Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur markað sér þá stefnu að engin „ríkislaun“ skuli vera hærri en sem nemur launum for- sætisráðherra. Þetta kallar á breytingar á lögum um kjararáð því dæmi eru um að embættismenn ríkisins séu á hærri grunnlaunum en sem nemur launum forsætisráð- herra sem eru 935 þúsund á mánuði. Ríkislaunastefna kemur fram í kaflanum ríkisfjármál í samstarfsyfirlýsingunni. Þar segir: „Gætt verði ýtrasta aðhalds í rekstri ríkisins, þóknanir fyrir nefndir verði lækkaðar eða lagðar af, hömlur verði settar á aðkeypta ráðgjafaþjónustu og sú stefna mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. [...] Sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verði settar skýrar reglur um launastefnu og útgjaldastefnu í þessum anda.“ Kjörnir fulltrúar og langflestir embættismenn heyra undir kjararáð sem ákveður kjör þeirra út frá tilteknum forsendum. Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, segir að eini ríkisforstjórinn sem heyrir undir kjararáð og sé með hærri laun en forsætisráðherra, sé forstjóri Landspít- alans. Hún er með um 1,4 milljónir í mánaðarlaun. For- seti Hæstaréttar er með um 970 þúsund krónur í heild- arlaun á mánuði. Hugsanlega séu örfáir embættismenn með álíka há og jafnvel hærri heildarlaun en forsætisráð- herra, að sögn Guðrúnar. Guðrún segir að til að kjararáð geti lækkað laun þeirra embættismanna sem fá hærri laun en forsætisráðherra, verði Alþingi væntanlega að breyta lögum um kjararáð. Hærri laun hjá ríkisforstjórum Mánaðarlaun og -hlunnindi forstjóra Landsvirkjunar námu 1,8 milljónum í fyrra og útvarpsstjóri var með 1,5 milljónir. Hvorugur heyrir undir kjararáð heldur eru þeir ráðnir af stjórnum viðkomandi félaga. Forstjórar Fjár- málaeftirlitsins (FME), Samkeppniseftirlitsins og Íbúða- lánasjóðs eru einnig ráðnir af stjórnum stofnananna. Laun forstjóra FME eru 1250 þúsund, samkvæmt upp- lýsingum frá stofnuninni sem gefur væntanlega vísbend- ingu um laun kollega hans hjá Samkeppniseftirlitinu og Íbúðalánasjóði. Um áramótin voru laun formanns banka- stjórnar Seðlabankans um 1,3 milljónir og bankastjórar stóru ríkisbankanna þriggja eru með enn hærri laun. Margir með betri laun  Nokkrir forstjórar fyrirtækja og stofnana með hærri laun en forsætisráðherra  Forseti Hæstaréttar er með hærri laun  Væntanlega þarf lagabreytingu Í HNOTSKURN » Forsætisráðherra fær935.000 krónur á mánuði. Sé forsætisráðherra þingmað- ur getur hann gert tilkall til starfskostnaðar, 66.400 kr á mánuði, og fær þá samtals 1.001.400 krónur. » Hlunnindi s.s. ráðherra-bíll eru ekki talin með. » Kjararáð ákveður launráðherra, embættismanna og dómara. » Forseti Hæstaréttar fær862.000 á mánuði en fær einnig greitt fyrir yfirvinnu, samtals 983.000 krónur. VERIÐ er að setja risastór rör undir Suður- landsveg. Um það munu trukkar flytja grjót í brimvarnargarða Landeyjahafnar á Bakkafjöru. Starfsmenn Suðurverks eru að ljúka við að flytja grjótið af Seljalandsheiði niður að Mark- arfljóti og þá taka við flutningar á efninu niður í Bakkafjöru. Suðurverk er að leggja göng undir Suðurlandsveg til að þurfa ekki að þvera veginn með þessum miklu farartækjum. Rörið er sett saman úr plötum jafnóðum og grafið er í veginn. Það verður alls þrjátíu metrar á lengd, að sögn Eysteins J. Dofrasonar, verkefnisstjóra hjá Suð- urverki. Rörið er vítt, tæpir átta metrar í þver- mál, enda þurfa trukkarnir að geta ekið þar í gegn með fullfermi af grjóti. Þegar í gegnum gatið er komið nota þeir nýja veginn niður að höfninni. Umferðin um Suðurlandsveg fer um framhjáhlaup á meðan rörið er sett í gegn. Þegar hafnarframkvæmdum lýkur sitja eftir hálfgildings mislæg gatnamót sem ekki hafa fundist framtíðarnot fyrir. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Trukkarnir undir Suðurlandsveg ERFITT er að sjá hvernig ríkið getur notað innkaup sín til að styðja við bakið á innlendri atvinnustarfsemi og ný- sköpun án þess að fara á svig við reglur sem gilda um inn- kaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Vegna gengis ís- lensku krónunnar er staða innlendra framleiðenda góð. Í kafla um bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi í sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að við innkaup ríkisins verði meðal annars horft til þess að styðja við bakið á innlendri atvinnustarfsemi og nýsköp- un. „Ég hef ekkert út á þetta að setja. Stærstur hluti af innkaupum ríkisins er háður samningnum um EES um útboðsskyldu. Ég sé ekki hvernig ríkið getur beint við- skiptum sínum til innlendra fyrirtækja eða nýsköpunar- fyrirtækja án þess að ganga á svig við ákvæði EES,“ seg- ir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Á veg Ríkiskaupa eru birtar viðmiðunarfjárhæðir vegna útboða. Þannig þarf ríkið og stofnanir þess að bjóða út vörukaup sem eru yfir 5 milljónum kr. og þjón- ustu og verkframkvæmdir sem ná 10 milljónum. Bjóða þarf út í Evrópu vörukaup sem eru yfir 11,7 milljónir og verkframkvæmdir sem ná 450 milljónum kr. Andrés seg- ir að ekki sé hægt að komast fram hjá þessum fjárhæðum með því að brjóta niður samninga, sett hafi verið undir þann leka. „Reglurnar eru klárar og við höfum okkar úr- ræði ef við sjáum að Ríkiskaup ætla að ganga á svig við þær,“ segir Andrés. Vísar hann þar til kærunefndar út- boðsmála sem SVÞ hafi hiklaust notað. helgi@mbl.is Mestur hluti innkaupa háður ákvæðum EES Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Kaup á vörum og þjónustu eru boðin út. KÖNNUN Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, meðal framhalds- skólanema á svæðinu leiðir í ljós að um 69% nemenda hafa trygga vinnu í sumar og langflestir í þeim hópi, eða nærri 90%, segjast hafa vinnu í þrjá mánuði eða meira. Yngri nemendur eru frekar án tryggrar vinnu en þeir eldri, sér í lagi á Akranesi. SSV vann könnunina í samráði við Símenntunarstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun á Vesturlandi. Markmiðið var, að sögn Vífils Karls- sonar, hagfræðings hjá SSV, að fá raunhæfa mynd af stöðu framhalds- skólanema varðandi sumarvinnuna svo bregðast mætti betur við þeim vanda sem upp kann að koma. Könn- unin var gerð í samstarfi við skóla- yfirvöld en alls eru 1.088 nemendur skráðir í skólana þrjá; Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, Fjöl- brautaskóla Snæfellinga og Mennta- skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Alls svöruðu 556 nemendur könnun- inni eða 51%. Misgott eftir landshlutum Af öðrum niðurstöðum má nefna að fleiri drengir en stúlkur telja sig ekki hafa trygga vinnu í sumar og skiptir þá engu hvar á svæðinu nemendurnir búa. Af þeim nemendum sem eiga lögheimili á Vesturlandi, og búa þar, eru það helst nemar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit sem eru án tryggrar sumarvinnu. Niðurstöður könnunar SSV sýna að atvinnuhorfur framhaldsskóla- nema eru misgóðar eftir landshlutum. Nýlega var sagt frá könnun Sam- bands íslenskra framhaldsskólanema í Morgunblaðinu, sem tekin var yfir allt landið, sem sýndi að aðeins um helmingur nemenda taldi sig öruggan með vinnu í sumar. bjb@mbl.is 69% nema með vinnu Könnun í framhalds- skólum á Vesturlandi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni sem játað hefur sjö innbrot og þjófnaði. Maðurinn verður í haldi til 4. júní nk. Í greinargerð lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins kemur fram að maðurinn hafi framið brot sín á fjög- urra daga tímabili í apríl sl. Hann hafi hlotið fjölmarga fangelsisdóma fyrir samskonar brot og virðist ekk- ert lát á brotastarfsemi hans. Lög- reglustjóri telur yfirgnæfandi líkur á að maðurinn haldi áfram brotastarf- semi fari hann frjáls ferða sinna. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Brotastarf- semin látlaus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.