Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 39
Menning 39FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Titanic Margir felldu tár yfir Titanic sem var gríðarvinsæl á sínum tíma. Hjálpa gömlum Titanic-fara LEIKARARNIR Leonardo DiCaprio og Kate Winslet hafa veitt Millvinu Dean, sem er ein eftir á lífi af þeim sem voru um borð í Titanic er það sökk árið 1912, fjárstyrk. Er styrkurinn veittur til að hún geti áfram dvalist á dvalarheimili þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Millvina er 98 ára gömul og ákváðu leikararnir að aðstoða hana eftir að ljósmyndarinn Don Mullan leitaði til þeirra. Hann hafði áður reynt að afla fjár fyrir Dean með því að selja ljósmyndir af höndum hennar. DiCaprio og Winslet léku aðalhlutverkin í stórmyndinni Titanic frá árinu 1997 sem byggist á hinni afdrifaríku jómfrúarferð skipsins. „Gömul kona berst enn fyrir lífi sínu, í þetta sinn reynir hún að komast hjá því að drukkna í kostnaði við dvalarheimilisvist sína. Þetta var bara ekki rétt, ekki síst í ljósi þess hversu mikilla fjármuna frá- sögnin af Titanic hefur aflað á undanförnum árum,“ segir hann. „Þetta var fólk sem gat og mér fannst að ætti að hjálpa henni. Að bregðast Millvinu Dean, síðasta áþreifanlega tengiliðnum við Titanic, hefði gert lítið úr þeirri samúð sem heimurinn hefur sýnt vegna harmleiksins. Millvina var níu vikna gömul er hún sigldi með skipinu frá Southampton á Englandi áleiðis til Bandaríkjanna. ÁSTRALSKA poppsöngkonan Ky- lie Minogue missir ekki svefn yfir þeirri staðreynd að hún nýtur ekki sömu vinsælda í Bandaríkjunum og hún gerir í Evrópu og Ástralíu. Hins vegar lætur hún sig oft dreyma um að vera fræg Holly- wood-leikkona. Minogue sem hóf ferilinn fyrir 20 árum í áströlsku sápuóperunni Grönnum (Neighbo- urs) viðurkennir að hún hafi ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir á ferl- inum og að sumar ákvarðanirnar hafi orðið til þess að kvikmyndafer- illinn er ekki eins vel á veg kominn og hana hefði langað. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir hún að hana dreymi um að hitta leikstjóra sem ráði hana í hlutverk á svipaðan hátt og Nick Cave fékk Minogue til að syngja með sér í laginu Where The Wild Roses Grow árið 1996 sem var sannarlega af öðrum toga en það sem Kylie hafði áður gert, tónlistarlega. „Cave sá mig í allt öðru ljósi, trúði á mig og treysti því að ég gæti uppfyllt óskir hans um lagið. Og það heppnaði stórkost- lega,“ segir Minogue sem heldur í tónleikaferðalag um Bandaríkin síðar á þessu ári. Dreymir um frægð í Hollywood Reuters Kylie Minogue Vinsæl söngkona sem hóf ferilinn sem leikkona. VELSKI stórsöngvarinn Tom Jones klæðist alltaf svörtum buxum þegar hann kemur fram opinberlega svo að svitablettirnir sjáist síður. Þetta at- vinnuleyndarmál upplýsti söngv- arinn í viðtali við Observer-tímaritið á dögunum en þar tjáði hann blaða- manni að hann væri með mjög virka svitakirtla. „Ég svitna mikið þegar ég er á sviði. Þess vegna er nauðsyn- legt að buxurnar séu svartar svo svitablettirnir sjáist ekki. Þegar ég var að byrja að syngja gekk ég alltaf í mjög þröngum buxum – á þeim tíma gengu að vísu allir í þröngum buxum en fáir í jafn þröngum buxum og ég. Einu sinni þegar ég var í miðju lagi í sjónvarpsþætti í Cardiff kraup ég með þeim afleiðingum að buxurnar rifnuðu að aftan. Til að slá þessu upp í grín sagði ég við áhorf- endurnar: Þetta er tileinkað þeim sem halda því fram að ég gangi ekki í nærbuxum, beygði mig fram og sýndi í rauðu nærbuxurnar. Ég hef í seinni tíð tekið þetta atriði af dag- skránni.“ Gengur alltaf í svört- um buxum Reuters Íslandsvinur Tom Jones er snjall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.