Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stuldur á mál-verki eftir Kjarval á Kjar- valsstöðum um helgina vekur upp spurningar um hvernig varðveislu þjóðararfsins er háttað. Þótt verkið hafi fundist og það virð- ist óskemmt vekur eftirtekt að sýningin sem það var hluti af skuli hafa verið opnuð án þess að verkið væri tryggilega fest. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir verkin venjulega skrúfuð föst í veggina svo erfitt sé að fjar- lægja þau. Í þessu tilfelli hafi eitthvað „farið úrskeiðis og ekki hafi verið rétt að sumir hlutir biðu mánudags, eins og ætlunin var.“ Þótt safnstjór- inn meti það sem svo að „óhugsandi“ sé að koma verk- um á borð við þetta vel þekkta Kjarvalsverk í verð á það væntanlega einungis við um þá sem þekkja vel til mynd- listar. Jafnvíst er að óprúttnir aðilar hefðu treyst sér til að kaupa það fyrir smáaura. Sömuleiðis er það einungis hending að verkið skyldi ekki verða fyrir skemmdum. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa til listasafns í eigu opinberra aðila að gengið sé tryggilega frá verkunum fyrir opnun. Að slá slíku á frest yfir heila helgi má hreinlega líkja við það að slökkva á eftirlits- myndavélum eða minnka aðra öryggisstaðla tímabundið. Slíkar gloppur í öryggisgæslu eru beinlínis til þess fallnar að bjóða hættunni heim. Safn á borð við Listasafn Reykjavíkur á ekki að þurfa að efla gæslu þannig að viðmótið gagnvart gestunum verði óvinsamlegt til að tryggja ör- yggi þeirra verka sem það varðveitir. En það á skilyrðis- laust að fara að þeim verklags- reglum sem þegar hafa verið settar. Jafnframt á safn sem varðveitir hluta þjóðararfsins að hafa nægilegan metnað fyr- ir hönd sjálfs sín og gesta sinna að sýningar séu ekki opnaðar nema þær séu til- búnar og öllum faglegum skil- yrðum hafi verið fullnægt. Það er lágmarks- krafa að gengið sé tryggilega frá verkum } Kæruleysi við vörslu þjóðararfsins Ástandið semskapasthefur í tannheilbrigð- ismálum barna hér á landi er al- gjörlega óviðunandi. Það sést vel á því að færri komust að en vildu um helgina þegar börnum og unglingum bauðst ókeypis tannlæknaþjónusta á vegum Hjálparvaktar tannlækna, sem er lofsvert framtak Tann- læknafélags Íslands og tann- læknadeildar Háskóla Íslands. Mörg barnanna sem þangað leituðu höfðu ekki farið til tannlæknis í mörg ár. „Þetta er ekki bara tannheilbrigðismál, þetta er barnaverndarmál,“ sagði Sigfús Þór Elíasson, pró- fessor við tannlæknadeild HÍ. „Hér eru börn sem sofna ekki án þess að fá panódíl fyrir svefninn vegna tannverkja. Slíkt myndi aldrei líðast ef barnið væri með beinbrot eða aðra sjúkdóma.“ Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, segir ekki hægt að fría stjórnvöld frá ábyrgð vegna þessa og leggur til að komið verði á fót frekari for- vörnum og eftirliti með tann- heilsu í skólum, í tengslum við tilvísanakerfi. „Þetta snýst um rétt barnsins til að þroskast og dafna eðlilega, að það þurfi ekki að stríða við heilsubrest sem fylgi því til fullorðinsára.“ Auðvitað á það að vera eitt af sameiginlegum verkefnum samfélags að tryggja öllum börnum tann- læknaþjónustu óháð efnahag for- eldra, eins og tíðk- ast um aðra læknisþjónustu. Endurgreiðsla Trygg- ingastofnunar hefur ekki fylgt verðlagsþróun og því getur reynst foreldrum erfitt að mæta því sem út af stendur, ekki síst á barnmörgum heim- ilum. Það verður að brúa þessa gjá og draga fram þá valkosti sem foreldrar hafa. Liður í því er að tannlæknar kynni verðskrá sína með skýrari hætti og stuðli að meira gagnsæi í verðlagningu. Og hvers vegna skyldu þeir ekki mega auglýsa þjónustu sína, veitir nokkuð af því? Þrátt fyrir allt hvílir ábyrgð á tannheilsu barna auðvitað fyrst og fremst á foreldrum. Það er umfram allt þeirra hlut- verk að hugsa vel um heilsu barna sinna og opinbert kerfi getur aldrei tekið ábyrgðina af þeirra herðum. Þeir eru öfl- ugur þrýstihópur ef þeir beita sér gagnvart stjórnvöldum. En þeir þurfa líka að leggja sitt lóð á vogarskálarnar heima fyrir. Samkvæmt MUNNÍS- rannsókninni, sem framkvæmd var árið 2005, eru íslensk börn með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en börn annars staðar á Norðurlöndum. Hvernig stend- ur á því? Til eru börn sem fá verkjalyf til að sofna} Tannheilsu ekki sinnt E ftir stúdentspróf plataði vinur minn, Atli Már Ingólfsson, mig til að koma með sér vestur til Grundarfjarðar. Við vorum með vilyrði um vinnu en markmiðið var alltaf að komast á sjóinn. Mér fannst þetta góð hugmynd þótt ég þekkti ekki muninn á þorski og ýsu! Mér fannst sjómennskan mikil manndóms- vígsla. Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir hvað sjómenn þurfa að leggja mikið á sig til að draga björg í bú. Fjarvera frá fjölskyldu, mikil vinna og barátta við oft óblíða náttúru er hluti af lífi þeirra. Útgerðarmaðurinn situr hins vegar í landi og finnur út hvernig hagkvæmast er að gera út. Það krefst skipulagningar og útsjónarsemi að ákveða hvað á að veiða, hvar, hvernig og hvenær. Ég tók eftir að lífsviðhorf mín breyttust á meðan ég var um borð í Fanneyju, Tjaldi II, Eldborgu og Sóleyju. Mér varð sífellt betur ljóst að í gegnum aldirnar hefði mað- urinn lagt gífurlega mikið á sig til að komast af og gera líf- ið bærilegra. Það kostaði auðvitað þrotlausa vinnu og margar hindranir þurfti að yfirstíga. Þeir sem sýndu frumkvæði og athafnasemi náðu árangri sem margir aðrir nutu góðs af. Ég styrktist því í þeirri trú að farsælast væri að fólk fengi sem mest svigrúm til athafna án letjandi afskipta ríkisvaldsins. Hvatinn á meðal annars að felast í því að all- ir haldi sem mestu eftir fyrir eigið erfiði. Umsvifamikið ríkisvald er andstaðan við þessi lífsviðhorf. Svigrúm til athafna varð einmitt til þess að við fórum að nýta auðlindir hafsins. Verðmæt- in urðu ekki til á kontór í Reykjavík heldur með eljusemi og samvinnu sjómanna og út- gerðarmanna. Þeir hafa sótt þessi verðmæti á haf út við erfiðar aðstæður og fundið sífellt betri leiðir til að hámarka afrakstur veiða og vinnslu. Án nýtingar þeirra væri auðlindin einskis virði. Þegar takmarka þurfti veiðar var sann- gjarnt að þeir sem höfðu nýtt auðlindina, safn- að saman upplýsingum og hætt miklum fjár- munum, fengju nýtingarréttinn. Það var ekki verið að taka neitt frá neinum. Fiskveiðistjórn- unarkerfinu var komið á til að varðveita fram- tíðarvirði fiskistofnanna, sem fólst í nýting- unni. Því var upphafleg úthlutun kvótans réttlát. Aðferðin var líka hagkvæm því rekstrargrundvellinum var ekki kippt undan sjávarútvegsfyrirtækjum. Þau höfðu eftir sem áður nýtingarréttinn og gátu skipulagt reksturinn fram í tím- ann, sem er mikilvægt fyrir alla uppbyggingu í greininni. En nú á að ríkisvæða sjávarútveginn. Ríkisstjórnin ætl- ar að taka nýtingarréttinn af sjávarútvegsfyrirtækjum, sem hafa annaðhvort nýtt hér auðlindir hafsins í áratugi eða keypt réttinn til þess. Þetta er í raun ofbeldi gagnvart fólki, sem byggt hefur upp atvinnugrein án ríkisstyrkja. Réttlæti verður aldrei fullnægt með ofbeldi ríkisins. bjorgvin@mbl.is Björgvin Guðmundsson Pistill Sjómennskan er ekkert grín Snúa þarf við aftur- för í tannheilsu barna FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is S kiptar skoðanir eru raun- ar um hvers eðlis tann- heilsuvandi íslenskra barna er og hversu alvar- legur, en óumdeilt er að úrbóta er þörf til að snúa við óæski- legri þróun. „Það er ekki stórkostlegt tann- heilsuvandamál í gangi almennt, en það er mikið vandamál hjá einstök- um börnum, það er óumdeilt,“ segir Reynir Jónsson, tryggingayfirlækn- ir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Að sögn Reynis styðja þau gögn sem stofnunin fær inn á borð til sín ekki fullyrðingar um að tannheilsu ís- lenskra barna hraki í heild, fjöldi barna sem leiti til tannlæknis fari þvert á móti vaxandi og flest séu þau við góða heilsu. Til samanburðar við Norður- löndin erum við þannig ögn lakari, þar sækja um 90% barna reglulega skoðun tannlækna en hér á landi er hlutfallið um 80-85% að sögn Reynis. Á hinn bóginn þurfi að hafa í huga að Sjúkratryggingastofnun fær að- eins upplýsingar um þau börn sem koma í skoðun til tannlækna. „Hvernig eru hin börnin sem ekki koma? Það sést ekki hjá okkur. En tannvandinn er að safnast í færri og færri munna, minna hlutfall af heild- inni. Það er hinsvegar hópur barna þarna úti með mikinn tannvanda, en vandamálið er að finna hann.“ Endurgreiðsla sú sama í 5 ár Vandamálið virðist m.a. liggja í því að enginn sé til að hafa eftirlit með því að börn fari reglulega til tannlæknis og foreldrar virðast margir hverjir ekki fylgja því eftir, m.a. vegna síhækkandi kostnaðar. Samkvæmt lögum endurgreiðir Sjúkratryggingastofnun 75% tann- læknakostnaðar fyrir börn 17 ára og yngri. Endurgreiðslan er miðuð við gjaldskrá heilbrigðisráðuneytisins sem ekki hefur breyst síðan í októ- ber 2004. Verðlagning tannlækna er hinsvegar frjáls og hefur þróast með hækkandi verðlagi. Mismunurinn fellur á foreldra og er afleiðingin því sú að tannlækna- kostnaður er almennt mun hærri en gjaldskrá ráðuneytisins miðar við, eða allt frá 40% til 160% hærri eftir stofum að sögn Reynis. Í reynd fá foreldrar því mun lægra hlutfall en 75% endurgreitt. Þetta virðist gera það að verkum að tannlæknakostnaður er mörgum fjölskyldum ofviða. Skipulagt eftirlit nauðsynlegt Margir eru þeirrar skoðunar að upphaf óheillaþróunar í tannheilsu íslenskra barna megi rekja til þess þegar skólatannlækningar lögðust smám saman af, eftir að lögum um greiðslu tannlæknakostnaðar var breytt og hann færðist í auknum mæli yfir á foreldrana. Fram að því höfðu skólatann- læknar haldið utan um eftirlit með börnunum sem voru reglulega köll- uð inn til skoðunar. Til að byrja með var reynt að samræma eftirlit einka- og skólatannlækna en undanfarin ár hafa foreldrar einir haft frumkvæði að því að fylgja reglubundinni skoð- un eftir. Skipulegt eftirlit með tann- vernd barna og hóflegur kostnaður virðast því vera lykilatriði til að snúa þróuninni til betri vegar. Morgunblaðið/Kristinn Skoðun „Tannheilsa íslenskra barna er almennt góð, en það er ákveðinn fjöldi með mikinn tannvanda,“ segir Reynir Jónsson tryggingayfirlæknir. Eitthvað virðist hafa farið úr- skeiðis í tannvernd barna, ef marka má fréttir frá hjálparvakt Tannlæknafélags Íslands sem boðið hefur upp á fría þjónustu fyrir efnalitlar fjölskyldur. „ÞAÐ var talað um að forvarn- irnar væru orðnar dýrari en við- gerðirnar,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og vísar í röksemdir fyrir afnámi tann- læknaþjónustu í grunnskólum, sem hann telur hafa verið mikið óheillaskref. „Því miður hefur þróunin verið þessi og sýnir hvað forvarnirnar borga sig. Það er alveg kristaltært að þær þjóðir sem hafa rekið skólatannlækningar standa mun betur að vígi en þær sem ekki gera það.“ Stefán Finnbogason, fyrrverandi yfirskólatannlæknir, segir að með því fyrirkomulagi sem áður ríkti hafi 90% barna fengið árlega skoðun, en eftir breytinguna 1991 hafi heimtur dvínað. Hann segist ekki nokkurn vafa um að afnám skólatannlækninga hafi haft slæm áhrif á tannheilsu. Góður árangur hafi áður náðst en tannskemmdir séu nú aftur orðnar vandamál. AFTUR Í SKÓLANA? ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.