Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Eftir Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla | Sauðburður er hafinn í Þingeyjarsýslu og gengur vel en Esther Björk Tryggvadóttir og Þrá- inn Ómar Sigtryggsson á Litlu- Reykjum í Reykjahverfi ráku upp stór augu þegar ærin Kvísl bar þremur lömbum og reyndist eitt þeirra tvíhöfða. Lambið hafði mikla lífslöngun í fyrstu og jarmaði og saug á báðum höfðum samtímis. Það var þó ekki lengi og lagðist það út af og dó nokkru eftir fæðinguna. Hin lömbin lifa og eru alheilbrigð. Jón Viðar Jónmundsson sauðfjár- ræktarráðunautur hjá Bændasam- tökunum segir að alltaf komi fram stökkbreytingar sem þessar hjá búfé en ekki sé hægt að rekja þær til ein- stakra hrúta og þetta liggi ekki í ætt- um. Hann segir að um 550-600 þús. lömb fæðist hér á landi á hverju vori en einungis sé um að ræða 1-3 tilvik af tvíhöfða lömbum á ári og því sé hlutfallið mjög lágt. Hann segir að vansköpun í erlendum búfjárkynjum sé mun algengari en hér og á það við um hross, kindur og kýr. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vansköpun Tvíhöfða lambið fædd- ist lifandi og fullburða en dó síðan. Bar tví- höfða lambi LÉTT var yfir vinkonunum Daníelu og Söru sem voru úti að ganga með hundinn Rútus er ljósmyndari átti leið um Lönguhlíðina í Reykjavík í vik- unni. Þrátt fyrir vinda og vætu er nauðsynlegt fyrir menn og dýr að viðra sig og miðað við veðurspár ætti að viðra vel til þess næstu dagana. Morgunblaðið/Eggert Með Rútus í rigningunni Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ERFÐALINDASETUR hefur verið stofnað við Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri. Í upphafi verður lögð áhersla á að kynna starf erfða- nefndar landbúnaðarins að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Erfðalindasetrið var stofnað með samningi Landbúnaðarháskólans og (LBHÍ) sjávarútvegs- og landbún- aðarráðueytisins fyrir hönd erfða- nefndar landbúnaðarins. Setrið verð- ur opinn samstarfsvettvangur allra þeirra sem vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, að sögn Áslaugar Helga- dóttur, prófessors við LBHÍ og for- manns erfðanefndar. Við þetta tækifæri kynnti nefndin nýja stefnumörkun fyrir starf nefnd- arinnar næstu fimm árin. „Hlutverk setursins er að skapa okkur færi á því að fylgja eftir þessari stefnumörkun og virkja alla þá sem hafa áhuga á þessum málaflokki.“ Erfðanefnd mun ráða starfsmann í hlutastarf við setrið. Í upphafi verður áhersla lögð á að kynna almenningi starfið. „Fæðuöryggi heimsins á allt sitt undir aðgangi að erfðaefni. Þau glatast fljótt efnin sem við þurfum ekki á að halda í augnablikinu en við getum þurft að leita í þau síðar vegna breytinga á ytri aðstæðum,“ segir Ás- laug. Ætlunin er að erfðalindasetrið annist samskipti við Norrænu erfða- miðstöðina sem Íslendingar eiga aðild að. Allar ræktaðar tegundir Íslendingar standa að alþjóðlegum samningi um líffræðilega fjölbreytni, Ríó-sáttmálanum, og hafa skuldbund- ið sig til að varðveita erfðalindirnar. Sáttmálinn nær til alls lífríkisins og erfðanefnd landbúnaðarins hefur tek- ið á sig ábyrgð á ræktuðum teg- undum. „Sviðið er mjög vítt. Undir það falla tegundir sem hafa haft, hafa eða geta haft hagnýtt gildi í landbún- aði. Einnig tegundir sem hafa menn- ingarsögulegt gildi,“ segir Áslaug. Hún nefnir fóðurplöntur, nytjaplöntur og trjátegundir, jafnt villtar sem kyn- bættar og innfluttar. Kartaflan er dæmi um það síðastnefnda. Verndun landnámsstofna búfjár er mikilvægt verkefni hjá nefndinni. „Það er einstakt að heil þjóð skuli byggja landbúnað á svona gömlum búfjártegundum,“ segir Áslaug. Loks falla ræktaðir ferskvatnsfiskar eins og lax og bleikja undir verksvið nefnd- arinnar. Erfðalindasetur á Hvanneyri Kiðlingar Erfðanefnd styður varð- veislu íslenska geitfjárstofnsins. Erfðanefnd kynnir starfsemi sína Orlofshús RSÍ um land allt Rafiðnaðarsamband Íslands á og rekur 42 orlofshús á 13 stöðum á landinu og 13 tjaldvagna. Erlendis býðst félögum íbúð í Kaupmannahöfn og 2 hús á Spáni. Alls 58 orlofseiningar. Skógarnes glæsilegt orlofssvæði RSÍ við Apavatn Skógarnes er 25 hektara orlofssvæði sem rafiðnaðarmenn hafa byggt markvisst upp á undanförnum árum. Þar eru 15 orlofshús, þar af 10 ný og glæsileg 100m hús og eitt 270m , tjaldsvæði með grillhúsi, 2 rúmgóðum snyrti- húsum með sturtum og uppþvottaaðstöðu. Félagsmönnum býðst veiði í Apavatni og bátar, golfvöllur, 9 holur með 50m-250m par3 brautum og 9 holu púttvelli, göngu- og hlaupa- stígar, knattspyrnuvöllur, strandblaksvöllur, körfuboltavöllur, risastórt trampólín og 3 vel útbúnir leikvellir. Ath. Svæðið er einungis ætlað félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og gestum. Fjölskylduhátíðin verður um Jónsmessuna 19.-21. júní í Skógarnesi. Spennugolfið verður 26. júní á Öndverðarnesvelli. Veiði- og útilegukortin verða á 25% afslætti í sumar. Gleðilegt RSÍ sumar! Nánari upplýsingar á orlofsvef RSÍ á rafis.is 2 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.