Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SJÓVÁ verður auglýst til sölu á næstunni þannig að öllum áhuga- sömum fjárfestum gefist kostur á því að bjóða í félagið. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, stærsta kröfuhafa Sjóvár, segir að það geti mögulega gerst síðar í þess- ari viku. „Það er á stefnuskránni hjá okkur að auglýsa en ég get ekki al- veg sagt hvenær það verður. Það er þó verið að stefna að því að geta birt hana í vikunni.“ Eina tryggingafélagið sem starfar á Íslands sem hefur enn ekki skilað ársreikningi er Sjóvá. Félagið er bú- ið að birta rekstarreikning fyrir vá- tryggingahluta starfsemi sinnar en hefur ekki getað birt efnahagsreikn- ing. Heimildir Morgunblaðsins herma að töluvert af eigin fé vanti inn í félagið til að það standist lág- mörk Fjármálaeftirlitsins (FME) um eiginfjárhlutfall, svokallað gjald- þol. Stefnt er að því að láta nýja eig- endur félagsins leggja því til það fé sem vantar upp á og því er ekki hægt að birta efnahagsreikning félagsins fyrr en að salan er frágengin. Árni staðfestir að tafir í söluferlinu séu ástæðan fyrir því að en sé ekki búið að birta ársreikninginn. „Hann verð- ur ekki birtur fyrr en við höfum klár- að þessa endurskipulagningu á fé- laginu. Það er ástæðan fyrir því að við erum búnir að vera að vinna svona mikið í þessu máli í allan þenn- an tíma.“ Avant líklega ekki inn í Sjóvá Sjóvá var áður í eigu fjárfesting- arisans Milestone, sem skilanefnd Glitnis hefur nú tekið yfir. Á meðal annarra eigna Milestone var Avant sem sérhæfir sig í fjármögnun öku- og atvinnutækja. Um tíma stóð til að Avant yrði rennt inn í Sjóvá en Árni segir að af því verði líklega ekki. „Það var ein af leiðunum sem við vor- um að kanna en mér sýnist að við förum líklega aðra leið með Avant og leysum þeirra mál sérstaklega.“ Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé meðal annars vegna þess að nokkrir þeirra fjárfesta sem hafa lýst yfir áhuga á að eignast Sjóvá hafi ekki viljað Avant með í pakk- anum. Stefnt á að auglýsa eftir tilboðum í Sjóvá á næstunni  Birting ársreiknings Sjóvár hangir saman við sölu  Avant ekki undir Sjóvá Í HNOTSKURN »Sjóvá var í eigu ModernaFinance sem var sænskt dótturfélag Milestone. »Milestone og innlendareignir þess félags eru nú á forræði skilanefndar Glitnis. »Samkvæmt ársreikningiSjóvár 2007 átti félagið fjárfestingaeignir að andvirði 49 milljarða króna. Eignirnar voru erlendar fasteignir sem Milestone, þáverandi eigandi félagsins, lagði inn í Sjóvá til að jafna út viðskiptaskuld. Aðrar eignir undir þessum lið komu frá Askar Capital. ÞETTA HELST ... ● MICROSOFT hefur ákveðið að gefa út skuldabréf til að fjármagna kaup á eigin hlutabréfum. Verður þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið tekur lán, en það hefur verið skuldlaust frá stofnun þess. Í tilkynningu segir að með þessu vilji Microsoft nýta sér gott lánshæfi og kauptækifæri í hlutabréfunum, sem lækkað hafa um 35%. bjarni@mbl.is Microsoft mun taka 40 milljarða dala lán ● Í viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag var ranglega haldið fram að reksturs Egils Árnason- ar hefði verið seldur án auglýsingar eft- ir að fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta. Hið rétta er að skipaður var skiptastjóri yfir félagið sem aug- lýsti eftir tilboðum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Í kjölfarið var rekst- urinn seldur Parketvali ehf. Parketval er í eigu feðganna Einars Gottskálks- sonar og Ásgeirs Einarssonar og hefur fjölskylda þeirra rekið Harðviðarval í um 30 ár. thordur@mbl.is Rekstur Egils Árnasonar var auglýstur til sölu NÝTT útibú MP Banka var opnað klukkan 13 í dag í Borgartúni 26 á 10 ára afmælisdegi MP. Í húsinu var áður til húsa útibú SPRON, en allir starfsmenn útibúsins eru fyrr- verandi starfsmenn sparisjóðsins. Margeir Pétursson, stjórnar- formaður MP, sagði við þetta til- efni að markmiðið væri að bankinn yrði sá best rekni og hagkvæmasti banki landsins, án þess þó að slegið yrði af kröfum um persónulega þjónustu við viðskiptavini. „Markmiðið er að vera með eina öfluga þjónustumiðstöð fyrir við- skiptavini okkar, en að afgreiðslan fari að sem mestu leyti fram í gegnum netið. Ísland er sérstakt að því leyti hve netnotkun er al- menn og með réttri notkun net- tækninnar er hægt að reka banka með mun hagkvæmari hætti en með þéttriðnu og fjárfreku útibúa- neti.“ MP hafði áður gert tilboð í vöru- merki og ákveðnar eignir SPRON, en það mál hefur ekki enn verið til lykta leitt. Margeir sagði í samtali við Mbl.is að nú þegar bankinn væri búinn að stofna sinn eigin net- banka og útibú hefðu aðstæður breyst. Hann hefði hins vegar enn áhuga á að kaupa tækjabúnað SPRON. MP Banki hf. var stofn- aður árið 1999 og hét þá MP Verð- bréf. Árið 2003 fékk bankinn fjár- festingabankaleyfi og bauð þá alhliða fjárfestingabankaþjónustu. MP Banki fékk fullt viðskipta- bankaleyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og séreign- arsparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Í apríl síðastliðnum tók Netbanki MP til starfa eftir að ekkert virtist ætla að verða úr kaupum hans á Netbankanum nb.is af SPRON. bjarni@mbl.is Opnaði á afmælisdaginn Fyrstur í röðinni Baldvin Tryggvason, sem var sparisjóðsstjóri SPRON um árabil, var fyrsti viðskiptavinur í nýju útibúi MP banka í Borgartúni. MP opnar útibú í Borgartúni    !"#$ %$& '&#      ()**# !" '+&! '&#        ")+( ()!#( '(&" '$&     +)+#* +)"*! '$&* '(&$       *"# !(" %(&( '&#   MORGUNBLAÐINU hefur verið neitað um aðgang að þeim gögnum um Icesave-deilu Íslands og Breta sem lögð voru fyrir utanríkismála- nefnd Alþingis hinn 24. apríl síðast- liðinn. Um er að ræða minnisblöð um símtöl sem Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, átti annars vegar við Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, hinn 5. október 2008 og hins vegar við Alistair Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, hinn 9. október 2008. Í svari ráðu- neytisins við beiðni Morgunblaðsins um aðgang að gögnunum segir að „vinnuskjöl þessi eru undanþegin upplýsingaaðgangi … þau hafa hins vegar verið afhent annars vegar rannsóknarnefnd Alþingis og hins vegar utanríkismálanefnd … til þess að þessir aðilar geti gegnt lögboðnu hlutverki sínu.“ Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem situr í nefndinni sagði eftir fundinn að gögnin hefðu leitt í ljós að hún hefði haft ranga mynd af gangi mála í Icesave-deilunni. thordur@mbl.is Neita aðgangi að Icesave-gögnum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FJÁRMAGNSSKIPAN Icelandair Group mun væntanlega breytast umtalsvert á næstu vikum, að því er forstjóri félagsins, Björgólfur Jóhannsson, sagði á kynningar- fundi í gær. Kom ekki nánar fram á fundinum hvað felast mundi í þess- um breytingum. Annað hvort mun félagið selja eignir eða auka hlutafé. Fram kom á fundinum að félagið vinni að lausn með helsta kröfuhafa þess. Vaxtaberandi skuldir Icelandair Group námu í lok fyrsta ársfjórð- ungs 44,5 milljörðum króna og er um helmingur þeirra skammtíma- skuldir. „Nauðsynlegt er fyrir félagið að grynnka á skuldum sínum, en mið- að við núverandi stöðu er óljóst hversu hlutafé félagsins er mikils virði. Hægt er að lækka skuldir með sölu á einstökum eignum eða aukningu hlutafjár, en við núver- andi aðstæður eru báðar leiðir erf- iðar,“ segir Valdimar Halldórsson sérfræðingur hjá IFS. Uppgjör Icelandair var undir væntingum IFS, en rekstur Smart- Lynx í Lettlandi og Icelandair Cargo gekk fremur illa á tíma- bilinu og verr en gert var ráð fyrir. Á fjórðungnum var 3,6 milljarða króna tap á rekstri Icelandair, en IFS hafði spáð 2,3 milljarða króna tapi. Endurskipulagning í pípunum hjá Icelandair Afkoma félagsins var undir væntingum sérfræðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.