Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009
HANN var hvergi banginn hann Guðmundur
Jónsson á Birnustöðum þar sem hann ýtti á und-
an sér sláttuvél sem hann hafði af hugvitssemi
sett nagla undir, til að tæta upp mosann sem var
frekur í túnblettinum. Hann sagði þetta þó nokk-
uð seinlegt verk en nægan hefði hann tímann.
Guðmundur var léttur í lund þegar blaðamann
bar að garði og sagðist vera unglingur, hann
væri ekki nema áttatíu og eins árs. Hann vann
við húsbyggingar þegar hann var yngri. „Drott-
inn gerði mig sæmilega vandvirkan. En ég var
líka með nokkrar kindur til gamans.“ khk@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Ungur í anda vinnur Guðmundur á mosanum
EVRÓVISJÓNAÐDÁANDINN og
Grafarvogsbúinn Rakel Árnadóttir er
alveg með á hreinu hvaða land fari
með sigur af hólmi í keppninni í ár.
„Það verður Noregur,“ segir hún og
brosir. Þegar blaðamaður spyr hvers
vegna horfir hún á hann í forundran:
„Hefurðu ekki heyrt lagið?“ spyr hún
og jú, blaðamaður verður að viður-
kenna að hann sé líka ánægður með
framlag Norðmanna. Rakel útskýrir
þá að ryþminn, fiðlutónarnir og dans-
inn gefi laginu styrk sinn.
Það er engum ofsögum sagt að Rak-
el sé mikill Evróvisjónaðdáandi, enda
hefur hún ekki misst af keppni frá
1988 og á mörg uppáhalds Evró-
sigurstranglegustu lögin,“ segir Rakel
sem spáði Rússum réttilega sigri á síð-
asta ári. Hún hefur hins vegar minni
trú á framlagi Íslendinga þetta árið.
„Við keppum í veikari riðlinum og það
mun kannski hjálpa okkur að komast
áfram, en okkar lag á ekki eftir kom-
ast nálægt toppnum.“
Danir fá ekki heldur góða einkunn
hjá Rakel, þrátt fyrir að hún sé mikill
Danavinur og sérstakur aðdáandi
dönsku konungsfjölskyldunnar. Hún
hitti raunar Friðrik krónprins og konu
hans Mary að máli þegar þau komu
hingað til lands í fyrra. „Þeir hefðu
frekar átt að senda Heru okkar, því að
nú á hún eftir að storka danska kepp-
andanum með því að syngja bakraddir
fyrir Ísland,“ segir Rakel og hlær.
Hægt er að fylgjast með Rakel á síðu
hennar, ra.bloggar.is. annaei@mbl.is
visjónlög í gegnum tíðina. Hún á líka
allar Evróvisjónkeppnir sem fram
hafa farið frá 1957 á dvd-diskum – ut-
an 1964, sú filma brann víst og er illfá-
anleg.
Þá er hún komin með diskinn með
Evróvisjónlögunum 2009 í hendur og
búin að stúdera lögin frá því í byrjun
maí. Hún er líka þegar búin að tryggja
sér matinn fyrir Evróvisjónveisluna,
enda ætlar hún að fylgjast spennt með
ásamt nokkrum góðum vinum.
Hún kveðst horfa á keppnina sem
eina heild – sem nú dreifist yfir þrjú
kvöld – og veltir því ekki mikið fyrir
sér hvar í flytjendaröð lögin eru. „Nor-
egur, Albanía og Svartfjallaland eru
Spáir Noregi sigri í Evróvisjón
Morgunblaðið/RAX
Með Evróvisjón á hreinu Rakel Árnadóttir fylgist vel með keppninni sem
hún lítur á sem eina heild er dreifist yfir þrjú kvöld.
Rakel Árnadóttir Evróvisjónaðdáandi á allar
keppnir frá 1957 á dvd-diskum, utan eina
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
KERFI sem sett var upp fyrr á
þessu ári til að gera innlendum fisk-
vinnslufyrirtækjum kleift að bjóða í
afla sem fluttur er óunninn úr landi
hefur ekki virkað. Innan við 1%
aflans hefur selst.
Meðal brýnna aðgerða sem kveðið
er á um í samstarfsyfirlýsingu nýrr-
ar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar
og VG er að knúið verði á um frek-
ari fullvinnslu afla hérlendis. Það
verði meðal annars gert með því að
skoða hóflegt útflutningsálag á fisk
og/eða að óunninn afli verði settur á
innlendan markað.
Markmiðið er skýrt og leiðirnar
gamalkunnar úr umræðunni en ekki
kveðið fast að orði.
Útflutningsálag afnumið
Frá því aflamarkskerfið var tekið
upp og til ársins 2007 var í gildi sér-
stakur aukafrádráttur á aflamarki
vegna afla sem fluttur var úr landi
án þess að hann væri veginn áður
hér á landi. Frádrátturinn, sem
nefndur var útflutningsálag, var
10% síðustu árin.
Á árinu 2007 ákvað Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra að
afnema þennan frádrátt. Það var
gert í tengslum við samninga við
Evrópusambandið sem fólu í sér
lækkun tolla á íslenskum sjávaraf-
urðum, sérstaklega humri og karfa.
Þessu samkomulagi þarf vænt-
anlega að breyta eða brjóta ef taka
á útflutningsálag upp að nýju.
Rökin fyrir útflutningsálaginu
voru meðal annars þau að fiskur
sem veginn er erlendis rýrnaði á
leiðinni en væntanlega einnig að
letja menn frá því að flytja út óunn-
in fisk. Hagsmunaaðilar eru sam-
mála því að vinna sem mestan fisk
hér á landi en ósammála um leið-
irnar. Þannig segir Jón Steinn Elí-
asson, formaður Samtaka fisk-
framleiðenda og útflytjenda, að
stöðva verði þann gegndarlausa út-
flutning á gámafiski sem viðgangist.
Hér heima hefði að undanförnu ver-
ið í boði hærra verð en erlendis.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir að út-
vegsmenn styðji það að hér heima
sé unninn sá fiskur sem hagkvæmt
er. Ekki megi þó kasta frá sér mik-
ilvægum markaði sem skili háu
verði, ekki síst þegar markaðir séu
erfiðir og birgðir að safnast upp.
Ráðherra taldi að útflutn-
ingsálagið hefði haft takmarkaða
þýðingu við að stemma stigu við út-
flutningi á óunnum fiski. Mikilvæg-
ara væri að búa til fyrirkomulag
sem auðveldaði íslenskri fiskvinnslu
aðgang að honum.
Settar voru reglur sem skylda út-
flytjendur á óvigtuðum fiski að til-
kynna Fiskistofu fyrirhugaðan út-
flutning. Þessa tilkynningu setur
Fiskistofa á uppboðsvef, Fjölvef
Reiknistofu fiskmarkaðanna.
Reglurnar tóku gildi 1. febrúar sl.
Til þessa dags hafa aðeins selst 60
tonn af þeim 10 þúsund sem tilkynnt
hefur verið um á „ráðherravefnum“.
Í upphafi sýndu margir kaup-
endur áhuga en ekkert gekk að
kaupa og hafa flestir gefist upp.
Meginástæðan er sú hvað seljendur
setja upp hátt lágmarksverð, þar
sem mörg dæmi eru um að verðið sé
hærra en nokkur möguleiki er að fá
á erlendum fiskmarkaði.
Kerfið virkar ekki
Kvótaálag á ísfisk var afnumið gegn tollaívilnunum ESB
Innan við 1% aflans á „ráðherravefnum“ hefur selst
Í HNOTSKURN
»Með afnámi álagsinsvænkaðist hagur þeirra
sem flytja óunninn fisk á
markað erlendis. Það kemur
því ekki á óvart að útflutn-
ingur jókst, fór úr 49.612
tonnum árið fyrir breytinguna
í 56.548 tonn árið eftir.
ENN er langt í að hálendisvegir verði
opnaðir. Óvenjumikill snjór er norð-
anlands og vegurinn að Dettifossi
ófær.
Þótt Dettifossvegur sé lokaður
vegna snjóa og bleytu og greinilega
merktur þannig með skilti hafa
nokkrir erlendir ferðamenn á bíla-
leigubílum ekki staðist freistinguna
og reynt að komast að fossinum
mikla. Bragi Benediktsson, bóndi á
Grímsstöðum á Fjöllum, og fleiri hafa
verið kallaðir út til að bjarga fólkinu
til byggða. Bragi segir að þetta hafi
valdið skemmdum á veginum og utan
vegar.
Dettifossvegur hefur oft verið opn-
aður í byrjun maí en Bragi telur ljóst
að það takist ekki í þessum mánuði í
ár. Sömu sögu er að segja um veginn
inn í Öskju, hann er yfirleitt ófær
fram í júní, jafnvel miðjan mánuðinn.
Unnið er að lagningu nýs vegar að
Dettifossi, vestan Jökulsár á Fjöllum.
Hann verður upphækkaður og með
betra slitlagi þannig að hægt verður
að opna hann fyrr en þann gamla.
helgi@mbl.is
Virða ekki
lokunarskilti
við Dettifoss
GÆSLUVARÐHALD yfir þremur Íslendingum á þrí-
tugsaldri, sem eru grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl,
var í gær framlengt. Mennirnir tengjast smygli á 109 kg
af fíkniefnum til landsins með skútunni Sirtaki. Um var
að ræða amfetamín, maríjúana, hass og nokkur þúsund
e-töflur. Þeir voru handteknir 19. apríl sl.
Tveir voru úrskurðaðir í varðhald til 2. júní og einn til
29. maí nk. Þeir hafa allir kært úrskurðinn.
Gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum til viðbótar
og Hollendingi, sem einnig tengjast málinu, rennur út í
dag. Farið verður fram á framlengingu. andri@mbl.is
Áfram í haldi vegna smygls
Smygl Belgíska
skútan Sirtaki.