Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 HRÆÐSLUÁRÓÐ- UR gegn hugsanlegri aðild Íslands að ESB náði ekki miklu flugi í aðdraganda kosning- anna eins og nið- urstöður gefa til kynna. Samfylkingin, sem ein flokka hefur sett aðildarviðræður á oddinn, hlaut við- unandi árangur og er nú stærsta stjórnmálaafl á Íslandi. Eflaust er það ekki einungis hugs- anleg innganga Íslands í ESB sem skóp þennan góða árangur enda uppgjör síðasta áratugar einnig of- arlega í hugum Íslendinga á þessum tímamótum, sem liðnar kosningar svo sannarlega eru. Góðir menn hafa talað um að „elíta“ Íslands berjist fyrir aðild að Evrópusambandinu og eru þá senni- lega að meina fræðimenn vel tengda 101 og háskólasamfélaginu og fjöl- miðlafólk. Samt er það nú svo að stærsti landsbyggðarflokkurinn, Samfylk- ingin, sem fékk flest atkvæði sam- tals í NV-NA-S-kjördæmum, er ein- mitt sá flokkur sem talað hefur hvað skýrast og eindregnast fyrir aðild- arviðræðum. Enda býr þar og starf- ar fólk sem vill fá að sjá og kjósa um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Það eina sem stjórnmálamenn þurfa að gera er að búa sig undir við- ræður, koma með skýr samnings- markmið og leggja svo samninginn fyrir sunnlensku elítuna, grá- sleppukallana fyrir norðan, kenn- arana fyrir austan og bændurna fyr- ir vestan. Það er nefnilega ekki oft sem allir Íslendingar, á kosn- ingabærum aldri, fá að kjósa um: JÁ eða NEI. Kreddan um að festast í neti umsóknar ef farið er af stað til samninga er í besta falli ekki trú- verðug – í versta falli beinlínis and- lýðræðisleg. Aðild Ís- lands að Evrópusambandinu hefur mætt hvað harð- asti andstöðu forkólfa sjávarútvegsins. Sú andstaða elur hvað mest á þeirri hræðslu að Íslendingar missi forræðið yfir auðlind- inni sem vissulega væri slæmt. En hvort svo verður fáum við ekki að vita með vissu nema ræða við ESB og sjá hvernig samningurinn kemur til með að líta út. Undirritaður er einn af þeim sem sjá möguleika fyrir ís- lenskan sjávarútveg með inngöngu í Evrópusambandið. Sjávarútvegurinn stendur höllum fæti vegna lægra afurðaverðs og erfiðra skulda. En gleymum því ekki að sjávarútvegur hér á landi er alla jafna vel rekinn og hagkvæmur. Við smíðum og brúkum fullkomn- ustu smábáta (undir 15 tonnum) í heimi og sóst er eftir þeim um allan heim. Íslenskir útgerðarmenn eru búnir að ná góðum tökum á vinnslu og markaðssetningu á sjávaraf- urðum. Sjávarútvegurinn hjá okkur er því sannarlega skrefi á undan öðrum Evrópuþjóðum ef við teljum Norðmenn ekki með. Þetta gætu ís- lenskir útvegsmenn nýtt sér inni í Evrópusambandinu og Ísland gæti orðið leiðandi þekkingarafl innan ESB þegar kemur að stjórn fisk- veiða, fiskveiðum og vinnslu á sjáv- arafurðum enda þekking og reynsla Íslendinga ótæmandi þegar kemur að sjávarútvegi. Að því sögðu felast einnig líka möguleikar á því að fá erlent fjár- magn að útgerðunum í landinu – er- lent fjármagn sem íslenskt hagkerfi þarf svo nauðsynlega að fá. Ég þyk- ist viss um að erlendir fjárfestar væru til í að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi undir skynsamlegu regluþaki. Það er nefnilega þannig að íslenskum útgerðarmönnum er frjálst að veiða fisk á Íslandsmiðum og sigla með hann til Þýskalands. Þeim er líka frjálst að hafa erlenda sjómenn um borð. En skýringin á því að það er ekki gert nema í ör- litlum mæli hlýtur að vera sú að hagkvæmara er að landa honum hér á landi, vinna hann og senda síðan út. Hvort um er að ræða slægðan fisk sem fer út í gámum, fullunnin flök eða loðnumjöl. Aukinheldur eru íslenskir sjómenn eftirsóttir vegna þekkingar sinnar og vinnusemi, með fullri virðingu fyrir öllum þeim er- lendu sjómönnum sem starfa hér og annarstaðar. Þess vegna óttast ég ekki samkeppni frá útgerð- armönnum ESB ríkjanna þegar kemur að veiðum og vinnslu á fiski og sjávarfangi verði það gert á jafn- réttisgrundvelli. Íslenskir útgerð- armenn geta svo sannarlega keppt við þá ef viðunandi samningar nást um fiskimiðin í kringum Ísland. En þessar vangaveltur eru háðar þeim forsendum að ríkistjórnin sæki og semji um aðild að ESB og beri það svo undir íslenska þjóð. Lykill- inn að bjartari framtíð felst fyrst og fremst í að leita allra lausna með opnum hug og opinni og hreinskipt- inni umræðu. Dæmi um slíkt væri að hefja aðildarviðræður um hugs- anlega inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið. Útvegurinn og ESB Eftir Þorstein Másson » Sjávarútvegurinn stendur höllum fæti vegna lægra afurða- verðs og erfiðra skulda. En gleymum því ekki að sjávarútvegur hér á landi er alla jafna vel rekinn og hagkvæmur. Þorsteinn Másson Höfundur er útgerðarmaður á Ísafirði. Í GREIN, sem birtist í Mbl. 8. maí 2009, telur Vigdís Hauksdóttir, nýkjörin þingkona Framsókn- arflokksins í Reykja- vík, að leggja beri Samfylkinguna niður vegna þeirrar lend- ingar Samfylkingar og VG í Evrópu- málum að hafa at- kvæðagreiðslu á Al- þingi, um aðildarviðræður við ESB, þar sem „eina“ stefnumál Samfylkingarinnar nái þar með ekki framgöngu. Hún telur það „fréttir“ að sam- starfsflokkarnir hafi ekki sömu stefnu í Evrópumálum, vísar í framhaldinu til 2. og 14. gr. ís- lensku stjórnarskrárinnar og spyr hvort hún eigi, „sem óbreyttur þingmaður að bera þinglega ráð- herraábyrgð á ríkisstjórninni, sitj- andi utan ríkisstjórnar, með því að taka þátt í afgreiðslu þess f.h. rík- isstjórnarinnar?“ Nú er það svo að við búum við óbeint lýðræði hér á landi, þ.e.a.s. 63 þingmenn Alþingis skv. 31. gr. stjórnarskrárinnar endurspegla þjóðarviljann skv. nýafstöðnum kosningum um hver stjórna eigi landinu. Það er því ódýr (þar sem við búum á krepputímum, sem Fram- sókn átti þátt í að leggja grunn að) og óbein þjóðaratkvæða- greiðsla, sem fram á að fara til að kanna hvort vilji er meðal hinna 63 þjóðkjörnu fulltrúa til aðild- arviðræðna við ESB. Með fulltrúalýðræði er kannaður vilji kjós- enda til aðild- arviðræðna við ESB. Nýkjörnir þingmenn eru nú einu sinni komnir á Alþingi vegna þeirra loforða sem þeir gáfu kjós- endum. Skv. 48. gr. stjórn- arskrárinnar eru al- þingismenn eingöngu bundnir við sannfær- ingu sína en ekki reglur sem kjósendur setja þeim, en hins vegar verður að telja þá siðferðilega bundna loforðum sín- um. Annað væri varla heiðarlegt. Það að Framsókn hreinlega þurrkaðist ekki út í síðustu kosn- ingum eftir 14 ára límsætna stjórnarsetu, sem lagði grunninn að því að allt lagðist á hliðina hér í þjóðfélaginu og Vigdís hlaut stuðning 3.435 kjósenda í Reykja- vík suður skýrist m.a. af því að Framsókn kúventi stefnu sinni 5 mínútum fyrir kosningar, eins og svo oft áður og hafði nú eftir ára- tuga svartnætti allt í einu á stefnuskrá sinni viðræður um að- ild að ESB. Lengi vel var viðkvæði Fram- sóknar „XB en ekki EB“ – m.ö.o. „heimótti í stað alþjóðahyggju,“ en þegar ljóst var að um 60% þjóð- arinnar vildu hefja aðild- arviðræður var stefnunni breytt, alveg eins og þegar Framsókn breytti stefnu sinni varðandi Íraksstríðið, s.s. mörgum er í fersku minni, 5 mínútum fyrir al- þingiskosningar 2007. Framsókn hefur frá árinu 1995 farið með utanríkismál í 11 ár og á þeim tíma var Íraksstríðið dyggi- lega stutt og ekki vottaði fyrir áhuga á aðildarviðræðum við ESB. Fimm mínútum fyrir kosningar 2007 sögðu forystumenn Fram- sóknar að flokkurinn styddi aldrei stríðsrekstur og nú 5 mínútum fyrir kosningar 2009 að hefja bæri aðildarviðræður við ESB. Þetta kallast að segja eitt en gera annað. Þetta var stefnuleysi. Láta kjósendur Framsóknar bjóða sér annan eins hringlandahátt endalaust? Nú gefst Vigdísi Hauksdóttur og flokkssystkinum hennar tækifæri til að sýna að ný forysta Framsóknar búi yfir stefnufestu. Nú er tækifæri fyrir Vigdísi að standa við gefin loforð og greiða þingsályktunartillögunni um aðildarviðræður við ESB at- kvæði sitt, ekki sem óbreyttur þingmaður án ráðherraábyrgðar heldur fulltrúi þjóðar, þar sem 60% vilja aðildarviðræður við ESB. Ég fylgist spennt með … og það ættu þeir sem kusu Fram- sóknarflokkinn vegna „breyttrar stefnu hans í Evrópumálum“ að gera líka. Að standa við gefin loforð í Evrópumálum Eftir Ragnheiði Jónsdóttur »Nýkjörnir þingmenn eru nú einu sinni komnir á Alþingi vegna þeirra loforða sem þeir gáfu kjósendum. Ragnheiður Jónsdóttir Höfundur er lögfræðingur. Ég var stödd í Pól- landi í fótboltaferð með unglingalandslið- inu 27. apríl þegar ég fékk þær fréttir að afi minn hefði látist um nóttina. Þetta voru gríðarlega erf- iðar fréttir og átti ég erfitt með að trúa þessu, elsku besti afi hafði kvatt okkur. Minningar sem ég átti um þig flugu í gegnum hugann á mér, þetta voru bara góðar minn- ingar. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa farið í heimsókn til ykkar daginn áður en ég fór út. Þrátt fyrir þessar erfiðu fréttir var ég staðráðin í að spila síðasta leikinn í mótinu á móti Póllandi sem fór fram daginn eftir, því að ég veit að það er það sem þú hefðir viljað og því ætlaði ég að spila þennan leik fyrir þig. Ég hafði talað um það úti í Póllandi að ég hefði aldrei skorað fyrir landsliðið, en núna ætlaði ég sko að skora en ekki bara fyrir Ísland heldur líka fyrir þig. Tilfinningin var gríðarlega góð þegar ég sá boltann í netinu, fyrsta landsliðsmarkið komið og það var fyrir þig. Ég er samt viss um að þú hafir hjálpað eitthvað við að koma honum í markið! Leikurinn endaði með jafntefli sem tryggði okkur sæti í úrslitakeppni EM 2009. Við Þórhildur minnumst þess þegar mamma klæddi okkur upp í okkar fínasta púss og fórum við fjölskyldan í heimsókn til þín og ömmu á hverjum sunnudegi og var þetta mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systrunum. Þú byrjaðir alltaf á að fara í frystikistuna og ná í tvær vanilluísstangir og fengum við við- urnefnin Ísadórur. Það var alltaf gaman að koma til þín og ömmu og skoða gamlar myndir, hlæja að bröndurum þínum, enda maður með góðan og kaldhæðnislegan húmor, fara í göngutúra meðfram Ægisíð- unni og í sund með ykkur gömlu. Þú passaðir alltaf að við borðuðum vel og spurðir alltaf ef við afþökk- uðum mat hvort við værum í megr- un. Þú varst fyrirmyndarafi og sá allra allra besti. Við hugsum til þín á hverjum degi og þú átt alltaf eftir að eiga stóran stað í hjarta okkar. Við elskum þig og söknum þín elsku afi. Elskulegi afi, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær afi far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæll um allar aldir, alvaldshendi falinn ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Thelma Björk og Þórhildur Svava. Elsku afi minn. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Við hittumst fjölskyldan á Lyng- haganum á mánudaginn á heimili ykkar ömmu í blokkinni sem þú byggðir ásamt bræðrum ömmu árið 1954 með mikilli eljusemi sem þætti nú stórverk í dag, að byggja átta íbúða blokk. Mín fyrsta minning af Lynghaganum eru jólin þar sem fjölskyldan hittist á aðfangadag og borðaði svínakótiletturnar hennar Ingólfur Guðmundsson ✝ Ingólfur Guð-mundsson fæddist í Villingadal á Ingj- aldssandi í Önund- arfirði 25. desember 1910. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 27. apríl sl. og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 7. maí. ömmu og síðan var tekið til við að opna pakkana, en það var ekki gert fyrr en búið var að vaska upp og ganga frá. Einnig kom maður nokkrum sinnum í búðina ykk- ar á Vesturgötunni þar sem þú og amma voruð í hvítum kaup- mannssloppum að störfum og fékk mað- ur þar ýmist góðgæti eða banana. Á seinni árum hafði ég mjög gaman af því að koma með fisk til þín og ömmu úr veiðiferðum. Þá var hnífurinn tekinn upp og lagður á stál og svuntan sett upp. Síðan var gert að honum og skorinn í bita og settur í hæfilega matarskammta og frystur. Hafði ég mjög gaman af því að horfa á þessa aðgerð hjá þér þar sem þetta var allt gert eftir kúnst- arinnar reglum. Vinnusemi, sparsemi, reglusemi og nýtni er eitthvað sem maður á taka sér til fyrirmyndar frá þér og ala upp með börnum sinum. Aldrei skyldi stofna til skuldar ef ekki væri til fyrir því sem kaupa ætti. Þjóðfélagið stæði ekki í þeim spor- um sem það er í dag ef allir hefðu lifað eftir þínu mottói. Þú og amma komuð ykkur upp mjög fallegu heimili á Lynghagnum og þegar horft er yfir farinn veg þá voru stundirnar þar og minningarnar góðar. Þú hefur lifað langa og við- burðaríka ævi með ömmu og varst þú þriðji elsti íslenski karlmaðurinn þegar þú féllst frá. Hvíl í friði, elsku afi minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ólafur Ingvar Arnarson. Elsku afi minn. Það koma upp margar minningar í hugann, þegar ég hugsa til baka um þann tíma sem við höfum átt saman allt frá barnæsku minni. Sem lítil stelpa er mér sagt að ég hafi farið að gráta ef við beygðum ekki af hringtorginu í átt til ykkar. Það segir bara hversu gott mér fannst að koma til ykkar. Til að fá mig út með góðu móti þurftuð þið að standa og veifa mér þangað til ég var komin inn í bíl. Heimili ykkar á Lynghaganum hefur verið mér hálfgert æskuheim- ili og hefur bara góðar minningar að geyma. Ég á mér óljósar minningar úr búðinni ykkar, þú í hvíta sloppnum þínum. Ég tengi þessar ferðir við ís, því það var ísbúð hinum megin við götuna. Alltaf þegar ég geng fram hjá þessu húsi verður mér hugsað til ykkar ömmu. Einnig er mér minnisstætt er við fórum í sunnudagsbíltúrinn á „ameríska kagganum“ niður á smábátahöfn og þú gast ekki setið á þér og varðst að fara út og tala við trillukarlana og skoða fiskinn. Hvað við amma hlógum þegar þú gagnrýndir bleiku hnébuxurnar mínar sem voru spes gerðar á mig fyrir 17. júní og þér þótti forljótar. Það fylgdi því mikil tilhlökkun að gista hjá ykkur, að byrja nýjan dag í sundi, þú syntir og ég í kappi við þig, svo í heita pottinn að tala við fólkið. Fara svo heim í hafragraut og lýsi, í minningunni eldaðir þú stundum grautinn. Svo í hádeginu hræringinn sem toppaði daginn minn. Ég þóttist ekki borða kæfu sem barn, en þú náðir að plata mig og bjóst til samloku sem ég borðaði með bestu lyst. „Spís spenna“. Sem unglingur, þegar ég fór að stunda mína sumarvinnu við útburð, kom ég alltaf í hádeginu til ykkar að fá mér hádegismat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.