Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is FORMENN stjórnarandstöðuflokk- anna eru bundnir trúnaði og gátu því afar takmarkað tjáð sig um þings- ályktunartillöguna þegar eftir því var leitað. Bæði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sögðu þó, að þeir væru afar undrandi. Orðrétt sagði Bjarni: „Þessi þingsályktunartillaga sem grund- völlur fyrir viðræður við Evrópu- sambandið kom mér verulega á óvart.“ Sigmundur Davíð bætti við að framsetningin væri allt öðruvísi en hann hefði búist við. Báðir funda þeir – hvor í sínu lagi – með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, í dag auk Birgittu Jónsdóttur, þing- konu Borgarahreyfingarinnar. Þar hyggst ráðherrann freista þess að ná samstöðu um skref í málinu. Miðað við fyrstu viðbrögð formannanna verður það erfitt. Á samleið með Framsókn Össur segist ekki endilega sam- mála því, alla vega ekki hvað varðar Framsóknarflokkinn og Borg- arahreyfinguna. „Staðan er þannig að það er mjög lítill munur á afstöðu minni sem utanríkisráðherra til þess með hvaða hætti á að ganga til aðild- arviðræðna og Framsóknarflokks- ins. Ég er reiðubúinn að hlusta á það hvort forysta flokksins telur ástæðu til að breyta með einhverjum hætti þessari greinargerð.“ Hann bendir jafnframt á að Borg- arahreyfingin hafi tjáð sína afstöðu með skýrum hætti og sett fram þrjú skilyrði. „Ég vil gjarnan ræða við þingmenn Borgarahreyfingarinnar um málið því ég tel að það sé ekki erfitt að uppfylla þau skilyrði og ég er þeim í reynd hlynntur.“ Hvað varðar afstöðu Sjálfstæð- isflokksins segir Össur að honum sé hún mætavel ljós. „En ég tel það mína skyldu að kanna hvort ein- hverjir fletir séu til samstöðu. Ég hef hlustað með stakri athygli á þær ræður sem formaður Sjálfstæð- isflokksins hefur flutt á Alþingi um Evrópumálin og mér hefur fundist hann bæði skynugur og framsýnn stjórnmálamaður.“ Nægur tími til umræðna Tillaga stjórnarflokkanna, sem er á ábyrgð utanríkisráðherra, er af- dráttarlaus og greinargerðin stutt. Össur hefur skýringar á því. „Það er ekki minn stíll að vera með langar og miklar greinargerðir um mál sem ekki er svo flókið. Það er verið að reyna að ná þannig áfanga að þjóðin geti tekið afstöðu í þjóðaratkvæða- greiðslu, með upplýstum hætti, þ.e. með samning fyrir framan sig. Sá samningur verður til synjunar eða samþykktar.“ Össur segir tillöguna verða lagða fyrir Alþingi í næstu viku, en það sé svo þingsins að ákveða hvenær mælt verði fyrir því. Hann segir málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, hann hafi sjálfur notað allan þann tíma sem gefist hefur síðan ríkisstjórnin var mynduð til að undirbúa það. Einnig telur hann að nægur tími gef- ist fyrir umræður í sölum Alþingis og innan nefnda, en forsætisráð- herra hefur lýst því yfir að stefnan sé að leggja inn umsókn um ESB í júlímánuði. Formenn undrandi á tillögu um aðildarviðræður við ESB Morgunblaðið/Golli Kynning Drög að þingsályktunartillögu um aðildarviðræður við ESB voru kynnt stjórnarandstöðunni í gær.  Funda með utanríkisráðherra sem freistar þess að ná breiðri samstöðu um málið Ýmislegt þarf að breytast til að breið samstaða náist meðal þingflokkanna um þingsályktun- artillögu um aðildarviðræður við ESB sem lögð verður fram á Al- þingi í næstu viku. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lokaði tveimur kannabisverk- smiðjum í Hafnarfirði á þriðjudag. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málanna tveggja, þrír á þrí- tugsaldri og einn á fertugsaldri. Lagt var hald á um fjögur hundruð kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Auk þess var gerð hús- leit hjá tveimur mannanna og fannst þarf töluvert af maríjúana. Átta þúsund plöntur Frá áramótum hefur verið lagt hald á nærri átta þúsund kannabis- plöntur. Fyrstu þrjá mánuðina var lagt hald á sex þúsund plöntur, og það er 23% meira en samanlagt magn sem lögreglan lagði hald á árin 2005-2008. andri@mbl.is Tveimur verksmiðjum í Hafnarfirði lokað Morgunblaðið/Júlíus KONA um þrítugt hefur verið úr- skurðuð í farbann til 10. júní að kröfu lögreglu höfuðborgarsvæð- isins en hún er grunuð um aðild að innflutningi fíkniefna og milli- göngu um vændi. Gæsluvarðhald yfir henni rann út á þriðjudag. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnideildar lögreglunnar, sagði í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, fyrr í mán- uðinum, að hugsanleg tengsl væru milli konunnar og tveggja belg- ískra kvenna á þrítugsaldri sem teknar voru í Leifsstöð með um 350 grömm af kókaíni í síðasta mánuði. Við sakbendingu bentu konurnar, sem dæmdar voru í 10 mánaða fangelsi, á þann sem skipulagði smyglið. andri@mbl.is Grunaður hór- mangari í farbanni Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FORSVARSMENN sveitarfélaga hittust á fundi á Grand Hóteli í gær og ræddu rekstrarvanda sveitarfé- laga í landinu. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði segir forsvarsmenn sveitarfélaga gera sér grein fyrir að staðan sé erf- ið um þessar mundir. „Þessi kreppa er langvinnari en flest sveitarfélög gerðu ráð fyrir í upphafi þessa árs. Þess vegna þurfa forsvarsmenn sveitarfélaga að horfa lengra fram í tímann og endurskipuleggja þjón- ustustig sveitarfélaga frá a til ö,“ sagði Halldór í samtali við Morg- unblaðið að loknum fundi í gær. Hann sagði líklegt að staðan kall- aði á lagabreytingar til að auðvelda sveitarfélögum að gera nauðsyn- legar breytingar. Að sögn Halldórs var fundurinn vel sóttur en boðið upp á að fylgjast með honum í gegn- um fjarfundarbúnað. Það nýttu fulltrúar sér sem ekki sáu sér fært að mæta á staðinn. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins lagði hún áherslu á að forsvarsmenn sveitarfélaga skuld- uðu íbúum í landinu það að þeir legðu til hliðar „pólitískt karp“ og sameinuðust um að mæta þeim mikla vanda sem sveitarfélög væru í. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær er fyrirsjáanlegt að skuldastaða sveitarfélaga, og ekki síst dótturfélaga þeirra, verði íþyngjandi í langan tíma. Sér- staklega eru það vaxtaberandi skuldir í erlendri mynt sem eru sveitarfélögum erfiðar. Fram- kvæmdir þeirra margra hafa verið fjármagnaðar með erlendum lánum, sérstaklega á það við orkuveitur og hafnarsjóði sem nú standa höllum fæti. Halldór segir niðurstöðu fund- arins hafa verið þá að kjörnir fulltrúar þyrftu að standa saman um að ná tökum á rekstri sveitarfélaga. Morgunblaðið/RAX Ræða saman Halldór Halldórsson segir að endurskipuleggja þurfi þjón- ustustig sveitarfélaga. Halldór sést hér ræða við Árna Sigfússon kollega sinn úr Reykjanesbæ á fundi um stöðu sveitarfélaga fyrr í vetur. Staða sveitarfélaga verri en áætlað var Borgarstjóri sagði ekkert rými fyrir „pólitískt karp“ LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu upplýsti í gær að rúmlega helmingur þeirra fíkniefna sem smyglað var til landsins með belgísku skútunni Sirtaki frá meginlandi Evrópu hefði verið amfetamín eða 55 kíló. Þetta er mesta magn amfetamíns sem reynt hefur verið að flytja til landsins í einu lagi og lögregla leggur hald á. Alls var lagt hald á 109 kíló af fíkniefnum. Auk amfetamínsins var lagt hald á 34 kíló af marí- júana, 19,5 kíló af hassi, og 9.400 e-töflur. Sex karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir fundnir sekir. andri@mbl.isSkútan Sirtaki. Með 55 kíló af amfetamíni Myndavélar, mikið úrval kynntu þér verðin á fotoval.is Myndavéla- viðgerðir Skipholti 50B Sími 553 9200 www.fotoval.is • mail: fotoval@fotoval.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.