Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Hugað að hestinum Þó að fákurinn sé ekki lifandi heldur himinblár stálfákur þarf hann umönnun líkt og hinn lifandi nafni hans. Þessi var á ferð við Eiðsgranda. Eggert Lára Hanna Einarsdóttir | 13. maí Breimandi kettir … … Búlgarska lagið. „Þegar verst lét hljómuðu þau eins og breimandi kettir í verulega kvalafullri vaxmeðferð,“ sagði Sig- mar um frammistöðu Búlgara á æfingum. Mið- að við þetta tók Sigmar síst of djúpt í ár- inni, enda kurteis maður í hvívetna. Þetta er skelfilegt. Meira: larahanna.blog.is Sigurður Jónsson | 12. maí Persónukjör. Eigum við að ganga alla leið? Nú er rætt um að taka þetta upp í sveit- arstjórnarkosningunum næsta vor. Mér finnst rétt að velta því upp hvort þá væri ekki hreinlegast að kjósandi fengi að velja 7 nöfn (þar sem er 7 manna sveitarstjórn/bæjarstjórn) og það væri heimilt að velja nöfn af fleiri en einum lista. Með því móti værum við með fullkomið persónu- kjör. … Með þessu móti væri það tryggt að þeir einstaklingar sem nytu mests persónulegs fylgis næðu kjöri í sveit- arstjórnina. Það væri svo þeirra hlut- verk að semja málefnasamning og ráða sér sveitarstjóra/bæjarstjóra. Meira: sjonsson.blog.is GRÓÐUR fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, GFF, eru samtök sem nýta lífrænan úrgang, svo sem hey, hrossa- skít, kjötmjöl, jafnvel símaskrána o.fl. til þess að græða jarðvegssárin í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins og á Reykjanesi. Þetta fjöl- mennasta svæði lands- ins er einna verst farið af öllum en þar fellur jafnframt til meira af líf- rænum úrgangi en annars staðar. Í stað þess að greiða stórfé til þess að urða og farga þess- um dýrmæta lífræna áburði notar félagið hann til uppgræðslu í samvinnu við sveit- arfélögin, skóla og ungmenni. Verk- efnum samtakanna GFF má skipta í þrennt. Uppgræðsla lands í landnámi Ing- ólfs, nýting lífrænna efna sem ella yrði fargað og síðast en ekki síst upp- fræðsla ungs fólks með skilningi og beinni vinnu að uppgræðslustarf- inu. Ef til vill er það ekki síst síð- astnefndi þátturinn sem er mik- ilvægastur þegar til lengri tíma er litið. Á skömmum tíma hafa þús- undir ungmenna unnið að upp- græðslu í samstarfi GFF, skóla og sveitarfélaga. Þarna eru kærkomin verkefni þegar minna verður um atvinnu fyrir unga fólkið nú í sum- ar. Samtökin GFF eru nú tólf ára og hafa ekki aðeins sannað tilverurétt sinn heldur einnig unnið sér fastan sess á sviði umhverfismála og við- urkenningu meðal samstarfsaðila sinna. Þetta hefur ekki verið sjálf- gefið því að samtökin hafa unnið al- gert brautryðjendastarf og kynnt viðhorf í umhverfismálum sem mörgum hafa verið alger nýlunda. Þetta hefur því aðeins tekist að samtökin hafa mætt skilningi og fengið stuðning fjölmargra fram- sýnna manna sem leitað hefur verið til. Alþingi Íslendinga á þar stóran hlut. Þá hefur einnig verið afar mikilvægur faglegur metnaður hjá aðilum þar sem lífræn efni falla til. Öllum þessum aðilum eiga sam- tökin mikið að þakka að ógleymd- um frumkvöðlunum Ingva Þor- steinssyni, náttúrufræðingi og félögum hans. Höfuðborg landsins og aðrir þéttbýlisstaðir í landnámi Ingólfs eru í raun tötrum klædd þegar litið er á landið umhverfis bæina. Blásin holt og gapandi börð blasa við eftir margra alda ánauð manns og eyð- ingarafla. Uppgræðsla með líf- rænum úrgangi getur bætt þessi gatslitnu klæði. Æ fleiri hafa nú snúið vörn í sókn. Ræktunarstarf margra félagasamtaka á síðustu áratugum hafa sannað þann árang- ur sem hægt er að ná. Félagið Gróður fyrir fólk í Landnámi Ing- ólfs er öflugur liðsmaður í þeim hópi. Eftir Ólaf Örn Haraldsson »Höfuðborgin og ann- að þéttbýli í land- námi Ingólfs eru tötrum klædd þegar litið er á landið. Uppgræðsla með lífrænum úrgangi getur bætt þau klæði. Ólafur Örn Haraldsson Höfundur er fráfarandi formaður GFF. Þéttbýli í tötrum STAÐA íslensks sjávar- útvegs er með þversagn- arkenndasta móti um þessar mundir. Rekstrargrundvöll- ur hans er líklega betri nú en nokkurn tíma fyrr frá því að farið var að skrá verð í dönskum eða íslenskum krónum. Verð á aðföngum á borð við olíu er lágt í doll- urum talið. Þrátt fyrir nokkrar verðlækkanir á er- lendum mörkuðum hefur fall íslensku krónunnar fært íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum gífurlegt samkeppn- isforskot gagnvart sjávarútvegi annarra landa. Til marks um góða rekstrarafkomu í sjávarútvegi er að einu sveitarfélög landsins sem hafa bærilega rekstrarafkomu eru Snæfellsbær og Vestmannaeyjar, enda tekjuflæði sveitarsjóðanna í þessum sveit- arfélögum nátengt sjávarútveginum. Tæknilega gjaldþrota þrátt fyrir glæsta rekstrarafkomu Þverstæðukennd staða greinarinnar lýsir sér í því að þrátt fyrir þessa glæstu rekstr- arafkomu eru mörg sjávarútvegsfyrirtæki tæknilega gjaldþrota. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hækkaði verð var- anlegra veiðiheimilda í takt við aðrar eignir í íslenska bóluhagkerfinu á þensluárunum afraksturs af þjóðarauðlindinni lendi hjá Ís- lendingum? Það er ekki nema eitt svar við því. Íslenska ríkið hefur enn réttinn til að móta fiskveiðistefnuna. Íslenska ríkið hefur rétt til að krefja notendur kvótans um af- gjald eða að skikka þá til að skila hluta út- hlutaðs kvóta eins og nú er rætt um. Séu 5% kvótans innkölluð árlega mun verð á varanlegum kvóta líklega lækka úr 1.500 krónum í 1.000 krónur á þorskígildiskíló. Það að beita fyrningarleiðinni hefur því margþætt jákvæð áhrif fyrir íslenska þjóð- arbúið. Í fyrsta lagi verður mun ódýrara fyrir endurskipulögð sjávarútvegsfyrirtæki að kaupa kvóta til baka frá hinum erlendu bankastofnunum en sé ekki gripið til fyrn- ingar. Í öðru lagi munu nokkrar tekjur skila sér í ríkissjóð, og mun ekki af veita til að greiða skuldir þjóðarbúsins. Loks spillir ekki fyrir að með því að beita fyrningu er komið til móts við þau gagnrýnisatriði sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fram varðandi framkvæmd gild- andi sjávarútvegsstefnu íslenskra stjórn- valda. Þáttur LÍÚ Landssamband íslenskra útvegsmanna telur Evrópusambandsaðild ógn við forræði Íslendinga yfir fiskimiðunum og ljá því ekki máls á aðild. Á sama tíma standa samtökin að og fjármagna umfangsmikla herferð gegn hugmyndum um að fyrningarleiðin verði farin. Með því eru samtökin í raun að berjast fyrir því að meginhluti afraksturs af fiskveiðiauðlindinni falli útlendingum í skaut. Það virðist því í lagi, að áliti LÍÚ, að útlendingar hirði tekjurnar svo lengi sem íslenskur ráðherra skrifar undir reglugerð- irnar. skuldirnar vera að flækjast fyrir hinum raunverulega rekstri árum og jafnvel ára- tugum saman. Þetta þarf að viðurkenna. Kvótinn til útlendinga? Þegar eignarhaldsfélag sem á kvóta fer á hausinn fellur kvótinn til skuldareigend- anna. Í mörgum tilfellum er um erlendar bankastofnanir að ræða. Það skapar tví- þættan vanda. Í fyrsta lagi eignast hin er- lenda bankastofnun ávísun á framtíð- arafrakstur af íslenskum fiskimiðum. Í öðru lagi stangast eignarhaldið á við mörg ákvæði íslenskra laga, en það er auðvelt fyrir hina erlendu bankastofnun að fara í kringum það ákvæði. Það gæti hún t.d. gert með því að flytja höfuðstöðvar sínar til Ís- lands og gerast íslenskt fyrirtæki! Fyrning til bjargar Það er því útlit fyrir að erlendir aðilar séu um það bil að fá allan framtíð- arafrakstur af fiskimiðunum í sínar hendur í kjölfar bankahrunsins. Í framhaldinu er eðlilegt að spyrja: Með hvaða hætti geta ís- lensk stjórnvöld séð til þess að einhver hluti 2002 til 2007. Mörg sjávarútvegs- fyrirtæki notuðu tækifærið og settu verðbólginn kvótann sem veð gegn lánum. Lánin nýttust til að endurnýja skip og fylgihluti, til að fjármagna skuldsettar yfirtökur, og til að fjármagna veðmál um að verðgildi krónunnar myndi aukast í kjölfar páskalækkunarinnar árið 2008, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessi braskstarfsemi á lítt eða ekkert skylt við rekstur sjáv- arútvegsfyrirtækis. Samsteypa reksturs og brasks Mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í raun samsteypa þriggja fyrirtækja: Í fyrsta lagi rekstrarfyrirtækis sem gengur með bullandi afgangi um þessar mundir. Í öðru lagi er þar eignarhaldsfyrirtæki sem á kvóta og í þriðja lagi er þar verðbréfafyr- irtæki sem tók veðmál um að lang- tímaverðgildi krónunnar væri hærra en verðgildi hennar var á miðju ári 2008. Fyr- irtækið sem veðjaði á gengi krónunnar er á hausnum eins og við var að búast. „Slorkall- ar“ eru væntanlega í útgerð vegna þess að þeir eru ekki góðir bankamenn! Þau eign- arhaldsfélaganna sem notuð voru til að leysa út fé gegn veði í kvóta eru einnig á hausnum. Skuldir margra þessara fyr- irtækja eru af þeirri stærðargráðu að þau eiga ekki lífsins rétt og þurfa að fara á hausinn. Ef það verður ekki gert munu Eftir Þórólf Matthíasson » Að óbreyttu mun kvótinn falla í hendur erlendra banka. Með fyrningu má ná nokkrum hluta til baka. Þórólfur Matthíasson Fyrningarleiðin eykur ávinning Íslendinga af sjávarútveginum Höfundur er prófessor í hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.