Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
Morgunblaðið/Ásdís
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
TILKYNNINGUM um skiptalok í þrotabúum hefur
fjölgað verulega upp á síðkastið. Þannig hafa það sem af
er árinu birst í Lögbirtingablaðinu tilkynningar um að
skiptum hafi lokið í alls 406 þrotabúum. Þá hefur einnig
orðið mikil fjölgun tilkynninga um gjaldþrot fyrirtækja
og einstaklinga, þar sem bústjórarnir eru að auglýsa eft-
ir kröfum í viðkomandi bú.
Í gær birtust 18 tilkynningar um að skiptum hafi lokið
í þrotabúum. Um er að ræða 17 fyrirtæki og einn ein-
stakling. Viðkomandi aðilar eru staðsettir víða um land,
en flestir á höfuðborgarsvæðinu Kröfur í búin 18 námu
alls rúmlega 2007 milljónum króna. Í 16 þrotabúum
fundust engar eignir og töpuðu kröfuhafar þar samtals
rúmum 519 milljónum króna.
Gjaldþrotin eru misjafnlega stór í sniðum, allt frá 4,6
milljónum upp í tæpar 913 milljónir króna. Langstærsta
þrotabúið, sem gert var upp, var Tæknival hf., Síðumúla
34, Reykjavík. Kröfur í það bú námu samtals 912,7 millj-
ónum króna. Þar af voru veðkröfur 415 milljónir og al-
mennar kröfur 462 milljónir. Upp í kröfurnar greiddust
rúmar 87 milljónir. Næsthæstu kröfurnar voru í þrotabú
Þórsafls ehf., Skútahrauni 15, Hafnarfirði, samtals 575,4
milljónir. Upp í kröfurnar greiddist 271 milljón. Önnur
þrotabú, þar sem kröfur voru yfir 50 milljónir eru: GT
Reykjavík, 111 milljónir, Genaral Systems/Software Ís.
ehf., 93 milljónir, Ný-ung ehf., 76 milljónir, Fjárfestinga-
félagið Fjárfestir ehf., 71 milljón og Trémax ehf., 69
milljónir.
Æ fleiri bú eru gerð upp
16 þrotabú af 18 voru eignalaus og 519 milljónir töpuðust
Kröfur í þrotabú Tæknivals samtals tæpar 913 milljónir
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
FARI allt á versta veg þarf að færa hlut eig-
enda bankanna niður og bankana í ríkiseigu.
Þetta má lesa úr glærum fjármálakrísu-
sérfræðingsins, Andrew Gracie, sem Davíð
Oddsson vitnaði til í Kastljósviðtali í febrúar.
Seðlabankinn nýtti áætlun Gracie til að þrýsta á
um viðbúnaðaraðgerðir sem reyndi á þegar
Glitnir komst í þrot í septemberlok í fyrra.
Seðlabankinn fékk Andrew Gracie til að búa
til viðlagaáætlun um hvernig ætti að bregðast
við komandi mánuðum vegna vanda bankanna
við að fjármagna sig. Skýrsla sérfræðingsins
var munnleg og kynnt seðlabankastjórunum í
glæruformi eftir viðræður hans við starfsmenn
Seðlabankans 27.-29. febrúar 2008. Strax í mars
2008 var niðurstaðan kynnt samráðshópi sem í
sátu ráðuneytisstjórar forsætis-, fjármála- og
viðskiptaráðuneytis auk forstjóra Fjármálaeft-
irlitsins og fulltrúa Seðlabankans. Samráðshóp-
urinn kom m.a. að undirbúningi lagasetningar
sem seinna varð að neyðarlögunum.
Morgunblaðið hefur nú glærur viðbún-
aðarsérfræðingsins undir höndum eftir að
Seðlabankinn fékk leyfi rannsóknarnefndar Al-
þingis til að afhenda þær. Blaðið kærði upp-
haflega synjun bankans til úrskurðarnefndar
um upplýsingamál.
Gracie vann að viðbúnaðarmálum í Bank of
England. Hann setti síðar upp sitt eigið fyr-
irtæki í viðbúnaðarmálum, Crisis Management
Analytics, og var hann fenginn til að undirbúa
og hrinda í framkvæmd viðlagaæfingu nor-
rænna seðlabanka, fjármálaeftirlita og fjár-
málaráðuneyta sem haldin var í september
2007. „Ég þekkti Andrew að góðu og lagði til að
Seðlabankinn fengi hann sem ráðgjafa. Hann
kom í febrúar, kynnti sér það sem við vorum að
vinna og setti í kjölfarið fram aðalatriðin í því
sem við þyrftum að gera í undirbúningi okkar
að aðgerðaráætluninni,“ segir Tryggvi Pálsson,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabank-
ans.
Bankarnir án fjármögnunar
Á glærunum má lesa að vandinn hafi verið að
markaðurinn hafi verið búinn að loka á íslensku
bankana. Engin trygging hafi verið fyrir því að
hann opnaðist í tíma svo Glitni tækist að endur-
fjármagna sig í október síðastliðnum eða Kaup-
þingi á fyrsta fjórðungi þessa árs, en þá voru
erlend lán á gjalddaga. „Vandinn var sá að
bankarnir höfðu ekki aðgang að erlendum lána-
mörkuðum, sem hafði verið vandamál frá
haustinu áður. Stórir gjalddagar voru fram-
undan og ljóst að brugðið gæti til beggja vona,“
segir Tryggvi.
Í glærunum stendur að tvær leiðir séu mögu-
legar: Sú góða; að markaðir opnist og bank-
arnir bjargi sér. Eða sú vonda; að markaðirnir
opnist ekki fyrir október og hið opinbera þurfi
að grípa inn í. Þá er rakið hvað felist í hvorri
leið fyrir sig og hvernig stjórnvöld þurfi að
bregðast við hvorri leið fyrir sig og búa til við-
lagaáætlun.
Gracie mat það svo að ef markaðirnir opn-
uðust að nýju væri samt líklegt að bankarnir
þyrftu að greiða meira fyrir fjármögnunina.
Þeir þyrftu að breyta fjármögnun sinni. Þá
þyrftu þeir að selja eignir og styrkja eigið fé.
Annars gengi hún ekki upp.
En opnuðust markaðir ekki þyrftu stjórnvöld
að takmarka það opinbera fé sem veitt væri í
bankana og draga úr því að einkaaðilar sæktu í
opinbera sjóði. Ef bankarnir væru ekki rekstr-
arhæfir þyrfti að færa niður hlutafé eigenda
þegar eignarhaldið færðist til ríkisins.
Þá sýnir Gracie hvernig kostnaður eykst við
hvora leið fyrir sig, þá vondu og þá góðu. Hann
nefnir einnig þá hvöt sem bankarnir hefðu til
þess að bíða í lengstu lög í von um að mark-
aðirnir opnuðust að nýju og þeir gætu fjár-
magnað sig. Þá myndi kostnaðurinn við skellinn
aukast og valkostunum fækka eftir því sem tím-
inn yrði naumari til að grípa inn í.
Að þessu loknu lagði Gracie línurnar að því
sem stjórnvöld þyrftu að gera frá febrúar á síð-
asta ári og fram í október; einskonar aðgerða-
áætlun.
Í fyrsta lagi þyrfti að meta kostnaðinn af því
hvað fjármálaáfall gæti kostað. Það var gert
eins og sjá má í skýrslu Seðlabankans um fjár-
málastöðugleika 2008. Með hliðsjón af al-
þjóðlegri reynslu taldi bankinn að heildartap
við fjármálaáfall gæti numið allt að 400 til 500
milljörðum króna eða 30-40% af vergri lands-
framleiðslu eins árs, en það myndi dreifast á all-
mörg ár.
Næst skref væri að fara yfir valkosti og und-
irbúa aðgerðaáætlunina. „Það gerðu Seðla-
bankinn og Fjármálaeftirlitið sameiginlega í
apríl 2008,“ segir Tryggvi.
Í þriðja lagi ættu bankinn og fjármálaráðu-
neytið að koma með sameiginlega stefnu í mál-
inu og hann tímasetti aðgerðirnar. Þá ætti að
senda skilaboð til bankanna um að þeir yrðu að
fjármagna sig ellegar yrði gripið til aðgerða.
Spurður hvort það hafi verið gert svarar
Tryggvi: „Mismunandi skoðanir eru á því hvað
var gert og hvort nógu mikið væri gert en ým-
islegt var gert.“ Skilaboð Gracie hafi hins vegar
verið um sameiginlega afstöðu. Tryggvi segir
það í höndum rannsóknarnefndarinnar að
skera úr um þessi atriði. Þá var settur tímaás á
aðgerðirnar.
„Ég vil fullyrða að ráðgjöf Andrew Gracie
hafi hjálpað til. Þó að viðlagavinnan hafi ekki
getað komið í veg fyrir áfallið dró hún úr þeim
skaða sem varð,“ svarar Tryggvi, beðinn um að
meta árangur viðlagaáætlunarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Bankinn leitaði til fjár-
málakrísusérfræðings vegna stöðunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrrum Seðlabankastjóri Davíð Oddsson
segir margoft hafa verið varað við stöðunni.
Morgunblaðið/Samsett mynd
Í ríkiseigu Glitnir, Kaupþing og Landsbank-
inn fóru allir í þrot. Lausaféð var uppurið.
Með áætlun ef bankarnir færu í þrot
Seðlabankinn vann viðbúnaðaráætlun við bankagjaldþroti sem gæti orðið í október Krísusérfræð-
ingur mælti með því að eignarhlutur eigenda yrði færður niður og færður ríkinu setti það fé inn í bankana
Davíð Oddsson sagði í Kastljósviðtali að
Seðlabankinn hefði varað við bankagjald-
þroti og fengið einn hinn færasta fjár-
málastöðugleikasérfræðing til ráðagerðar.
Niðurstaðan hefði verið kynnt stjórnvöld-
um. Blaðið hefur glærur sérfræðingsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hópfaðmlag Starfsmenn Glitnis hughreystu
hver annan í október eftir fall bankans.
!
"
#
$%
!
&
'(
)
&* +
, -
( (
.
( ) ( ,
!
/
!
0
'
/ !
,
$%
1 " "
„Við fengum til að mynda í febrúar einn færasta fjármálastöðugleikasérfræðing í Evrópu til að
vinna fyrir okkur viðbragðsáætlun. Í þessari áætlun gerum við ráð fyrir því að bankakerfið fari
á hausinn í október – í október. Við sendum þessa skýrslu til ríkisvaldsins.“
Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri, í Kastljósi 24. febrúar
Seðlabankinn áætlaði bankagjaldþrot í október
ELDRI BORGARA FERÐIR
um fornar byggðir á Suður-Grænlandi.
Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið.
Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776.
Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is
REYKJAVÍK
Grænland
Narsarsuaq
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/F
L
U
45
01
1
02
.2
00
9
flugfelag.is