Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 24
✝ Helga Hjartar-dóttir fæddist á Akranesi 7. febrúar 1925. Hún lést á Land- spítalanum í Reykja- vík 27. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásrún Knudsen Lárusdóttir frá Stykkishólmi, f. 15.4. 1898, d. 12.7. 1967, og Hjörtur Bjarnason, f. á Gneistavöllum á Akra- nesi 19.5. 1894, d. 16.6. 1977. Systkini Helgu eru Haukur, f. 24.6. 1926, d. 11.8. 2003, Héðinn, f. 20.7. 1928, og Ása, f. 24.4. 1930, d. 4.5. 1998. Hinn 8. júní 1946 giftist Helga Jóni Ólafssyni Gíslasyni húsasmíða- meistara, f. í Reykjavík 15.1. 1921, d. 24.3. 1978. Börn þeirra eru: 1) Guð- borg, f. 23.11. 1945, gift Þórarni Lárussyni. Börn þeirra eru: a) Jón Helgi, f. 1965, kvæntur Barbro Lundberg. Börn Sindre, Guðborg Gná og Bjarki Mar. b) Rúnar Þór, f. 1973, kvæntur Maríu Huld Péturs- Þórhallsdóttur, Gísli Hvanndal, f. 1985, og Ómar Hvanndal, f. 1991. 4) Bjarni, f. 23.2. 1959, kvæntur Lilju Steinunni Svavarsdóttur. Börn þeirra eru: Íris Hlín, f. 1982, í sam- búð með Theodóri Bjarnasyni, Svav- ar Jón, f. 1985, og Lilja Dögg, f. 1990. Helga ólst upp í foreldrahúsum á Akranesi fram um 17 ára aldur, þeg- ar hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún lauk m.a. námi við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Þau Jón bjuggu fyrst á Bjarkargötu 10 þar til þau fluttu í eigið hús í Langagerði 92, sem þau byggðu á árunum 1952-53. Eftir andlát Jóns flutti Helga í Blika- hóla 8 og árið 2003 flutti hún í þjón- ustuíbúð fyrir aldraða í Seljahlíð og bjó þar til dauðadags. Auk þess að hugsa um heimilið af miklum mynd- arskap vann hún frá unga aldri við fjölmörg almenn störf af annáluðum dugnaði og samviskusemi. Liggja auk þess eftir hana ógrynni listilega gerðra handverka, einkum á sviði hannyrða og postulínsmálunar, eins og fjölskylda hennar, frændfólk og vinir hafa fengið að sjá og njóta í eig- in ranni gegnum tíðina. Helga verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju í dag, 12. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira: mbl.is/minningar dóttur. Börn Ásþór Loki og Þórarinn Þeyr. c) Margrét Lára, f. 1976, maki Eiríkur Einarsson. Barn Askur Örn. d) Pétur Örn, f. 1981, kvæntur Þóru Sigurborgu Guð- mannsdóttur. Börn Embla Nótt og Eygló Þóra. Dóttir Þórarins Kristín, f. 1960. Börn hennar Andri og Þor- björg Ída. 2) Örn, f. 11.3. 1949, kvæntur El- ínu Jóhönnu Elíasdótt- ur. Börn þeirra eru: a) Hilmar Þór, f. 1970, kvæntist Evu Láru Logadóttur, en þau skildu. Barn Ástrós Helga. Hilmar er kvæntur Jónu Hildi Bjarnadóttur. b) Helga Björk, f. 1974, í sambúð með Birgi Thorberg Ágústssyni. c) Jón Örn, f. 1978, kvæntur Helgu Björk Jónsdóttur. Börn Sigríður Elín og Kolbeinn Tjörvi. 3) Ólafur Hvanndal, f. 3.2. 1956, kvæntur Guðbjörgu Árnadótt- ur. Börn þeirra eru Ólafur Hvanndal, f. 1983, í sambúð með Maríu Björgu Í dag þegar vorið fyllir loftið með birtu og fuglasöng kveð ég góða móð- ur í síðasta sinn. Hún ólst upp á Akra- nesi elst sinna systkina. Frá unga aldri vandist hún því að vinna og að- stoða ömmu. Tólf ára gömul stóð hún við hlið hinna fullorðnu stundum dag og nótt í fiskaðgerð á Breiðinni, eða breiddi saltfisk til þerris á klappirnar. Hennar nám og uppeldi miðaðist við að vera heiðarleg, læra að vinna vel og vera sjálfbjarga. Hún fór í vist á heim- ili Hauks Thors og Soffíu konu hans Smáragötu 16 í Reykjavík. Minntist hún þeirra með virðingu. Þar nutu starfskraftar hennar sín vel, vand- virkni og samviskusemi var henni í blóð borin og einkenndi allt sem hún gerði. Hún minntist oft skemmtilegra tíma í sumarbústað þeirra við Mið- fjarðará. Foreldrar mínir stofnuðu heimili í Reykjavík á Bjarkargötu 10. Mamma vann á Gamla Garði við þjón- ustustörf á sumrum og stundum labb- aði ég þangað með Örn litla bróður í von um að sjá hana aðeins. Mamma og pabbi voru samhent. Allt þeirra líf miðaðist við að búa okkur gott heimili, þau gerðu allt til að svo mætti verða, utan þess að taka lán fyrir hlutunum. Þau voru trygg sínu uppeldi, ekkert var hægt að eignast nema vinna fyrir því fyrst og öryggi, fæði, klæði og menntun gengu fyrir öðru. Þetta er það sem ég best man eftir að þau hafi kennt mér frá upphafi. Okkur skorti aldrei neitt, mamma saumaði öll okk- ar föt, venti gömlu og töfraði fram ný klæði. Hún prjónaði allt frá sokkum upp í kjóla, allt lék í höndum hennar, einstaklega fallega gert og aldrei hefi ég séð fallegri úrtökur á sokkum, hún hafði sitt lag á að sokkarnir féllu slétt- ir að hæl og rist. Mamma ræktaði matvæli í garðinum í Langagerði 92, hún sultaði rabarbara og ber, brytjaði rabarbara á mjólkurflöskur, fyllti með sykurlegi og lakkaði yfir tapp- ana. Ræturnar hreinsaði hún og sauð niður, sem eftirrétt á hátíðum. Alltaf ræktuðu þau sínar eigin kartöflur. Á haustin voru tínd ber, ekki í fötur heldur strigasekki sem pabbi bar á bakinu niður á veg. Heima beið mömmu mikil vinna við að hreinsa ber og safta, stóri þvottapotturinn var fullur af saft sem var rennt á gler og brætt vax yfir. Pabbi hló oft og sagði að við gætum borðað fisk og kartöflur og saftgraut fjórtán sinnum í viku en auðvitað var það ekki gert. Mamma bjó til slátur og nýtti allt. Ég hélt í ristla sem hún skar upp, skóf, hreins- aði og nýtti síðan í lundabagga sem voru áleggið okkar. Allir sem þekktu til móður minnar munu minnast hennar fyrir dugnað og ósérhlífni. Hún var listakokkur og allt sem fór um hendur hennar var engu öðru líkt, hún gat bætt allt og lagað betur en aðrir. Eftir fráfall pabba vann hún í mörg ár á sauma- stofu Hagkaupa og Max meðan heils- an leyfði. Hana dreymdi alltaf um að ferðast en til þess voru hvorki tími né fjárráð lengi vel. En hún heimsótti æskuvinkonu sína af Breiðinni, Ingu Freeberg, til Los Angeles. Það var henni ógleymanlegt. Ég bið móður minni guðs blessunar og þakka henni allt, ekki síst síðustu stundirnar og sannleikann sem orð hennar opin- beruðu mér. Hvíldu í friði. Guðborg. Ég átti ekki von á því, mamma mín, að það væri síðasta hringingin frá þér þegar þú hringdir í mig að morgni 22. apríl og sagðir mér að þér hefði ekki orðið svefnsamt um nóttina og hvort ekki væri rétt að láta lækni kíkja á þig, en mikið varstu þakklát fyrir að ég skyldi fylgja þér frá Seljahlíð niður á sjúkrahús. Nú hlaðast upp minningarbrotin úr æsku þar sem ég var umvafin ást þinni og hlýju. Heimili okkar í Langa- gerðinu er í minningunni sem mið- punktur stórfjölskyldunnar og þar var mikill gestagangur. Varla leið sá dagur að það væru ekki einhver gest- ur í mat. Þetta var eins og stórt sveitaheimili þar sem haustin fóru í mataraðdrætti, grænmeti, kartöflur, kjötskrokkar og slátur. Frá þessu var svo gengið eftir kúnstarinnar reglum, sultað, soðið niður, reykt, saltað eða súrsað og allar geymslur fylltar. Þú máttir ekkert aumt sjá, varst alltaf tilbúin að leggja öðrum lið og aðstoða alla eins og hægt var. Það er enginn nema dugnaðarforkur sem getur haldið slíkt stórheimili. Þú varst ósér- hlífin, vinnusöm, samviskusöm og vandvirk og unnir þér ekki hvíldar fyrr en allt var frágengið, þú geymdir ekki hlutina til morguns sem hægt var að klára í dag. En þú hafðir líka stórt hjarta sem þú varst tilbúin að opna og umvefja þann sem eitthvað bjátaði á. Nú hefur þú kvatt okkur, mamma mín, í hinsta sinn. Söknuðurinn og eft- irsjá er mikill. Væntumþykja og um- hyggja fyrir okkur, um að okkur farn- aðist vel var þér allt. Þú kvartaðir ekki þó heilsan mætti vera betri, held- ur hvattir okkur og börnin til dáða bæði í leik og starfi. Eftir að þú fluttir á Seljahlíð þá varstu virk í félagsstarfi, handavinnu, ásamt setu í húsráði. Þátttaka í starf- inu gaf þér mikla ánægju og gleði. Það var gaman að koma, og maður varð stoltur af þér, að koma á handa- vinnusýningar á hverju vori og sjá allt sem þú hafðir áorkað yfir veturinn. Þótt bakið væri orðið þreytt og sjónin farin að daprast vantaði ekki á glað- værðina þegar maður heyrði í þér og þegar maður kom í heimsókn var allt- af heitt á könnunni og eitthvað með því. Þú varst mikill dýravinur og hún Líf okkar þótti ekki leiðinlegt að koma í heimsókn til þín og lá þá oft við fætur þínar og maulaði harðfisk eða annað sem féll af borðinu. Samband okkar var mjög sterkt og við töluðum saman í síma eða hittust á hverjum einasta degi hin síðari ár. Þú varst mikill fréttahaukur og fylgdist vel með öllum fréttum hvort sem það var á RÚV eða CNN. Þú hafðir mik- inn áhuga á að fylgjast með hesthús- byggingu okkar og vildir fá daglega skýrslu á hverju kvöldi hversu marg- ar spýtur eða naglar hefðu verið settir þann daginn. Þú varst alveg með á hreinu hvað væri búið og hvað væri eftir og vissir jafnvel meira um hana heldur en Lilja. Söknuðurinn er meiri en hægt er að túlka með orðum en minningin um glaðværð þína og hlýju lifir. Takk fyr- ir allt, mamma mín. Ég kveð þig með þeim orðum er við kvöddumst bæði með á hverju kvöldi „Guð geymi þig og góða nótt“. Bjarni. Við Helga, tengdamóðir mín, höf- um átt samleið í yfir 40 ár. Það var gott að eiga hana að þegar ég og Örn sonur hennar byrjuðum okkar bú- skap í næsta nágrenni við þau hjón Helgu og Jón. Ég var ung og óreynd og kunni ekki mikið fyrir mér í elda- mennsku og bakstri, en Helga var hafsjór af fróðleik og hún var fús að kenna mér þegar ég leitaði til hennar. Helga var mjög sterk kona. Hún hafði ákveðnar skoðanir og það var ekki auðvelt að fá hana ofan af því sem hún hafði ákveðið. Helgu var margt til lista lagt. Hún eldaði og bak- aði, prjónaði og saumaði, og allt lék þetta í höndunum á henni. Hún mál- aði á postulín og gaf afkomendunum. Þetta eru hinir fallegustu gripir og bera handbragði hennar gott vitni. Hún hlífði sér aldrei, það var ekki til í hennar orðabók, enda var líkam- inn orðinn slitinn af mikilli vinnu. Fyrir um það bil 6 árum flutti hún í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Seljahlíð og undi sér þar mjög vel. Hún missti smátt og smátt sjón og sá orðið mjög illa. Það var erfitt fyrir Helgu því hún gat ekki lengur stytt sér stundir við hannyrðir. Þó prjónaði hún fram und- ir það síðasta. Henni gafst kostur á að fá lánaðar hljóðspólur hjá Blindra- félaginu, og hafði sérstaklega gaman af að hlusta á þær. Helga fylgdist vel með sínu fólki og hafði mikla ánægju af að hitta lang- ömmubörnin þegar við komum með þau í heimsókn til hennar. Á ferðalög- um okkar hjóna um landið hringdi hún gjarnan til að vita hvernig gengi og hvar við værum stödd hverju sinni. Að leiðarlokum vil ég þakka Helgu fyrir samveruna og bið Guð að blessa minningu hennar. Elín. Ég vil gjarna minnast góðrar tengdamóður nokkrum orðum, nú þegar hún hefur kvatt þennan heim. Fyrir hana, eins og flesta, skiptust á skin og skúrir í þessari veröld á langri leið. Framan af ævi var við fá- tækt og erfiði að glíma, sem breyttist smám saman, með dugnaði og útsjón- arsemi í félagi við lífsförunautinn, í góðar álnir um og eftir miðjan aldur. Er óhætt að segja að þau hafi verið vel efnum búin, þegar Jón tengdafað- ir veikist og fellur frá upp úr því, að- eins rúmlega 57 ára gamall. Nærri má geta að þetta var mikið reiðarslag fyr- ir Helgu og allt hans nánasta fólk. Var þetta ekki síst sárt fyrir það að ein- mitt um þetta leyti voru hlutir farnir að ganga léttar fyrir þau hjónin sem gaf um leið fyrirheit um fleiri sam- veru- og ánægjustundir en tök höfðu verið á lengst af þangað til. Við hjónin, eins og fleira af þeirra nánasta fólki, nutum að mörgu leyti velgengni þeirra í okkar lífsbaráttu. Má þar bæði nefna aðstoð við mennt- unarkostnað og síðar við að koma okkur þaki yfir höfuðið. Alltaf boðin og búin til að verða að liði í smáu sem stóru. Þótt Jóns hafi ekki notið við eft- ir þetta er óhætt að segja að Helga hafi ekki látið merkið síga hvað um- hyggju og aðstoð varðaði, eftir því, sem unnt var. Umhyggjan birtist í óteljandi myndum, sem of langt yrði allt upp að telja. Nefna má þó ým- islegt af því smáa, sem gerði svo sann- arlega eitt stórt. Það brást til dæmis ekki í eitt einasta skipti að hún hringdi í okkur og börnin í hvert sinn, sem eitthvert okkar átti afmæli. Skipti þá litlu hvar við værum stödd í heiminum. Sama er að segja þegar voveiflegir atburðir voru að gerast í nánd við okkur, svo sem fréttir um skýstróka í nánd við okkur í Banda- ríkjunum, eða um aðrar náttúruham- farir, slys og önnur óáran, þar sem við gátum hugsanlega verið í hættu, – alltaf skyldi Helga hringja til að full- vissa sig um að allt væri í lagi hjá okk- ur. Þó að þetta virtist óþarfi sjálfs- Helga Hjartardóttir 24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Elsku amma Helga. Alltaf þegar ég kom til þín í heimsókn þá gafstu mér sælgæti. Takk fyrir það. Það er ótrúlega falleg dúkka sem þú prjónaðir í vet- ur handa litla barninu sem á að fæðast í sumar og við ætl- um að passa hana vel. Takk fyrir samveruna. Vonandi líður þér vel núna í Paradís. Kveðja, Kolbeinn Tjörvi. HINSTA KVEÐJA ✝ Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, NÍELS ÞÓRARINSSON, Klettahrauni 6, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði miðvikudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 14. maí kl. 15.00. Anna Erlendsdóttir, Steina B. Níelsdóttir, Gunnar Níelsson, Hafdís Erla Gunnarsdóttir, Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Víglundur Þorsteinsson, Svava Theodórsdóttir, Lovísa María. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÚLFAR JENSSON hárskerameistari, Mánatúni 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmunda Matthíasdóttir, Rúnar Mölk, Margrét Garðars Mölk, Örn Úlfarsson, Kristbjörg Björnsdóttir, Sigrún Úlfarsdóttir, Gunnar Maríusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÁSTA JÓNASDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas Bjarnason, Kristín Hjartardóttir, Svavar Bjarnason, Brynja Halldórsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS FINNBOGASON frá Harðbak, andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík laugardaginn 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugar- daginn 16. maí kl. 14.00. Hólmfríður Friðgeirsdóttir, Vilmundur Þór Jónasson, Valgeir Jónasson, Kristín Böðvarsdóttir, Gunnar Finnbogi Jónasson, Þórhildur Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.