Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 33
Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand PABBI, KÆRASTAN MÍN ER FRÁ- BÆR! HÚN KANN MJÖG VEL Á DÝR ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... ÉG SKAL SPYRJA HANA HVAÐ ERTU FLJÓT AÐ REITA KJÚKLING? ÞETTA HEFUR VERIÐ GÓÐ VIKA! Æ, NEI ÞAÐ KOMA EKKI OFT GESTIR TIL MÍN SEM ERU JAFN VINGJARNLEGIR OG ÞÚ HVERNIG VAR RÁNSFERÐIN TIL ENGLANDS? HRÆÐILEG! ÞAÐ RIGNDI ALLAN TÍMANN! HVAÐ TÓKSTU MEÐ HEIM Í POKANUM ÞÍNUM? TVÆR REGNHLÍFAR OG REGNGALLA ÉG SKAL SVARA! ATLI? NEI, HANN KEMST ÞVÍ MIÐUR EKKI Í SÍMANN EINS OG ER HANN ER Á DOLLUNNI FLÚÐI LANGAFI MINN TIL AÐ SLEPPA VIÐ OFSÓKNIR? JÁ, ÞETTA VORU HRÆÐILEGIR TÍMAR VIÐ EIGUM AÐEINS NÓGA PENINGA TIL AÐ EITT OKKAR GETI FARIÐ „SNEMMA Á TUTTUGUSTU ÖLDINNI HVATTI RÚSSAKEISARI ÞEGNA SÍNA TIL AÐ OFSÆKJA GYÐINGANA Í RÍKINU. LÍFIÐ VARÐ ÓBÆRILEGT“ „LANGAFI ÞINN VAR SAMT MJÖG HISSA ÞEGAR FJÖLSKYLDAN HANS SAGÐI HONUM AÐ FLÝJA LAND“ FYRST ÞÚ VILT EKKI FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ SIMON KRANDIS Í KVÖLD... ALDREI! ÆTLA ÉG AÐ LÁTA MIG HVERFA SKRÍTIÐ... ÞÚ HAFÐIR EKKI MIKLAR ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ ÉG MYNDI MEIÐA MANNINN ÞINN Æ, NEI! HANN GÆTI LAGT TVO OG TVO SAMAN OG ÁTTAÐ SIG Á ÞVÍ AÐ ÉG ER KÓNGULÓARMAÐURINN HVAÐ VARÐ UM JÚNÍ? SUMARFRÍIÐ ER AÐ HVERFA EINS OG DÖGG FYRIR SÓLU! ÞAÐ HVERFUR ALLT OF HRATT! VIÐ VERÐUM AÐ NÝTA TÍMANN SEM VIÐ HÖFUM! VIÐ VERÐUM AÐ LEIKA OKKUR! HVAÐ Á HANN EFTIR AÐ GERA Í LOK ÁGÚST? Æ, NEI! ÞAÐ HEFUR LIÐIÐ HÁLFTÍMI FRÁ ÞVÍ FYRIR HÁLFTÍMA SÍÐAN! Æ, NEI! Æ, NEI! ÞAÐ ER STRAX KOMINN JÚLÍ! Grasagarðurinn er bæði fagur og fræðandi og er gönguferð um hann nær- andi fyrir sál og líkama. Í kvöld kl. 20 verður fyrsta fræðsluganga sumars- ins í Grasagarðinum en þá mun Hjörtur Þorbjörnsson, safnstjóri garðsins, upplýsa gangandi gesti um töfra og fjölbreytni hátíðarlilja. Eftir leiðsögn- ina er boðið upp á heitt piparmintute. Morgunblaðið/Ómar Gengið í Laugardal Er þetta í lagi? FINNST virkilega eng- um neitt athugavert við það að Edda Rós Karls- dóttir sé orðin ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og Ásgeir Jónsson hafi sést vera að gefa nýju ríkisstjórninni góð ráð í efnahags- málum? Þessi tvö voru helstu sölumenn hjá bönkunum sem settu okkur á haus- inn, komu reglulega í fjölmiðla og sögðu okkur hvað allt væri frábært í bönkunum og t.d. hvað Danir væru nú vitlausir að vera að gagnrýna okkur. Þau sögðu okkur líka að það væri frábært að kaupa hlutabréf í bönkunum og fleiri fyr- irtækjum korteri áður en allt fór á hausinn. Þau sögðust hafa vit á hlut- unum og við gleyptum við því. Ég segi fyrir mína parta að ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur upp úr krepp- unni þá líst mér ekki á blikuna. Hvers vegna fjallar enginn fjölmiðill um ábyrgð þessa fólks á hruninu? Vill kannski ríkisstjórnin fá Jón Ásgeir til að ráðleggja sér við endurreisn at- vinnulífsins líka? Reiður Íslendingur. Sparnaðurinn lifi NÝJA ríkisstjórnin þeirra Jóhönnu og Steingríms segist ætla að spara og skera niður og er gott ef það tekst. Í kvöldfréttum sjónvarps sagðist Stein- grímur m.a. ætla að spara ferðakostn- að, risnu og fleira. Ríkisstjórnin byrj- ar sparnaðinn með því að fljúga til Akureyrar til að halda fyrsta rík- istjórnarfundinn á Ak- ureyri, kjördæmi Stein- gríms. Já, og hann tekur það sérstaklega fram að hann ætli bara að fljúga í almennu áætlunarflugi. Er búið að selja allar einkaþot- urnar úr landi? Ekki hægt að fá eina lánaða? Eflaust finnst mörg- um kostnaður við svona flugferð með tilheyr- andi, bílum, mat o.fl. ekki skipta neinu meg- inmáli, en ég vil bara minna á að einn frægur fjár- málamaður hér áður fyrr sagði þegar menn voru að hneykslast yfir að hann reiknaði vexti alltaf upp á aur, já jafn- vel einn eyri. „Hvert hár gerir skugga, góði minn.“ Það er nefnilega þannig að þegar mörg hár koma saman þá verður skugginn stór. Þetta rifjaðist bara svona upp við orð þeirra Steingríms og Jóhönnu. Þau þurfa að sýna gott fordæmi og byrja að spara og muna að hvert hár gerir skugga. Óli. Bíllyklar í óskilum BÍLLYKLAR á TM-lyklakippu merkt nafni fundust í Smárahverfi í Kópavogi. Upplýsingar í síma 896- 0424.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður 9-16.30, botsía kl. 9.30 leikfimi kl. 11. helgistund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Vorgleði kl. 17. Handverkssýning hefst á morgun, þar er sýnt það helsta sem unnið hefur verið í vetur og stendur sýningin til 29. maí, opið er kl. 9-16 virka daga. Línu- danshópur sýnir dans kl. 14 á morgun. Dalbraut 18-20 | Viðtalstími matsfull- trúa félagslegrar heimaþjónustu er kl. 13. Bíóstund í setustofu kl. 13.30. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Gjábakka kl. 13.30, stjórnandi Sigurbjörn Ólafsson. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára á föstudag kl. 14, stjórnandi Guðmundur Magnússon. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, rammavefnaður í handa- vinnustofu, bingó kl. 13.30 og myndlist- arhópur kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin kl. 9-16, ganga kl. 10, brids kl. 13. Kynning á sumarstarfsemi verður föstudaginn 8. maí kl. 15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12, karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14. Síðasti dagur vorsýningar í Jónshúsi. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30 í umsj. sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi eru vinnustofur opnar, m.a myndlist, perlu/bútasaumur, kóræfing kl. 16. Uppl. í s. 575-7720. Hraunbær 105 | Boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, félagsvist, kl. 14. Hraunsel | Rabb kl. 9, bíó 10.30, leik- fimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20, sundleikfimi Ástjarnarlaug kl. 11.50, glerskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, púttstofa kl. 9-17. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9, botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30, aftur af stað kl. 16.10. Böðun f. hádegi og hársnyrting. Hæðargarður 31 | Kaffi í Betri stofunni kl. 9, listasmiðja kl. 9-16, leikfimi kl. 10, Stefánsganga kl. 9.10, dísir og drauma- prinsar kl. 13.30, línudans kl. 15, tangó kl. 18. Uppl. í s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Opið púttmót í Sporthúsinu Dalsmára kl. 10-12.30. Í íþróttah. Sýning Glóðarfélaga og gesta- hópa verður kl. 15 í íþróttah. Digranesi. Sýnd verða atriði frá „Golden Age“ á Kanarí sl. haust. Enginn aðgangseyrir. Húsið opnað kl. 14.30. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi kl. 9.30 á morgun í Grafarvogslaug. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og léttar æfingar kl. 9.45. Handverks- og bókastofa opin kl. 13, botsía kvennaklúbbur kl. 13.30. Hár- greiðslustofa, s. 862 7097, fótaað- gerðastofa, s. 552 7522. Norðurbrún 1 | Leikfimi kl. 9.45, leir- listarnámskeið og handavinna, botsía kl. 10, smíðaverkst. opið, bókabíll kl. 10. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, kóræfing kl 13.30, leikfimi kl. 13 og tölvukennsla kl. 15. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband, postulín, morgunstund, botsía, fram- haldssagan, handavinnustofan opin eft- ir hádegi, spilað og stóladans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.