Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SVANDÍS Svavarsdóttir umhverf- isráðherra hefur fetað í fótspor föð- ur síns, Svavars Gestssonar, í tvenn- um skilningi. Í fyrsta lagi verður hún ráðherra eins og faðir hennar og í öðru lagi sest hún beint í ráðherra- stól eins og Svavar gerði að loknum kosningunum árið 1978. Svandís og Svavar eru fyrstu feðginin sem verða ráðherrar á Íslandi en nokkur dæmi eru um feðga sem hafa orðið ráðherrar. Svavar Gestsson var kjörinn á þing 1978, þá 34 ára gamall. Hann tók við embætti viðskiptaráðherra í ráðuneyti Ólafs Jóhannssonar og sat til 1979, að stjórnin sprakk. Svavar var félags- og heilbrigðisráðherra 1980-83 og menntamálaráðherra 1988-91. Hann afsalaði sér þing- mennsku 1999 og gerðist sendi- herra. Svandís dóttir hans er 44 ára, þegar hún sest á þing og tekur við ráðherraembætti. Feðgar í ráðherraembættum eru þessir: Hermann Jónasson og Stein- grímur Hermannsson, Bjarni Bene- diktsson og Björn Bjarnason, Jón Pálmason og Pálmi Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason og Vilmundur Gylfason, Hannibal Valdimarsson og Jón Baldvin Hannibalsson, Matthías Á. Mathiesen og Árni M. Mathiesen. Svandís fetar í fótspor föður síns  Verður ráðherra um leið og hún sest inn á Alþingi  Fyrstu feðginin sem gegna ráðherraembættum á Íslandi  Feðgar hafa áður setið á ráðherrastóli Svavar Gestsson Svandís Svavarsdóttir ÞEGAR íbúar á höfuðborgarsvæðinu skýldu sér fyrir mikilli úrkomu í gær var fátt sem minnti á komandi sumar nema útstillingargínur í búðar- gluggum sem sýndu hverju skal klæðast þegar styttir upp og hlýnar. Morgunblaðið/Eggert Sumarið er innandyra Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SEX húseignir fóru í framhaldsupp- boðsmeðferð hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær. Takist eigendum þeirra ekki að semja við kröfuhafa verða þær boðnar upp og slegnar hæstbjóðenda á hverju heimilisfangi fyrir sig í júní. Fulltrúi sýslumanns hvetur fólk til að funda með kröfuhöfum. Það versta sem fáist úr slíkum viðræðum sé óbreytt staða. Hins vegar geti samist um skuldirnar. Rétt tæplega þrjátíu heimili höfðu verið auglýst á uppboði hjá Sýslu- manninum í Reykjavík í gær, en fyr- ir utan þessi sex var uppboðsbeiðn- unum frestað; flestum til 23. nóvember. Það er lengri frestur en áður tíðkaðist en vegna bættrar lagastöðu skuldara geta þeir sem missa húsin sín á uppboð nú farið fram á frest án þess að kröfuhafi geti andmælt því. Heyra mátti á fulltrú- um kröfuhafa að svo virtist sem margir hefðu að undanförnu áttað sig á þessu nýja ákvæði og sæktu um frestinn. Margir íbúðareigendanna voru á staðnum og við ábendingu fulltrúa sýslumanns um ferlið sögðust marg- ir ætla að reyna allt sitt til að halda eignum sínum. Fulltrúar kröfuhafa nefndu sín á milli að þeim fyndist hljóðið jákvæðara í þeim sem stæðu frammi fyrir því að missa heimili sín; fólkið tryði að því tækist að forðast uppboð og greiða skuldir sínar. Athygli vakti að Landsbanki, Kaupþing og Íslandsbanki voru að- eins í fimm skipti meðal gerðarbeið- enda í þetta sinn; Landsbankinn þrisvar og hinir í eitt skipti hvor. Al- gengast var að Tollstjóraembættið, Reykjavíkurborg og Íbúðalánasjóð- ur væru meðal gerðarbeiðenda. Í átta, sjö og sex skipti. Sex eignir fóru á framhaldsuppboð Nauðungarsala Fulltrúar sýslu- manns og kröfuhafa við uppboðin. Flestir sem áttu eignir sínar auglýstar á uppboði hjá sýslumanni sóttu um frest Í HNOTSKURN »72 fasteignir hafa veriðseldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. »Skráðar nauðungarsölu-beiðnir vegna fasteigna voru 559 í lok mars; 216 í jan., 156 í feb. og 187 í mars. MÁLASKRÁ nýrrar ríkisstjórnar ber að þessu sinni heitið „samstarfs- yfirlýsing“, ekki stefnuyfirlýsing eða stjórnarsáttmáli eins og gjarnan var talað um í fjölmiðlum. Innan úr röð- um stjórnarandstöðunnar hefur heyrst sú gagnrýni að ekki sé um neinn stjórnarsáttmála að ræða, enda stjórnarflokkarnir ósammála í stórum málaflokki eins og ESB- aðild, og ekki sé verið að taka á vandamálunum heldur fresta þeim. Hvað sem þeim vangaveltum líður er fróðlegt að líta um öxl og skoða hvaða hugtök hafa verið notuð um málaskrá síðustu ríkisstjórna. Eng- inn stjórnskipunarlegur munur er á þessari hugtakanotkun og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, bendir á að ríkisstjórnum beri engin lagaleg skylda til að gefa út formlegar stefnuyfirlýsingar eða málaskrár, enda hafi það ekki tíðkast á árum áð- ur, m.a. á viðreisnarárunum. Leitaði Morgunblaðið í smiðju Gunnars Helga í þessum efnum í gær. Stjórnarsáttmáli síðast 1980 Hvort hin nýja ríkisstjórn sé að forðast að nota orðið „stefnuyfirlýs- ingu“ vegna skorts á sameiginlegri ESB-stefnu segist Gunnar Helgi ekki geta sagt til um. „Ég myndi ekki vilja útiloka það en finnst það samt ögn langsótt.“ Sú ríkisstjórn sem tók við 1. febr- úar sl. kynnti það sem hún kallaði „verkefnaskrá“. Fram að því hefur jafnan verið talað um „stefnuyfirlýs- ingu“ og „stjórnarsáttmáli“ í raun ekki nefndur á nafn síðan ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð árið 1980. Er þá miðað við þau plögg sem viðkomandi ríkisstjórn kynnir í upphafi. Annars hafa þau heitið stefnuyfirlýsing, málefnasamningur, samstarfsyfirlýsing eða sam- komulag. Gunnar Helgi segir að á síðustu öld, t.d. við myndun rík- isstjórna árið 1947, 1950, 1963 og 1967, hafi engin plögg verið birt. „Ég tel að ganga megi út frá því að þetta séu hliðstæð plögg hvert sem formlega heitið er. Athyglisvert er hins vegar að íslenskar yfirlýs- ingar af þessu tagi eru oftast með þeim stystu sem þekkjast – en þar sker reyndar nýi sáttmálinn sig skýrt frá nýlegum stjórnarsátt- málum. Sáttmálar hafa oft verið í kringum tvö þúsund orð í seinni tíð en þessi er um sjö þúsund orð,“ segir Gunnar Helgi. bjb@mbl.is Hvað á „barnið“ að heita? Ríkisstjórn Yfirlýsing um samstarf.  Stefnuyfirlýsing eða stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar?  Yfirlýsingin með þeim lengri sem ríkisstjórnir hafa samið ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is REYKJAVÍK Grænland Narsarsuaq ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 45 01 1 02 .2 00 9 flugfelag.is INDRIÐI H. Þorláksson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, kveðst ekki þekkja til þess að miðað sé við aðra mynt en þá sem gildir í viðkomandi landi um verðmæti þess varnings sem ferðamenn mega flytja með sér tollfrjálst til heimalandsins. Friðrik G. Friðriksson fararstjóri lýsti í bréfi til blaðsins í gær reynslu sinni úr Leifsstöð. Hann keypti þar tölvu en vegna hruns krónunnar var verðmæti tölvunnar orðið hærra en sem nemur þeim mörkum sem hver einstakur hlutur sem ferðamaður flytur inn má kosta án þess að bera gjöld. Ferðamaður sem búsettur er hér á landi má koma með tollfrjálsar vörur að verðmæti 65 þúsund kr. Verðmæti hvers hlutar má ekki vera meira en 32.500 kr. Friðrik bendir á að í erlendum fríhöfnum sé verð oft gefið upp í sterkum gjaldmiðlum. Hann telur að viðmiðunarmörkin hér eigi að fylgja slíkum myntum. Breytingar ekki í kortunum Indriði sagði að ekki væri gerður greinarmunur á þeim vörum sem keyptar eru í útlöndum og í komu- verslunum Leifsstöðvar. Sömu regl- ur giltu um þessar vörur við toll- landamæri Íslands. Indriði benti á að virðisaukaskattur legðist á allar innfluttar vörur og tollar á vörur frá löndum utan Evrópu. Tollfríðindi ferðamanna eru undantekning frá þeirri reglu. Við almennan innflutn- ing hefði veiking gengis krónunnar þau áhrif að tollar og virðisauka- skattur hækkuðu í krónutölu og veiking krónunnar hefði einnig áhrif á verð vara sem ferðamenn kæmu með. Viðmiðunarmörkum um verðmæti varnings vegna tollfrjáls innflutn- ings ferðamanna hefur verið breytt af og til. Indriði sagði það koma til álita fyrr eða síðar að gera það. Að- spurður sagði hann það ekki hafa komið til tals nýverið í ráðuneytinu að breyta þessum viðmiðunarmörk- um. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Tollur Tollgæslan fylgist með vörum sem ferðamenn koma með. Miðað er við mynt heimalands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.