Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 DEREK Walcott, sem hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum árið 1992, hefur dreg- ið sig út úr kapp- hlaupinu um stöðu prófessors í ljóðlist í Oxford, vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Fyrr í mánuðinum fengu tugir prófessora í Oxford nafnlaus umslög sem í voru ljósrit upp úr bók þar sem fjallað er um nokkurra ára- tuga gamlar ásakanir á hendur skáldinu. „Ég er vonsvikinn yfir því að svo ómerkilegar aðferðir hafa verið not- aðar í þessum kosningum og ég vil ekki keppa um stöðu þar sem þeim sem hafa kosið að styðja mig kann að þykja það óþægilegt,“ sagði Wal- cott, sem er 79 ára gamall, við blaða- mann The Evening Standard. Samkvæmt The New York Times þýðir ákvörðun Walcotts að ljóð- skáldin Ruth Patel, sem er bresk og barnabarnabarn Charles Darwin, og Indverjinn Arvind Krishna Mehr- otra, keppa um hina virtu stöðu. Kæra hafði við rök að styðjast Ásakanirnar á hendur Walcott um kynferðislega áreitni eru nær 30 ára gamlar en fjallað er um þær í bók- inni „The Lecherous Professor: Sex- ual Harassment on Campus“, eftir Billie Wright Dziech og Linda Wein- er. Það voru síður úr þeirri bók sem voru sendar prófessorunum í Ox- ford. Þar er því meðal annars lýst hvernig Walcott var árið 1982 sak- aður um að viðhafa dónalegt og ögr- andi orðabragð við konu sem var nemendi hans á ljóðlistarnámskeiði við Harvard-háskóla. Hann er sagð- ur hafa spurt nemandann hvort hún myndi sofa hjá honum ef hann bæði hana um það. Nemandinn bar að þegar hún neitaði, hafi Walcott gefið henni C í einkunn. Við rannsókn háskólans var við- urkennt að kæra nemandans hefði átt við rök að styðjast og var ein- kunn nemandans breytt. Árið 1996 kærði nemandi við Boston University Walcott einnig fyrir kynferðislega áreitni og var það mál leyst utan réttarsala. Walcott hættir við Ásökunum um áreitni dreift í Oxford Derek Walcott RÚSSNESKI ofurpíanistinn Olga Kern varð fyrst kvenna til að bera sigur úr býtum í Van Cliburn-píanókeppninni árið 2001 og sigurganga hennar hefur verið óslitin síðan. Olga spreytir sig á einum mesta vir- túósakonserti allra tíma á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Fá dæmi eru um klass- ísk verk sem njóta meiri vinsælda en 2. píanó- konsert Rakmaninoffs. Norski hljómsveitarstjórinn Eivind Gullberg Jensen stjórnar en hann var nýlega nefndur einn af „tíu efnilegustu stjórnendum 21. aldarinnar“ í tónlistartímaritinu Le Monde de la Musique. Tónlist Olga Kern spilar Rakhmaninov Olga Kern GUÐNÝ Hilmarsdóttir ljósmyndari hefur opnað sýninguna „White Si- lence“ í gallerí Verðandi á Laugavegi 51. Þetta er í fyrsta skipti sem Guðný sýnir hér á landi en hún er búsett í Barcelona. Guðný helgar sig skap- andi listljósmyndun og portrettljósmyndun. Hún hefur unnið að mynd- unum sem hún sýnir nú í ferðum sínum til Íslands á undanförnum árum. Guðný telur myndirnar höfða vel til bæði Íslendinga sem og útlendinga sem heimsækja Ísland. Guðný lærði ljósmyndun í IDEP Barcelona frá 1998-2001 og hefur verið að vinna ýmis störf tengd ljósmyndun þar úti síðan. Myndlist Íslensk hvítaþögn í Galleríi Verðandi Hvít þögn. KORALKÓRINN, Älta- Cantaton-Havssångarna frá Nacka í Svíþjóð ásamt Skál- holtskórnum og Karlakór Hreppamanna halda söng- skemmtun og tónleika í Skál- holtskirkju föstudagskvöldið 15. maí kl. 20. Kórarnir syngja hver fyrir sig og Skálholtskór- inn og sænsku kórarnir syngja saman nokkur lög. Á efnisskrá kóranna er bæði trúarleg og veraldleg tónlist. Stjórnendur: Kamilla Arlestr- and, Charlotte Granberg, Hilmar Örn Agnarsson og Edit Molnar. Þá halda sænsku kórarnir tón- leika í St. Jósefskirkju á Laugardag kl. 16 ásamt Kirkjukórum Kristkirkju og St. Jósefskirkju. Tónlist Sænskir kórar í heimsókn Hilmar Örn Agnarsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG verð örugglega orðinn góður málari í lokin – loksins!“ sagði Ragn- ar Kjartansson myndlistarmaður hlæjandi, þegar hann kynnti þátt- töku sína á Feneyjatvíæringnum í sumar á blaðamannafundi í gær. Verk Ragnars verður sett upp í sama sal og Steingrímur Eyfjörð sýndi í fyrir tveimur árum, í Palazzo Michiel dal Brusa, sem er við Canale Grande-síkið. Skáli Singapore verð- ur einnig í höllinni. Verkið mun heita The End og er í tveimur hlutum. Annar hlutinn er gjörningur þar sem listamaðurinn er í sýningarsalnum allan tímann sem tvíæringurinn stendur yfir og málar daglega nýtt verk af sama unga manninum, sem er á sundskýlu, reykir og sötrar bjór. Málverkin verða því 180, jafn mörg og sýning- ardagarnir. Verkin munu smám saman safnast saman í rýminu og í stöflum á gólfinu, þar sem háflóðið, sem flæðir reglulega inn, vinnur mögulega eitthvað á þeim. Myndlist- armaðurinn Páll Haukur Björnsson mun sitja fyrir hjá Ragnari. Hinn hluti sýningarinnar er myndbands- og tónlistarinnsetning á fimm sýningartjöldum. Á þeim sést Ragnar leika óræða kántrí- tónlist á ýmis hljóðfæri, ásamt Davíð Þór Jónssyni, og eru myndirnar teknar í ægifegurð Klettafjallanna. „Þetta verk er í fimm hlutum sem mynda einn samtíma-kántríópus,“ sagði Ragnar. Enn einn hluti af verkinu eru bréfaskipti sem Ragnar segist hafa átt við sænskan listarmann, Andjeas Ejiksson, en þau birtast ásamt text- um eftir sýningarstjóra úr ýmsum áttum í veglegri bók, sem nefnist The End eins og sýningin. Þýska forlagið Hatje Cantz er útgefandi og kemur bókin, sem fjallar auk nýja verksins um feril Ragnars, út á opn- un sýningarinnar í Feneyjum 5. júní. Sett upp í Hafnarborg að ári „Bréfaskiptin eru í raun gjörn- ingur og það er lykilatriði í list Ragnars, hann er alltaf að gera gjörninga, sama hvort hann er að skrifa bréf, er á staðnum að mála málverk eða heima hjá sér að mála, að gera vídeó eða leika tónlist,“ sagði Markúr Þór Andrésson, sem er sýningarstjóri verkefnisins ásamt Dorothée Kirch. „Þessi leikur og framkoman er undirstöðuþáttur í því sem hann er að gera.“ Dorothée sagði að þetta væri í fyrsta sinn í sögu Feneyjatvíærings- ins sem listamaður fremur einn gjörning allan sýningartímann. List- sköpun Ragnars vekur sífellt meiri athygli, en auk þess að vera á mála hjá i8-galleríinu vinnur hann með hinu virta LuhringAugustine- Gallery í New York. Portrett af Ragnari prýðir nýjasta hefti tíma- ritsins Modern Painters. Hljómsveitin Amiina leikur á tón- leikum í íslenska skálanum í Fen- eyjum 17. og 18. júní. Sýning Ragnars, The End, verður sett upp í Hafnarborg í Hafnarfirði að ári. Hann segir að á þessari stundu sé ekki ljóst hvernig sýning þar verði nákvæmlega en hún bygg- ist á verkefninu í Feneyjum. Alltaf að gera gjörninga  Ragnar Kjartansson mun mála 180 málverk af sömu fyrirsætunni í Feneyjum  Sýnir einnig myndbandsverk á tvíæringnum, „samtíma-kántríópus“ Morgunblaðið/Einar Falur Feneyjafari Ragnar kynnti sýninguna í gær. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra og Markús Þór Andrésson sýningarstjóri fylgdust með. Neðarlega við Hafnargötuna íKeflavík er yfirlætislaustlítið hús sem hýsir metn- aðarfullar myndlistarsýningar. Suðsuðvestur er ekki gallerí í hefð- bundnustum skilningi heldur „ætlað sem sýningarstaður og vettvangur fyrir myndlistarfólk sem vinnur að listsköpun á rannsakandi hátt. Lista- menn sem útfæra hugmyndir sínar í mismunandi miðla og vekja spurn- ingar og umhugsun um samtímann,“ svo vitnað sé í stefnuskrána. Eins og vera ber tekur Suðs- uðvestur þátt í Listahátíð í ár. Þar verður opnuð á laugardag klukkan 16 sýningin „Pulp Machineries“ með verkum hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer. Sýning er sett upp í samvinnu við Galerie van Gel- der í Amsterdam, en þar eru á mála þrír íslenskir listamenn, bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmunds- synir og Helgi Þórsson.    Kloosterboer passar vel inn í sýn-ingarstefnu Suðsuðvestur. Listamaðurinn, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, notar hefðbundin efni í verkum sínum, á borð við málningu og striga, en tekur efnivið- inn lengra því hann hlutgerir hann með því að rífa í sundur og byggja síðan málverks-skúlptúra. Haft er eftir Kloosterboer að í hans huga sé listsköpun ávallt spurning um að leggja undir sig rými. Það verður forvitnilegt að sjá hvað hann gerir í þessu litla rými í Keflavík; það er í raun með ólík- indum hvað sýningarnar sem ég hef séð þar á síðustu árum hafa verið margbreytilegar og forvitnilegar. Kloosterboer er sagður beita margbreytilegri tækni við sköp- unina, hann sprautar málningu og slettir, klippir, rimpar, kastar og skellir. Eitthvað forvitnilegt ætti að koma út úr því, og stundum vinnur hann jafnframt með myndbönd af kraftmiklum athöfnunum. Listahátíð er kennd við Reykjavík en blessunarlega eru forvitnilegar uppákomur, tengdar henni, settar upp víðar um landið. Málverks-skúlptúrar suður með sjó AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Hann sprautar málningu og slettir, klippir, rimpar, kastar og skellir. Skúlptúrheimur Eitt verka hollenska myndlistarmannsins Klaas Kloosterboer sem leggur undir sig rými sýningarsalarins Suðsuðvestur. Georgíumenn, sem elda nú af miklum móð grátt silfur við rúss- neska björninn… 38 » Um leið og sýning Ragnars Kjart- anssonar verður kynnt fyrir blaða- mönnum í Feneyjum 5. júní og hin nýja bók forlagsins Hatje Canz um hann, The End, verður kynnt, kem- ur formlega út ný og vegleg bók um 50 íslenska samtímalistamenn sem Hatje Catz gefur einnig út. „Bókin heitir Icelandic Art Today og í henni er kynntur fjöl- breytilegur hópur 50 listamanna sem allir eru fæddir eftir 1950,“ segir Christian Schoen fram- kvæmdastjóri Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar (CIA.IS). „Við völdum listamenn sem vinna í hina ýmsu miðla. Hall- dór Björn Runólfsson skrifar sögu- legan inngang en 13 höfundar fjalla um list 50-menninganna.“ Bók um 50 samtímalistamenn kemur út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.