Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SVIFRYKSMENGUN var það mikil í Reykja- vík í gær að fólki með ofnæmi eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma var ráðlagt að vera ekki úti í grennd við miklar umferð- argötur. Þetta mikla svifryk má rekja til mengunar sem berst til landsins með sterkum vindum frá meginlandi Evrópu og til sandfoks af Suðurlandi. Þá er óvenjumikið óson í and- rúmsloftinu þessa dagana. Samkvæmt mælingum voru loftgæði í Reykjavík léleg klukkan níu í gærkvöldi; styrkur svifryksins þá 117 míkrógrömm á rúmmetra; en gæðin voru miðlungs að með- altali frá miðnætti. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þegar styrkur svifryks er innan við 50 hefur það lítil áhrif á heilsufar, þegar það er á bilinu 50 til 100 geta einstaklingar með astma fundið fyrir einkennum en þegar styrkurinn fer yfir 100 ætti fólk með ofnæmi, hjarta- eða lungna- sjúkdóma, að vera á varðbergi. Þegar styrkurinn er orðinn meira en 150 getur fólk sem ekki stríðir við vandamál í önd- unarfærum orðið fyrir óþægindum. Þakkar fyrir snjó á hálendinu Tonie Gertin Sørensen, starfsmaður astma- og ofnæmisfélagsins, segir mjög einstaklings- bundið hve fólk er næmt fyrir mengun. Um það bil 15% þjóðarinnar séu með astma en erf- itt sé að segja til um hve margir þjáist við að- stæður eins og í gær. En einhverjir séu þannig að þeir verði að halda sig innandyra við að- stæður eins og voru í borginni í gær, þótt hún hafi ekki staðfest tilfelli um það nú. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra kemur það mikla sandryk sem hrjáð hefur höfuðborgarbúa að mestu frá suður- ströndinni. „Síðustu daga hefur verið vinda- samt á Suðurlandi. Svona sandfok, sem kemur aðallega frá Þorlákshafnarsvæðinu og Land- eyjasöndum, er algengt í maí; gróður er ekki kominn nægilega vel af stað til þess að draga úr fokinu, en þetta minnir okkur á að við eig- um ennþá langt í land við að endurheimta gróðurlendi fyrri alda,“ sagði landgræðslu- stjóri. Sveinn segir mikið mistur hafa verið með allri suðurströndinni. „Landgræðslufólk er ekki kátt í dag. En við þökkum þó fyrir að há- lendið skuli enn hafa vörn af snjónum,“ sagði hann við Morgunblaðið í gærkvöldi. Óvenjumikið óson Sigrún Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands, segir að óvenjumikið óson við yfirborðið sé vegna loftmassa sem berst sunn- an úr Evrópu. Hvasst hefur verið síðustu daga og þá „njótum“ við t.d. útstreymis frá bílum á meginlandinu. Það er, sem sagt, að hluta til að minnsta kosti, útblástur bifreiða sem veldur þessu aukna ósoni. „Við viljum hafa óson í heiðhvolfinu þar sem það virkar sem skjöldur og gleypir hættulega sólargeisla en óson við yfirborð jarðar er ekki æskilegt og getur verið hættulegt heilsu manna,“ sagði Sigrún. Á varðbergi vegna svifryks  Eina ráð sumra astmasjúklinga að halda sig innandyra  Mikið sandfok af suðurströndinni og mengun berst frá meginlandinu  „Enn langt í land við að endurheimta gróðurlendi fyrri alda“ Í HNOTSKURN »Svifryk er agnir sem eru minni en 10míkrómetrar að stærð; það er aðeins um það bil 1/6 af þvermáli hárs! »Ein rannsókn hefur farið fram hér áuppruna svifryks að vetrarlagi. Þá kom í ljós að yfir 60% allrar mengunar að vetri eru vegna samgöngutækja og þar leika nagladekkin stórt hlutverk. ÓFÖGUR sjón blasir við fólki í Úlf- arsárdal í Reykjavík, þar sem ein- hverjir hafa losað sig við steypu- styrktarjárn, gömul vörubretti, ónýtt sement og alls kyns rusl. Mest var við götuna Mímisbrunn, skammt frá stórhýsi Bauhaus við Vestur- landsveg. Staðurinn sést ekki vel frá veginum og því getur fólk athafnað sig þarna í ró og næði og einhverjir hafa greinilega nýtt sér það. „Þetta er verulega sóðalegt. Það er alveg grátlegt að sjá þennan sóða- skap,“ sagði Óttarr Örn Guðlaugs- son, formaður hverfisráðs Grafar- holts og Úlfarsárdals, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann skoðaði sig þar um eftir að blaðið benti honum á hvers kyns var. „Það er ekki gott að segja hvers vegna fólk gerir þetta. Annað hvort nenna menn ekki með þetta í Sorpu eða þeir eru að spara. En fólk ætti að hafa í huga að þetta eru ekki rusla- haugar og með því að ganga svona um umhverfi sitt sparar það ekki neitt, með framtíðina í huga,“ sagði Óttarr Örn. Sumt af því sem þarna var að finna þarf ekki að greiða fyrir þegar það er skilið eftir í Sorpu þannig að líklega er leti um að kenna í að minnsta kosti einhverjum tilfellum. Auk þess sem nefnt hefur verið var töluvert af ýmiskonar rusli á svæðinu sem greinilega hefur fokið í rokinu undanfarna daga. „Ég skora á einstaklinga og byggingaverktaka í Úlfarsárdalnum að ganga betur um; að tjóðra laust dót niður og farga því ónýta með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Það er leiðinlegt að sjá einangrunarpappa, plast og annað drasl hér á víð og dreif. Þetta er grátlegt; við viljum ekki hafa Úlf- arsárdalinn svona sóðalegan,“ sagði Óttarr Örn. skapti@mbl.is Morgunblaðið/RAX Algjör steypa! Steypustyrktarjárn og múrbrot sem fortjald, líklega vegna leti, að fallegri byggð í Grafarholtinu. „Grátlegt að sjá þennan sóðaskap“ Formaður hverfisráðs hvetur til betri umgengni í Úlfarsárdal Hreint land… Ýmislegt lauslegt hefur fokið í hvassviðrinu síðustu daga. REKSTRARNIÐURSTAÐA Ár- borgar fyrir síðasta ár var neikvæð upp á 1.364 milljónir króna. Að sögn bæjarstjóra vega þar langþyngst vextir, verðbætur og gengismunur. Í allri samstæðunni er halli vegna fjármagnsliða 1,4 milljarðar króna. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæj- arstjóri segir að mikil uppbygging hafi átt sér stað á Árborgarsvæðinu á umliðnum árum. „Það hafa verið tekin lán fyrir hluta af þeirri upp- byggingu og það er mjög dýrt að skulda í dag.“ Strax síðasta haust var gripið til aðhaldsaðgerða í bæjarfélaginu og gripið til ýmissa ráða til að draga úr almennum rekstrarkostnaði. Einnig hefur ver- ið farið í töluverð- an niðurskurð við gerð fjárhags- áætlunar fyrir þetta ár. Ragn- heiður segir enga svartsýni í Ár- borg, fólksfjölgun hafi verið mikil og ef atvinnulífið glæðist og lifnar yfir íbúðamarkaði muni hlutirnir halda áfram að þróast á jákvæðan hátt fyrir bæjarfélagið. andri@mbl.is Tæplega 1,4 millj- arða tap í Árborg  Fjármagnsliðir vega verulega þungt Ragnheiður Hergeirsdóttir HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í varðhald til 5. júní nk. Maðurinn er ásamt bróður sínum grunaður um að hafa nauðgað 19 ára stúlku. Réttinum þótti saksóknari ekki hafa fært fyr- ir því viðhlítandi rök að halda ætti manninum í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Stúlkan sakar mennina um að hafa nauðgað sér í bifreið nálægt Kolaportinu aðfaranótt 2. maí. Mennirnir voru handteknir um morguninn og úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu sl. föstudag um að framlengja varðhald yfir öðrum þeirra, en með dómi Hæstaréttar hefur þeim nú báðum verið sleppt úr haldi. andri@mbl.is Báðum sleppt úr haldi ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.