Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur í Kandahar
UM 15.000 hermenn eru væntanlegir í Kandahar-herstöð-
ina í sumar og er það hluti af áætlun bandarískra yfirvalda
um að auka hernaðarumsvif í suðurhluta Afganistans.
Kandahar var höfuðborg talibana meðan á valdatíma
þeirra stóð og eru ítök þeirra hér enn mikil þó að afgönsk
yfirvöld fari með völdin, hér hefur uppgangur talibana ver-
ið hvað mestur.
Til stendur að byggja við herstöðina til að mæta fjölgun
hermanna en stöðin er þegar risavaxin með um 20.000 her-
menn. Það má heyra á hermönnunum að framkvæmdir
gangi heldur hægt og að þeir nýju verði að hafast við í
tjöldum til að byrja með. „Ég veit ekki hvar þeir ætla að
setja þá,“ segir hollenskur hermaður. Hann segir þrengsl-
in mikil eins og er og að hermennirnir deili þröngum vist-
arverum. Sá hollenski vinnur jafnframt á barnum Dutch
Corner sem er vinsæll samkomustaður á hersvæðinu.
„Það er miklu betri stemning hér en hjá Könunum. Þeir
hafa allar græjurnar, Play-station, karaókí og sjónvörp, en
við erum með stemninguna,“ segir sá hollenski, stoltur af
áfengislausa bjórnum sem hvergi er í boði annars staðar.
Skyndibitastaðir og verslanir í miðbænum
Það er furðuleg tilfinning að vera í herstöðinni sem er í
svo miklu návígi við helstu vígstöðvar landsins. Eiginlega
óviðeigandi að hermaðurinn sem röltir á stuttbuxum og
sötrar kók eða spilar hokkí með vinum sínum verði svo á
morgun úti að eltast við „óvininn“, stríð blandast kæru-
leysislegum frítíma. Subway, Burger King, verslanir og
kaffihús eru í miðbæ herstöðvarinnar, það sem hinsvegar
skyggir á þennan tilbúna og kæruleysislega heim, fyrir ut-
an möguleikann á eldflaugaárásum, er óþefur. Vandræði
eru með úrgang frá hermönnunum og er hann því leiddur í
tjörn í nágrenni stöðvarinnar. Nú er um 40 gráða hiti í
Kandahar og þá magnast lyktin og dauninn leggur yfir
herstöðina.
Dauninn leggur yfir
Mikil þrengsli í Kandahar-herstöðinni og vandræði með
úrgang sem leiddur er í tjörn í grennd við stöðina
Frítími Hermenn í Kandahar-herstöðinni í Afganistan
slaka á í kjarna stöðvarinnar.
Morgunblaðið/Jóhanna
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
EVRÓPSKA geimrannsóknastofn-
unin ESA hyggst í dag skjóta á loft
tveimur geimsjónaukum sem eiga
meðal annars að rannsaka upphaf al-
heimsins fyrir um það bil 14 millj-
örðum ára.
Geimsjónaukarnir tveir, Herschel
og Planck, kostuðu samtals nær 1,7
milljarða evra, sem svarar tæpum
300 milljörðum króna. Á meðal
spurninga sem geimvísindamenn
vona að sjónaukarnir hjálpi þeim að
svara eru: hvernig mynduðust
stjörnurnar og vetrarbrautirnar?
Hvenær varð Miklihvellur? Hvað er
hulduefni og hulduorka? Heldur al-
heimurinn áfram að þenjast út um
alla eilífð eða tekur hann að dragast
saman í einn punkt í samræmi við
tilgátuna um „heljarhrun“?
Sér ókönnuð svæði
Gangi allt að óskum verður
Herschel stærsti spegilsjónaukinn í
geimnum. Hann á að rannsaka öldu-
lengdir innrauðrar geislunar, sem
hafa aldrei áður greinst, og leita vís-
bendinga um það hvernig stjörnur
og vetrarbrautir mynduðust og
hvort þær séu enn að myndast.
Jafnvel köldustu hnettir í geimn-
um gefa frá sér hitageislun, þannig
að sjónaukar, sem nema innrauða
geisla, geta greint þá, þótt þeir séu
ósýnilegir fyrir mannsaugað.
Herschel verður eini geimsjónauk-
inn sem getur náð til fjarlægustu
svæðanna í innrauða hluta orkurófs-
ins. Hann getur einnig komist í
gegnum gríðarstór rykský og rann-
sakað svæði sem hafa aldrei áður
verið könnuð.
Herschel getur m.a. veitt upplýs-
ingar um hvort allar vetrarbraut-
irnar mynduðust í einu, eins og sum-
ir stjarnfræðingar telja, eða hvort
þær séu enn að myndast.
Planck-sjónaukinn er með tæki til
að rannsaka örbylgjukliðinn, geislun
sem fyllir allan geiminn. Hún er tal-
in vera eftirgeislun Miklahvells og
komin frá sjálfu upphafi alheimsins.
Heimild: Evrópska geimstofnunin, ESA
Evrópska geimrannsóknastofnunin ESA hyggst í dag skjóta á loft tveimur stjörnuathugunarstöðvum, sem
eiga að veita vísindamönnum nýja sýn á alheiminn og rannsaka upphaf og myndun stjarna og vetrarbrauta
NÝ AUGU ESA Í GEIMNUM
Rannsaka myndun og
þróun sporöskjulaga
vetrarbrauta og miðbungur
annarra vetrarbrauta
snemma í sögu alheimsins
Skilja eðlisfræðilega ferla
og gangvirki, sem framleiða
orku, í vetrarbrautunum
Rannsaka eðlis- og
efnafræðilega ferla í
gasinu og rykinu sem hefur
ekki enn myndað stjörnur
PACS
Ljósnemi ,
myndavél og
rófgreinir
SPIRE
Litrófs- og
ljósmælinga-
myndnemi
HIFI
Tæki til að
rannsaka
innrauða geisla
Tæki
Nefndur eftir
þýsk-breska stjörnu-
fræðingnum William
Herschel sem
uppgötvaði innrauða
geislun og fann
Úranus árið 1781
Skotið á loft:
14. maí 2009
frá Kouou í
Frönsku
Gvæjana
Þjónustu-
eining
Sólar-
panel
Þjónustu-
eining
Hitahlífar
Planck–sjónauki
Brennisléttu-
tæki
Aðal-
spegill
Hlíf
Sólhlíf Sjónauki
Kuldastillir
Innroðaneminn
er kældur niður í
–273,15 C til að
halda honum virkum
Kuldastillir kælir sjónaukann og
rannsóknartækin niður í -273,15 C
Hitamunurinn milli kaldasta og heitasta
hluta gervihnattarins er 300 gráður
Gervihnettirnir fara um 1,5
milljónir km á 60 dögum áður
en þeir komast á rétta braut
Þyngd við geimskot
3,4 tonn
Stærð
Lengd: 7,5 m, þvermál: 4,5 m
Kostnaður: milljarður evra
Tímalengd rannsóknar: 3 ár
HERSCHEL
Þyngd við geimskot:
1,9 tonn
Stærð
4,2 m x 4,2 m
Kostnaður: 700 milljónir evra
Tímalengd rannsóknar: 15
mánaða vísindastarfsemi,
hægt að framlengja um ár
PLANCK
Burðarflaug:
Ariane 5
Markmið
Rannsaka fyrsta ljós al-
heimsins, örbylgjukliðinn
(CMB), með meiri nákvæmni
en áður var möguleg
Markmið
Áætla magn hulduefnis og annars
efnis, auk þess sem rannsaka á
eðli hulduefnis
Rannsaka þróun alheimsins
Bylgjulengdin sem sjónaukinn
nemur gerir honum kleift að
sjá rykmettuð og köld svæði í
geimnum, svæði sem aðrir
sjónaukar hafa ekki séð
Safnar innrauðu ljósi með stórum
aðalspegli og beinir því í innroðanema
og rannsóknartæki
Kanna
upphaf
alheims
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
EKKERT lát er á bardögunum á Srí
Lanka, a.m.k. fimmtíu féllu og fjöru-
tíu særðust er sprengjur höfnuðu á
eina sjúkrahúsinu á átakasvæðinu á
norðurhluta landsins í gær. Fyrr í
vikunni féllu 49 sjúklingar og einn
starfsmaður í sprengjuvörpuárás á
sjúkrahúsið.
Talið er að um 50.000 óbreyttir
borgarar séu nú innikróaðir á um
þriggja ferkílómetra svæði vegna
átakanna. Gervihnattamyndir virð-
ast sýna að nýlega hafi verið beitt
sprengjuvörpum og öðrum þunga-
vopnum á svæðinu sem stjórn lands-
ins hefur lýst öruggt fyrir flótta-
menn.
Hundruð óbreyttra borgara eru
sögð hafa látið lífið í átökum á svæð-
inu undanfarna daga en alls er talið
að um 1.000 manns hafi fallið í átök-
um stjórnarhers og uppreisnar-
manna Tamíla-Tígranna. Báðir aðil-
ar saka hvorir aðra um sprengju-
árásir á óbreytta borgara.
Reuters
Í felum Vellupillai Prabhakaran, leiðtogi Tígranna, og eiginkona hans,
Mathivathani. Herinn fann að sögn myndina er hann tók fylgsni leiðtogans.
Árás á sjúkrahús
TILKYNNINGAR um yfirvofandi
gjaldþrot húseigenda í Bandaríkj-
unum voru 32% fleiri í apríl sl. en á
sama tíma fyrir ári. Búist er við að
þeim eigi enn eftir að fjölga þar sem
tímabundin frysting þeirra rann út í
mars.
Á apríl fékk einn af hverjum 374
bandarískum húseigendum með veð-
lán tilkynningu um yfirvofandi
gjaldþrot og húsnæðismissi eða alls
342.038. Það hillir því ekki undir
bata á fasteignamarkaði og það
stendur svo aftur í vegi fyrir bata í
efnahagslífinu. Verst er staðan þar
sem uppgangurinn var mestur, t.d. í
Nevada. Þar á einn af hverjum 68
húseigendum með veðlán gjaldþrot
yfir höfði sér. svs@mbl.is
AP
Draumurinn úti Hvarvetna má sjá
auglýsingar um uppboð á húsum.
Erfitt hjá
húseigend-
um vestra
DANIR munu ganga að kjörborðinu
og kjósa um upptöku evrunnar á
þessu kjörtímabili. Kom það fram
hjá Lars Løkke Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, en kjör-
dagur hefur ekki verið ákveðinn.
Rasmussen sagði að því stefnt að
Danir tækju fullan þátt í samstarf-
inu innan Evrópusambandsins og
þar á meðal í myntsamstarfinu.
Upptaka evrunnar var felld í þjóð-
aratkvæðagreiðslu árið 2000 en
kreppan virðist hafa breytt skoð-
unum danskra kjósenda, ekki síst
tiltölulega háir vextir, sem eru fylgi-
fiskur lítillar, sjálfstæðrar myntar.
Meirihluti hefur verið fyrir evrunni í
öllum könnunum frá miðju síðasta
ári. svs@mbl.is
Evrukjör