Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Yfirtók skuldir stjórnenda  Teymi tók yfir 829 milljón króna skuldir tveggja félaga í eigu for- stjóra og fjármálastjóra félagsins þegar það var afskráð í október sl. Félögin tvö voru stofnuð í ágúst 2007 þegar stjórnendurnir fengu að kaupa 70 milljón hluti að nafnvirði í Teymi. »Forsíða Bjargfugli fækkar mikið  Stofnar algengra bjargfugla við Ísland minnkuðu um 20-40% á um- liðnum tveimur áratugum. Íslensku sjófuglastofnarnir eru stór hluti af stofnum þessara tegunda við Norð- ur-Atlantshaf og afdrif þeirra hér við land skipta því miklu máli. »2 Biðst afsökunar á spillingu  Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bresku þjóð- ina afsökunar fyrir hönd allra stjórnmálaflokkanna á vafasömum endurgreiðslum. Hann sagði jafn- framt að þingið þyrfti að gera ráð- stafanir til að endurheimta traust al- mennings. »16 Hlýindi framundan  Miklum hlýindum er spáð á land- inu næstu daga, svo langt sem spá- kortin ná. Hiti ætti að geta farið upp undir 20 stig. »10 SKOÐANIR» Staksteinar: Metralangar tillögur Forystugreinar: Tannheilsu ekki sinnt | Kæruleysi við vörslu þjóðararfsins Pistill: Sjómennskan er ekkert grín Ljósvakinn: Gamansamir einka- spæjarar UMRÆÐAN» Staðreyndum hagrætt Fjölda-ærumorð fjölmiðla á Gaza Hvað gerist ef þrengir að? Er til lausn á gjaldeyriskreppu… ?                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-.+ *//-0. *./-+1 ++-/.2 *0-,.3 *4-*4/ **+-/. *-+24, */0-*, *40-0. 5 675 **#  8 +..0 *+,-3+ */0-34 *./-,4 ++-/21 *0-,4. *4-+*, **3-*+ *-+/.+ */0-2* *2.-3/ ++.-0*0/ &  9: *+,-4+ */0-/+ *./-// ++-01* *0-4*2 *4-+4+ **3-11 *-+/30 *0.-+2 *2.-/4 Heitast 16°C | Kaldast 6°C SA 10-18 m/s. Súld eða rigning með köfl- um S- og V-til, en held- ur hægari og léttir til um landið NA-vert »10 Sigur Rósar-myndin Heima er besta heimildarmynd allra tíma ef marka má kvikmyndavefinn Imdb.com. »32 KVIKMYNDIR» Heima er best TÓNLIST» Björk fær fína dóma fyrir kaffihúsatónleika. »32 Framboð og mark- aðshlutdeild nor- rænna kvikmynda í kvikmyndahúsum Norðurlandanna aukið. »32 KVIKMYNDIR» Norræn dreifing FÓLK» Hræðilegt þegar hund- urinn týndist. »33 FÓLK» Kylie Minogue dreymir um frekari frægð. »39 Menning VEÐUR» 1. Sofna ekki án verkjalyfja 2. Pygmýum nauðgað í Kongó 3. Sætur sigur Keflavíkur 4. Mikil þrautaganga framundan  Íslenska krónan veiktist um 0,2% »MEST LESIÐ Á mbl.is „MEÐ því að nýta aðstöðu okkar og þekkingu getum við látið þennan draum okkar ræt- ast,“ segir Arna Kristín Einars- dóttir tónleika- stjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, en hljóm- sveitin kallar í haust saman í fyrsta sinn Ungsveit Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlistarnemar sem langt eru komnir í námi fá tækifæri til að sækja hljómsveitarnámskeið undir stjórn Rumons Gamba og í námskeiðslok heldur Ungsveitin tónleika á vegum hljómsveitarinnar. „Við erum mjög meðvituð um það að leiðin að því að fjölga áheyrendum, sem þó eru margir í dag, er sú að vera í virku samstarfi við ungt fólk.“ | 31 Sinfónían stofnar Ungsveit Einn hljóðfæraleik- ara framtíðarinnar. 27.000 kvikmyndaprógrömm, 4.000 dönsk kvikmynda- prógrömm, 3.000 pennar og þúsundir spila. Sumum gæti virst þetta hin einkennilegasta upptalning. Þó er þetta allt að finna í einu herbergi í húsi nokkru í Breið- holtinu. Og það er ekki allt. Í því sama herbergi eru tæplega þrjú hundruð plötur með Elvis Presley. „Ég á allt sem gefið hefur verið út með Elvis í Ameríku,“ seg- ir Trausti Friðfinnsson, fyrrverandi og núverandi sjó- maður og safnari. Hann hefur allt frá árinu 1960 viðað að sér kvikmyndaprógrömmum og eftir að hætt var að gefa þau út í kringum 1990 hefur hann viðað þeim að sér eftir öðrum leiðum. |18 Elvis í hundraðatali Á allt sem gefið hefur verið út með Elvis í Ameríku Morgunblaðið/Golli Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is UM 3.000 milljónir króna renna um spilakassa árlega. Spilafíkill telur stóran hluta koma frá þeim sem spila reglulega. Sjálfur hefur hann farið með allt sitt fé í þá auk margra millj- óna af fé foreldra sinna í gegnum árin. „Það skiptir engu máli hvort ég er hress og kátur eða hvort ég er mjög þungur og í niðursveiflu: Ég spila.“ Hann er þriggja barna faðir, sem hef- ur verið spilafíkill frá unglingsaldri. Hann leggur ekkert með sér til rekst- urs heimilisins. Undir því stendur eig- inkona hans. „Við erum ekki að tala um tíu-tuttuguþúsundkall. Maðurinn minn er með góðar tekjur en það skiptir þó engu máli hvort hann er með 100 eða 700 þúsund krónur í ráð- stöfunartekjur. Þær fara í kassana,“ segir hún. Ágóði fjárins úr spilakössunum nýtist til reksturs Háskólans, Rauða krossins, SÁÁ og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Rekstraraðilarnir, Happdrætti Háskólans og Íslands- spil, vita að um 1,6% fullorðinna eiga í vanda með spilamennskuna, því þeir hafa kostað rannsóknir á fíkninni. Þeir stefna að því að efla forvarnir. Bæta á vefinn Spilafikn.is og stefnir HHÍ einnig að því að koma á nýju meðferðarúrræði í anda Kanadabú- ans Robert Ladouceur, sem segist lækna um 90% spilafíkla með 16 við- tölum. 3.000 milljónir í spil  „Það skiptir engu máli hvort ég er hress og kátur eða hvort ég er mjög þungur og í niðursveiflu: Ég spila,“ segir spilafíkill Morgunblaðið/Kristinn Kassarnir heilla Þrír milljarðar fara um spilakassana árlega. Í HNOTSKURN »11% landsmanna höfðuspilað í spilakassa árið 2007 samkvæmt könnun dokt- ors Daníels Þórs Ólasonar, sem náði til 5.000 Íslendinga og 63,4% svöruðu. »Vinsælustu peningaspilinmeðal landsmanna eru lottó, flokkahappdrætti og skafmiðar.  Spilafíklar sækja í | 11 KRISTJÁN Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með sigur gegn Íslandsmeisturum FH í gærkvöldi, virkilega sætt, sagði hann. Liðin mættust í roki og rign- ingu á Suðurnesjum og skoraði Hólm- ar Örn Rúnarsson eina mark leiksins í byrjun seinni hálfleiksins. Davíð Þór Viðarssyni fyrirliða gestanna var vís- að af leikvelli eftir aðeins um 20 mín- útna leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði slæmt að byrja mótið með tapi, en úrslitin breyttu engu um áform FH-inga í sumar | Íþróttir Óskabyrjun Keflvíkinga KRISTJÁN Ingimarsson leikhúslista- maður gerir óspart grín að sjálfum sér og opnar sig fyrir áhorfendum í verkinu Creat- ure, sem verður frumsýnt í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag. Kristján fer ótroðnar slóðir í verkum sínum og er þekktur fyrir að beita líkama sínum með óvenjulegum og kraftmiklum hætti. Að þessu sinni kannar hann sköpunarþörf mann- eskjunnar og þörfina fyrir að setja sig á svið. Áhorfendur eru hvattir til þess að taka myndir meðan á sýn- ingu stendur og senda höfundi. | 32 Mannveran Kristján Kristján Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.