Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Fólk NORRÆNI kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) mun 1. júlí nk. koma á fót nýju styrkja- og hvatakerfi, undir nafninu Nordic High Five, sem ætlað er að auka framboð og markaðshlutdeild norrænna kvikmynda í kvikmyndahúsum Norðurlandanna, auðvelda dreifingu þeirra á Norðurlöndunum og bæta rekstrarumhverfi rétthafa og dreifingaraðila norrænna mynda. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Norræna kvikmynda- og sjón- varssjóðnum. Þar er bent á að á undanförnum árum hafi kvikmyndamarkaðurinn gert útgáfu á norræn- um myndum æ erfiðari á Norðurlöndunum. Sjóð- urinn hafi nú fundið leið til að sporna við þessari þróun. Nordic High Five er til að byrja með þriggja ára áætlun og eftir tvö ár verður lagt mat á þann árangur sem náðst hefur. Þeir fimm dreifingaraðilar sem hafa verið valdir til verk- efnisins eru Camera Film í Danmörku, BioRex í Finnlandi, Græna ljósið á Íslandi, Arthaus í Nor- egi og NonStop í Svíþjóð. Fyrstu kvikmyndirnar sem dreift verður undir hatti Nordic High Five eru sænska myndin De Ufrivillige eftir Ruben Østlund í Danmörku, sænska myndin Kenny Starfighter eftir Calle Åstrand og Mats Lindberg í Finnlandi, danska myndin Valhalla Rising eftir Nicolas Winding Refn á Íslandi, finnska myndin Letters to Pastor Jacob eftir Klaus Härö í Noregi og íslenska myndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák í Svíþjóð. Framboð á norrænum kvikmyndum aukið Brúðguminn Ein þeirra mynda sem fyrstar fara í dreifingu Nordic High Five.  Hljómsveitin Jeff Who? hélt fjáröflunartónleika síðasta föstu- dag á Sódómu Reykjavík fyrir tón- leikaferð sem sveitin leggur í um næstu helgi til austurstrandar Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Baltimore, New York og Boston. Ferðin er farin í tengslum við út- varpskynningu á annarri plötu sveitarinnar, sem heitir einfaldlega Jeff Who?, en platan fór nýverið að hljóma á háskólaútvarpsstöðvum á umræddu svæði. Fjáröflunartónleikarnir voru vel sóttir á föstudaginn en rafmagns- leysi settu svip sinn á tónleikana og fyrsta upphitunarsveitin Nóra, komst ekki einu sinni í gegnum fyrsta lagið þegar rafmagnið sló út. Gekk svo á með rafmagnsútslætti allt kvöldið sem setti óneitanlega skrítinn svip á tónleikana. En fall er fararheill eins og sagt er og von- andi að ferðin austur til Bandaríkj- anna gangi betur. Rafmagnaðir tónleikar á Sódómu Reykjavík  Tónleikar Bjarkar og The Dirty Projectors í Housing Works Book- store-kaffihúsinu í SoHo fá afar fína dóma í The New York Times. Blaðamaður segir að Björk hafi verið klædd í hafbláan kjól og hald- ið á nýpáruðu textablaði á tón- leikum sem hafi að öllum líkindum verið þeir minnstu sem Björk hafi komið fram á. Um 300 manns voru samankomnir í kaffihúsinu á föstu- daginn en upphitunaratriði kvölds- ins voru tvö söngvaskáld, Kurt Wiesman frá Vermont og Ólöf Arn- alds frá Íslandi. Fram kemur í greininni að lögin hafi flest verið eftir The Dirty Projectors sem er leidd af tónlistarmanninum David Longstreth en greinilegt væri að Longstreth væri undir miklum áhrifum frá Björk eins og heyra mætti á raddbeitingu söngvarans þó að rödd Longstreths sé á marg- an hátt kurteisleg á meðan rödd Bjarkar er líkt og náttúruafl sem ekki verður hamið. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MENN hafa mismikla þörf fyrir að troða upp en þessi þörf er býsna sterk hjá Kristjáni Ingimarssyni leikhús- listamanni. Kristján er síðhærður þessa dagana og segir hárið hafa list- rænan tilgang. Hann þurfi að sveifla því í verkinu Creature sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtu- daginn. Titill verksins vísar í mann- skepnuna og hann sjálfan. Hina skap- andi veru. „Við erum sköpuð og við sköpum líka. Þannig að það er ákveðin hringrás í gangi,“ útskýrir Kristján. Í sýningunni gefur hann sköpunar- kraftinum lausan tauminn og reynir að koma sér í óþægilegar aðstæður og ögra sér með óöryggi. Þannig verða hlutirnir skemmtilegir að hans sögn og viðbrögð áhorfenda eru ekki síður mikilvægur hluti af verkinu. „Ég hreinlega helli úr mér yfir salinn,“ segir Kristján og skellihlær. „Þetta er eins og yndisleg fullnæging. Fólk mun sjá ýmislegt sem það hefur aldrei séð áður, því get ég lofað!“ Eins og geisladiskur Kristján hefur lært margt óvenju- legt um ævina sem hann nýtir í starfi, m.a. látbragðstækni, almenna leiklist, japanskan búdódans, bardagaíþróttir og fimleika. „Fyrir hverja sýningu sem ég geri leita ég að formi sem hentar sýningunni. Ef ég er að vinna með öðrum leikurum fer ég mikið eftir því hvað þessi persóna getur sem per- former, hvað hún hafi sérstakt að gefa sýningunni.“ Creature segist hann hafa hugsað eins og geisladisk, hvert lag á diskin- um geti staðið sjálfstætt og öll lögin myndi eina heild. Allir geti notið tón- listar þótt þeir geti ekki endilega skil- greint hana eða farið með lagatextana. Tilfinningin fyrir henni sé til staðar. „Hins vegar, þegar kemur að leikhúsi, virðast vera voða fastir rammar um það hvernig maður eigi að skilgreina og fara ofan í saumana á því,“ segir Kristján ögn ósáttur. Leiklistin sé svo „intellectual“ en í myndlist eða tónlist sé allt opið. „Sagan er bara eitt verk- færi sviðslistar, hún er ekki nauðsyn- leg. Það er svo margt annað sem virk- ar.“ Gælir ekki við hefðina „Leikhús í sjálfu sér og hefðbundin leikrit segja mér eiginlega bara ekki neitt. Ég fer voða lítið sjálfur í leik- hús, ég fer að sjá eitthvað af því að það er áhugavert, eitthvað í því sem höfðar til mín. Hvort sem það er dans, leiklist eða íþróttaviðburður (hlær).“ Kristján segir það henta sér að vera á sviði, hann noti þau verkfæri sem þurfi til að tjá sig og sú tjáning rati í leikhús. „En leiklist og það að gæla við einhverja leikhúshefð er al- gjörlega fjarri mér.“ Kristján segir margt skemmtilegt að gerast í ís- lensku leikhúsi en blöndun listgreina mætti vissulega vera meiri. Allt sé þetta tjáning á endanum. Örvandi óöryggi  Liðamótalausi leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson tekst á við sjálfan sig, sköpunarþörf mannsins og þörfina fyrir að troða upp, í verkinu Creature Ljósmynd/ Henrik Ohsten Mannskepna Kristján er óárennilegur í verkinu Creature. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HEIMILDARMYNDIN Heima, sem fjallar um hljómsveitina Sigur Rós, er besta heimildarmynd allra tíma ef marka má kvikmyndavefinn Internet Movie Database, Imdb.com. Notendur vefjarins, sem er einn allra vinsælasti kvikmyndavefur heims, geta gefið hverri mynd einkunn frá einum upp í tíu, og í flokki heimild- armynda er Heima á toppnum með meðaleinkunnina 8,7. Alls hafa rúm- lega 2.400 manns gefið myndinni ein- kunn, en 1.360 þeirra gáfu myndinni fullt hús, eða einkunnina 10. Slær út þekktar myndir Þeir Sigur Rósar menn slá þar með út heimildarmyndir um tónlist- armenn á borð við Bob Dylan, Iron Maiden, U2, Tom Petty, Nirvana, The Who og Pink Floyd. Á meðal annarra þekktra heimildarmynda sem eru neðar á listanum má nefna American Zeitgeist, The King of Kong, Sicko og Bowling for Columb- ine. Í öðru sæti listans er franska heimildarmyndin Night and Fog sem gerð var árið 1955 og fjallar um út- rýmingarbúðir nasista í síðari heims- styrjöldinni. Myndin er ekki langt frá Heima því hún hefur meðaleinkunn- ina 8,6. Það var kanadíski kvikmyndagerð- armaðurinn Dean DeBlois sem gerði Heima árið 2006. Það ár fylgdi DeBlois þeim Jónsa, Georg, Orra og Kjartani eftir á tónleikaferðalagi þeirra um Ísland, en með þeim í för var strengjasveitin Amiina. Heima er besta heimildar- mynd heims á Imdb.com Morgunblaðið/hag Á heimavelli Jónsi á tónleikum Sigur Rósar í Laugardalshöll í nóvember.  Slær út heimildarmyndir um Bob Dylan, Nirvana og U2 imdb.com/chart/documentary Kristján hvetur fólk til þess að taka ljósmyndir á sýningunni og senda honum á foto@nean- der.dk. Þetta segir hann mik- ilvægan hluta verksins, að áhorf- endur taki þannig þátt, enda var efnt til samkeppni um bestu myndina af sýningunni á vefnum Alt om Köbenhavn, á meðan á sýningum stóð í Kaupmanna- höfn í nóvember í fyrra. Myndirnar má skoða á vefnum og er slóðin http://www.aok.dk/ node/31592/galleries. Taktu myndir Fá fína dóma í The New York Times Nánar um Creature á www.nean- der.dk og www.leikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.