Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 29
Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátt- urinn.“ (Daníel 2, 20.) Krossgáta Lárétt | 1 sundla, 4 kinn- ungur, 7 dugnaðurinn, 8 tölum um, 9 tóm, 11 lítill lækur, 13 ellimóð, 14 snjóa, 15 sæti, 17 hvelft, 20 bókstafur, 22 graft- arnabbi, 23 laun, 24 kven- mannsnafn, 25 askana. Lóðrétt | 1 áfall, 2 starfið, 3 korna, 4 fjöl, 5 vænn, 6 kvæðum, 10 elskuðum, 12 kraftur, 13 agnúi, 15 sól, 16 uppnámið, 18 óhreinka, 19 mál, 20 gufu, 21 túla. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 reimleiki, 8 fúsan, 9 lýtið, 10 nói, 11 skapi, 13 neiti, 15 stáls, 18 safna, 21 kyn, 22 fjara, 23 æfing, 24 falslausa. Lóðrétt: 2 enska, 3 munni, 4 ellin, 5 kætti, 6 ofns, 7 iðni, 12 pál, 14 efa, 15 sefa, 16 álaga, 17 skass, 18 snæða, 19 fliss, 20 angi. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er til lítils að sitja með hend- ur í skauti og halda að hlutirnir komi af sjálfu sér. Reyndu að koma eins mikilli afþreyingu fyrir á einum degi og þú mögulega getur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Sérhvert augnablik dagsins þarf ekki að vera skipulagt. Annan daginn ertu hamingjusamur en þann næsta velt- irðu fyrir þér tilgangi lífsins. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Notaðu innsæið til þess að ákveða hvort þú eigir að láta eitthvað verða að veruleika eða ekki. Láttu ekki slá þig út af laginu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ef þú sýnir öðrum samstarfsvilja muntu koma ótrúlega miklu í verk. Láttu ekki velgengni stíga þér til höfuðs. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gefðu þér tíma til að sinna heimilinu og lyfta því upp með því að mála eða breyta til. Rómantíkin blómstrar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Öll samskipti þín við aðra eru óvenjulega tilfinningarík í dag. Haltu þig fyrir utan allar skærur og þá fellur eng- inn blettur á mannorð þitt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú smitar alla í kringum þig með léttlyndi og glaðværð. Tengsl við maka og nána vini blómstra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Varastu að setja of margt á dagskrá, þú kemst ekki yfir nema ákveð- ið magn á þeim tíma sem þú hefur til ráð- stöfunar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Viðurkenndu það, einhver sem þú ert alltaf að þrasa við er synd- samlega aðlaðandi. Mál munu skýrast og þú standa miklu sterkari eftir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fólk kann miklu betur að meta það að þú komir þér beint að efninu og þá er hægt að ræða málin. Gefðu þér tíma til útiveru. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitthvað blási í móti. Gerðu þér glaðan dag með góðum vinum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Varastu að undirrita nokkuð án þess að kynna þér gaumgæfilega efni þess og afleiðingar. Eitthvað mun þó koma þér á óvart. 12. maí 1882 Konur fengu ótvíræðan en takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Rétturinn náði aðeins til ekkna og ógiftra kvenna sem voru orðnar 25 ára. 12. maí 1916 Hásetaverkfalli lauk eftir tveggja vikna deilur. Þetta var fyrsta verkfall hér á landi sem hafði umtalsverð áhrif. 12. maí 1935 Golf var leikið í fyrsta sinn á Íslandi þegar sex holu völlur Golfklúbbs Íslands var vígður í landi Austurhlíðar í Laug- ardal í Reykjavík. 12. maí 1942 Reykjavíkurbær keypti Korp- úlfsstaði, Lágafell og fleiri jarðir í Mosfellssveit af Thor Jensen. Kaupin voru sam- þykkt einróma í bæjarráði. „Stórfelldustu hérlend jarða- kaup,“ sagði Morgunblaðið. Alþýðublaðið taldi kaupin opna nýja möguleika fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa. 12. maí 1984 Oddur Sigurðsson setti Ís- landsmet og Norðurlandamet í 400 metra hlaupi, 45,36 sek- úndur, á móti í Texas. Íslands- metið stendur enn. 12. maí 2005 Danski stórmeistarinn Henrik Danielsen sló Íslandsmetið í blindskák þegar hann tefldi átján skákir samtímis, vann fimmtán og gerði þrjú jafn- tefli. Viðureignin stóð í sex klukkustundir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „ÉG upplifi þetta nú ekki sem nein tímamót, enda er þetta ekki eitthvað sem maður hefur stuðlað að sjálfur nema þá með því að halda áfram að draga andann,“ segir Finnur Vilhjálmsson lögfræðingur sem er þrítugur í dag. Þrátt fyrir að Finnur taki afmælinu af svo miklu æðruleysi ætlar hann samt sem áður að halda upp á það í þetta skiptið, þótt hann viðurkenni að vera reyndar alls ekki mikið afmælisbarn í sér. „Frá því ég var ungur og drakk Spur og borðaði súkkulaðiköku með vinum mínum hef ég ekki haldið upp á afmælið mitt. Þetta var alltaf á prófatíma sem orkaði mjög hamlandi á öll veisluhöld.“ Í ár verður hinsvegar blásið til veislu, en það fær að vísu að bíða helgarinnar því hátíðahöldin sem Finnur hefur í huga krefjast þess að hans sögn „að dagurinn á eftir sé að mestu leyti óvirkur“. Finnur hefur fengist við ýmislegt, s.s. blaðamennsku, sjónvarps- dagskrárgerð o.fl., en hann starfar nú sem lögfræðingur hjá umboðs- manni Alþingis. Aðspurður hvort hann hafi þá fundið sína hillu í lífinu segir Finnur það ekki útilokað. „En ég reyndar kvíði því mjög að finna mína hillu, þá er hætta á að staðna og trénast þannig að ég vil halda mér á tánum, svona aðeins lengur allavega.“ una@mbl.is Finnur Vilhjálmsson lögfræðingur er 30 ára Ekki síðan Spur var og hét Sudoku Frumstig 1 8 9 2 1 2 7 3 6 9 2 4 3 9 8 7 3 8 4 5 9 6 4 5 2 4 1 9 3 6 5 3 1 3 4 2 7 6 7 8 2 1 5 6 5 9 7 7 1 6 9 3 5 4 4 9 1 5 3 8 5 6 4 8 1 6 1 8 9 4 2 8 9 5 1 3 7 6 9 7 6 8 4 3 2 5 1 5 1 3 6 2 7 9 8 4 6 3 9 2 8 4 5 1 7 8 5 1 7 3 9 6 4 2 2 4 7 5 1 6 8 3 9 1 9 4 3 6 8 7 2 5 3 6 5 1 7 2 4 9 8 7 8 2 4 9 5 1 6 3 1 3 7 6 4 9 8 2 5 2 4 8 5 3 7 6 1 9 5 9 6 1 2 8 7 4 3 7 5 4 8 1 6 3 9 2 8 1 3 2 9 5 4 6 7 6 2 9 3 7 4 1 5 8 4 6 2 7 5 3 9 8 1 9 7 1 4 8 2 5 3 6 3 8 5 9 6 1 2 7 4 4 5 9 8 6 2 3 7 1 2 6 3 1 7 5 4 9 8 7 1 8 3 4 9 6 5 2 1 3 2 7 5 4 9 8 6 9 7 6 2 8 1 5 3 4 5 8 4 6 9 3 1 2 7 3 4 7 5 2 6 8 1 9 8 9 1 4 3 7 2 6 5 6 2 5 9 1 8 7 4 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 12. maí, 132. dag- ur ársins 2009 Víkverji var eitthvað utan við sig íupphafi mánaðarins með þeim afleiðingum að hann gleymdi að borga símreikninginn á réttum tíma. Eindagi var 2. maí sem var laug- ardagur, þannig Víkverji ætlaði að greiða reikninginn mánudaginn 4., eða á fyrsta virka degi mánaðarins eins og hann er vanur. Af fyrr- greindum ástæðum varð ekki af því fyrr en í bítið miðvikudaginn 6. maí. Þar með hélt Víkverji að málið væri úr sögunni. Svo var ekki. Dag- inn eftir að Víkverji greiddi skuldina barst honum innheimtuviðvörun frá símafyrirtækinu, Og fjarskiptum ehf., dagsett 5.5. Sú aðvörun kostaði Víkverja 590 kr. – sem ekkert er við að segja – auk þess sem hann var hvattur til að greiða sem fyrst til að forðast frekari innheimtuaðgerðir. Þá sagði í bréfinu: „Að liðnum 10 dögum frá dagsetningu þessarar innheimtuviðvörunar getur greið- andi átt von á því að krafan færist til Intrum á Íslandi ehf.“ Ekki ætlar Víkverji að bera blak af andvaraleysi sínu, hann hefði vita- skuld átt að greiða skuldina á rétt- um tíma, en eru þetta eigi að síður ekki heldur harkaleg viðbrögð? Lát- um innheimtugjaldið liggja milli hluta. Það var bara mátulegt á Vík- verja enda þótt það væri ansi hátt hlutfall af heildargreiðslunni þegar upp var staðið. En liggur fyrir- tækjum virkilega lífið á að senda taugaveiklunarleg bréf af þessu tagi? Væri ósanngjarnt að gefa skuldendum viku frá eindaga ef ske kynni að þeir hefðu gleymt sér? x x x Ríkissjónvarpið sýnir stundumáhugaverðar kvikmyndir á sunnudagskvöldum sem 99% lands- manna hafa ekki séð. Þannig hafði Víkverji gaman af myndinni um Margaret Thatcher, fv. forsætisráð- herra Bretlands sl. sunnudag. Hún fjallaði um langa og stranga baráttu hinnar ungu og metnaðarfullu Thatcher fyrir þingsæti og öðrum þræði um fyrstu kynni þeirra Edw- ards Heath sem Thatcher felldi síð- ar í formannskjöri í Íhaldsflokknum. Það var upplýsandi að kynnast hinni ungu Thatcher. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. b3 c5 5. Bg2 Rc6 6. cxd5 exd5 7. O-O Bg4 8. h3 Bxf3 9. Bxf3 Bd6 10. Rc3 Be5 11. Ba3 Da5 12. Bb2 O-O 13. Bg2 Hac8 14. Hc1 Da6 15. a4 Hfe8 16. Ba3 Bxc3 17. dxc3 Ra5 18. He1 c4 19. bxc4 Rxc4 20. Ha1 De6 21. Bc1 b6 22. Dd4 Ra5 23. Dd3 Re4 24. Bb2 Rc4 25. Bc1 Re5 26. Da6 h5 27. Be3 h4 28. g4 Hxc3 29. Bd4 Hc4 30. Bxe5 Dxe5 31. Dxa7 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Nalchik í Rússlandi. Pavel Eljanov (2693) frá Úkraínu hafði svart gegn Boris Gelfand (2733). 31… Rxf2! 32. Kxf2 hvítur hefði einnig tapað eftir 32. Dxb6 Rxh3+! 33. Bxh3 Dg3+ 34. Bg2 h3. 32… Dg3+ 33. Kf1 hvítur hefði orðið mát eftir 33. Kg1 Hxg4 34. hxg4 h3. 33… Hf4+ 34. Bf3 Dxh3+ 35. Kg1 Dg3+ 36. Kh1 Hxf3! og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Blæðandi sagnir og innrammaðar. Norður ♠KG6543 ♥7 ♦Á752 ♣43 Vestur Austur ♠9 ♠Á87 ♥KDG10932 ♥84 ♦109 ♦G83 ♣ÁG10 ♣97652 Suður ♠D102 ♥Á65 ♦KD64 ♣KD8 (8) Sagnbaráttan. Sagnir eru misjafnlega lýsandi. Við getum borið saman opnanir í 1♣ og 1G í Standard-kerfinu. Sú fyrri er opin í báða enda, bæði hvað varðar litarlengd og styrk, sú síðari er njörvuð niður á þröngu bili. Laufopnunin er blæðandi, grandopnunin innrömmuð. Aug- ljóslega er svarhönd í betri stöðu til að ráða við hindranir ef opnun makkers er vel römmuð inn. Skoðum aðstöðu norð- urs. Makker hans vekur á 1G og næsti stekkur í 4♥. Hvað á norður að gera? Einfalt, hann segir 4♠, nokkuð viss um stuðning. Þessi ákvörðun væri ekki jafn sjálfgefin ef suður hefði vakið á 1♣. Þá væri mun hættulegra að segja 4♠, enda gæti opnarinn verið með stuttan spaða og veikari spil. Þetta hugtakapar – blæðandi sagnir og innrammaðar – er gagnlegt í um- ræðunni um sagnbaráttuna. Nýirborgarar Reykjavík Díana Sara Guðmundsdóttir og Jón Hjörtur Mortensen eig- uðust son 17. apríl kl. 7.03. Hann vó 2.250 g og var 48 cm langur. Reykjavík Karl Logi fæddist 21. desember kl. 11.08. Hann vó 3.130 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Sigríður Karlsdóttir og Hlynur Höskuldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.