Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009  Íslenska atriðið þótti takast nokkuð vel í fyrrakvöld og Jó- hanna stóð sig með prýði eins og við var að búast. Þó veltu margir fyrir sér táknmyndunum að baki Jóhönnu – sér í lagi höfrungnum sem flaug svo kæruleysislega um blátt himinhvolfið og svo freygát- unni sem enginn Íslendingur kann- ast við að hafa lesið um í sögukafl- anum um Innréttingar Skúla Magnússonar. Eftir því sem næst verður kom- ist var hönnunin á myndbandinu í höndum grafísks hönnuðar hjá RÚV og í upphafi var lagt upp með draumkennt umhverfi sem byrjar að kvöldi/næturlagi og endar í sól- arupprás. Þegar til Moskvu var komið tóku rússarnir við og hönn- uðu útlitið enn frekar og það var þar sem freygátan góða og höfr- ungurinn fæddust. Þvílík steypa. Blár höfrungur og rússnesk freygáta Fólk NÚ þegar ljóst er að Ísland tekur þátt í úrslitakvöldi Evróvisjón-söngvakeppninnar á laugardaginn verða eflaust margir kokteilhristararnir dregnir fram og ballskórnir pússaðir. Ýmsir skemmtistaðir ætla að bjóða upp á sérstök Evróvisjónkvöld að ógleymdu mögnuðu Evróvisjón- partíi Páls Óskar sem fram fer á Nasa líkt og und- anfarin ár. Þar koma fram helstu stjörnur landsins: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánson taka „Nínu“, Gleðibankagengið Pálmi Gunnarsson og Helga Möller mæta líka auk Selmu Björnsdóttur, Ein- ari Ágústi og Telmu og Haffa Haff. Á skemmtistaðnum Players í Kópavogi verður sýnt frá keppninni á risaskjám, hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi á eftir og verður með sérstakt evró- visjónþema. Plötusnúður kvöldsins á Apótekinu í Austurstræti mun setja fókusinn á evróvisjónlög og sama verður á Thorvaldsen þar sem Dj Jay Arr ætlar líka að trylla lýðinn á dansgólfinu. Keppnin verður einnig sýnd þar af skjá. Á Oliver verður hægt að horfa á Jóhönnu Guðrúnu af skjá og á eftir, þegar Ísland er búið að vinna, tekur plötusnúðurinn Brynjar Már við með mikla Evró- visjón-stemningu. Þeir sem kíkja inn á English Pub geta ekki látið keppnina framhjá sér fara því þar verð- ur hún sýnd af fjórum risaskjám og fimm sjónvörpum. Einar Ágúst Evróvisjónfari spilar svo eftir miðnætti. Á Q-bar verður keppninni gert hátt undir höfði og munu starfsmenn m.a klæðast Evróvisjóndragi. Fleiri skemmtistaðir munu setja fókusinn á Evró- visjón svo ekki séu nefnd ótalmörg partíin í heima- húsum. ingveldur@mbl.is Evróvisjónpartí út um allan bæ á laugardaginn Páll Óskar Verður á Nasa á laugardaginn.  Markús Þór Andrésson, sýning- arstjóri og heimildamyndasmiður með meiru, undirbýr nú sem hann hraðast getur sýningu Ragnars Kjartanssonar fyrir Feneyjatvíær- inginn sem verður opnaður í byrjun júní. Meðfram því vinnur hann ásamt Ragnheiði Gestsdóttur og Dorothée Kirch að mynd um hinn stórsnjalla myndlistarmann Hrein Friðfinnsson. Myndin mun vera á mörkum þess að vera heimild- armynd og bíómynd en fyrst og fremst rannsókn á listsköpunarferl- inu og m.a. á því hver munurinn sé á því að skoða myndlist eftir því hvort áhorfandinn þekkir myndlist- armanninn eða ekki … Kannski ekki sumarstórmyndin 2010 en áhugaverð engu að síður. Heimildarmynd í bígerð um Hrein Friðfinns  Það má svo að lokum taka fram að áhugi landsmanna á Evróvisjón er slíkur að fimm mest lesnu frétt- irnar á mbl.is í gær fjölluðu allar um Jóhönnu Guðrúnu. Kærkomin stund milli stríða frá nöfnu hennar Sigurðardóttur? Ótrúlega vinsælt Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „PENNINN var tekinn yfir af Nýja Kaupþingi, og heitir núna Penninn á Íslandi. Við það féllu allir leigusamn- ingar úr gildi. Þá var ekkert annað að gera en fara og semja aftur um þá, en það hefur ekki tekist betur en svo að eigend- urnir vilja hækka leiguna upp í upp- hæð sem við ráð- um ekki við að borga,“ segir Elsa María Ólafs- dóttir, versl- unarstjóri Bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18. Hugs- anlegt er að verslunin verði flutt úr húsnæðinu í haust, en þar hefur hún verið allar götur síðan 1962. Ástæð- an er sú að fyrirtækið getur ekki greitt það leiguverð sem eigendur húsnæðisins setja upp. „Allt frá því að eigandinn keypti húsið hefur hann viljað hækka leig- una, sem við teljum að reksturinn myndi aldrei geta staðið undir. Við viljum náttúrlega alls ekki fara, en það þarf auðvitað að vera rekstr- argrundvöllur,“ segir Elsa og bætir því við að bráðabirgðasamningur sé nú í gildi, og að hann renni út í ágúst. Hún vill þó engar tölur nefna í því sambandi. „Ég vona að það finnist einhver flötur á þessu en ég veit þó ekki hvort ég hafi ástæðu til að vera bjartsýn. Eigandinn þarf eðlilega að fá sitt, enda hefur allt hækkað í þjóð- félaginu og hann keypti náttúrlega á versta tíma. En ég veit hins vegar ekki hver á að geta borgað þessa háu leigu sem hann er að biðja um.“ Algjör synd Aðspurð segir Elsa um mjög mikla hækkun að ræða, og að hún nálgist það sem gengur og gerist í versl- unarmiðstöðvum hér á landi. „Það ber mikið í milli þannig að ég er ekk- ert rosalega bjartsýn. Það gæti þó verið smáséns því ég sé ekki hvað gæti komið hérna inn og staðið undir þessari leigu. En ég veit náttúrlega ekkert hvað eigandinn hefur í huga,“ segir hún. „Það er að vísu mjög góð- ur gangur í versluninni, og það væri algjör synd ef við þyrftum að færa okkur. En ef í hart fer myndum við sjálfsagt gera það, en það væri auð- vitað algjör synd fyrir menningu þessa lands að missa þetta. Þetta er náttúrlega besta bókabúðin í bæn- um, þótt ég segi sjálf frá. Við heyrum það mikið frá útlendingum sem hing- að koma að þeir hafi ekki komið inn í svona flotta bókabúð. Við verðum mjög stolt þegar við heyrum það.“ Afborganir hækka Bjarki Júlíusson hjá eignarhalds- félaginu Kaupangi sem á húsnæðið Laugaveg 18, segir að samninga- viðræður standi yfir. „Það er verið að semja um þetta, en þeir eru með skammtímasamning á meðan menn eru að átta sig á þeim breytingum sem urðu þegar Nýja Kaupþing tók fyrirtækið yfir. En ég held að leigan sé eins og eðlilegt er,“ segir Bjarki og bætir því við að afborganir af hús- næðinu hafi hækkað líkt og af öðru húsnæði á Íslandi, en Kaupangur keypti húsnæðið árið 2007. Hann vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Mál og menning í hættu  Hugsanlegt að Bókabúð Máls og menningar þurfi að flytja af Laugavegi 18  Leiguverð of hátt að sögn verslunarstjórans  Flytja annað ef í það fer Morgunblaðið/Eggert Vinsæl verslun „Þetta er náttúrlega besta bókabúðin í bænum, þótt ég segi sjálf frá,“ segir Elsa María Ólafsdóttir. Elsa María Ólafsdóttir Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SPLUNKUNÝ íslensk sjónvarps- þáttasería, Snæfells-saga, er nú í bí- gerð. Á heimasíðu Blueeyes Produc- tions / Sagnar ehf. sem framleiðir þættina kemur fram að höfundar þeirra séu þeir Friðrik Erlingsson, Ásgrímur Sverrisson og Marteinn Þórisson. Alls verður um sex fimm- tíu mínútna langa þætti að ræða og verða þeir sýndir í Ríkissjónvarpinu sem hefur tekið þátt í þróun þátt- anna. Óvíst er hvenær þættirnir fara í tökur og ekkert hefur enn verið ákveðið um hvenær þeir verða tekn- ir til sýninga. Heiður og sæmd Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa þættirnir verið í undirbúningi í hátt í tvö ár. Um frumsamið handrit er að ræða og vísar nafnið í Íslendingasögurnar þótt þættirnir gerist í nútímanum. Þættirnir gerast í Reykjavík en nafnið vísar til þess að þeir fjalla um Snæfells-fjölskylduna, fjölskyldu út- gerðarmanna sem man tímana tvenna. Líkt og í Íslendingasög- unum spila hugtök á borð við heiður og sæmd stóra rullu í þáttunum en þeir gerast bæði á sviði stjórn- og fjármála. Snæfells-fjölskyldan má muna sinn fífil fegurri en vinnur hörðum höndum að því að ná aftur sinni fyrri stöðu í samfélaginu. Þætt- irnir koma þannig bæði inn á góð- ærið og hrunið, þótt þeir hafi verið í undirbúningi frá því löngu áður en það varð. Framleiðendur þáttanna verða þau Baltasar Kormákur og Agnes Johansen. Þrír höfundar með sjón- varpsþáttaseríu í bígerð Morgunblaðið/Kristinn Framleiðandinn Baltasar Kormákur framleiðir ásamt Agnesi Johansen. Snæfells-saga segir frá fjölskyldu útgerðarmanna Erfitt er að segja til um hvert meðal leiguverð á versl- unarhúsnæði við Laugaveginn er um þessar mundir, enda margt sem spilar inn í, svo sem nákvæm staðsetning, ástand húsnæðis og tegund samnings. Samkvæmt óformlegri könnun Morgunblaðsins er algengt fer- metraverð á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Þó herma heim- ildir að hægt sé að fá töluvert lægra verð við götuna, enda mikið af lausu húsnæði þar. 2.000 til 2.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.