platan á listanum, Þursaflokkurinn og Ca- put, sé honum vissulega ofarlega í huga. „Það sem er næst manni í tíma er manni auðvitað hugleikið, og það bendir nú líka til þess að maður sé nú ekki alveg hættur. Maður er svona, eins og Elton John sagði, „still standing“.“ Aðspurður segist Egill vonast til að geta bætt fleiri plötum á listann. „Ég vona það, að maður Gerir betur en Björk og Bubbi  Egill Ólafsson tengist tíu af 100 bestu plötum Íslandssögunnar  Gerir betur en Björk, Bubbi og Sigur Rós  Vonast til að geta bætt fleiri plötum við listann Morgunblaðið/Kristinn Reyndur „Ég er náttúrlega búinn að lifa aðeins lengur en Björk, og líka lengur en Bubbi, hann er bara unglamb, ég er þremur árum eldri en hann,“ segir Egill um þá staðreynd að hann á fleiri plötur á lista en bæði Björk og Bubbi. eigi allavega svona 56 ár eftir í viðbót,“ segir hann og hlær. En hver telur Egill að verði val- in besta plata Íslandssögunnar? „Það hefur svo rosalega mikið ver- ið gefið út af góðum íslenskum plötum. Og ég ætla ekkert að leyna því að í seinni tíð hefur margt verið gert sem jafnast á við það besta, til dæmis það sem Björk hefur verið að gera. Ég er ekki alveg eins hrifinn af Sigur Rós, ég verð að viðurkenna það, þeir hrífa mig ekki eins mikið. En svo er Ragnheiður Gröndal í miklu uppáhaldi hjá mér, og svo líka menn eins og Mugison og Pétur Ben.“ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „JA ... ég vona ekki,“ segir Bubbi þegar hann er inntur frétta af þætti sínum Færibandinu á Rás 2. Heyrst hefur að þátturinn verði brátt tekinn úr loftinu en Bubbi staðfestir að lokaþátturinn í þessari hrinu verði í lok maí. Um haustið veit hann hins vegar ekki. „Það er svona kannski og kannski ekki. Persónulega vil ég halda þessu áfram, þetta er gríðarlega gaman og ég átti ekki von á því að ég myndi finna mig svona vel í þessu.“ Þátturinn hefur vakið mikla at- hygli og Bubba hefur tekist að soga þjóðarsálina að viðtækjunum, vopn- aður sínum einstaka sjarma. Lands- frægir gestir hafa þurft að sitja und- ir beittum spurningum og margir hverjir hafa opnað sig óvænt upp á gátt. Hver er galdurinn? „Mýkt,“ segir Bubbi. „Og kurteisi. En þú þarft líka að vera passlega ýt- inn.“ Næsti gestur verður sjálfur Jó- hannes í Bónus og segir Bubbi að hann hafi þurft að taka á öllu sínu til að landa þeim gesti. „En ég náði honum. Ég lít á þetta sem afrek,“ segir Bubbi sigri hrós- andi. Hann bætir því við að svo eigi hann eftir að finna þeim tugum laga sem hann hefur samið fyrir þættina útgáfufarveg, en Bubbi semur eitt lag fyrir hvern þátt. „Svo verður nýtt lag með Egó frumflutt í útvarpi í dag. „Fallegi lúserinn minn“. Það gengur ekki að sitja endalaust í fyrsta sæti með sama lagið!,“ segir hann grínaktug- ur og vísar þar í óhemju miklar vin- sældir lagsins „Í hjarta mér“. Færiband Bubba Morthens mögulega úr loftinu? Morgunblaðið/Árni Sæberg Segðu mér „Og ég vil spyrja viðmælanda minn …“ Kóngurinn vonar ekki og segist finna sig í útvarpinu  Á bleikum náttkjólum – Meg- as & Spilverk þjóðanna  Gæti eins verið... – Þursaflokkurinn  Götuskór – Spilverk þjóð- anna  Hinn íslenski Þursa- flokkur og Caput – Þursaflokk- urinn og Caput  Hinn íslenzki Þursaflokkur – Þursaflokkurinn  Með allt á hreinu – Stuð- menn  Spilverk þjóðanna – Spilverk þjóðanna  Sturla – Spilverk þjóðanna  Tívolí – Stuðmenn  Þursabit – Þursa- flokkurinn Plötur Egils á lista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.