Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HAGRÆÐI er af sameiningu Flug- stoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. og sömuleiðis af sameiningu Vegagerðar og Umferðarstofu. Þetta er niðurstaða tveggja starfs- hópa sem samgönguráðherra skip- aði til að skoða sameiningu stofn- ana. Jóhannes Tómasson, upplýsinga- fulltrúi í samgönguráðuneytinu, sagði að starfshóparnir, sem skip- aðir voru í janúar sl., hefðu fengið það verkefni að kanna annars vegar hugsanlega sameiningu samgöngu- stofnana og hins vegar opinberra hlutafélaga sem heyra undir sam- gönguráðuneytið. Annar hópurinn hefði unnið að því að útfæra hugmynd að nýrri skipan Vegagerðar, Siglingastofn- unar Íslands og Umferðarstofu. Niðurstaða hópsins hefði verið sú að takmarkað hagræði væri að því að sameina þessar þrjár stofnanir, en að talsvert hagræði fælist í sam- eina Vegagerð og Umferðarstofu. Hópurinn skoðaði einnig víðtækari sameiningu. Jóhannes sagði um mögulega sameiningu Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. að starfs- hópurinn hefði komist að þeirri nið- urstöðu að ákveðið hagræði væri að sameiningu þessara félaga þar sem starfsemi þeirra væri á sama sviði. Ef stofnað yrði sameinað fyrir- tæki myndi það annast rekstur al- þjóðflugvalla landsmanna, þ.e. Keflavíkurflugvallar, Reykjavíkur- flugvallar, Akureyrarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar en öðrum, til dæmis sveitarfélögum, yrði falinn rekstur innanlandsflugvalla. Jóhannes sagði að í framhaldi af áfangaskýrslum starfshópanna yrði unnið að því að móta næstu skref og mætti reikna með að fyrir árslok lægju fyrir tillögur um framtíðar- skipan samgöngustofnana. Morgunblaðið/Golli Vegagerð Til skoðunar er að sam- eina Vegagerð og Umferðarstofu. Hagræðing af sameiningu ríkisstofnana HJÁ Fasteigna- skrá Íslands (FMR) er nú unn- ið að nýju fast- eignamati í sam- ræmi við laga- breytingu sem tók gildi um ára- mótin. Niður- staðan á að liggja fyrir í lok þessa mánaðar og nýja matið tekur gildi 31. desember. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, aðstoðarforstjóra Fasteignakrár, kemur endurmatið í stað árlegs framreiknings fasteignamats. Unnið væri eftir nýrri aðferðafræði sem ætti að endurspegla betur stað- greiðsluverð fyrir fasteignir. Spurð hvernig tekið verði tillit til þróunar á fasteignamarkaði frá maí- lokum og fram til áramóta, sagði Margrét að stofnunin hefði ekki svigrúm til þess. Fasteignamatið ætti einungis að endurspegla stöð- una eins og hún yrði í lok maí. „Vissulega hefði verið hentugra að gera þetta í fyrsta skipti við eðlilegri aðstæður,“ sagði hún. Fyrri aðferð við fasteignamat þótti ekki duga til að endurspegla breytingar á fasteignamarkað sem skyldi. Hækkanir fasteigna á und- anförnum árum hafa t.a.m. verið meiri í sumum hverfum borgarinnar en öðrum og á fasteignamatið að endurspegla betur þá þróun. Fasteignamatið er kynnt í lok maí en tekur ekki gildi fyrr en sjö mán- uðum síðar. Ástæðurnar eru þær að sveitarfélögin vilja fá fasteignamatið fyrr til að hægt sé að nota það við gerð fjárhagsáætlana og til að tryggja að fasteignaeigendur geti komið að athugasemdum og fá úr þeim leyst áður en fasteignamatið tekur gildi . runarp@mbl.is Matið sýni verðþróun betur GLATT var á hjalla á hjúkrunarheimilinu Skjóli á sunnudaginn, enda ærið tilefni til kaffisamsætis því Hansína Guðjónsdóttir, íbúi á Skjóli, fagnaði þar 100 ára afmæli sínu ásamt stórfjölskyldunni. Hansína er fædd 10. maí 1909 að Borg í Skriðdal í Suður-Múlasýslu en fluttist ung til Reykjavíkur. Hún ber aldurinn vel og var hrókur alls fagnaðar í fagurbláum jakka í veislunni sem haldin var í tilefni af þessum merku tímamótum. Morgunblaðið/hag 100 ára afmælisbarn á Skjóli Aldarafmæli fagnað með kökum og kaffi Morgunblaðið/hag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.