Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Við fyrstu sýn er þettaósköp venjulegt herbergi íósköp venjulegu húsi.Þegar grannt er skoðað kemur hins vegar annað í ljós því herbergið er fullt af gersemum, sumum gömlum en öðrum nýrri. Allar eru gersemarnar þó af sama toga því þetta eru kvikmyndapró- grömm í þúsundavís, jafnvel tug- þúsundavís ef allt er talið. Trausti Friðfinnsson fór að safna prógrömmum sem strákur á Húsa- vík upp úr 1960, þá voru prógrömm- in seld við innganginn. Sjálfur segir hann að allir hafi þurft að lesa pró- grömmin áður en myndin hófst af því það skildi jú enginn ensku og allar kvikmyndir voru ótextaðar allt til ársins 1990. Fram til þess árs keypti hann alltaf prógramm þegar hann fór í bíó en eftir það hefur hann haldið áfram að safna þeim eftir öðrum leiðum. Og er enn að. Og, jú, hann tekur undir að þetta sé ástríða. Auðvitað. Röð og regla í heiðri höfð Prógrömmunum sem eiga við þær myndir sem hann sjálfur hefur séð heldur hann alveg sér, þau eru í sérstökum kassa uppi á skáp. „Ég hef ekki hugmynd um það, hef ekki talið þau,“ segir hann hugsi og gjó- ar augunum að kassanum þegar hann er spurður hvað þau séu mörg. Að öðru leyti heldur Trausti mjög skipulagða skrá yfir öll prógrömmin sín. Hann hefur skannað forsíður þeirra inn í tölvu og heldur þannig utan um þau auk þess sem sjálfum prógrömmunum er raðað í skúffu eftir stafrófsröð. Titlarnir eru um 12.000 en aukaprógrömmin eru um 15.000 að tölu og þau geymir Trausti ofan í kjallara. 27.000 í allt! Hann heldur að hann eigi pró- gramm frá hverju einasta kvik- myndahúsi á Íslandi. Fjölgað um 12 þúsund „Eftir að ég flutti suður hef ég keypt helling, á fornbókasölum og svona,“ segir hann og hlær aðeins. Sum prógrömmin hefur hann fengið gefins þó að önnur hafi hann keypt. Árið 1996 var tekið viðtal við Trausta sem birtist í daglegu lífi í Morgunblaðinu og eftir það hafði hann nóg að gera: „Ég hafði ekki við að hlaupa út um allan bæ að ná í það sem fólk vildi gefa mér,“ segir hann og hlær við upprifjunina. Þeg- ar það viðtal var birt átti hann á milli 9.100 og 9.200 titla en í heild um 15 þúsund. Það hefur því heldur betur bæst í sarpinn. „Svo hefur séra Björn [H. Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur á Húsavík] látið mig hafa helling,“ segir hann. „Hann var náttúrlega blaðasafnari og þetta fylgdi oft blöðum, ég fékk alveg do- bíu hjá honum.“ Það styttist í að elstu prógrömm- in hans Trausta verði aldargömul því fyrsta kvikmyndin sem hann á prógramm við var sýnd árið 1910. Trausti heldur þó að það sé ekki endilega frá því ári. „Sjáðu, þetta er við myndina Skytturnar þrjár, það gæti verið 1911,“ segir hann og hef- ur svo hendur á öðru, „… þetta er aðeins yngra, trúlega frá 1915“. Þó að sumum geti virst það fjar- lægur möguleiki að hægt sé að selja svona prógrömm hefur Trausti þó aðeins þreifað sig áfram með það á netinu, nánar til tekið á ebay- uppboðsvefnum. Hann er tregur til að segja hvað hann hefur selt mikið en tekur fram að mikil vinna felist í að standa í því. „Það þarf að ljós- mynda þetta allt, setja það svo í tölvuna, og það kostar sitt að setja þetta inn á vefinn. Svo þegar búið er að kaupa þetta þarf maður að senda inn þakkarbréf og þakka þeim sem keypti. Svo þarf að fara með þetta í pósthúsið,“ segir hann og ítrekar að þetta sé talsverð Morgunblaðið/Golli Safnarinn Trausti á prógrömm frá öllum bíóhúsum landsins. Þau eru gömul og á einu stendur 5 aurar, öðru 10 aurar. Herbergi fullt af gersemum Allur Elvis og miklu meira Trausti hefur löngum verið á sjó þó að á síðustu árum hafi hann unnið hjá Jarðborunum, um tíma á Azor-eyjum. Fram undan er einn túr á Sigurði VE og Trausti upplýsir að hann hafi verið með Bóba [Kristbirni Árnasyni, skipstjóra á Sigurði] til sjós í 40 ár áður en hann hætti. Nú vantar einn mann í túr á Sigurði og Trausti ætlar þess vegna að skella sér. Eftir það fer hann í ævintýraferð mikla í til- efni þess að hann verður sex- tugur í ár. Sú ferð á sér þó nokkra forsögu og enn kemur safnarinn til sögunnar og Elvis nokkur Presley. „Ég á allt sem hefur komið út með honum í Ameríku,“ segir hann og strýkur hendinni eftir plötunum sínum með Elvis, hann á þær einar 300 tals- ins. Hann vantar þó inn í fimm eða sex af 45 snúninga plötunum. Hann spilar þær þó ekki: „Ég á engan plötuspilara,“ segir hann og bendir á geisla- diskana sem notaðir eru til hlustunar. Þar sem Elvis er í þessu mikla uppáhaldi hjá Trausta er auðvitað borðleggj- andi að heimsækja Graceland. Það ætlar hann að gera í sumar þegar hann fer til Bahama-eyja með tveggja daga viðkomu í Memp- his. Þetta er þó ekki allt því hann á ein- hver ósköp af spil- um, hin elstu allt upp í 70 ára gömul. Auk þess á hann milli þrjú og fjögur þúsund dönsk kvikmyndaprógrömm, „sum al- veg arfagömul“, eins og Trausti segir sjálfur, jafnvel frá árinu 1915. Þrjú þúsund penna geymir hann líka í herberginu góða „… og danslagatexta. Ég held ég eigi alla danslagatexta sem hafa komið út á Íslandi,“ segir hann.  Trausti Friðfinnsson hefur frá því hann var strákur á Húsavík, um 1960, safnað íslenskum kvik- myndaprógrömmum  Á allt sem komið hefur út með Elvis í Bandaríkjunum, þúsundir penna og spila Gömul Saga Borgarættarinnar var kvik- mynduð í Danmörku fyrir margt löngu. vinna. Hann hefur þó selt fólki ís- lensk kvikmyndaprógrömm út um allan heim og heldur auðvitað til haga nöfnum kaupendanna og heimilisfangi, hvað annað? En hver kaupir íslensk kvik- myndaprógrömm á ebay? „Það veit ég ekkert,“ segir hann, „þú verður að spyrja þá að því,“ segir safnarinn en fer svo í skúffuna og sýnir mið- ana með nöfnum kaupendanna. „Það þarf að ljósmynda þetta allt, setja það svo í tölvuna, og það kostar sitt að setja þetta inn á vefinn. Svo þegar búið er að kaupa þetta þarf maður að senda inn þakkarbréf og þakka þeim sem keypti. Svo þarf að fara með þetta í pósthúsið.“ Kóngurinn Trausti á öll prógrömmin sem fylgt hafa myndum Presley. SVÍÞJÓÐ var meðal fyrstu landa að merkja matvæli með það að mark- miði að neytendur gætu greint á milli „hollra“ og „óhollra“, þ.e.a.s. „æskilegra“ og „minna æskilegra“ matvara. Árið 1989 kynnti sænska matvælastofnun- in nýtt merki, hið svokallaða Skráargat. Skráargatið er tákn sem sett er á umbúðir matvæla og merkir að viðkomandi vara uppfylli ákveðin skil- yrði m.t.t. eins eða fleiri atriða, t.d. hvað varðar magn fitu, sykurs, salts og/eða trefja í vörunni. Vörurnar sem mega bera Skráargatið inni- halda minna af sykri, salti og fitu eða meira af trefjum en aðrar vörur í sömu mat- vælaflokkum. Alls hafa verið skil- greindir 26 matvælaflokkar og hafa ákveðnar kröfur og skilyrði sem byggjast á viðurkenndum atriðum er varða samspil nær- ingar og heilsu verið skilgreind fyrir hvern matvælaflokk. Vörur sem almennt teljast „óhollar“ mega ekki bera táknið. Skýringin er sú að t.d. sælgæti eða snakkvörur innihalda yfirleitt mikinn sykur og/eða fitu og gefa mikið af „tómum“ hitaeiningum. Þær vörur eru ekki æskilegar fyrir hollt mataræði og stuðla ekki að heilsu- samlegu líferni. Dæmi:  Brauð má ekki innihalda meira en 7 g af fitu og ekki meira en 0,5 g af natríum (salti) í hverjum 100 g vörunnar. Hins vegar þarf brauðið að innihalda að minnsta kosti 5 g af trefjum á hver 100 g.  Morgunkorn má aftur á móti ekki innihalda meira en 7 g af fitu og 13 g af sykri en trefja- innihald skal vera a.m.k. 6 g á hver 100 g vörunnar. Vörur með Skráargatinu, s.s. hrökkbrauð, kjúklingabringur og ýmsar brauðvörur, má finna hér á landi. Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa ákveðið að taka upp Skráargatið sem eins konar sam- eiginlegt norrænt hollustumerki. Löndin hafa sent Evrópusambandinu tilkynningu um regl- urnar fyrir notkun þess og eru þær nú til um- sagnar hjá ESB. Í framhaldi af því verða sett- ar upp reglur í hverju landi fyrir sig sem heimila notkun Skrárgatsins við merkingu matvæla. Hér á landi er verið að athuga hvort æski- legt sé að fylgja þessu fordæmi og taka upp þessa ákveðnu hollustumerkingu. Ef svo verð- ur geta matvælafyrirtækin sjálf ákveðið hvort þau kjósa að nota merkið á umbúðum eða ekki, að því gefnu að vörurnar uppfylli reglur um notkun merkisins. Örugg matvæli – allra hagur! Skráargatið – hollustumerki frá Svíþjóð Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.