Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 25
öruggu og kannski á stundum ögn þóttafullu ungu fólki í þá tíð, fundum við glöggt og lærðum, ekki síst með árunum, að meta slíka umhyggju og erum nú þegar farin að sakna hennar. Raunar má segja að við höfum saknað slíkra og annarra samskipta við gömlu konuna í nokkur síðustu æviár hennar. Fyrir því liggja hins vegar ástæður, sem henni var raunar mein- að að ráða við, hversu mjög sem það tók á hana og hún hefði viljað, en verða ekki raktar hér. Uppgjör af slíku tagi verða hvort eð er seint að fullu útkljáð í þessum heimi og mun almættið þar eitt um véla og vera fært um að fella hinn eina og sanna dóm. Að svo mæltu þakka ég þér allt, einkum yndislegu góðu gömlu dagana þegar allir í skóginum virtust veru vinir og líka það, sem síðar varð og op- inberaðist í þínum hinstu orðum við konu mína og dóttur. Þórarinn. Ég vil kveðja ástkæra tengdamóð- ur mína með nokkrum orðum. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum 30 árum og kynntist þá þessari stór- kostlegu konu sem var svo glaðvær og skemmtileg. Helga tók mér strax með opnum örmum og hefur veitt mér ómetanlegan stuðning alla tíð. Það lék allt í höndunum á Helgu. Hún var mikil handavinnukona og hafa barna- börnin fengið að njóta þess með hlýj- um ullarsokkum og vettlingum. Einn- ig málaði Helga á postulín og saumaði út. Helga eyddi síðustu árum ævi sinnar í Seljahlíð og henni leið svo óskaplega vel þar. Hún var í hús- ráðinu og hafði áhrif á gang mála þar. Á vorsýningum Seljahlíðar voru ætíð mörg verk eftir Helgu, jafnt útsaum- ur sem prjónaðir hlutir og þó að sjón Helgu væri undir það síðasta næstum farin þá reyndi hún samt að dunda við að prjóna. Helga var með græna fing- ur og það var gaman að fylgjast með því hvernig hún kom lífi í plöntur og kom þeim til. Laslegar plöntur voru gjarnan settar í fóstur til Helgu og komu óþekkjanlegar til baka. Helga fylgdist mikið með fréttum, bæði inn- lendum og erlendum. Hún hringdi oft og spurði hvort að ég væri búin að heyra af því sem var að gerast, hvort sem það var einhversstaðar flóð eða skógareldar úti í heimi. „Er nokkuð títt?“ eða „Er nokkuð nýtt að frétta?“ voru setningar sem Helga notaði gjarnan. Hún spurði ætíð hvað væri að frétta af barnabörnunum og hvernig gengi hjá þeim, því umhyggja Helgu fyrir okkur átti sér engin tak- mörk. Ég kveð elsku Helgu mína með miklum söknuði í hjarta og þakka henni kærlega fyrir allt og allt sem hún hefur gert fyrir okkur Bjarna og börnin. Lilja. Ég er eitt af yngstu barnabörnun- um og gerði mér því snemma grein fyrir því, að það er ekki sjálfgefið að eiga tvær yndislegar ömmur, enn skýrar og skemmtilegar. Það er sann- kölluð guðsgjöf og hennar hef ég blessunarlega fengið að njóta þar til nú fyrir stuttu þegar önnur þeirra, Helga amma, lést í faðmi fjölskyld- unnar. Amma bjó í hverfinu mínu alla mína tíð og nú síðast í næsta nágrenni við heimili fjölskyldunnar. Ég var því alltaf duglegur að heimsækja ömmu og gaf mér góðan tíma til að njóta samverustundanna. Það var sama hversu mikið dundi á fyrir utan stof- una hennar, þar leið mér og okkur alltaf vel og þaðan labbaði ég ævin- lega út með bros á vor. Við sátum vanalega í sófanum, mauluðum rús- ínur, sögðum fréttir og spurðum frétta. Og amma sagði mér ekki bara fréttir af fjölskyldunni, elliheimilinu og blómunum sínum, heldur fræddi hún mig um skógarelda, jarðskjálfta, allar heimsins hamfarir og aðrar stað- reyndir. Hún fylgdist ávallt grannt með heimsmálunum í fjölvarpinu, með kaffibolla í annarri hendi og Ca- mel í hinni. Amma var líka einkar hreinskilin, sat aldrei á skoðunum sínum og því gátu umræðurnar orðið ansi líflegar. Hún var t.d. vön að afsaka orðbragð sitt þegar Davíð bar á góma og alltaf vissi hún að tími Jóhönnu myndi koma. Þá man ég hversu ánægður ég var með þá gömlu þegar palestínsku flóttakonurnar áttu að koma til Akra- ness. Einhverjir skelkaðir Skaga- menn höfðu safnað undirskriftum gegn komu þeirra. Og amma, sem var fædd og uppalin á Akranesi, skamm- aðist sín svo óendanlega mikið fyrir uppruna sinn að hún sagðist myndu setja upp hauspoka þyrfti hún að fara úr húsi. Á sumardaginn fyrsta hringdu for- eldrar mínir í mig, en því miður ekki aðeins til að senda mér íslenskar snævi blandnar sumarkveðjur, alla leið til Kína. Amma hafði verið flutt á sjúkrahús eftir hjartaáfall, daginn eftir að þau komu heim úr Kínareis- unni. Fréttirnar voru mikið reiðar- slag og biðin í alla þessa daga, þar til ég fékk að tala við ömmu í síðasta sinn, var einstaklega erfið. „Þú ert svo langt í burtu“, var það fyrsta sem amma sagði með rólegri röddu. Og þá fann ég sterkt hversu sárt það var að hafa verið svona lengi svo rosalega langt í burtu og geta nú svo lítið sagt – nema þá kveðja hana í síðasta sinn á sama hátt og ávallt: Takk kærlega fyrir mig, elsku amma. Og jafnvel þó að þú sért nú yfir og allt um kring – minningarnar brjótast fram á daginn og inn í draumana rat- ar góður andinn úr öllum heimsókn- unum – þá er ég um leið svo átak- anlega minntur á hve langt þú ert í burtu. Við sem eftir stöndum gætum vel allra fögru blómanna sem þú skilur eftir og eru nú líklega farin að blómstra í upphafi sumars. En þú beiðst ekki eftir sumrinu til að blómstra, enda sögðu bræður mínir að þú hefðir aldrei litið betur út en nú á páskadag. Og þó að við bræður bæt- um vonandi úr ömmuleysinu í Breið- holti fyrr en síðar, með því að gera mömmu að einni slíkri, þá sprettur sama rósin sannarlega aldrei aftur. Megi góður guð þinn gæta þín vel, elsku amma mín. Takk kærlega fyrir mig. Gísli Hvanndal. Það tekur mig sárt og tárin byrja að renna við að skrifa hinstu kveðju til hennar ömmu minnar. Þegar ég hugsa til baka þá var símtalið sem ég fékk þennan miðvikudag ekki það sem ég bjóst við. Pabbi hringdi í mig og sagði mér að amma hafði veikst al- varlega en að þetta liti ágætlega út. En einhverra hluta vegna fann ég á mér að allt yrði ekki í lagi. Ég bað um að fá að koma í heimsókn sama kvöld og fékk það. Næstu dagar liðu, en á endanum var þetta bara of mikið fyrir hjartað. Svona er lífið, nú sit ég hérna og skrifa þér kveðjubréf þrátt fyrir að ég ætti nú frekar að vera að læra. Ég veit það líka vel að ef þú vissir að ég væri að setja lærdóminn á hakann þá myndir þú vinsamlegast benda mér á að hætta þessari vitleysu og halda áfram að læra. En svona var bara hún amma mín, umhyggjusemin í fyrir- rúmi. Alltaf heitt á könnunni þegar maður kíkti við, eitthvað gott í gogg- inn og ekki kom á óvart ef að eitt sokkapar eða vettlingar úr eigin framleiðslu fengju að fljóta með á heimleiðinni. Einnig þegar ég nefndi það við hana að ég hafði lagt inn starfsumsókn í sumar uppi á Seljahlíð með það eitt í huga að fá að eyða sumrinu með henni. Hún fór strax í málið og varð ekki rórri fyrr en að hún hafði náð því upp úr Maggý for- stöðukonu að ég væri búin að fá sum- arstarf, og það á hæðinni hennar. Ég hafði hlakkað svo óendanlega mikið til sumarsins sem við ætluðum að eyða saman og ég veit að þú gerðir það líka. Enda hafði forsmekkurinn af því ekki verið slæmur. Ég man sérstaklega eftir tveimur dögum núna í vor. Í fyrra skiptið hafði ég kíkt ein við í heimsókn. Eftir að hafa fengið sér smá hressingu datt það upp úr þér að þú værir eitthvað slæm í augunum þennan daginn og baðst mig um að kíkja á frétt fyrir þig í Mogganum sem þú hafðir ekki getað lesið al- mennilega. Ég gerði það auðvitað og áður en ég vissi af var ég búinn með blað dagsins og komin yfir í blað gær- dagsins. Stuttu seinna segist þú vera í basli með nýjasta föndrið, þér sýndist þú hafa misst lykkju og ég athugaði þetta fyrir þig. En eins og fyrri dag- inn var ekkert að, heldur bara vandað handverk eins og maður er vanur frá ömmu. Enda ber heimili okkar fjöl- skyldunnar og heimili ömmu merki þess. Það var alveg ótrúlegt hvað hún gat galdrað fram úr höndum jafnvel þótt sjónin væri farin að versna. Seinni dagurinn sem ég minnist var þegar peysufatadagurinn var haldinn í skólanum hjá mér. Ég ákvað að kíkja óvænt til þín svona uppklædd þar sem ófáar ráðleggingar höfðu komið frá þér vegna undirbúnings dagsins í sambandi við skó, skart og tilheyrandi. Þegar þú opnaðir fyrir mér brostir þú út að eyrum og sagðir Vá! Hættir ekki að dásama klæðnað- inn og að lokum datt „Vá hvað þú ert falleg“ upp úr þér. Þú sagðir að svona vildir þú muna mig, og hvernig þú varst þennan dag; glöð, hamingjusöm og brosandi – þannig vil ég muna þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Lilja Dögg Bjarnadóttir. Amma, það eru ótal minningar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa um þig. Þó að þær séu fleiri tengdar síðustu árum og mánuðum eru þær líka frá því að ég var lítill. Þau voru ófá skiptin sem ég lék mér að öllu því dóti sem ég fann hjá þér í Blikahól- unum. Á þeim árum var „gangurinn“ gríðarlega stór og hentugur undir leiki ungs drengs og gott og gaman að koma til ömmu. Þó að samverustund- irnar hafi breyst í gegnum árin held ég að mér hafi fundist þær skemmti- legri með árunum. Mér fannst ótrú- lega gaman að kíkja í kaffi til þín, spjalla um þjóðmálin og það helsta sem var að gerast í mínu lífi þá stund- ina. Þú varst alltaf með það á hreinu hvað var í gangi hverju sinni sem bæði ég og aðrir í kringum þig voru að gera. Þessi samtöl okkar gátu staðið tímunum saman því ekki vorum við nú alltaf sammála um gang þjóðmál- anna. Oftar en ekki síðast liðið ár tók ég með mér hundana sem fengu þá úrvals harðfisk og súkkulaðirúsínur. Stundum stóð mér nú ekki á sama um atganginn í þeim þegar þeir voru að gleypa í sig góðgætið, og fingurna á þér með. Mér fannst gaman um dag- inn að geta boðið þér í mat og boðið uppá hrossakjöt sem þú sagðist ekki hafa fengið í nær þrjátíu ár. Þetta var góð stund eins og svo margar aðrar í gegnum árin. Takk, amma mín, fyrir að hafa trú á mér og því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og hvatt mig áfram í mínu lífi. Það er gott að eiga góða að og þú varst alltaf til staðar. Amma – ég læt ljós mitt skína. Þinn, Svavar Jón. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÓLÖF ÁSTHILDUR ÞÓRHALLSDÓTTIR frá Vogum í Mývatnssveit, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt sunnu- dagsins 3. maí, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.30. Þórhallur Pálsson, Guðný Þuríður Pálsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Halldóra Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI ÞÓRIR KÁRASON múrarameistari, Presthúsum, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis Hlíðarhúsum 1-3, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sunnudagsins 10. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Anna J. Eiríksdóttir, Þórunn Káradóttir Hvasshovd, Stein Hvasshovd, Aðalsteinn F. Kárason, Bergþór N. Kárason, Guðríður Jónsdóttir, Berglind A. Káradóttir, Sigurður H. Árnason, Ragnheiður S. Káradóttir, Pálmi Þ. Ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR BJÖRN VALDIMARSSON, Bæjarholti 1, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Úlfhildur Jónasdóttir, María Valsdóttir, Steinar Örn Kristjánsson, Húnbogi Valsson, Dagný Annasdóttir, Kolbeinn Valsson, Monika Danisova, Óðinn Valsson, Bára Eyfjörð Heimisdóttir, Hjörleifur Valsson, Ágústa María Arnardóttir, Hagbarður Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGI DÓRI EINAR EINARSSON, Ársölum 1, Kópavogi, andaðist aðfaranótt laugardagsins 9. maí. Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 18. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga s. 847 4773. Sigurlaug Gísladóttir, Sigrún Ingadóttir, Jón A.K. Lyngmo, Gísli Ingason, Hrafnhildur Hauksdóttir, Einar Ingason, Agnes Lilý Guðbergsdóttir, Guðbjörn Sölvi Ingason, Unnur Baldursdóttir, Ragnar Kristinn Ingason, Gróa Hlín Jónsdóttir og barnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR H. EINARSSON, Barðavogi 7, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 10. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristbjörg Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Hallgrímsson, Inga Kolbrún Hjartardóttir, Sigríður Rut Hallgrímsdóttir, Páll Arnórsson, Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir, afabörn og langafabarn.  Fleiri minningargreinar um Helgu Hjartardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.