Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
FJÖLMÖRG heimili eru að lenda
í alvarlegum fjárhagsvanda vegna
erlendra lána sem þau tóku fyrir
efnahagshrunið, hvort sem þau
voru vegna íbúðar- eða bílakaupa.
Því spyr ég; eru erlend lán ennþá
erlend? Skoðum einfaldað dæmi um
hvernig gömlu bankarnir störfuðu:
Erlendur fjárfestir keypti skulda-
bréf af íslenskum banka – íslenskur
banki var þar með kominn með lán
frá útlöndum – íslenskur banki lán-
aði það fjármagn áfram til Íslend-
inga (í krónum en bundið við er-
lendar myntir). Það sem svo gerðist
í framhaldinu var að íslensku bank-
arnir urðu gjaldþrota og þær kröf-
ur sem voru í þeirra eign (þ.m.t.
lán til heimila) eru komnar í hend-
ur erlendu kröfuhafanna, verandi
stærstu eigendur þrotabúanna. En
hvað gerðist svo? Jú, nýju rík-
isbankarnir urðu allt í einu hinir
nýju kröfueigendur sem þýðir að
þeir hafa keypt kröfurnar (erlendu
lánin). Lánunum er haldið óbreytt-
um af nýjum eigendum (ríkinu),
þ.e. þau eru ennþá bundin við er-
lendu myntirnar. En hvað greiddu
nýju bankarnir fyrir þessar kröfur?
Því hefur ekki verið svarað. Er
kannski ekki ennþá búið að semja
um endanlegt verð? Þessi spurning
skiptir höfuðmáli því þarna mun
hin eiginlega afskrift fara fram.
Nú stendur yfir myndun efna-
hagsreikninga nýju bankanna og þá
fara ákvarðanir gagnvart erlendu
lánunum að skipta verulegu máli.
Ástæðan er sú að ef bankarnir ætla
að halda áfram að tengja „erlendu
lánin“ við erlendar myntir og færa
þau þannig inn á efnahag sinn þá
munu þeir tapa eftir því sem krón-
an styrkist. En vilja ekki allir að
krónan styrkist? Það væri und-
arlegt ef íslensk stjórnvöld væru að
gera allt til þess að styrkja gjald-
miðilinn í landinu en stærstu lána-
stofnanir landsins í þeirra eigu
ættu það á hættu að verða fyrir
verulegu tapi ef það gengi eftir.
Með þessari röksemdafærslu gef ég
mér að erlendar kröfur á heimilin
séu ekki lengur fyrir hendi og því
eru lánin í raun og veru orðin ís-
lensk. En þá spyr ég aftur, hvað
var greitt fyrir þessar kröfur?
Í fjármálaheiminum eru málin
einföld, annað hvort taparðu eða
græðir á viðkomandi fjárfestingu –
„win some, lose some“. Þegar heilt
efnahagskerfi hrynur og þú sem
fjárfestir hefur sett pening í það,
þá áttar þú þig á því að þú hefur
tapað. Spurningin er því aðeins
þessi, hvað hefurðu tapað miklu?
Til þess að fá svarið við því þarftu
að finna út verðgildi eigna sem þú
fjárfestir í. Hvernig gerirðu það?
Varðandi umræddan eignaflokk
væru ein rök að skoða verðþróun
undirliggjandi veðs annars vegar
(íbúðar eða bíls) og greiðslugetu
skuldarans hins vegar. Umfram allt
þarf þó verðið á kröfunni að vera
undir þeim mörkum þar sem við-
komandi gefst upp á að greiða af
láninu sínu.
Til þess að fá nálgun á eðlilegt
verð vil ég vitna í tillögu talsmanns
neytenda, Gísla Tryggvasonar, en
hann vill leiðrétta erlend íbúðarlán
miðað við gengið þann dag sem það
var tekið og uppreikna það svo
miðað við verðtryggingarstuðulinn.
Þannig eru þeir sem tóku erlend
lán ekki að hagnast á því m.v. þá
sem hafa greitt íslenska vexti og
verðtryggingu heldur eru allir jafn-
ir og lánið orðið íslenskt eins og
eðlilegt er, allir sitja við sama borð.
Svipaða leið væri hægt að fara með
bílalánin.
Framkvæmdin
„Erlendu lánin“ eru metin út frá
breyttum forsendum og leiðrétt
(sbr. tillögu Gísla). Sem viðmið í
þessari umfjöllun gef ég mér að
slíkt mat gefi að greitt hafi verið
50% fyrir lánin m.v. gengi dagsins í
dag. Erlendi kröfuhafinn (eigandi
lánsins) afskrifar því hin 50% og
þar með er fjárhagslegt tjón hans
orðið staðreynd og
komið út úr kerfinu.
Eðli málsins sam-
kvæmt á þessi afskrift
að ganga óskert til
skuldara en ekki sitja
eftir hjá nýjum eig-
anda kröfunnar, þ.e.
nýjum ríkisbanka.
Niðurstaða: M.v.
þessa tillögu geta allir
verið sáttir, þ.e.a.s.
kröfuhafinn fær tals-
vert upp í sína kröfu,
skuldarinn er aftur
kominn með raunhæfa stöðu (sam-
bærilega og nágranni hans sem
keypti alveg eins íbúð
en tók lán hjá Íbúða-
lánasjóði) og nýr ís-
lenskur banki er kom-
inn með góða eign
(góð eign er eign sem
líklegt er að lendi ekki
í vanskilum). Aðgerðin
veldur ekki umróti í
þjóðfélaginu því eng-
inn skuldari hagnast
umfram annan. Er-
lendu lánin hafa nán-
ast öll verið veitt af
bönkum eða sparisjóð-
um sem hafa farið í þrot. Það er því
mjög takmarkaður kostnaður sem
þessi leið hefur í för með sér fyrir
íslenska ríkið þar sem afskriftirnar
lenda alfarið á kröfuhafanum
(þrotabúunum). Sá kostnaður sem
til fellur er niðurgreiðsla þeirra er-
lendu lána sem eftir standa hjá
lánastofnunum sem hafa ekki verið
teknar yfir af ríkinu, s.s. sparisjóð-
um og minni bönkum. Sá kostnaður
yrði óverulegur.
Að lokum
Mikilvægt er að halda hvatanum
hjá fólki til þess að greiða af lán-
um. Einhvers staðar eru skilin milli
þess þar sem baráttan er enn þess
virði og þess að láta allt flakka og
byrja upp á nýtt. Einhvers staðar
liggja líka mörkin milli sanngirni
og ósanngirni. Það er alveg klárt að
þau eru ekki þar sem málin standa
nú, eitthvað þarf að gera. Tækifær-
ið er núna.
Eru erlend lán ennþá erlend lán?
Eftir Magnús J. Hjaltested » Þegar heilt efna-
hagskerfi hrynur og
þú sem fjárfestir hefur
sett pening í það, þá átt-
ar þú þig á því að þú hef-
ur tapað. Spurningin er
því aðeins þessi, hvað
hefurðu tapað miklu?
Magnús Hjaltested
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Evrópa í
kastljósinu
háskólinn á bifröst
FRUMGREINADEILD:
• Staðnám
• Fjarnám
SÍMENNTUN:
• Máttur kvenna
• Diplómanám í verslunar-
stjórnun
• Rekstur smærri fyrirtækja
• Ýmis námskeið
VISKIPTADEILD:
• BS í viðskiptafræði, stað- og fjarnám
• BS in Business Administration
• MS in International Finance and
Banking
• MS in International Business
• MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu
• Opið markaðsnám
ANNA • Prisma, diplómanám í samvinnu
við LHÍ
• Opið meistaranám í öllum deildum
LAGADEILD:
• BS í viðskiptalögfræði
• ML í lögfræði
• MA í skattarétti
• LL.M í evrópskum viðskipta-
og félagarétti
FÉLAGSVÍSINDADEILD:
• BA í heimspeki, hagfræði og
stjórnmálafræði
• BA í alþjóðafræði
• MA í menningarstjórnun
• MA í Evrópufræðum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
7
9
8
1
Meistaranám í
Evrópufræðum
Í meistaranámi í Evrópufræðum er nálgunum
stjórnmálafræði, sagnfræði, hagfræði og
lögfræði fléttað saman í eina þverfaglega
heild. Námið veitir einstaka innsýn í Evrópu-
samrunann og hentar þeim sem vilja starfa
á alþjóðvettvangi eða að tengslum Íslands
við önnur lönd. Það er blanda af staðnámi og
fjarnámi. Nemendur fara í námsferð til
Brussel og hafa möguleika á að taka hluta af
námi sínu við erlenda háskóla.
Evrópufræðin á Bifröst hafa hlotið margvís-
legar alþjóðlegar viðurkenningar. Evrópu-
fræðasetur Háskólans á Bifröst er til að
mynda eini íslenski þátttakandinn í SENT
- samstarfsneti Evrópufræða í álfunni.
www.bifrost.is