Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 HÉÐAN í frá verður ekki unnt að senda nafn- laus sms-skilaboð af heimasíðu Símans, heldur verða öll sms- skilaboð auð- kennd með síma- númeri send- anda. Einungis viðskiptavinir Símans munu eftirleiðis geta nýtt sér Vef-sms og þá eingöngu með því að auðkenna sjálfan sig með símanúmeri. Tilgangurinn er að auka öryggi við notkun sms-skilaboða. Þess eru dæmi að þjónusta á borð við auð- kennislaus sms hafi verið misnotuð í viðskiptum með fíkniefni sem og í eineltismálum. Engin nafnlaus sms-skilaboð VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða nam 181 milljarði króna á síðasta ári og jókst um 42,3% frá árinu áð- ur. Mæld á föstu verði dróst fram- leiðslan hins vegar saman um 1,5%. Þetta kemur fram í frétt Hagstof- unnar um útgáfu ritsins „Útflutn- ingur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2008“. Verðmæti eykst Í SÍÐUSTU viku var tveimur um- ferðarljósum stolið af gatna- mótum Sæ- brautar og Holtavegar. Bú- ið er að kæra þjófnaðinn til lögreglu. Ný ljós kosta líklega um hálfa millj- ón króna. Þetta er í annað sinn sem ljós- um á þessum stað er stolið, en öðrum hausnum var stolið í nóv- ember síðastliðnum, en hinn los- aður. Ljósunum var þá skilað og urðu engin eftirmál. Tveimur umferðar- ljósum stolið GÆSLUVARÐHALD yfir karl- manni um fertugt sem grunaður er um að hafa nauðgað 19 ára stúlku að morgni laugardagsins 2. maí sl. í miðborginni var á föstudag fram- lengt um fjórar vikur. Öðrum manni sem einnig er grunaður um aðild var sleppt úr haldi. Talið er að brotið hafi verið fram- ið í fólksbifreið í bifreiðastæði við Tollhúsið í Tryggvagötu á tíma- bilinu frá kl. 4:45 til 5:15. Stúlkan greindi frá því við skýrslutöku að hún hefði hlaupið yfir götuna í átt að skemmtistaðnum Amsterdam eftir brotið og þá hefði verið öskrað ókvæðisorðum á eftir henni á er- lendu tungumáli. Eftir meint brot fór stúlkan á Ing- ólfstorg þar sem tveir vegfarendur, maður og kona, gáfu sig að henni. Lögregla biður vitni að framan- greindum atburði eða búa yfir upp- lýsingum sem geta varpað ljósi á málið að hafa samband við kynferð- isbrotadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Varðhald framlengt SJÖ háskólar á Norðurlöndum, þ. á m. Háskóli Íslands, hafa sam- einast um samstarfsverkefnið „Nordisk Friluftsliv“. Verkefnið gengur út á það að skólarnir bjóða í sameiningu eins árs útivistarnám þar sem nemendur fara á milli landa og skrifa svo lokaverkefni við sinn heimaskóla. Allir sem hafa lokið tveim náms- árum á háskólastigi geta sótt um inngöngu. Námið er hugsað sem lokaárið í 180 eininga bakka- lársnámi eða sem hrein viðbót við fyrra nám. Útivistarnám STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA var algjört ævintýri,“ segir Friðrik Guðmundsson, einn fé- lagsmanna í Kipp sem leigir á móti öðrum svæði fjögur í Grenlæk, Flóð- ið, en veiðin hófst þar á fimmtudag- inn var. Veitt er með fjórum stöng- um Flóðinu og á milli klukkan 15 og 21 veiddust 68 fiskar, mest sjóbirt- ingur, en einnig nokkrir staðbundnir urriðar og ein bleikja. Birtingnum er sleppt aftur í vorveiðinni en sá stærsti var 12 pund. „Það var fiskur á öllum stöðum og hann var mjög tökuglaður,“ segir Friðrik. Mest var þetta niðurgöngu- fiskur en einnig talsvert af geldfiski. Friðrik hefur um árabil veitt á svæð- inu og oft í vorveiði og hann hefur aldrei séð fiskinn jafn vel haldinn. Á föstudag og laugardag hvessti hressilega og þá varð lítið úr veiði, enda var fyrsta vaktin það góð að veiðimennirnir voru orðnir sáttir. Bleikjuveiðin í Hlíðarvatni í Sel- vogi fer afar vel af stað. Sem dæmi má nefna að í veiðibók Ármanna, sem veiða á þrjár dagsstangir, höfðu um 170 bleikjur verið færðar til bók- ar að kvöldi 10. maí, eftir 11 daga veiði. Þar af hafði einn dagurinn gef- ið rúmlega fimmtíu fiska. Niðursveifla hefur verið í veiðinni í Hlíðarvatni síðustu ár, en til dæmis má nefna að sumarið 2007 voru ein- ungis rúmlega 300 fiskar skráðir í veiðibók Ármanna, en höfðu verið hátt í 1.800 nokkrum árum áður. Nokkuð hefur orðið vart við nýbú- ann flundru, sem er flatfiskur, í Hlíð- arvatni síðustu ár. Sumir íbúar vatnsins kunna að meta flundruna; veiðimenn sáu á dögunum himbrima gæða sér á flundru af bestu lyst. Langstærsta stangveiðifélag landsins, Stangaveiðifélag Reykja- víkur, heldur upp á 70 ára afmæli þessa dagana með röð viðburða. Í kvöld er dagskrá fyrir fullorðna fé- lagsmenn, á morgun er Klaus Fri- mor með kastsýningu á Klambratúni og á sunnudag er fjölskyldudagur við Elliðavatn og er þá frítt í vatnið. 68 á fyrstu vakt í Flóðinu  Mun betri bleikjuveiði í Hlíðarvatni en síðustu vor  SVFR 70 ára í vikunni Morgunblaðið/Einar Falur Vorbleikja Sölvi Ólafsson togast á við eina af bleikjunum sem hann veiddi í Hlíðarvatni í Selvogi á sunnudaginn. Veiðin fer vel af stað í vatninu. BJÖRGVIN Guðni Sigurðs- son, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, hefur ver- ið kjörinn þing- flokksformaður Samfylking- arinnar í stað Lúðvíks Berg- vinssonar sem lét af þingmennsku fyrr í mánuðinum. Þetta varð ljóst á þingflokksfundi um miðjan dag í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var kjörin varaformaður þingflokksins og Skúli Helgason ritari. Björgvin þingflokks- formaður Björgvin G. Sigurðsson ÞETTA voru krefjandi aðstæður, byrjaði í þokkalegu veðri en á miðri leið kom bylur og þoka. Aðrir hópar urðu frá að hverfa en ég var búinn að reikna út að veðrið lagaðist þegar ofar kæmi, og það gekk eftir,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, pólfari og lögfræðingur hjá Íslands- banka, sem á dögunum var leiðangursstjóri með 74 manna hóp frá bankanum á Hvannadals- hnjúk, hæsta tind landsins. Alls reyndu um 200 manns við hnjúkinn þennan dag en aðeins 95 manns komust alla leið, þar af allur Íslands- bankahópurinn. Haraldur Örn, með alla sína reynslu af fjall- göngu, keyrði starfsfélaga sína áfram og þrátt fyrir tafir á leiðinni og fimbulkulda þar sem manni úr öðrum hópi, sem hafði dottið í sprungu, var komið til aðstoðar komst allur hópurinn upp. Haraldur Örn viðurkennir að honum hafi á tíma- bili ekki verið farið að lítast á blikuna en hann gjörþekkir aðstæður þarna, búinn að þaulreikna vinda- og veðurspá, enda fer hann að jafnaði í nokkrar ferðir á hnjúkinn á ári. „Þetta gekk allt saman eftir, við fengum glampandi sólskin þegar upp var komið og frá- bært útsýni. Ég var með algjöra nagla í þessum hópi, fólkið var ekkert að kvarta þó að þetta væri orðið æði strembið um tíma. Menn voru að rifna úr stolti að hafa náð þessum áfanga,“ segir Haraldur Örn en hann var með vaska og reynda fararstjóra með sér, alls níu manns. bjb@mbl.is Haraldur Örn kom félögum sínum í Íslandsbanka upp Hvannadalshnjúk Ljósmynd/Ari Sigurðsson Pólfarinn reiknaði út veðrið á toppnum Eftir Sigtrygg Sigtrygsson sisi@mbl.is MEÐ brotthvarfi Svandísar Svav- arsdóttur úr borgarstjórn Reykja- víkur fækkar enn um einn af þeim borgarfulltrúum sem náðu kjöri í borgarstjórnarkosningunum 2006. Þrír borgarfulltrúar hafa beðist lausnar á kjörtímabilinu, einn hefur boðað afsögn og tveir hafa verið í leyfi í vetur. Alls eru þetta 6 borg- arfulltrúar af 15. Báðir borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa horfið eða munu hverfa úr borgarstjórn. Árni Þór Sigurðs- son var kjörinn á Alþingi 2007 og hætti í kjölfarið. Nú hefur Svandís Svavarsdóttir verið kjörin á þing og tekið við embætti umhverfisráð- herra. Hún hefur tilkynnt að hún muni biðjast lausnar og hætta í borg- arstjórn. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, baðst lausnar á kjörtímabilinu og varamaður kom í hans stað. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, var kjör- in á þing 2007 og hætti í borgarstjórn. Þá er Stefán Jón Hafstein, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, í leyfi um ótiltekinn tíma. Loks hefur Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verið í náms- leyfi í vetur. Varamenn sem hafa tekið eða munu taka sæti í borgarstjórn eru: Þorleifur Gunnlaugsson (VG), Sóley Tómasdóttir (VG), Óskar Bergsson (B), Sif Sigfúsdóttir (D), Sigrún Elsa Smáradóttir (S) og Oddný Sturlu- dóttir (S). Kosið verður til borgarstjórnar Reykjavíkur næsta vor. Enn einn kjörinn borg- arfulltrúi mun hætta Sex af 15 borgarfulltrúum hættir eða hafa verið í leyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.