Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 EX PO ·w w w .exp o.is 5154001 í viðhaldssíma BYKO Hringdu Opið virka daga frá 10-18 vidhald@byko.is Viðhaldssíminn er nýjung þar sem sérfræðingar BYKO veita þér ráðleggingar um viðhald húsnæðis, hvort sem það er innanhúss, utanhúss eða á lóðinni. Þú einfaldlega hringir í síma 515 4001 og berð upp þínar vangaveltur. Reynsluboltar viðhaldssímans ráðleggja þér eftir fremsta megni eða bjóða þér á fund þegar um stærri mál er að ræða. Fáðu ráðleggingar í viðhaldssíma BYKO Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRÉTTIR um misnotkun breskra þingmanna á rétti til endurgreiðslna hafa vakið mikinn kurr meðal al- mennings, grafið undan trausti á breska þinginu og kynt undir ásök- unum um siðspillingu. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bresku þjóð- ina afsökunar fyrir hönd allra stjórnmálaflokkanna á vafasömum endurgreiðslum og sagt að þingið þurfi þegar í stað að gera ráðstafanir til að endurheimta traust almenn- ings. Talið er að hneykslismálin í tengslum við endurgreiðslurnar hafi ásamt efnahagskreppunni stuðlað að miklu fylgistapi Verkamannaflokks- ins sem mælist nú aðeins með 23% stuðning, sem er minnsta fylgi flokksins frá því að skoðanakannanir hófust. Hneykslismálin einskorðast þó ekki við stjórnarflokkinn því þingmenn í öllum flokkum hafa verið sakaðir um að hafa misnotað réttinn til endurgreiðslna vegna kostnaðar sem fellur til þegar þingmenn þurfa að reka tvö heimili til að sitja á þingi. Jafnvel kjörnir þingmenn norður- írska flokksins Sinn Fein hafa fengið endurgreiðslur, sem samsvara nær 100 milljónum króna, vegna kostn- aðar við íbúðir þeirra í London þótt þeir hafi aldrei tekið sæti á þinginu. Óbætanlegur álitshnekkir? David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins, hefur viðurkennt að nokkrir þingmenn flokksins hafi hagnast á gölluðu endurgreiðslu- kerfi sem hann segir hafa skaðað þingið og lýðræðið í landinu. Hann hefur krafist þess að þingmenn flokksins geri hreint fyrir sínum dyrum og biðjist afsökunar hafi þeir fengið óeðlilegar endurgreiðslur. Viðhorfskönnun, sem gerð var á föstudag og laugardag, bendir til þess að 89% Breta telji að breska þingið hafi beðið álitshnekki vegna hneykslismálanna. George Carey, fyrrverandi erkibiskup af Kantara- borg, skrifaði grein þar sem hann sagði að siðferðisstig þingsins hefði ekki verið jafnlágt í manna minnum. Hann lét í ljósi efasemdir um að þingið gæti nokkurn tíma endur- heimt traust almennings að fullu. Bretar beðnir afsökunar á spillingu í breska þinginu Vafasamar greiðslur til þingmanna grafa undan trausti hjá almenningi Reuters Afsökunarbeiðni Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið þjóðina afsökunar á „mistökum“ þingmanna í öllum flokkum landsins. Reuters Álitshnekkir David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, krefst þess að þing- menn biðjist afsökunar á hneykslismálum sem hafa skaðað breska þingið. ÓTTAST er að olíuframleiðsla Opec-ríkjanna muni minnka enn eftir að Hugo Chavez, forseti Venesúela, ákvað að þjóðnýta 60 fyrirtæki tengd olíuiðnaðinum. „Guði það, sem guðs er, og keis- aranum það, sem keisarans er,“ sagði Chavez er þingið undir hans stjórn hafði gert upptækan á annan tug olíuborpalla, meira en 30 olíu- birgðastöðvar og 300 skip. Fjármálakreppan og lágt olíuverð hafa komið sér mjög illa í Venesúela en Chavez segir að einkafyrirtækj- unum í landi sé ekki síst um að kenna og boðar þjóðnýtingu margra þeirra, m.a. Venesúela-bankann, sem er hluti af spænsku Santander- samsteypunni. Verkalýðsfélög í Venesúela telja að 22.000 manns hið fæsta muni missa vinnuna vegna þjóðnýtingar fyrirtækjanna í olíuiðnaði. Alvar- legra sé þó að með ákvörðuninni sé Chavez að binda enda á erlenda fjár- festingu í landinu. svs@mbl.is Olíufyrir- tæki þjóðnýtt Hugo Chavez Chavez í ham GEIMFERJUNNI Atlantis var skotið á loft í gær frá Flórída og er verkefni áhafnarinnar að gera við Hubble-geimsjónaukann. Sjö banda- rískir geimfarar eru um borð. Þar sem geimfararnir geta ekki leitað skjóls í geimstöð, skapist neyðarástand, verður önnur geim- ferja, Endeavour, í viðbragðsstöðu til að sækja þá. Gangi allt að óskum mun geta sjónaukans aukast um allt að 90% eftir viðgerðina. Hann er sagður vera eitt mikilvægasta vís- indatæki sem hefur verið smíðað. Hubble var skotið út í geim árið 1990. kjon@mbl.is Gera við Hubble Breskir þingmenn eru meðal ann- ars sakaðir um að hafa fengið þús- undir punda í endurgreiðslur vegna viðgerða á húsnæði, sem þeir hafi síðan selt eða afskráð til að geta skráð annað húsnæði sem veitti þeim rétt til enn meiri endur- greiðslna. The Daily Telegraph skýrði um helgina frá ýmsum vafasömum kostnaðargreiðslum til ráðherra, meðal annars greiðslum að and- virði rúmrar milljónar króna til bróður Gordons Browns fyrir ræst- ingar í íbúð forsætisráðherrans. Blaðið birti í gær upplýsingar um endurgreiðslur til nokkurra af áhrifamestu þingmönnum Íhalds- flokksins. Margir reikninganna hafa sætt furðu, til að mynda fékk einn þing- manna Íhaldsflokksins endur- greiðslu, sem svarar tæpum 22.000 krónum, vegna reiknings frá rafvirkja fyrir að skipta um 25 ljósaperur í íbúð þingmannsins. Rafvirki skipti um perur á kostnað þingsins HVERS vegna ræðst fólk í að kaupa allt of stórt húsnæði á dýrum lánum og allt of stóra og dýra bíla? Hvers vegna þurfa sum- ir að skræla allt innan úr gömlu húsi og steypa sér í skuldir við innrétta allt upp á nýtt? Tveir norskir samfélagsfræð- ingar, þeir Turf Böcker Jakobsen og Christian Poppe, hafa kannað þetta mál og það gerðu þeir í Danmörk þar sem neyslu- og lánaveislan var í algleymingi á árinu 2007. Niðurstaða er sú að neyslan hafi verið í samræmi við þá mynd sem fólk hafði eða vildi hafa af sjálfu sér. Þegar það fór í frí eða verslunarferð og endurnýjaði eldhúsið var það ekki vegna þess að það væri eitthvað sem hefði brunnið á því heldur vegna þess að þannig gekk það fyrir sig hjá kunningja- og vinahópnum. „Skynsemin er oft ekki höfð með í ráðum þegar kemur að neyslu og lántöku. Með neyslunni eru sumir að gefa til kynna hverjir þeir séu, að þeir tilheyri þessum þjóðfélagshópi en öðrum ekki,“ segir Turf Böcker Jakobsen og bætir við að undir niðri hafi búið óttinn við að verða ekki við- urkenndur af hópnum. svs@mbl.is Ekki minni en þau Jón og Gunna Allt nýtt til að passa í hópinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.