Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Þ etta leggst bara ljómandi vel í mig, enda er þetta allt að koma,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem flytur framlag Íslands, lagið „Is It True?“ í fyrri undanúrslitum Evróvisjónsöngvakeppninnar í Moskvu í kvöld. Jóhanna stígur á svið um kl. 19.50 að ís- lenskum tíma, eða kl. 23.50 að staðartíma. „Það er svolítið furðulegt, en maður er nú vanur svo mörgu úr þessum bransa,“ segir Jóhanna Guðrún um tímasetninguna. En ætl- ar hún þá að sofa út í dag til að verða sem best upplögð í kvöld? „Ég ætla að reyna það, en ég veit ekki hvernig það mun takast. En það væri frábært ef við myndum ná því.“ Hugsar ekki um myndavélar Hvað stress varðar segir söngkonan unga lítið bera á því. „Ég er voðalega róleg. Við erum búin að æfa þetta rosalega vel og atriðið var eiginlega alveg tilbúið strax á fyrstu æfingunni. Þannig að ég er ekkert stressuð,“ segir Jóhanna Guð- rún, en búast má við því að tugir eða jafnvel hundruð milljóna manna muni sjá hana á skjánum í kvöld. „Í rauninni hugsar maður ekkert mikið út í myndavélarnar, að það sé svona margt fólk á bak við þær. Maður pælir aðallega í fólkinu í salnum þótt fjöldinn felist auðvitað á bak við myndavélina. En það hefur verið margt fólk á æfingunum, eins og í dag [í gær] og næstum því alveg full höll. Þannig að maður hefur fengið mikla æfingu hvað það varðar.“ Kjólinn sem Jóhanna Guðrún klæðist á sviðinu í kvöld hefur óneitanlega vakið athygli hér heima, og hefur hún ekki farið varhluta af því. „Ég hef reyndar haft lítinn tíma til að fara á netið og svona, en ég veit að hann er umdeild- ur eins og við var að búast,“ segir hún. Fæðing og dauði Íslenska lagið er tólfta í röðinni af þeim átján lögum sem keppa í kvöld. Aðspurð seg- ist Jóhanna Guðrún sátt við uppröðunina en heyrst hefur að það geti hjálpað íslenska lag- inu að næsta lag á undan, hið búlgarska, sé ekki mjög gott. „Mér finnst þessi búlgarski hópur reyndar alveg æðislegur, þau eru með okkur á hóteli. Mér líkar alveg rosalega vel við þau þannig að ég vil helst ekki tala neitt illa um þau, en hann er mjög góður söngvari þessi strákur. En vissulega er lagið umdeilt, eins og svo margt annað, en þetta er ekkert versta lagið í keppninni,“ segir Jóhanna Guðrún en bætir því þó við að vissulega geti það hjálpað að skiptar skoðanir séu á framlagi Búlgara. „Ég held allavega að það geti hjálpað okkur hvað það varðar að þeirra lag er allt öðruvísi en okkar. Það var til dæmis haft orð á því að það væri lag sem maður heyrir þegar maður er að fara að deyja, á meðan okkar lag væri lag sem maður heyrir þegar maður fæðist. Þannig að það gæti unnið með okkur,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. En hvaða lög telur hún að séu sig- urstranglegust í keppninni (fyrir utan ís- lenska lagið auðvitað)? „Úkraína er með svakalega sterkt lag og ég er viss um að þau verða ofarlega. Svíþjóð er líka með flott lag, norska lagið hefur fengið mikið af góðum dómum og það er víða búið að spá því sigri. Hvíta-Rússland er líka með rosalega góðan söngvara, þannig að það eru alveg nokkur lög sem koma vel til greina,“ segir söngkonan að lokum. Reynir að sofa út í dag  Jóhanna Guðrún syngur kl. 23.50 að staðartíma í kvöld  Er ekkert stressuð Glæsileg Jóhanna Guðrún á leið í Euroklúbbinn í boði borgarstjóra Moskvu og ríkisstjórn- arinnar í fyrrakvöld. Aðspurð segir hún kvöldið í kvöld leggjast ljómandi vel í sig. Ekkert stress „Við erum búin að æfa þetta rosa- lega vel og atriðið var eiginlega alveg tilbúið strax á fyrstu æfingunni. Þannig að ég er ekkert stressuð,“ segir Jóhanna Guðrún. Hópurinn í miðborg Moskvu í fyrradag Frá vinstri: Börkur Hrafn Birgisson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Hera Björk Þórhalls- dóttir og Hallgrímur J. Jensson. Þau verða á sviðinu í Moskvu í kvöld. Til í slaginn Hera Björk, Erna Hrönn, Jóhanna Guðrún og Friðrik Ómar nota hvert tækifæri sem gefst til að æfa sig fyrir stóru stundina í kvöld. Átján lög keppa í undanúrslitunum í kvöld og svo keppa nítján lög í undanúrslitunum á fimmtudaginn. Upp úr hvorum undanúrslitum komast tíu lög og keppa þau til úrslita á laug- ardaginn ásamt þeim fimm þjóðum sem voru þegar komnar í úrslit: Frökkum, Spánverjum, Bretum, Þjóðverjum og Rússum. Þannig keppa 25 lög til úrslita á laugardaginn. Allar þjóðir sem taka þátt í undanúrslitunum í kvöld hafa atkvæðisrétt, auk Breta og Þjóð- verja. Hægt er að greiða atkvæði með því að hringja eða senda sms. Hægt er að kjósa allt að 20 sinnum úr hverju númeri, en ekki er hægt að kjósa sína eigin þjóð. Þegar atkvæðagreiðslu er lokið eru atkvæðin talin saman í hverju landi fyrir sig og sú þjóð sem flest atkvæði hlýtur fær 12 stig, sú næsta tíu og svo frá 8 niður í 1 stig. Níu efstu lögin komast áfram samkvæmt þessari atkvæðagreiðslu. Sérstakar dómnefnd- ir í hverju landi greiða svo atkvæði sérstaklega og það lag sem flest stig hlýtur í þeirri at- kvæðagreiðslu en komst ekki áfram í hefð- bundnu atkvæðagreiðslunni, kemst einnig áfram. Í lok undanúrslitanna í kvöld verður tilkynnt hvaða tíu lög komast áfram og verður það gert í tilviljanakenndri röð. Stigafjöldi í undan- úrslitum verður ekki gefinn upp fyrr en að að- alkeppninni á laugardaginn lokinni. Reglurnar í kvöld 16 17 AGAIN kl. 6 I LOVE YOU MAN kl. 8 THE UNBORN kl. 10:40 MONSTERS VS ALIENS m. ísl. tali kl. 6 STAR TREX XI kl. 6 - 8D - 9 - 10:40D DIGITAL STAR TREX X kl. 5:30 - 8 - 10:40 LÚXUS VIP X MEN ORIGINS: WOLVERING kl. 5:40 - 8 - 10:20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6D L DIGITAL OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:40 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir! 100/100 The Hollywood Reporter 100/100 Variety 100/100 “In the pop high it delivers, this is the greatest prequel ever made.” Boston Globe HHHH Empire HHHH “Gleymdu nafninu. Ef þú fílar hraðskreiðan og dúndurspennandi sumarhasar með frábærum tæknibrellum og flottum leikurum þá er Star Trek mynd fyrir þig!” Tommi - kvikmyndir.is (AF 4) “...VÖNDUÐ KVIKMYND.” “...ÞÁ ER GRUNNT Í HÚMORINN Í VIÐTÖLUM.” “ÞAÐ ER ÞVÍ ÓHÆTT AÐ MÆLA MEÐ SÖGU ALFREÐS OG LOFTLEIÐA.” MARÍA MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, KVIKMYNDIR.COM MAÐURINN SEM BAUÐ RISUNUM BYRGINN OG SIGRAÐI SÝND Í ÁLFABAKKA ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ! HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI?SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 14 10 16 L 12 L 16 L 10 L L L SÝND Í KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI STAR TREK XI kl. 8D - 10:30D DIGITAL ALFREÐ E. OG LOFTLEIÐAMYND kl. 5:30D - 8D - 10:30D DIGITAL NEW IN TOWN kl. 6 - 8 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6D DIGITAL LET THE RIGHT ONE IN (Gagnrýnandinn) kl. 10:10 GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR HHHH „ÚTKOMAN ER EKKI AÐEINS FRÆÐANDI HELDUR FIRNA SKEMMTILEG MYND...“ S.V. MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.