Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
✝ Bryndís Guð-mundsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 16. júlí
1920. Hún lést á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 26. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Guðmunds-
son bakari, f. á Ísafirði
6. maí 1880, d. 13.
febrúar 1932 og Nikó-
lína Henrietta Katrín
Þorláksdóttir, f. 9.
júní 1884, d. 14. nóv-
ember 1959. Systkini
Bryndísar eru Leifur, f. 1910, d.
1986, Jónína Elín, f. 1912, d. 2003,
Júlíana Þorlaug, 1913, d. 2006,
Guðni Þorláksson, f. 1915, d. 1991,
Þorlákur, f. 1917, d. 1999, Karl
Reynir, f. 1922, d. 1995, Inga Lovísa,
f. 1923, Ágúst Valur, f. 1926 og
Ingibjörg Birna. 4) Ingibjörg, maki
Steinar Berg Ísleifsson, börn þeirra
Páll Arnar, Alma og Dagný. 5) Birna,
maki Helgi Pétursson, börn þeirra
Bryndís, Pétur, Heiða Kristín og
Snorri. Barnabarnabörn Bryndísar
og Páls eru 15 talsins.
Bryndís vann ýmis verslunarstörf
áður en hún gifti sig, en sinnti síðan
húsmóðurstörfum. Hún var félagi í
Sunddeild Ármanns og tók þátt í
vígsluhátíð Sundhallarinnar í
Reykjavík. Bryndís aðstoðaði eigin-
mann sinn dyggilega í félagsstörfum,
s.s. í skátahreyfingunni og Kiwanis-
hreyfingunni þar sem Páll maður
hennar gegndi um tíma embætti Evr-
ópuforseta. Bryndís var einn af
stofnendum Sinawik hreyfingar-
innar hér á landi og starfaði þar um
langt árabil. Þá voru þau Páll félagar
í Mandólínhljómsveit Reykjavíkur á
yngri árum. Lengst af bjó Bryndís í
Hlíðunum í Reykjavík, í Drápuhlíð og
Mávahlíð, en síðustu árin bjuggu þau
Páll í Bólstaðarhlíð 41.
Útför Bryndísar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 12. maí og hefst at-
höfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
Anna, f. 1928, d. 2006.
Bryndís giftist 1.
mars 1947 Páli H.
Pálssyni, versl-
unarmanni og fyrr-
verandi forstjóra
Happdrættis Háskóla
Íslands, f. 24. nóv-
ember 1920, d. 6.
ágúst 2008. Foreldrar
hans voru Páll Har-
aldur Gíslason, kaup-
maður, f. á Völlum 22.
desember 1872, d. 13.
janúar 1931 og Hildur
Guðrún Kristín Jó-
hannesdóttir, f. í Álfadal í Mýrarhr.
V-Ís. 12. júlí 1891, d. 12. janúar 1969.
Börn Bryndísar og Páls eru: 1) Hild-
ur Jóhanna, maki Hafsteinn Garð-
arsson, börn þeirra Guðrún Bryndís,
Lilja Sigrún og Hafsteinn Garðar. 2)
Gísli. 3) Katrín, dóttir hennar er
Nú þegar við, dóttir, barnabarn og
barnabarnabörn, kveðjum þig koma
fram margar ljúfar minningar.
Elsku mamma, síðustu mánuðir
hafa verið þér erfiðir, svona veik eins
og þú varst orðin og því erum við glöð
að þú fékkst loksins hvíldina og ert
komin til pabba.
Minningarbrotin eru mörg og þá
helst frá jólunum en þá varð allt að
vera eins. Við börnin þín fengum að
fara í bæinn og velja eina kúlu á jóla-
tréð. Þegar fjölskyldan stækkaði og
tengdasynir og barnabörn bættust í
hópinn var borðið bara stækkað og
bætt við þannig að allir gátu setið til
borðs og borðað rjúpur og ekki má
gleyma ananasfrómasinum þar sem
hnetan var falin.
Ferðirnar á Þingvöll í sumarbú-
staðinn en þangað var alltaf farið á
vorin til að ræsta út og var svo slegið
upp mikilli grillveislu í lokin.
Ég sem barn var mikið hjá ömmu
og afa. Amma sótti mig oft í leikskól-
ann og þegar ég var komin í grunn-
skóla fékk ég að koma til hennar eftir
skóla og fá franskbrauð með smjöri
og mysing eða pulsu.
Oft á tíðum fékk ég svo að fara í
bakaríið og kaupa mér snúð. Við sát-
um oft saman og sungum og hún fór
með kvæði og vísur fyrir mig og hún
sagði mér sögur frá því hvernig lífið í
Reykjavík var á hennar tímum. Á
mánudagskvöldum fékk ég stundum
að gista hjá henni og horfa á Dallas
með henni. Á föstudögum þegar ég
kom úr skólanum þá var alltaf ang-
andi kökuilmur og oftast sat Dúlla
systir ömmu við eldhúsborðið, báðar
með nýlagt hárið og voru að fara að
gæða sér á nýbakaðri eplaköku og
kaffi.
Amma hafði gaman af því að elda
og baka og fékk ég oft að fylgjast með
henni og hjálpa henni í eldhúsinu og
læra hvernig ætti að baka, búa til sós-
ur og elda mat. Allar þessar minn-
ingar eru gulls í gildi í dag og er ég
þakklát fyrir að hafa fengið þær með
mér í veganesti út í lífið. En eins og
amma sagði við mig þegar ég kvaddi
hana síðast, þá er hún alltaf hjá mér,
sama hvar hún eða ég erum staddar,
og á hún stóran stað í hjarta mínu.
Við viljum nota þetta tækifæri og
þakka starfsfólki líknardeildar
Landakotsspítala fyrir alla þá hlýju
og frábæra umönnun sem þau veittu
mömmu á hennar síðustu vikum.
Elsku mamma / amma, takk fyrir
allar góðu stundirnar og megi guð
geyma þig og við vitum að afi tekur
vel á móti þér og þú getur núna farið
að elda bollurnar fyrir hann. Lang-
ömmustelpurnar Thelma og Tinna
biðja líka að heilsa.
Þínar,
Katrín og Ingibjörg Birna.
Eftir að tengdafaðir minn lést á síð-
asta ári varð ljóst að tengdamóðir mín
Bryndís Guðmundsdóttir var tilbúin
til þess að leggja upp í ferð og hitta
hann en Bryndís trúði einlæglega á
annað og betra líf. Hjarta hennar náði
hinsvegar ekki þessum boðum hug-
ans strax. Það hélt sínum vanafasta
takti í rúma fjóra mánuði eftir að hún
var lögð inn á sjúkrahús.
Með Bryndísi er genginn enn einn
Íslendingurinn sem ólst upp þegar
landið var hluti af Danmörku, kyn-
slóðin sem gerði Ísland að sjálfstæðu
ríki og stóð fyrir gildum sem eru eins
og ómur fyrri tíma og núlifandi Ís-
lendingar lesa um í bókum sem þá
voru skrifaðar.
Það var mín gæfa að tengjast fjöl-
skyldu Bryndísar og kynnast heimili
og umhverfi sem hún, ráðsett frú í
austurbæ Reykjavíkur, stjórnaði.
Bryndís var húsmóðir með stóru H-i,
hún leiðbeindi börnum sínum og
brýndi fyrir þeim góða siði, hún var
stoð manns síns í umsvifamiklu starfi
hans og heimilið var vettvangur fé-
lagsstarfs þeirra, bæði Kiwanis og
svo Sinawik sem hún tók þátt í að
stofna. Mannmargar veislur voru
haldnar í Mávahlíð 47 þar sem ís-
lenskir og erlendir gestir nutu gest-
risni. Haldið upp á afmæli þeirra
hjóna þar sem stórfjölskyldan og vin-
ir komu saman. Glatt var á hjalla og
sagðar sögur af ferðalögum hjónanna
innanlands og utan. Með vinum sínum
fóru þau í tjaldferðir suður Evrópu, á
fundi út um allan heim tengda Kiw-
anis og starfi Páls, m.a. var siglt til
Brasilíu sem fáheyrt var í þá tíð og er
enn.
Eftir að barnabörnin fóru að skila
sér og hægðist um varð ömmuhlut-
verkið allsráðandi. Bryndís hélt
sterkum tengslum við barnabörnin,
og fylgdist með framgangi þeirra
allra af lifandi áhuga. Það er mikil-
vægur hluti uppeldis að eiga trúnað-
arvin eins og barnabörnin áttu í Bryn-
dísi ömmu sinni. Alla ævi munu þau
njóta umhyggjunnar sem hún sýndi
þeim. Það er líka mikilvægt ungum
sálum að kynnast reglusemi og
stefnufestu af því tagi sem fylgdi
heimilishaldi Bryndísar. Hádegis-
matur klukkan tólf, síðdegiskaffi
klukkan þrjú, kvöldmatur klukkan
sex og svo kvöldkaffi líka, stundvís-
lega klukkan tíu. Það mátti stilla
klukkuna sína eftir því!
Þegar ég kynntist Bryndísi Guð-
mundsdóttur var umbyltingartími og
gildi yngri og eldri kynslóða virtust
stefna sitt í hvora áttina. Ég átti varla
von á því að við myndum deila saman
mörgum skoðunum eða áhugamálum.
Eftir því sem tíminn leið og kynnin
uxu fann ég að sífellt fleiri af hennar
gildum urðu að mínum. Ekki minnk-
aði álit mitt á henni þegar ég uppgötv-
aði þvert ofan í allt sem ég hélt að hún
stæði fyrir tónlistarlega; að Elvis var
hennar maður eins og hann er minn.
Það er með söknuði í huga sem ég
kveð tengdamóður mína en með gleði
í hjarta yfir að hún skuli vera komin
þangað sem hún vildi fara eftir gæfu-
ríkt líf og langa og erfiða banalegu. Sá
hlýi neisti sem hún skildi eftir sig lifir
áfram í börnum, barnabörnum,
barnabarnabörnum hennar og hjá
okkur hinum sem nutum þeirrar
gæfu að kynnast góðhjartaðri konu
sem umfram allt lét velferð fjölskyldu
sinnar og vina skipta sig mestu máli.
Steinar Berg Ísleifsson.
Með örfáum orðum þakka ég Bryn-
dísi Guðmundsdóttur, tengdamóður
minni, samfylgdina. Eftir lifir minn-
ing um ástríka móður og sómakæra
húsmóður sem vann sín störf af ein-
stakri natni og smekkvísi, eiginkonu
sem studdi við bónda sinn í fjölmörg-
um félagsstörfum og umfram allt
ömmu sem hvatti barnabörnin til
dáða til náms og starfa og fylgdist
grannt með.
Það var henni afar mikilvægt að
börn og barnabörn nýttu sér tækifæri
nýrra tíma til náms. Hún var enda af
öðrum tíma og mundi svo sannarlega
tímana tvenna. Kom úr stórum systk-
inahópi sem þrátt fyrir föðurmissi
börðust til menntunar og komu sér
áfram með þrotlausri vinnu og um-
hyggju hvort fyrir öðru.
Á góðum stundum rifjaði hún upp
íþróttaferil með Sunddeild Ármanns
og spilerí í Mandólínhljómsveitinni,
fjölmörg ferðalög innanlands og utan
og bar fram reynslu sína og þekkingu
í matargerð og fíneríi frá framandi
þjóðum.
Við tengdasynir hennar nutum á
margan hátt viðhorfa hennar til stöðu
karla á heimilinu, sem hvað mig
snertir fólust í þeirri frétt sem hún
sagði jafnaldra vinkonum sínum, að
það væri ótrúlegt hvað hann Helgi
væri duglegur að strauja skyrturnar
sínar fyrir hana Birnu. Trúlega hef ég
fengið plús í hópnum. Dætur hennar
og sérstaklega dætradætur leiðréttu
síðar þennan kúrs hjá ömmu sinni.
Við fráfall Páls sl. sumar varð eig-
inlega strax ljóst að hverju stefndi,
enda voru þau hjónin mjög samrýmd
og daglegt líf þeirra í föstum skorð-
um, t.d. með kaffi og matartíma upp á
gamla mátann. Bryndís saknaði hans
mjög og þegar veikindi hennar ágerð-
ust og hún hætti að gera sér grein fyr-
ir hvað tímanum leið, voru það hennar
helstu áhyggjuefni hver væri að sjá
um Pál.
Í yndislegri ummönnun starfsfólks
Líknardeildar Landakotsspítala
kvaddi hún þetta líf og það er mín
vissa að það er vel séð um Pál á nýjum
tröktum.
Helgi Pétursson.
Bryndís, móðursystir okkar, hefur
nú kvatt þennan heim stuttu á eftir
eiginmanni sínum, Páli H. Pálssyni,
sem lést í ágúst á síðasta ári. Þau
heiðurshjón voru okkur systrum
einkar kær og áttu stóran þátt í lífi
okkar á uppvaxtarárum okkar. Þær
systur, móðir okkar heitin og Bryn-
dís, voru nánar og töluðu saman nær
daglega, ýmist í síma eða litu inn hvor
hjá annarri.
Móðir okkar var yngst tíu systkina
og naut umhyggjusemi þeirra eldri
sem litla systirin. Bryndís spilaði þar
stórt hlutverk sem við systur urðum
óspart aðnjótandi. Það var sama
hvort það var á heimili þeirra í Máva-
hlíðinni, í sumarbústaðnum þeirra á
Þingvöllum eða á okkar heimili, okkur
var alltaf vel tekið og það var mikils
virði fyrir litlu fjölskylduna að fá að
njóta samveru með þeim hjónum,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum, hvort heldur sem var við
hversdagsleg tilefni eða á stórhátíð-
um. Öll tóku þau okkur eins og við
værum hluti af þeirra fjölskyldu.
Minningarnar eru margar og ylja
nú þegar þær eru rifjaðar upp. Ferð-
irnar á Þingvelli, pylsupartíið á sum-
ardaginn fyrsta og allar veislurnar,
sem við fengum að njóta með fjöl-
skyldunni. Aðfangadagskvöld í Máva-
hlíðinni er þó alltaf eftirminnilegast.
Á hverju aðfangadagskvöldi fram að
því að við stofnuðum okkar fjölskyldu
var farið í Mávahlíðina í kaffihlaðborð
þar sem stórfjölskylda þeirra hjóna
var samankomin. Spenningurinn hjá
okkur systrum að komast í Mávahlíð-
ina gerði aðfangadagskvöld að enn
meira tilhlökkunarefni. Þar var mikið
líf og fjör, dansað í kringum jólatréð
og sungið. Ekki spillti fyrir að þar
biðu okkar fleiri jólapakkar sem
geymdu oft einhverjar gersemar sem
þau hjón höfðu verslað erlendis á
ferðum sínum. Þau voru miklir heims-
borgarar og voru sögur af ferðum
þeirra um lönd og álfur okkur bæði
framandi og spennandi.
Alltaf fylgdist Bryndís með okkur
og okkar börnum og sýndi áhuga á lífi
og velferð okkar fjölskyldna. Alveg
fram á það síðasta vildi hún fá fréttir
og missti ekki þráðinn þótt heilsunni
hafi verið farið að hraka. Hlýja henn-
ar og umhyggja fyrir okkur og okkar
fjölskyldum var okkur ómetanleg og
þvarr aldrei. Um leið og við þökkum
Bryndísi fyrir samfylgdina og tryggð-
ina vottum við börnum hennar,
tengdabörnum og afkomendum okk-
ar innilegustu samúð.
Hvíl í friði, kæra frænka.
Hrönn og Katrín Björnsdætur.
Sjaldan höfum við Sinawikkonur í
Reykjavík glaðst meira á fundi heldur
en á jólafundi í síðastliðnum desem-
ber þegar okkar kæra Bryndís Guð-
mundsdóttir heiðraði okkur með nær-
veru sinni, okkur að óvörum enda hún
aldurhnigin nokkuð. Sjálf mun ég
varðveita í huganum myndina af
henni þar sem hún sat þarna svo fal-
leg og fín. Það verður ein af bestu
minningunum úr formannsstarfi
mínu.
Fyrir 40 árum síðan þegar Kiwan-
ishreyfingin var að slíta barnsskónum
á Íslandi þá komu nokkrar eiginkonur
Kiwanismanna saman til að ræða og
undirbúa stofnun okkar eigin fé-
lagsskapar, Sinawik í Reykjavík, svo
við hefðum vettvang til að kynnast
betur og fræðast um málefni mikil-
væg konum og njóta á þann hátt bet-
ur þess félagsskapar sem mennirnir
okkar voru svo áhugasamir um.
Bryndís var ein þessara kvenna og
allar götur síðan svo lengi sem heilsan
mögulega leyfði tók hún þátt í starf-
inu og mætti allra kvenna best á
fundi, og sýnir það hug hennar til fé-
lagsins.
Í félagsstarfi myndast kunningja-
og vinatengsl sem endast til æviloka.
Bryndís og móðir mín urðu vinkonur
og ásamt tveimur öðrum vinkonum úr
hreyfingunni stofnuðu þær spila-
klúbb og spiluðu í hverri viku á meðan
allar lifðu. Við Bryndís áttum mikið
samneyti gegnum tíðina í Sinawik og í
Kiwanisstarfi innanlands og utan.
Hún var alltaf jafn ljúf og yndisleg í
framkomu, það var alltaf gott að vera
nálægt henni.
Hún hafði frumkvæði að og for-
göngu um að félagið eignaðist fána og
lagði fyrsta framlag í fánasjóð. Fán-
ann skyldi meðal annars nota til að
votta virðingu við fráfall og útför fé-
lagskvenna. Í dag stendur fáninn uppi
í kirkjunni við útför hennar sem síð-
asti virðingarvottur okkar við hana.
Sinawikkonur í Reykjavík minnast
Bryndísar Guðmundsdóttur með
virðingu og þakklæti.
F.h. félagskvenna,
Sjöfn Ólafsdóttir, formaður.
Bryndís
Guðmundsdóttir
Jón Jóhann
Haraldsson
✝ Jón Jóhann Har-aldsson fæddist
á Akureyri 21. apríl
1929. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 3. maí
2009 og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 11. maí.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS S. RAFNAR
fyrrv. borgarfógeta og
formanns Blindrafélagsins.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Eirar fyrir að annast hann af alúð og
hlýju síðustu æviárin.
Þorbjörg J. Rafnar,
Ásthildur S. Rafnar, Þorsteinn Ólafsson,
Jónína Þ. Rafnar, Guðmundur Þorgrímsson,
Andrea Þ. Rafnar, Einar Þór Þórhallsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR SNÆBJÖRNSSONAR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður til heimilis í Stafholti 14,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Víðihlíðar,
dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Snæbjörn Þórðarson, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir,
Helga Kristrún Þórðardóttir, Karl Jónsson,
Haukur Þórðarson, Kristbjörg Jónsdóttir,
Örn Þórðarson, Ingibjörg Eyjólfsdóttir,
Hrafn Þórðarson, Ragnheiður Sveinsdóttir,
Karl Birgir Þórðarson, Eygló Anna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is