Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 17
KAÞÓLSK börn fögnuðu Benedikt páfa XVI. við komuna hans til Jerú- salem í gær en í ræðu, sem hann flutti, fordæmdi hann gyðingahatur og hvatti til stofnunar palestínsks ríkis. Með heimsókn sinni til Ísraels vonast páfi til að geta bætt sam- skipti Páfagarðs og Ísraela en þau hafa verið stirð, meðal annars vegna þess að páfi ætlar að taka Píus páfa XII. í dýrlingatölu. Hann var páfi á tímum síðari heimsstyrj- aldar og var sakaður um að hafa horft í gegnum fingur sér með framferði nasista. Benedikt ætlar að vitja helgra staða kristinna manna, gyðinga og múslíma í Ísrael og á Vesturbakkanum. svs@mbl.is Páfa fagnað í Jerúsalem AP Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 LÆRÐU MEIRA! HÁSKÓLINN Á AKUREYRI BÝÐUR FRAMHALDSNÁM Í ÖLLUM DEILDUM Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000 Heilbrigðisvísindi ‣ 30 ECTS diplóma ‣ 60 ECTS diplóma ‣ M.S. HEILBRIGÐISDEILD Heimskautalögfræði LL.M. / M.A. Kennarafræði M.Ed. / Kennsluréttindi Menntunarfræði ‣ 60 ECTS diplóma ‣ M.A. Hug- og félagsvísindadeild Auðlindafræði M.S. Viðskiptafræði M.S. viðskipta- og raunvísindadeild UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is STÓRU bílaverksmiðjurnar vinna stöðugt að því að endurbæta sprengihreyfilinn og nú eru vænt- anlegar á markað vélar eða bílar sem gera kostina við tvenndar- eða rafbíla ekki jafnaugljósa og áð- ur, hvorki hvað varðar orkuverð né umhverfis- vernd. Margir spá því að tvenndar- og rafbílar séu framtíðin enda ljóst að með minnkandi olíubirgð- um mun olíuverðið ekki gera neitt nema hækka. Þær horfur hafa hins vegar ýtt undir rannsóknir og vinnu við að bæta eldsneytisnýtingu sprengi- hreyfilsins og draga úr mengun frá honum. Árang- urinn er meðal annars þessi:  Seat Ibiza hefur sett heimsmet í sparakstri. Á 1.500 km leið fór hann 34,5 km á einum lítra.  Hjá VW-verksmiðjunum hefur tekist að „minnka“ bílvél þannig að 1,4 lítra vél afkastar 170 hestöflum en til þess hefur þurft 2,3 lítra vél. Bens- ínsparnaður er 20%. Á næsta ári kemur á markað VW Polo sem kemst meira en 30 km á lítra.  Með nýrri tækni hjá Fiat er nú unnt að stjórna hverjum ventli sjálfstætt og ná þannig miklu betri eldsneytisnýtingu. Talsmenn bíleigenda í Danmörku segja að með þessum endurbótum og öðrum sem unnið er að sé sprengihreyfillinn að ganga í endurnýjun lífdag- anna. Telja sumir að þetta muni tefja tilkomu raf- bílsins en aðrir vísa því á bug. Þar eigi sér líka stað stórstígar framfarir. 350 km á 10 lítrum af bensíni  Sprengihreyfillinn öðlast nýtt líf vegna byltingarkenndra endurbóta  Gæti hugsanlega orðið til að tefja eitthvað fyrir rafbílavæðingunni Sparakstursmet Seat Ibiza, sem VW framleiðir á Spáni, kemst tæpa 350 km á 10 bensínlítrum. STYTTAN eða brjóstmyndin af egypsku drottn- ingunni Nefer- titi, sem uppi var fyrir 3.400 árum, var nýlega í fréttum og því haldið fram að röntgen- rannsóknir sýndu að andliti drottningar hefði verið breytt all- mikið frá fyrst gerð. Sem sagt að myndin af henni hefði verið fegruð. Nú er þessi fræga brjóstmynd aftur komin í fréttirnar og að þessu sinni er því haldið fram að hún sé einfaldlega fölsun. Henri Stierlin, kunnur, sviss- neskur listfræðingur, segist viss um að þýski fornleifafræðingurinn Ludwig Borchardt, sem er sagður hafa fundið styttuna, hafi sjálfur látið gera hana en hún var fyrst sýnd opinberlega 1912. Stierlin, sem hefur kannað þetta mál í 25 ár, segir að aðeins annað auga drottningar hafi verið málað sem hefði jafngilt mikilli svívirð- ingu. Þá sé klæðnaður hennar ekki réttur og myndin sjálf í Art Nou- veau-stíl sem var vinsæll í upphafi síðustu aldar. Enn undarlegra sé þó að í gögnum Borchardt um upp- gröftinn í Egyptalandi sé ekkert að finna um styttuna. Stierlin telur að Borchardt hafi viljað gera mynd af Nefertiti sem átti mjög sérstaka hálsfesti og einn- ig gera tilraunir með litarefni sem fundust við uppgröftinn. Myndin hafi síðan vakið þvílíka athygli og hrifningu á sýningunni í Berlín 1912 að Borchardt hafi látið það vera að segja allan sannleikann um hana. svs@mbl.is Fölsuð mynd af Nefertiti? Brjóstmyndin fræga af Nefertiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.