Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Í skjóli Þessum ungmennum í Lækjargötu fannst gott að geta skýlt sér frá vindi og rigningu, sem dundi á hinum fyrir utan, meðan beðið var eftir strætó. Eggert Jóhannes Ragnarsson | 11. maí … og hans aftaníossa Í fréttinni um umferðar- ljósaþjófnaðinn segir meðal annars: ,,Vonast er til að ljósahausarnir skili sér …“ Það verður að telj- ast mjög hæpið að ljósa- hausarnir ,,skili sér“ þar eð þeir eru sannarlega steindauðir og hafa verið það frá upphafi. Hinsvegar er ekki útilokað að einhver karlmaður eða kona, nema hvorttveggja sé, komi ljósa- hausunum til skila og að hægt verði að koma þeim fyrir þar sem þeir eiga að vera. Hitt er svo annað mál að þeir sem stela götuvitum eru ævinlega frjáls- hyggjufólk úr Heimdalli, þaullesið í fræð- um Miltons Friedmans og hans aftan- íossa. Meira: joiragnars.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 11. maí Algjört rugl Kaffi er stórhættulegt og getur valdið jafn miklu tjóni á heilanum og hass og kókaín stendur í Jyl- landsposten. Rannsókn mun hafa verið gerð. Ég er nú aldeilis ekki sammála þessu og get fært fyrir því rök. Í fyrsta lagi þá … Í fyrsta lagi … Nú er ég búin steingleyma hver rök- in voru. En þau voru góð. Meira: jenfo.blog.is NÚ ER sagt að runnir séu upp sögu- legir tímar, af því að hér hafi verið mynduð hreinræktuð vinstri- stjórn. Þetta orða svo, meðal annarra ráð- herrar ríkisstjórn- arinnar, svo þetta er þeim örugglega þókn- anleg samlíking. Hinar fyrri vinstristjórnir hafa því væntanlega verið einhvers konar blendingar, þar sem pólitísk erfðaefni Framsóknarflokksins hafa spillt hinum hreinræktaða stofni. En hin óblandaða og hreinræktaða vinstristjórn er þegar farin að sýna eiginleika sína, sem ekki hafa sést áður; ekki einu sinni í vinstriblend- ingunum sem áttu þó ýmislegt kostulegt til. Hér er átt við hið makalausa verk- lag við mótun stefnu í ESB-málum, sem ekki á sér hliðstæðu. Gætum að því að hér erum við að tala um stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Þar standa fylkingar ríkisstjórnarliðanna sem gráar fyrir járn- um hver gegn annarri; ekki endilega hvor gegn annarri, því ekki vitum enn hve þessar fylkingar eru margar. Einkenni þeirra vinstristjórna sem ekki voru hreinrækt- aðar var sundurlyndið. Vinstriblendingarnir áttu þó jafnan sína hveitibrauðsdaga þar sem sæmilegur friður ríkti framan af. Í hinni hreinræktuðu útgáfu fáum við ríkisstjórn sem hefur vegferð sína á því að kynna þjóðinni sundurlynd- isfjandann í eigin herbúðum, alveg frá fyrsta degi. Nú fáum við að kynnast sundurlyndinu í óblönd- uðum skömmtum, þar sem áhrifin verða þess vegna ennþá sterkari og koma þar af leiðandi fram strax á fyrsta degi. Okkur er sagt að þetta sé lýðræð- isleg leið við að leysa ágreiningsmál. Megum við þá ekki búast við slíku í öðrum málum? Er þess kannski að vænta að fjárlagafrumvarpið í haust verði afgreitt í andstöðu við ein- hverja ráðherra og í blóra við vilja tiltekinna þingmanna? Spurning- arnar hljóma kannski fráleitar, en gleymum því ekki að við lifum óvenjulega tíma. Við erum komin með hreinræktaða vinstristjórn. Hún hefur þegar kynnt okkur ný vinnubrögð, svo nú er við öllu að bú- ast. Eftir Einar K. Guðfinnsson »Er þess kannski að vænta að fjárlaga- frumvarpið í haust verði afgreitt í andstöðu við einhverja ráðherra og í blóra við vilja tiltekinna þingmanna? Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Hreinræktaða útgáfan UMFJÖLLUN um nýtingu jarðhitans hef- ur aukist mjög á op- inberum vettvangi. Oft er hún byggð á tak- markaðri þekkingu á eðli þessarar mikilvægu auðlindar okkar og stundum heyrast hæpn- ar fullyrðingar um að verið sé að ganga mjög á forða jarðhitakerfanna með vinnslu. Með þessari grein vilj- um við skýra í stuttu máli þá þætti sem stýra afkastagetu jarð- hitakerfa, auk þess að fjalla um endingu þeirra. Með afkastagetu er átt við hversu mikla orku er unnt að vinna úr einstöku kerfi til langs tíma. Jarðhitinn er flokkaður sem end- urnýjanleg orkulind og á það sér- staklega vel við á Íslandi þar sem mikil orka streymir úr iðrum jarð- ar og viðheldur orkulindinni. Vinnsla jarðhita fer fram á jarð- hitasvæðum þar sem saman fara hár hiti á tiltölulega litlu dýpi og opnar sprungur í jörðu. Vatn renn- ur um sprungurnar og hitnar af snertingu við bergið. Þetta heita vatn er síðan sótt til yfirborðs um borholur. Afkastageta jarðhitasvæða Jarðhitinn er þó ekki óendanleg orkulind og eru afkastagetu hvers jarðhitakerfis takmörk sett af nátt- úrunnar hálfu. Hún ræðst aðallega af þrennu, þrýstilækkun sem verð- ur í kerfinu við vinnslu, stærð þess og hitaástandi. Við vinnslu heits vatns og gufu úr jarðhitakerfum lækkar þrýstingur í þeim, líkt og í vatnsgeymi sem dælt er úr. Þrýsti- lækkunin stjórnar fyrst og fremst afkastagetu kerfanna. Í afkasta- litlum kerfum lækkar þrýsting- urinn mikið við litla vinnslu, vegna þess að vatn streymir treglega um þau og að borholunum. Þessu er öf- ugt farið í afkastamiklum kerfum. Hámarksafkastageta hvers kerfis ræðst svo af þeirri þrýstings- lækkun sem telst tæknilega ásætt- anleg á hverjum tíma. Þegar vatni er dælt úr lokuðum vatnsgeymum lækkar þrýstingur í þeim uns geymirinn tæmist. Svo er ekki í jarðhitakerfum nema í und- antekningartilfellum. Lækkandi þrýstingur veldur því að innstreymi vatns í viðkomandi jarðhitakerfi eykst, stundum til jafns við það sem tekið er upp. Þetta innstreymi veldur því að hægt er að líta á jarðhitann sem endurnýjanlega orkulind sem má nýta til orku- vinnslu í mjög langan tíma, öfugt við t.d. olíulindir. Í stöku jarð- hitakerfi er þetta innstreymi þó lít- ið sem ekkert. Samt er hægt að viðhalda vinnslu úr slíkum kerfum mjög lengi með því að dæla vökv- anum aftur niður í kerfin eftir notkun hans og þannig bæta upp takmarkað innstreymi. Þá sækir vatnið varma á ný í heitt berg jarð- hitakerfanna. Innstreymið veldur því að áhrif vinnslu á þrýstiástand jarðhitakerfa eru oftast afturkræf, þ.e. ef vinnslu er hætt þá hækkar þrýstingur í viðkomandi kerfi aftur og kerfin leita í upphaflegt horf. Talið er að það gerist oftast á ámóta löngum tíma og vinnslan hefur staðið. Það getur tekið lengri tíma fyrir varma- forða kerfis að endurnýjast en venjuleg jarðhitavinnsla gengur þó mjög hægt á hann. Sem dæmi má taka einfalt reikn- ingsdæmi fyrir ímyndað jarð- hitakerfi. Gerum ráð fyrir 1000 MW varmaorkuvinnsla úr fremur litlu kerfi, 3 km þykku og 10 fer- kílómetra að flatarmáli. Orku- vinnslan mun leiða til þess að með- alhiti kerfisins lækkar í mesta lagi um 0,4°C á ári ef ekki er gert ráð fyrir neinu innstreymi varmaorku. Með öflugu innstreymi yrði kóln- unin mun minni. Jafnframt myndi hitinn í reynd lækka mismikið í mismunandi hlutum jarðhitakerf- isins, vegna mismunandi rennsl- isleiða vatnsins. Það er því tækni- legt viðfangsefni að haga vinnslunni þannig að jarðhitakerfi kólni sem jafnast við vinnslu. Löng reynsla af nýtingu Margra áratuga reynsla er kom- in á nýtingu jarðhitakerfa um allan heim, sem hefur staðfest það að hægt er að nýta þau mjög lengi. Sem dæmi má nefna mörg lághita- kerfi á Íslandi, sem nýtt eru til húshitunar, og háhitakerfi eins og í Kröflu og Svartsengi. Þessi reynsla, ásamt líkanaeikningum, bendir til þess að hægt sé að nýta jarðhitakerfi á sjálfbæran hátt til nokkur hundruð ára, ef rétt er að nýtingu þeirra staðið. Aðeins sárafá jarðhitakerfi í heiminum hafa verið ofnýtt, ekki vegna þess að þau hafi kólnað verulega heldur vegna þess að vatn hefur skort í kerfin til að sækja varmann. Með því að draga úr vinnslunni og grípa til niðurdæl- ingar hefur verið hægt að nýta þau áfram. Varla er hægt að segja að til séu dæmi um jarðhitakerfi sem hafa verið skemmd eða eyðilögð á einhvern hátt. Jarðhitaauðlindin stækkar Undanfarna áratugi má segja að jarðhitaauðlindin hafi „stækkað“ vegna aukinnar þekkingar og tækniframfara. T.d hafa fundist jarðhitakerfi víða utan þekkra jarð- hitasvæða og framfarir í bortækni hafa leyft stöðugt dýpri og mark- vissari boranir. Ekki er annars að vænta en að jarðhitaauðlindin muni þannig halda áfram að „stækka“ á ókomnum áratugum, t.d. með djúp- borunum. Hér hefur aðeins verið stiklað á megindráttum umfjöllunarefnisins og má nálgast frekari upplýsingar hjá höfundum greinarinnar, sem hvetja til málefnalegrar og upp- lýstrar umræðu um þessa mik- ilvægu auðlind okkar Íslendinga. Eftir Ólaf G. Flóvenz og Guðna Axelsson » Áhrif vinnslu á þrýstiástand jarð- hitakerfa eru oftast aft- urkræf, þ.e. ef vinnslu er hætt þá hækkar þrýstingur í viðkomandi kerfi aftur. Ólafur G. Flóvenz Höfundar eru jarðhitasérfræðingar hjá ÍSOR og gestaprófessorar við Háskóla Íslands. Afkastageta og ending jarðhitakerfa Guðni Axelsson BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.