Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 127. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «UNDANÚRSLIT EVRÓVISJÓN Í KVÖLD PÁLL ÓSKAR SPÁIR NOREGI SIGRI «DÝRIÐ Í MANNINUM HIN DÝRSLEGA BÖLVUN ER LÍKA DRAUMUR STOKKÖND er algengur varpfugl á Seltjarnar- nesi. Hún verpir fyrst anda, í lok apríl og byrjun maí, yfirleitt átta til tólf eggjum og miðað við árs- tíma má gera ráð fyrir að þessir fjörugu steggir, sem ljósmyndarinn fylgdist með á Bakkatjörn í vikunni, hafi verið að fagna fjölgun í fjölskyldunni á meðan kollan gætti unganna. Kannski lá hún meira að segja enn á eggjum; hún sér um það og steggurinn kemur þar hvergi nærri. Grænhöfð- inn, eins og blikinn er stundum kallaður og ekki að ástæðulausu, sinnir þá væntanlega einhverjum öðrum aðkallandi verkefnum á meðan. Fjörugir blikar á Bakkatjörn Morgunblaðið/Ómar LIÐLEGA sextugur karlmaður skaut konu á svipuðum aldri og aðra yngri konu til bana með riffli við hús á Neseyju, hverfi skammt frá Ósló, í gær. Maðurinn virðist síðan hafa fyrirfarið sér og fannst lík hans í húsinu, að sögn lögregl- unnar. Vitni að atburðinum segja að konurnar hafi verið skotnar þeg- ar þær reyndu að flýja úr húsinu. Lögreglan gat í gærkvöld ekki staðfest orðróm um að eldri konan hefði verið eiginkona mannsins og sú yngri dóttir hennar. En að sögn Aftenposten hafði konan lengi átt í hörðum deilum við manninn og ósk- að skilnaðar. kjon@mbl.is Skaut tvær konur og loks sjálfan sig Reuters Rannsókn Vopnaðir lögreglumenn á vettvangi harmleiksins á Neseyju. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is TEYMI tók yfir skuldir tveggja fé- laga, TT1 ehf. og TT2 ehf., sem eru í eigu forstjóra og fjármálastjóra Teymis, þegar félagið var afskráð í október síðastliðnum. Skuldin, sem er við Íslandsbanka, stóð í 829 millj- ónum króna þann 28. febrúar. Félögin tvö voru annars vegar í eigu Árna Péturs Jónssonar, for- stjóra Teymis, og eiginkonu hans, og hins vegar í eigu Ólafs Þórs Jóhann- essonar, fjármálastjóra félagsins, og eiginkonu hans. Þau voru upphaf- lega stofnuð í ágúst 2007 þegar stjórnendurnir tveir fengu að kaupa 70 milljón hluti að nafnvirði í Teymi. Kaupin voru fjármögnuð af Glitni, sem nú heitir Íslandsbanki. Þeir voru ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum heldur féll sú ábyrgð á Teymi samkvæmt samningunum, en Teymi var þá almenningshlutafélag. Stjórnendurnir og eiginkonur þeirra gátu því ekki tapað krónu á viðskipt- unum. Á hinn bóginn fylgdi hlutunum söluréttur sem átti að verða virkur í lok ágúst 2010. Ef gengi bréfa Teym- is hefði hækkað þá hefðu félögin tvö getað selt hlutina, með tilheyrandi hagnaði fyrir eigendur þeirra. Ólafur Þór segir lánin fyrir hluta- bréfakaupunum einfaldlega hafa verið hluta af kaupréttarsamning- um. „Í raun voru þetta félög sem við áttum og sem áttu síðan hluti í Teymi. Við afskráningu félagsins þá voru þessi félög síðan færð undir Teymi. Þetta voru lánaskilmálar sem kváðu á um það að félagið þyrfti að vera á markaði. Þetta var gert með þessum hætti og kom fram í árs- reikningi Teymis árið 2007. Þessar skuldbindingar voru því í sjálfum sér alltaf færðar í ársreikninga Teymis.“ Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins  Forstjóri og fjármálastjóri gátu ekki tapað krónu á lántöku fyrir hlutabréfum Í HNOTSKURN »Félögin hétu fyrst ÁrniPétur Jónsson ehf. og Ólafur Þór Jóhannesson ehf. Nafni þeirra var breytt í TT1 ehf. og TT2 ehf. í lok október síðastliðins í kjölfar þess að Teymi tók þau yfir. »Samkvæmt efnahags-reikningi Teymis nema eignir félagsins 23,7 millj- örðum króna. Skuldir þess nema samtals 46,9 milljörðum.  VERÐLAGNING tannlæknastofa er allt að 160% hærri en viðmiðun- argjaldskrá heilbrigðisráðherra, enda hefur hún ekki breyst frá árinu 2004. Ekkert skipulagt eftir- lit er haft með því að börn mæti í reglubundna skoðun og foreldrar telja sig oft ekki geta staðið undir kostnaðinum sem því fylgir. Þetta er meðal ástæðna þess að þróunin í tannheilsu íslenskra barna hefur verið á niðurleið eins og raun ber vitni síðustu ár. »20 Morgunblaðið/Kristinn Tannlæknakostnaður hækk- ar en endurgreiðslan ekki  NOKKRIR rík- isforstjórar eru á betri launum en forsætisráðherra og hið sama má segja um örfáa embættismenn. Í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórn- arinnar er boðað að „engin ríkis- laun verði hærri en laun forsætisráðherra.“ Hugs- anlega þarf að breyta lögum um kjararáð vegna þessa. »6 Ríkisforstjórar á betri laun- um en forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir  BOÐUÐUM fundi forsætisráð- herra með formönnum stjórnar- andstöðuflokkanna um Evrópumál og tillögu að aðildarumsókn að ESB var frestað í gær, fram á miðviku- dag. Að sögn Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks, var engin ástæða gefin fyrir frest- un fundarins. Boðuðum fundi með stjórn- arandstöðu um ESB frestað HÁSKÓLANÁM MEÐ VINNU BSc í VIÐSKIPTAFRÆÐI Umsóknarfrestur er til 31. maí HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y W W W .H R .I S Sérblað um EVRÓVISJÓN fylgir Morgunblaðinu í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.