Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 STJÓRN Félags nýrnasjúkra hefur sent forstjóra Landspítalans bréf þar sem mótmælt er harðlega þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar spít- alans að leggja niður bráðamót- tökuna á Hringbraut og sameina hana móttökunni í Fossvogi. Er þeim eindregnu tilmælum beint til stjórnarinnar að þetta verði ekki gert á meðan öll önnur þjónusta við nýrnasjúka er til húsa við Hring- brautina. Lýsir stjórn Félags nýrnasjúkra yfir furðu sinni á því að ekki hafi ver- ið haft samráð við félagið, í ljósi þeirra hagsmuna sem nýrnasjúkir hafi varðandi þetta mál. „Mikils kvíða gætir nú hjá mörg- um þeirra sem eru í blóðskilun vegna fyrirhugaðra breytinga. Blóðskilun er erfið meðferð og eftir fjórar klukkustundir í vélinni getur fólk verið orðið svo magnvana og lasið að því er ekki treystandi til þess að fara heim til sín. Bráðamóttakan hefur tekið við þessum einstaklingum og þar hafa þeir getað náð sér. Vandséð er að sparnaður sé fólginn í því að flytja þá sjúklinga suður í Fossvog til þess að þeir geti jafnað sig þar,“ seg- ir m.a. í bréfi félagsins til spítalans. Nýrnasjúkir mótmæla harðlega Í HNOTSKURN »Hjúkrunarráð, læknaráðog Hjartaheill hafa einnig lýst áhyggjum af sameiningu á bráðamóttökum spítalans. »Óráðið er hvenær samrun-inn fer í framkvæmd. ARNHÖFÐÓTTU og bíldóttu lambi í Haukholtum í Hrunamannahreppi leið vel í faðmi vinkvennanna Val- dísar Unu Guðmannsdóttur og Önnu Maríu Magn- úsdóttur. Sauðburðurinn er hafinn og annatími hjá þeim sem eru með kindur. Lömbin eru ljúfur vorboði og bíður margra þeirra sumarlöng dvöl á fjöllum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Heimasæturnar faðma lömbin Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í gerð Arnarnesvegar, milli Reykjanesbrautar og Fífuhvamms- vegar. Um er að ræða endurbygg- ingu fyrsta kafla Arnarnesvegar, en þegar vegurinn verður fullbyggður mun hann liggja frá Reykjanesbraut niður á Breiðholtsbraut, nálægt Suð- urfelli. Verkið felst í gerð vegar frá nýj- um mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg, samtals 1.800 metrar. En þótt vegakaflinn sé ekki langur, verður um talsvert umfangs- mikið verk að ræða. Vegurinn verð- ur tvær akbrautir og milli þeirra þriggja metra breiður miðdeilir með vegriði báðum megin hans. Á veg- kaflanum skal gera fern gatnamót og byggja skal fern steypt und- irgöng auk göngubrúar úr stáli. Einnig skal setja upp veglýsingu, umferðarljós, gera stíga, landmótun, hljóðvarnir og annað sem nauðsyn- legt er til að ljúka verkinu. Einnig skal leggja nýja stofnlögn hitaveitu auk ídráttarröra og strengja. Tilboð í verkið verða opnuð 23. júní. Verktaki á að skila verkinu full- búnu fyrir 30. ágúst 2010. Yfirlitsmynd/Vegagerðin Nýr vegur Arnarnesvegurinn liggur á mótum Kópavogs og Garðabæjar. Vegagerðin býður út kafla Arnarnesvegar Leitað er eftir þátttakendum í klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkun mismunandi skammta rannsóknarlyfsins við meðhöndlun á þrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt, markaðssett lyf. Aðalrannsakandi er Karl Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin fer fram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Hverjir geta tekið þátt? • Konur og karlar á aldrinum 18-75 ára með þrálátan háþrýsting. Konur verða að vera komnar yfir tíðahvörf eða hafa undirgengist ófrjósemisaðgerð. • Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingi sem eru þrátt fyrir það með of háan blóðþrýsting. Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjú lyf notuð, en eitt lyfjanna skal þó vera þvagræsilyf. Hvað felur rannsóknin í sér? Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar, bæði á rannsóknarsetri og með notkun blóðþrýstingsvaktara yfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrir- séðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð sjúkdómsins. Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911. Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Eftirlaunasjóður Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna (EFÍA) boðar hér með til ársfundar sjóðsins. Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli, Sigtúni 38 í Reykjavík, fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 13.00. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál í samræmi við samþykktir sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða: 1. Skýrsla skipaðs umsjónaraðila EFÍA 2. Ársreikningur EFÍA 2008 3. Tryggingafræðileg úttekt EFÍA og tillögur um skerðingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga 4. Fjárfestingarstefna EFÍA 5. Val á endurskoðanda EFÍA 6. Lýsing á skipan stjórnar EFÍA samkvæmt gr. 5.3 í samþykktum EFÍA og laun stjórnarmanna 7. Framtíð EFÍA, aðkoma skipaðs umsjónaraðila að sjóðnum og áætlanir hans um að hverfa frá sjóðnum að afstöðnum ársfundi 8. Önnur mál, löglega upp borin Ársfundargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.efia.is. Reykjavík, 14. maí 2009. Virðingarfyllst, Viðar Lúðvíksson, hrl., skipaður umsjónaraðili Eftirlaunasjóðs FÍA samkvæmt 46. gr. laga nr. 129/1997. EFTIRLAUNASJÓÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA ATVINNUFLUGMANNA (EFÍA) BOÐAR TIL ÁRSFUNDAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.