Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 11
„Þetta er ömurleg fíkn. Ég
skammast mín fyrir að vera
spilafíkill,“ segir fjölskyldufað-
irinn sem hefur verið spilafíkill
frá unglingsaldri. Hann hefur
leitað til ráðgjafa hjá SÁÁ og í
þrígang farið á námskeið hjá
samtökunum. Hann sækir einnig
fundi þó að hann ráði ekki við
fíknina. „Spilafíknin hefur verið
viðloðandi í langan tíma. Nú er
ég orðinn þreyttur.“ Hann vill
hætta en feluleikur spilafíkilsins
sé svo mikill.
„Og mér tekst að fela hlutina.
Maður setur upp grímu. Þegar
menn drekka finnst lykt en
spilafíknin er svo mikið í hausn-
um á manni. Maður er kannski
búinn að eyða X krónum en fel-
ur vandann – er bæði hress og
kátur.“ Gríman falli þegar hann
sé einn. „Þá er auðvitað haus-
inn á flugi.“ Honum líði mjög
illa.
„Fjölskyldan sér mann oft án
grímunnar. Maður er búinn að
halda grímunni allan daginn
kemur heim og sleppir henni,“
segir hann. Þá sjáist vanlíðanin
og þunglyndið.
„Ég er mjög virkur núna og
fíknin togar mig að kössunum.
Um leið og ég er með einhvern
pening þá er það fyrsta sem
mér dettur í hug að fara að
spila. Og í rauninni er það oft
þannig að þegar peningurinn er
búinn er ég bara mjög feginn.
Þá veit ég að ég get ekki spilað
meira.“
Oft finni hann sér afsökun til
að fara úr vinnu eða að heiman
til að spila. „Ég lýg. Það eru fáir
jafnmiklir lygarar og spilafíklar.
Ég lýg að sjálfum mér, segist
aðeins ætla að kíkja út en veit
innst inni hvað ég er að fara að
gera. Um leið og ég sest inn í
bílinn keyri ég að næsta spila-
kassa. Ég er orðinn þannig að
ég lýg um hluti sem ég þarf
ekkert að ljúga um. Lygin er
orðin svo rík í manni.“
Spurður hvort spilamennskan
stoppi við peningaleysið, hvort
hann taki ekki yfirdrátt og haldi
áfram, svarar hann: „Maður eins
og ég fær enga fyrirgreiðslu í
banka. Ég er búinn að brenna
allar brýr. Annars væri ég
örugglega í ennþá verri málum.
En eins og staðan er í dag dett
ég í þá gryfju að fá lánað hjá
vinum og ættingjum og á svo
oft í erfiðleikum með að borga.
Það stressar mann upp.“ Hann
reyni að borga – yfirleitt.
„En foreldrar mínir eru búnir
að þurfa að blæða mikið fyrir
fíkn mína. Ég er nánast ekki bú-
inn að borga þeim neitt af því
sem ég hef fengið hjá þeim og
það eru stórar fjárhæðir.“
Spurður nánar um það segir
hann að upphæðin hlaupi á
milljónum: „Jafnvel í formi yf-
irdrátta og vísaskulda sem þau
voru ábyrgðarmenn á á sínum
tíma.“ Það sé með þennan sjúk-
dóm sem margan annan þegar
komi að fíkn; menn fari illa með
alla í kringum sig. Spurður
hvort rétt sé að hann hafi mest
tapað um 700 þúsund krónum á
mánuði, vill hann lítið um það
segja. „Fjárupphæðin skiptir
ekki máli. Það sem er hátt í
huga eins er lágt í huga ann-
ars.“
Þreyttur á spilafíkninni og lyginni
11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
EKKI mælist enn hvort spilafíkn
hefur aukist nú í efnahagsþrenging-
unum. „Enda gerist það ekki svona
daginn eftir,“ segir Ásgrímur Grét-
ar Jörundsson,
meðferðarfulltrúi
hjá SÁÁ. Hann
hefur sérhæft sig
í spilafíkn og seg-
ir úrræðin þau að
boðið sé upp á
viðtöl fyrir spila-
fíkla og aðstand-
endur. Þá hittist
stuðningshópur
einu sinni í viku
með ráðgjafa og
spilafíklameðferð sé haldin með
reglulegu millibili. Ein þeirra var nú
um helgina, sú þriðja í ár. Síðan geti
spilafíklar nýtt sér meðferðina á
Vogi fáist þeir til þess.
„Þeir eru frekar tregir til þess,“
segir Ásgrímur. „En þó fara þeir
sem komnir eru í verulega klípu.“
Ásgrímur segir helming þeirra
spilafíkla sem leiti til samtakanna
með annan vímuefnavanda sam-
hliða. Vandi þeirra sé fjölþættur.
Skömm að spilafíkninni
Spurður hvort skömm spilafíkl-
anna sé meiri en alkóhólista þar sem
þeir séu allsgáðir við spilamennsk-
una svarar Ásgrímur því til að spila-
fíklar séu ekki allsgáðir.
„Þetta er fíkn. Í fíkninni snýst
sjúkdómurinn um að komast í
ákveðið ástand, hvort sem það fæst
með hassreykingum, áfeng-
isdrykkju eða spilamennsku. Sumir
einstaklingar ná því að losa um mik-
ið magn af boðefnum í gegnum
skynfærin; augun og eyrun. Það er í
sambandi við eftirvæntinguna og
spennuna við spilamennskuna.“
Áreitið í kringum spilafíklanna sé
því engu minna en hjá alkóhólistum.
„Það er því ákveðið samasemmerki
milli áfengisins fyrir alkóhólistann
og peningana fyrir spilafíkilinn.“
Það taki tíma fyrir menn að átta sig
á þessu. „Skömmin er mikil. Menn
geta talað opinberlega um að þeir
séu alkóhólistar og hafi misst tökin á
því að drekka en ekki að þeir hafi
verið spilafíklar. Það þykir verra.“
Ásgrímur segir spilafíkla oft ekki
tilbúna að takast á við vandann þeg-
ar þeir komi í meðferð. „Þeir eru
enn að eltast við tapið sitt og trúa
því að þeir geti lagað hlutina. Þeir
líta á spilafíknina sem fjárhags-
vanda frekar en að hún sé heilasjúk-
dómur. Þeir sjá lausnina í því að
spila og trúa því að eftir því sem þeir
spili meira séu meiri líkur á því að
þeir vinni stóra vinninginn.“
gag@mbl.is
Spilafíkn er
sjúkdómur
Trúa að spilafíknin
sé fjárhagsvandi
Ásgrímur Grétar
Jörundsson
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
„ÉG hef fengið nóg af lyginni. Ég
nenni ekki að ljúga lengur,“ segir
kona á fertugsaldri. Hún er gift spila-
fíkli. Þau eiga þrjú börn og búa á höf-
uðborgarsvæðinu. Hún stendur ein
undir fjölskyldunni fjárhagslega.
„Lygin grefur undan spilafíklinum
og sjálfsvirðing hans fer.“ Sjálf hefur
hún fundið fyrir því að sjálfsvirðingin
hefur ekki alltaf verið upp á marga
fiska. Komið hafa dagar þar sem hún
kemst ekki til vinnu af áhyggjum og
grætur. „Tilfinningin er ógeðsleg.
Maður verður mjög meðvirkur. Börn-
in verða meðvirk. Fjölskyldan verður
sjúk.“ Allt sé dýrt í huga fíkilsins, allt
annað en það sem fari í kassana.
„Honum finnst dýrt að senda börnin
á námskeið. Honum finnst dýrt að
fara út að borða. Verðmætaskynið er
svo brenglað.“ Hún hlustar lítið á
hann og reynir að láta ástandið ekki
bitna á börnunum og tómstundum
þeirra.
Maður hennar spilar á kassana.
„Við erum ekki að tala um tíu-tuttugu
þúsund kalla. Maðurinn minn er með
góðar tekjur. Það skiptir þó engu
máli hvort hann er með 100 eða 700
þúsund krónur í ráðstöfunartekjur.
Þær fara í kassana,“ segir hún. 700
þúsund er einmitt hæsta upphæðin
sem farið hefur í kassana á einum
mánuði, svo hún viti til.
„Hann hefur tekið yfirdrátt og lán
sem ég frétti ekki af fyrr en löngu
seinna – þegar allt er komið í klessu.
Oft höfum við gert plön t.d. um ferða-
lög en þegar á hólminn er komið eru
ekki til peningar fyrir því sem við
stefndum að,“ segir hún.
Hún gerði sér ekki grein fyrir því
að hann væri að spila fyrr en þau hófu
sambúð. „Þá var oft lítið um það að
hann gæti tekið þátt í leigu og mat-
arinnkaupum. Svo kemur í ljós að
hann spilar; er spilafíkill. Ég hélt
fyrst að þetta væri einhver fíflaskap-
ur og bað hann bara að hætta að spila
enda fyrsta barnið á leiðinni. En
spilafíknin ágerðist heldur ef eitthvað
var.“
Þar sem hún stendur ein að rekstri
heimilisins fór ekki vel þegar veikindi
komu upp innan fjölskyldunnar fyrir
áratug. Hún þurfti um tíma að hætta
að vinna. Þau lentu á svörtum listum
lánastofnana og urðu að selja heimili
sitt og fara í leiguíbúð. Kortaskuld-
irnar voru miklar. „Við fórum á botn-
inn fjárhagslega.“ Hún hefur alltaf
unnið mikið og þau náðu sér upp úr
skuldasúpunni. „Alltaf þegar ég ætla
að treysta á tekjur frá honum eru
engir peningar til hans megin.“
Hún veit til þess að hann hafi unnið
eina milljón króna. Hann spilaði
helminginn frá sér en kom með hinn
heim. „Það er eina skiptið sem ég
man eftir að peningarnir skiluðu sér
heim.“ En sú upphæð er aðeins
brotabrot af því sem kassarnir hafa
gleypt.
Fjölskyldan hefur orðið pen-
ingalaus fyrir mánaðamót og ekki átt
fyrir mat. „Ég á sem betur fer mjög
góða að.“ Varasjóður fjölskyldunnar
er enginn. „Ekkert má bregða út af.“
Togstreitan í áralöngu sambandinu
er mikil. „Fyrir hver mánaðamót er
ég með hnút í maganum af áhyggj-
um: Verður til fyrir skuldunum?“
Áhyggjurnar magnist nú við hrunið í
efnahagslífinu. „Þetta er lamandi til-
finning. Ég spurði unglinginn okkar
hvernig honum liði. Hann sagði: Mjög
mikil spenna hér á heimilinu, skrýtið
andrúmsloft og óþægilegt. Nú er
spurt: Ætlar hann að vinna úr sínu?
Ég get ekki boðið börnunum upp á
þetta lengur.“
Morgunblaðið/Kristinn
Ljósadýrðin lokkar Spilakassarnir lokka til sín fíkla þar sem þeir veita umbun ört. 3.000 milljónir fara um kassana árlega en þeir eru um 1.000 á landinu.
Fíkn sýkir fjölskylduna
Kona spilafíkils stendur ein að rekstri heimilisins Þau hafa ekkert lánstraust
og hafa verið matarlaus Hann er orðinn þreyttur á að lifa í lygi og vill hætta
Á BILINU 2.500 til 4.400 fullorð-
inna Íslendinga eiga við spilavanda
að etja. Þetta er niðurstaða rann-
sóknar doktors Daníels Þórs Ólason-
ar, lektors í Háskóla Íslands, frá
2007. Daníel segir þá sem eiga í
vanda og spila hvað mest helst velja
spilakassana. Það sé gegnumgang-
andi í rannsóknum hér heima og er-
lendis.
„Margt í spilakössum er öðruvísi
en að spila í lottói. Hraði leiksins er
mikill. Niðurstaðan fæst eftir 2-3
sekúndur og mikið er um endur-
gjöf,“ segir Daníel. Spilari fái fjölda
smávinninga sem styrki hegðun
hans. „Rannsóknir benda til þess að
leikir sem eru hraðir og þar sem
fólk upplifir að það hafi stjórn, hvort
sem hún er raunveruleg eða ímynd-
uð, eru mest ánetjandi. Það einkenn-
ir kassana og það einkennir að hluta
til pókerspilamennsku, sérstaklega
ef menn spila hana á netinu.“
Daníel hefur rannsakað pen-
ingaspilamennsku frá árinu 2003 og
borið saman við erlendar niður-
stöður. „Tilhneigingin er að spilafíkn
hér á landi sé á bilinu 0,3 til 0,5%.
Svo eru þá um 1,1 til 1,3% sem eiga
í vanda vegna peningaspila.“ Það
séu sambærilegar tölur við það sem
gerist á Norðurlöndunum og Evrópu
en í lægri kantinum miðað við Norð-
ur-Ameríku og Nýja-Sjáland.
Daníel segir tölurnar hærri meðal
unglinga en fullorðinna. Hegðun
unglinga geti þó breyst hratt þó þeir
séu heldur í áhættuhóp spili þeir
mikið. „Lítill minnihluti lendir þó í
vanda vegna peningaspila og spurn-
ingin hvað veldur því að fólk lendir í
vanda.“ gag@mbl.is
Spilafíklar sækja í spilakassana
Hraði leiksins mikill og umbun í formi
smávinninga Þúsundir í vanda
Spilafíkn
1.600 milljónir króna renna um 550
kassa Íslandsspila á ári. Ríflega
65% veltunnar rennur jafnt til
Rauða krossins, SÁÁ og Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. Tvö
fyrirtæki standa um kassana í land-
inu. Happdrætti Háskólans rekur
Gullnámuna sem á 470 kassa og
rennur svipuð fjárhæð um þá, stað-
festir Brynjólfur Sigurðsson, for-
stjóri HHÍ.
Báðir rekstraraðilarnir eru með-
vitaðir um vanda spilafíkla en pen-
ingaspil sé sú leið sem þeim sé
mörkuð af ríkinu til að fjármagna
sig. Þeir vinni sameiginlega að því
að efla forvarnir og ætli m.a. að
endurbæta síðuna spilafíkn.is. Ís-
landsspil hafa einnig nýlega ráðið
forvarnarfulltrúa.
Brynjólfur bendir á að Happ-
drættið hafi í fyrstu kostað stöðu
Daníels Þórs Ólasonar við Háskól-
ann og rannsóknir hans á spilafíkn
en segir stærsta verkefnið núna að
auka úrræðin fyrir spilafíkla. „Við
munum leggja til við dómsmála-
ráðuneytið að taka upp meðferð-
arúrræði kanadísks læknis, Robert
Ladouceur,“ segir Brynjólfur. „Með
aðferðum sínum hefur honum tek-
ist að lækna um 90% spilafíkla með
16 viðtölum.“ Framtíðarsýn Brynj-
ólfs sé að komið verði upp hjálp-
arlínu þannig að fólk geti rætt við
fagmann og fengið viðtöl sem fari
fram á heilsugæslustöðvum eftir
þeim meginlínum sem Ladouceur
hefur lagt. „Hugmyndin er á byrj-
unarreit.“
Meðvitaðir um vandann