Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Bréf Allianz er viðvörun KONA sem missti vinnuna í haust óttast að tapa því sem hún hefur lagt inn til Allianz í viðbótarlífeyris- sparnað. Hún fékk nýlega bréf frá Allianz þar sem stóð að berist ekki greiðslur reglulega inn á samning hennar við sjóðinn fari hann í upp- sagnarferli sem geti leitt til þess að áður inngreidd iðgjöld tapist. Hilmir Elísson, þjónustustjóri hjá Allianz, segir bréfið staðlað og sent út þegar greiðslur hætti að berast. Greiðslustopp vegna atvinnuleysis sé í lagi í allt að tvö ár. Komi viðkomandi einni greiðslu inn á þessum tveimur árum viðhaldi hann samningnum næstu tvö árin. „Það er ákveðinn samningsbundinn kostnaður af hverri mánaðarlegri inngreiðslu sem rennur til Allianz. Kostnaður er lágur eða 4% af mánaðarlegri greiðslu auk einnar evru til flutnings. Kostnaður er endurgreiddur að hluta til á samn- ingstíma hjá Allianz. Þessi kostnaður er ekki greiddur í greiðslustoppinu en hafi viðskiptavinur ekkert aðhafst innan 24 mánaða þrátt fyrir aðvör- unarbréf verður samningur óvirkur, lokast og samningsbundinn kostn- aður fellur framan á samning og er tekinn af inngreiðslum sem fyrir eru.“ Hilmir ítrekar að það gerist ekki viðhaldi fólk samningnum. „Það er algerlega í höndum samn- ingshafa hvort hann tapar eða ekki. Við gerum allt til þess að hjálpa fólki og kerfið er innbyggt þannig að fólk fær ábendingar en það þarf að sinna samningnum til þess að ekkert renni út á tíma.“ gag@mbl.is Dætur Valgerðar Fyrir mistök í Myndaalbúmi Valgerð- ar Guðrúnar Guðnadóttur, söngkonu, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, var rangt farið með upptalningu á dætr- um hennar. Það rétta er að hún á tvær dætur með Rögnvaldi Þórssyni, sambýlismanni sínum, þær Ástríði Emblu og Sóleyju Aðalbjörgu. En elstu dótturina, Bergdísi Júlíönu, á hún með Þorsteini Frey Bender, fyrr- verandi sambýlismanni sínum. LEIÐRÉTT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FUNDIST hefur í samstarfi liðs- manna Hjartaverndar við alþjóðlegt teymi vísindamanna gen sem hafa áhrif á háþrýsting. Þá hafa vísinda- menn á vegum Hjartaverndar einnig fundið gen sem hafa áhrif á nýrna- starfsemi og nýrnabilun. Vísindatímaritið Nature Genetics sagði frá rannsóknunum um helgina en þær byggjast m.a. á gögnum úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og söfnun upplýsinga í Reykjavík- urrannsókn Hjartaverndar síðustu fjóra áratugi. Talið er að allt að einn af hverjum þremur einstaklingum á miðjum aldri sé með háþrýsting og tveir af hverjum þremur þarfnast meðferðar við háþrýstingi þegar einstaklingar eru komnir yfir 65 ára aldur, sam- kvæmt rannsóknum Hjartaverndar. Háþrýstingur sem hefur varað í nokkur ár er ein helsta ástæða heila- blóðfalla og verulegur áhættuþáttur fyrir þróun kransæðasjúkdóms og hjartaáfalla. Nýrnabilun er vaxandi vandamál með hækkandi meðalaldri þjóða. Í Bandaríkjunum er langvarandi nýrnabilun mikið vandamál. Þá er hún verulegur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Næsta skrefið að greina starfrænar breytingar „Næsta skrefið er að finna og greina nákvæmlega hvaða starfræn- ar breytingar það eru í geninu sem verða fyrir truflunum,“ segir Vil- mundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. „Þá er hægt að kanna betur raunveruleg áhrif á hin- ar ýmsu frumur líkamans og gera líf- fræðilega rannsókn á prótínunum. Við höfum prófað hvort þessi erfða- mörk myndu hjálpa okkur til að spá en það virðist ekki vera auðvelt að nýta þekkinguna til að spá um áhættu einstaklinga eins og staðan er núna. Þannig að það er talsverð vinna eftir.“ Vilmundur segir miklu skipta að eiga samstarf við erlenda um rann- sóknir, að menn snúi bökum saman. Það flæki mjög þessi mál að um sé að ræða fjölgena-sjúkdóma, þ.e. að orsakanna er að leita í mörgum gen- um auk þess sem umhverfi og lífs- hættir hafa sín áhrif. „Það sem við lærum kannski fyrst og fremst af þessu er að þarna erum við að finna gen sem hafa áhrif á báða þessa sjúkdóma sem tengjast á einhvern hátt þeim ferlum sem hafa áhrif á sjúkdómsmyndirnar. Það að skilja þau ferli betur hjálpar okkur auðvitað við að finna nýjar leiðir til að hafa áhrif á þróun sjúkdómanna, jafnvel að einhverjum takist að þróa nýja lyfjameðferð. Það er fullt af fyr- irtækjum sem hafa áhuga á slíku. Og síðan er það alltaf mögulegt að hægt sé að nota þessar upplýsingar með því að tengja þær við aðrar til að skilja betur af hverju sumir fá sjúkdóminn og aðrir ekki og af hverju hann leggst af meiri þunga á suma en aðra. Varðandi blóðþrýstinginn er ekki síst merkilegt að það hafa verið gerðar að mig minnir einar sjö rann- sóknir sem hafa verið birtar á allra síðustu árum, þar sem menn hafa leitað og leitað en ekki fundið nein gen sem hafa þessi áhrif. Þannig að þetta er tímamótauppgötvun.“ Fundu gen sem hafa áhrif á háþrýsting Tímamótaupp- götvun að sögn forstöðulæknis Hjartaverndar Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnandi Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Svartar Kvart buxur Str. 28-36 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Regnkápur og -jakkar Mjódd, sími 557 5900 VORDAGAR Í FULLUM GANGI Úrval af stuttum pilsum, buxum og m.fl. Munið tilboðsslárnar í göngugötu. Verið velkomnar Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Þú mætir með miðann sem fylgir Morgunblaðinu í dag til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Ótrúlegt verð! Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! Áskr. verð Alm. verð Þú sparar frá allt að allt að Aguamarina - íbúðir *** / Timor Sol - íbúðir *** 4 í íbúð í viku 69.990 100.250 30.260 3 í íbúð í viku 79.990 107.250 27.260 2 í íbúð í viku 89.990 115.400 25.410 2 í stúdíó í viku 79.990 110.500 30.510 Castle Beach - íbúðir *** / Principito Sol - íbúðir ***+ *)4-5 (þar af 1-2 börn í fjölsk.herbergi í viku ***) 69.990 97.600 27.610 4 í íbúð í viku 79.590 99.650 20.060 3 í íbúð í viku 89.590 116.450 26.860 Hotel Roc Flamingo *** - allt innifalið **) 3 í herb. í viku (3. aðili barn) - allt innifalið 99.990 145.565 45.575 2 í herbergi í viku - allt innifalið 119.890 159.900 40.010 Hotel Las Palomas **** - hálft fæði 4 í herb. í viku (3. og 4. aðili börn) - hálft fæði 99.990 124.050 26.060 2 í herbergi í viku - hálft fæði 109.990 143.200 33.210 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, fæði þar sem við á (eftir því sem valið er) og íslensk fararstjórn. Verð er netverð á manni. Ath. enginn barnaafsláttur í íbúðagistingu - aðeins í hótelgistingu. Verðdæmi Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í spennandi sumarleyfisferðir 9. og 16. júní til eins allra vinsælasta sólar- áfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol á Spáni. Í boði eru vikuferðir, með möguleika á framlengingu um eina eða fleiri vikur. Fjölbreytt gisting í boði, bæði íbúðir og hótel, á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu, og miklu, miklu meira til. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu Costa del Sol Þú sparar allt að138.050 kr. á mann - allt að 45.575 kr. á mann **Frábær sértilboð á vinsælum brottförum í júní! – mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Hettu- regnkápur Margir litir Verð kr. 25.900 Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Ný sending bolur 1900.- buxur 3900.- AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.