Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Bankahrunið hefur meðal annarsverið rakið til þess að slakað var á kröfum um bindiskyldu, sem auðveldaði stjórnendum bankanna að fara glannalega að ráði sínu.     Nú hefur verið ákveðið að afnemabindiskyldu með öllu á Alþingi.     Ljóst er að þjóð-in mun anda léttar við þessa ráðstöfun.     Bindiskyldanvar birting- armynd gamalla kynjahugmynda.     Karlar á þingi voru skyldaðir tilað vera með bindi, en engar slíkar kvaðir voru settar á konur. Þetta gekk vitaskuld þvert á allar hugmyndir um jafnrétti og má velta fyrir sér hvort þessi krafa hafi ekki fælt frá hæfileikafólk, sem ella hefði sóst eftir setu á þingi.     Hálsbindi er í raun ekki annað enhengingaról og hver vill ganga með snöru um hálsinn á hinu háa alþingi?     Þá er hætt við því að hálstau heftiblóðflæði til höfuðsins og hafi þar með takmarkandi áhrif á rök- vísi, hugsun og andagift.     Því má búast við að nú leysist úrlæðingi nýr kraftur á þingi. Nú verði tekið til við að bæta úr stöðu heimilanna af krafti, sem hæfir hinni brýnu þörf, og hafist handa af undanbragðalausri eljusemi við að moka upp úr forarvilpu fjármála stjórnmálaflokkanna þannig að þeir geti endurunnið traust al- mennings.     Búsáhaldabyltingin hefur skilaðsínu. Góður Hnútamenn á undanhaldi. Afnám bindiskyldu FRUMVARP um frjálsar handfæraveiðar, svo- kallaðar strandveiðar, er í smíðum í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á vorþinginu, sem hefst á morgun. Nái frumvarpið fram að ganga er stefnt að því að strandveiðarnar hefjist strax í sumar. Að sögn Sigurgeirs Þorgeirssonar ráðuneytis- stjóra hefur ráðuneytið leitað álits ýmissa aðila við samningu frumvarpsins. Ef frumvarpið verður samþykkt reiknar hann með því að það verði end- urskoðað næsta vetur, með hliðsjón af því hvernig framkvæmdin gengur í sumar. Því megi segja að veiðarnar í sumar verði nokkurs konar tilrauna- veiðar. Samkvæmt hugmyndum Steingríms J. Sigfús- sonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, verður heimilt að veiða 8,627 tonn af fiski í frjálsum hand- færaveiðum í sumar. Meðal annars á byggðakvóti þessa fiskveiðiárs að fara í þennan flokk, en eftir er að úthluta honum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur bloss- að upp mikill áhugi á þessum veiðum. Þannig hef- ur eftirspurn eftir bátum, sem eru 15 tonn eða minni, rokið upp úr öllu valdi. sisi@mbl.is Strandveiðifrumvarp í smíðum Frjálsar handfæraveiðar hefjast strax í sumar ef Alþingi samþykkir frumvarpið Morgunblaðið/Jim Smart Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Algarve 22 léttskýjað Bolungarvík 15 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Madríd 23 léttskýjað Akureyri 16 heiðskírt Dublin 10 skúrir Barcelona 20 léttskýjað Egilsstaðir 12 léttskýjað Glasgow 15 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 13 alskýjað Róm 26 heiðskírt Nuuk -3 léttskýjað París 22 skýjað Aþena 25 heiðskírt Þórshöfn 10 léttskýjað Amsterdam 20 heiðskírt Winnipeg 10 skúrir Ósló 14 heiðskírt Hamborg 17 heiðskírt Montreal 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt New York 18 heiðskírt Stokkhólmur 14 heiðskírt Vín 16 léttskýjað Chicago 14 skúrir Helsinki 15 léttskýjað Moskva 14 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 14. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.29 0,9 9.30 3,1 15.26 1,0 21.53 3,3 4:15 22:34 ÍSAFJÖRÐUR 5.29 0,5 11.14 1,5 17.11 0,6 23.34 1,8 3:56 23:03 SIGLUFJÖRÐUR 1.13 1,2 7.40 0,3 13.52 1,0 19.34 0,5 3:38 22:47 DJÚPIVOGUR 0.36 0,7 6.18 1,7 12.28 0,6 18.54 1,9 3:39 22:10 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Austan kaldi og súld eða dálítil rigning af og til um landið sunnanvert, en yfirleitt hægari og bjart norðantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast norðvestantil. Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag Austlæg átt, 3-10 m/s og sums staðar þokuloft við ströndina austantil, en annars víða létt- skýjað, einkum vestantil. Áfram hlýtt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með suðvesturströnd- inni og súld eða dálítil rigning af og til og hætt við þokulofti á annesjum austanlands, en ann- ars víða léttskýjað. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.