Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Á FLOKKSRÁÐSFUNDI Vinstri hreyf-
ingarinnar – græns framboðs sl. sunnudag
var borin upp og samþykkt ályktun sem í
fólust tilmæli til formanns flokksins um að
tryggja jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn.
„Þetta fer formaðurinn með frá okkur út af
fundinum, birtist okkur í sjónvarpi tveimur
tímum síðar og kynnir okkur karlaslagsíðu í
ríkisstjórn,“ segir Sóley Tómasdóttir, ritari
Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Hún segir þó ljóst að vinstri græn byggi á
feminískum gildum.
„Í stefnuyfirlýsingu flokksins er kveðið á
um að hann ætli að beita sér fyrir því að
kynjakerfið verði upprætt eins og það legg-
ur sig,“ segir Sóley og bætir við að í öllum
ályktunum VG sé það algjörlega skýrt að
vilji sé til þess að jafna áhrif kynjanna í
samfélaginu.
Í kosningaáherslum flokksins frá því í
vor segir m.a.: Tryggjum að jöfn þátttaka
beggja kynja verði grundvallarregla á öll-
um sviðum og tökum upp tímabundna
kynjakvóta. „Við höfðum skynjað það, ansi
mörg í flokknum, að talsverð hætta var á
karlaslagsíðu í ríkisstjórninni,“ segir Sóley.
„Það var alveg ljóst að ráðherrarnir myndu
skiptast fimm og fimm en þrátt fyrir ítrek-
uð varnaðarorð fólks sem sérstaklega vildi
gæta jafnræðis kynjanna virðist vera óyf-
irstíganlegt þrep að hafa fleiri konur en
karla,“ segir Sóley. Þrír karlar eru í ráð-
herraliði vinstri grænna og tvær konur. Hið
sama á við um Samfylkingu.
Sóley segir, til marks um það hve mikil
áhersla sé lögð á kynjajafnrétti innan VG,
að tvö meginþemu hafi verið á flokksráðs-
fundinum á sunnudag, annars vegar Evr-
ópumálin og hins vegar jafnréttismál. „Ég
hugsa að það hafi verið brýnt álíka oft fyrir
forystunni að tryggja jöfn kynjahlutföll í
þessari ríkisstjórn eins og með og á móti
ESB og allar hliðar á því máli,“ segir Sóley.
Tilmæli til forystunnar
um jöfn kynjahlutföll
Árni Páll
Árnason
Kristján L.
Möller
Össur Skarp-
héðinsson
Jón
Bjarnason
Steingrímur J.
Sigfússon
Ögmundur
Jónasson
Jóhanna
Sigurðardóttir
Katrín
Júlíusdóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Svandís
Svavarsdóttir
Gylfi
Magnússon
Ragna
Árnadóttir
Samfylkingin Vinstri grænir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
STOFNAR algengra bjargfugla við
Ísland minnkuðu um 20-40% á ný-
liðnum tveimur áratugum. Fimm
algengustu bjargfuglategundirnar,
aðrar en lundi, voru taldar í fugla-
björgum á árunum 2005-2008.
Talningin var endurtekning á taln-
ingu frá 1983-1986.
Þegar niðurstöðurnar voru
bornar saman var ljóst að fugla-
stofnarnir höfðu minnkað og sumir
mikið. Þannig var stuttnefjustofn-
inn ekki nema 56% og fýlastofninn
69% af fyrri stærð stofnanna.
Langvíustofn var 70% af fyrri
stærð. Einnig höfðu orðið breyt-
ingar á rytu og álku.
Til að gefa hugmynd um fækk-
unina hafði fýlum fækkað úr um
1,3 milljónum para í um 900 þús-
und. Langvíupörum úr 990 þúsund
í 660 þúsund pör og stuttnefju-
pörin voru 330 þúsund en voru 580
þúsund 20 árum fyrr. Fækkun í
einstökum fuglastofnum var ólík
eftir landshlutum.
Þannig stóð fýlastofninn í stað
um mitt Norðurland en minnkaði
annars staðar. Rytu fækkaði mest
á Norðausturlandi en stofnstærðin
hélst óbreytt á Hornströndum og
fjölgaði rytu á nokkrum talning-
arstöðum. Langvíu fækkaði um
sunnan- og vestanvert landið en
lítil breyting varð annars staðar.
Stuttnefjan var óbreytt í Látra-
bjargi en henni fækkaði alls staðar
annars staðar. Hrun varð í álku-
stofninum í Hornbjargi en álkum
hafði fjölgað í Grímsey.
Súlu og dílaskarfi fjölgaði
Dr. Arnþór Garðarsson prófess-
or stjórnaði þessum talningum sem
hópur vísindamanna kom að. Hann
kynnti fyrstu niðurstöður eftir síð-
ari talninguna á veggspjaldi sem
sýnt var á vísindaþingi í Belgíu í
mars. Arnþór sagði að á meðan
fyrrtöldum tegundum fækkaði
hefði súlu og dílaskarfi fjölgað. Ís-
lensku sjófuglastofnarnir eru stór
hluti af stofnum þessara tegunda
við Norður-Atlantshaf og afdrif
þeirra hér við land skipta því
miklu.
Mælst hefur 20-40% fækkun í stofni algengra bjargfugla
Mikil fækkun bjarg-
fugla síðustu 20 árin
Morgunblaðið/RAX
Bjargfuglar Bjargfugli við Ísland hefur farið mjög fækkandi.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað íslenska ríkið af kröf-
um Friðriks Más Jónssonar, er
starfaði sem flugumferðarstjóri á
flugvellinum í Kabúl í Afganistan.
Friðrik krafðist þess að viðurkennd
yrði bótaskylda vegna afleiðingar
árásar sem gerð var í Kjúklinga-
stræti í Kabúl árið 2004. Friðrik var
ekki meðal þeirra þriggja Íslendinga
sem slösuðust mest í árásinni en
heyrn hans skaddaðist auk þess sem
síðbúin áhrif á heilsu hans komu
fram, í formi áfallastreituröskunar.
Hann hefur verið óvinnufær síðan
árásin var gerð.
Friðrik byggði kröfu sína m.a. á
því að hann hefði ekki fengið neina
herþjálfun fyrir dvölina í Kabúl. Þá
hefði hann enga fræðslu fengið um
aðstæður í Afganistan, hvers væri að
vænta og hvað bæri að varast. Þá
byggði hann á húsbóndaábyrgð en
ferðin í Kjúklingastræti var að und-
irlagi yfirmanns hans, sem ætlaði að
kaupa teppi til minja um dvölina.
Í niðurstöðu dómsins segir að þó
taka megi undir með Friðriki að
þjálfun hans hafi verið af skornum
skammti verði ekki fallist á að hún
hafi verið ónóg. Þá hafi hann átt kost
á því að auka færni sína í meðferð
skotvopna þegar til Afganistan var
komið en ekki gert það. Þá var talið
að Friðrik hefði sjálfur farið í ferðina
til að kaupa teppi til eigin nota og
bæri hann því sjálfur ábyrgð á þeirri
ákvörðun að fara.
Fór sjálfur til
að kaupa teppi
Vettvangur Árásin var gerð við
teppaverslun á Kjúklingastræti.
Fv. flugumferð-
arstjóri fær ekki
bætur frá ríkinu
Í HNOTSKURN
»Yfirmaður öryggismála áflugvellinum gerði úttekt á
Kjúklingastræti. Honum leist
ekki vel á götuna og lagði
áherslu á að ferðin yrði stutt.
»Hún átti að vera 10-15mínútur en stóð í yfir
klukkutíma.
»Þremur handsprengjumvar hent að íslensku frið-
argæsluliðunum.
ORKUVEITA Reykjavíkur greiðir
eigendum sínum 800 milljónir króna
í arð á þessu ári vegna rekstrar fyrra
árs. Það er um helmingur þeirrar
upphæðar sem greidd hefur verið í
arð á hverju ári undanfarið. Tap OR í
fyrra nam rúmum 73 milljörðum
króna, mestmegnis gengistap.
Reykjavíkurborg er langstærsti
eigandi OR. Borgin á u.þ.b. 93,5% í
fyrirtækinu, Akranesbær 5,5% og
Borgarbyggð rétt tæpt prósent.
Laun starfsmanna OR verða
lækkuð um alls 400 milljónir króna á
árinu vegna efnahagsástandsins.
Voru þær launabreytingar ákveðnar
í framhaldi þess, að eigendur fyrir-
tækisins ákváðu að lækka arð-
greiðslurnar, og í samræmi við þá
ákvörðun, að sögn Guðlaugs Gylfa
Sverrissonar, formanns stjórnar
OR. Hann segir að undanfarið hafi
u.þ.b. 1600 milljónir verið greiddar í
arð árlega og spurður sagði hann að
komið hefði til tals að sleppa arð-
greiðslu að þessu sinni. 800 milljónir
séu þó ekki nema örfá prósent af
rekstri fyrirtækisins. skapti@mbl.is
OR greiðir 800
milljónir kr. í arð