Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 ✝ Guðný GróaÓlafsdóttir, (Lóa), fæddist á Efri- Brúnavöllum á Skeið- um hinn 7. febrúar 1921. Hún lést á Land- spítalanum 7. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gestsson, f. 20. september 1888, d. 21. ágúst 1968, og Sigríður Jónsdóttir, f. 12. janúar 1893, d. 19. febrúar 1969. Systkini Lóu: Jón, f. 24. febr- úar 1920, d. 6. október 1982, Gest- ur, f. 30. júní 1922, d. 23. janúar 1988, Eggert, f. 27. ágúst 1923, d. 16. febrúar 1978, Hjörtur, f. 14. jan- úar 1926, d. 1. nóvember 2004, Guð- laug, f. 9. febrúar 1928, og Ingunn, f. janúar 1930 er lifði í þrjár vikur. Lóa giftist hinn 11. ágúst 1945 Jóni Sigurðssyni húsasmið, f. 8. september 1916, d. 8. desember 2004. Þau eignuðust þrjú börn, 1) Sigríður, f. 9. september 1947, d. 20. júlí 1997, maki Mark A. Peterson f. 27. júní 1951, barn þeirra er Inga Lóa, f. 27. mars 1995. Börn Sigríðar með fyrri manni sínum, Úlfari Ey- steinssyni, f. 23. ágúst 1947, eru Stefán, f. 20. júlí 1967, kvæntur Ingi Ingimarsson, f. 19. október 1965, og Páll Lúther Ingimarsson, f. 15. ágúst 1974, dóttir hans er Jó- hanna Marín, f. 22. ágúst 2000. 3) Reynir, f. 7. ágúst 1965, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur, f. 18. ágúst 1963, börn þeirra eru Jónína Guðrún, f. 22. júní 1983, Reynir Þór, f. 1. desember 1991, Viktoría Sif, f. 8. apríl 1995. Lóa ólst upp á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Hún fluttist til Reykja- víkur þegar hún hóf sambúð með manni sínum. Bjuggu þau fyrstu ár- in á Laugateigi 6 en lengst af bjuggu þau í Garðsenda 3 og síð- ustu árin í Hæðargarði 35. Lóa stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og urðu húsmóð- urstörf hennar ævistarf. Hún starf- aði þó við ýmislegt samhliða þeirri vinnu og má þar nefna prjónastörf á prjónastofum og hreingerningar við HHÍ. Á tímabili ráku þau hjónin gistiheimili með morgunmat fyrir erlenda ferðamenn að Garðsenda 3. Lóa var mikil hannyrðakona og prjónaði margar lopapeysur sem nutu mikilla vinsælda en auk þess að prjóna, saumaði hún út og mál- aði á postulín. Hún tók þátt í ýmiss konar félagsstarfi alla sína tíð og starfaði meðal annars lengi vel í Kvenfélagi Laugarness. Útför Lóu fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 14. maí og hefst at- höfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Bjarklindi Aldísi Guð- laugsdóttur, f. 19. apríl 1969, börn þeirra eru Úlfar Bjarki, f. 3. sept- ember 1988, Birgir Þór, f. 3. júní 1991, Eyrún Ósk, f. 21. apríl 1995, og Guðný Hrönn, f. 8. apríl 1972, gift Heimi Helgasyni, f. 21. ágúst 1970, börn þeirra eru Perla, f. 25. apríl 2003, og Alexander Nói, f. 15. apríl 2005. Barn Guðnýjar með Arnari Laufdal Aðalsteinssyni, f. 29. maí 1964, er Sara Laufdal, f. 13. ágúst 1992. 2) Hilmar, f. 16. desember 1954, kvæntur Jóhönnu Gunnlaugs- dóttur, f. 24. nóvember 1947, barn þeirra er Jón Óskar, f. 16. desember 1979, sambýliskona Sigríður Linda Vigfúsdóttir, f. 27. maí 1982, barn þeirra er Anna Marý, f. 24. desem- ber 2008. Barn Hilmars með Ragn- heiði Guðfinnsdóttur, f. 17. desem- ber 1955, er Guðfinnur Heiðar, f. 10. febrúar 1976, unnusta Guðrún Ósk Þrastardóttir, f. 20. janúar 1981, barn þeirra er Elínheiður, f. 27. mars 2005. Börn Jóhönnu frá fyrra hjónabandi eru Gunnlaugur Elsku mamma mín, ekki átti ég von á því að þú myndir yfirgefa mig núna. Þú ert búin að vera svo ótrú- lega hress, dansandi í gegnum lífið til síðasta dags í orðsins fyllstu merkingu. Alltaf varstu brosandi og aldrei man ég eftir þér í vondu skapi. Það voru forréttindi að fá að eiga þig sem móður, alltaf til staðar hvort sem um erfiðleika var að etja eða til að gleðjast, en það kunnir þú svo sannarlega. Þú slepptir aldrei góðri veislu, margar hélstu sjálf en uppveðraðist öll er þér var boðið til veislu. Þakklátur er ég almættinu því að þú skyldir geta verið með okkur í fermingarveislu Viktoríu Sifjar, þar með kláraðir þú að vera viðstödd fermingu allra barnabarna þinna. Margt brölluðum við saman en upp úr stendur þó Flórídaferðin sem við fórum 2006. Ég spurði þig hvort þú værir til í að skreppa með okkur þó að við þyrftum að keyra frá Baltimore eða um 1.200 km hvora leið. Þér þótti það nú lítið mál og leist á það sem ævintýri sem það sannarlega varð. Listakona varstu mikil, þú prjónaðir hlýjar og fallegar lopapeysur, saumaðir út glæsilegar myndir og málaðir glæsileg málverk á diska og bolla. Allt verður þetta geymt til minn- ingar um þig. Það er erfitt að kveðja þig og sætta sig við að geta aldrei leitað ráða hjá þér eða sagt þér hvað á daga mína hefur drifið, þú hafðir alltaf tíma til að hlusta. Í lífi mínu er nú tómarúm sem ég þarf að leita leiða til að fylla. Ég veit að þú fórst sátt, án þess að þjást og full tilhlökkunar að hitta pabba og Siggu systur hjá Guði. Ég sakna þín meir en orð fá lýst. Hvíldu í friði, elsku besta mamma mín. Reynir. Elsku hjartans amma og langamma, það er svo skrítið að þú skulir vera farin frá okkur. Enginn átti von á að þú færir svona snögg- lega, þú sem varst full af lífsgleði og alltaf svo mikið að gera hjá þér. Það er bara rétt hálfur mánuður síðan þú varst að sýna línudans. Það var alltaf árlegur viðburður að koma til þín á jóladag í mat, allir hlökkuðu svo til, þá hittumst við og þá var sko líf í tuskunum. Þú varst sú sem hélst utan um mannskapinn eftir að Sigga dóttir þín dó langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Já, þú hefur fengið þinn skammt af erfiðleikum í lífinu, það eru ekki mörg ár síðan Jón afi og langafi dó eftir erfið veikindi líka. Það var eins og þú tvíefldist við hvert áfallið, ekkert gat stoppað lífsgleði þína. Okkur langar að þakka þér fyrir alla þína ást og þá gleði sem þú veittir okkur. Okkur langar að kveðja þig með fallegu ljóði. Heilsu og lífi fjarar stundum fljótt, fyrr en varir komin dauðans nótt. þannig endi ævileiðin þín, áður en varði látna vina mín. Á kveðjustund hef margt að þakka þér, þakka allt hið góða er sýndir mér. Þökk fyrir samleið þín og hreina dyggð, þakka fasta vináttu og tryggð. (Guðlaugur Sigurðsson.) Elsku amma og langamma, minn- ing þín lifir. Stefán, Bjarklind, Úlfar Bjarki, Birgir Þór og Eyrún Ósk. Elsku besta amma, nú ertu farin til guðs, farin til Siggu og afa. Það er svo tómlegt í hjarta okkar núna eftir að þú fórst frá okkur því þú varst svo stór partur af lífi okkar allra. Yndislegt fannst okkur að þú gast verið hjá okkur á ferming- ardegi Viktoríu Sifjar því veislur voru þitt líf og yndi. Okkur finnst við vera svo heppin að hafa fengið að kynnast jafn frábærri konu og þú varst. Við hefðum ekki getað valið okkur betri ömmu en þig, þú varst alltaf svo hress og skemmti- leg. Það var alltaf notalegt að koma í Hæðargarðinn til þín og fá pönnu- kökur. Eins er ferðin sem við fórum saman til Flórída 2006 svo eftir- minnileg. Það var svo skemmtilegt þegar þú varst að lesa enskuna upp fyrir okkur eins og t.d. þegar það stóð „closed „og þú last klósett, og þegar við leiðréttum þig þá hlóst þú manna mest. Við áttum líka frábær- ar stundir í jólaboðunum á jóladag þegar við komum til þín í Hæð- argarðinn, og á gamlárskvöld þegar þú varst hjá okkur var alltaf glatt á hjalla, mikið sungið og dansað við harmonikku undirleik ömmu Gunnu. Takk fyrir frábærar stundir, elsku besta amma, megir þú hvíla í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabörn Nína, Reynir Þór og Viktoría Sif. Við andlát Lóu, móðursystur minnar, koma í hugann margar góðar minningar sem ljúft er að rifja upp. Þær systur Lóa og Lauga, móðir mín, voru tengdar sterkum fjölskyldu- og vináttubönd- um alla tíð. Fyrstu minningarbrot mín tengjast sólríkum sumardögum í sveitinni hjá ömmu og afa á Efri- Brúnavöllum þegar flutt var í sveit- ina á vorin og ekki snúið til baka að hausti fyrr en nauðsynlegt var vegna skólagöngu barnanna. Þar var lagður grunnur að þeirri sam- heldni og vináttu sem hefur fylgt okkur æ síðan. Alltaf var maður aufúsugestur hjá Lóu og hennar fjölskyldu og notalegt var að byrja búskapinn í kjallaranum hjá Lóu og Jóni í Garðsendanum, geta hlaupið upp og fengið ráð um bakstur á hjóna- bandssælu, aðstoð við að prjóna hæl á sokk eða barnapössun smá- stund. Lóa var mikil félagsvera og ómissandi þátttakandi í öllum fjöl- skylduboðum hjá okkur, það var jú bara svo gaman að bjóða henni því hún kunni svo vel að njóta stund- arinnar. Stundum fórum við tvær í bíltúr austur í Grímsnes og heim- sóttum foreldra mína í sumarbú- staðinn. Hún var alltaf til ef eitt- hvað skemmtilegt bauðst, svo var líka ósköp notalegt að sitja og spjalla í Hæðargarðinum, og þá notaði hún tímann og prjónaði lopa- peysur eða saumaði út, enda mikil hannyrðakona og margir fallegir munir sem eftir hana liggja. Það má með sanni segja að Lóa hafi lifað með reisn og henni varð að ósk sinni að fá að kveðja með reisn. Hún skapaði sér innihaldsríkt og gefandi líf, þó að missir dóttur og eiginmanns hafi markað djúp spor en hún naut þess líka að eiga góða fjölskyldu. Elsku Hilmar, Reynir, Stefán, Guðný Hrönn og fjölskyldur, inni- legustu samúðarkveðjur og Guð veri með ykkur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þakka þér fyrir það sem þú varst mér og mínum, elsku frænka. Guð geymi þig. Guðný Rut og fjölskylda. Aldrei hefur mér fundist ég þurfa svar við því af hverju Guðný Gróa Ólafsdóttir, móðursystir mín, gekk alltaf undir nafninu Lóa. Þeim sem þekktu hana er hins vegar ljóst hversu vel nafnið átti við hana því það boðar birtu; vor og sumarkomu. Hlýjum móttökum Lóu fylgdi sólskinbros, og sam- ræðum fylgdi jákvæðni og einstök tilhlökkun; til næsta verkefnis, næsta dags, framtíðarinnar. Þessa viðmóts hef ég notið alla mína ævi; allt frá því að stórfjölskyldan hélt meira og minna öll til á sumrin á fæðingarstað Lóu, Efri-Brúnavöll- um á Skeiðum. Varla er hægt að minnast Lóu án þess að Jón Sigurðsson, eig- inmaður hennar, sem lést fyrir rúmum fjórum árum, komi einnig upp í hugann og sé hluti af sög- unni, svo samrýnd voru þau. Það fór ekki til dæmis ekki framhjá saklausu barninu þegar Jón bar að garði á Efri-Brúnavöllum um helg- ar að milli þeirra var eitthvað meira en sameiginleg væntum- þykja á mannvænlegum börnum sínum. Ástin leyndi sér ekki! Á uppvaxtarárum mínum var áfangastaður ferðalaga innan borgarmarkanna oftar en ekki Garðsendi 3 þar sem Lóa og Jón byggðu sér hús í kringum 1960. Það þriggja hæða musteri hafa þeir systrasynir, Hilmar sonur þeirra og undirritaður, ávallt talið sér trú um að hafa átt heilmikinn þátt í að reisa. Þetta var þó í þá daga sem sveinar þessir höfðu þau hjáverk með byggingavinnunni að stauta sig fram úr Litlu gulu hæn- unni og draga til fyrstu stafa. Auð- vitað voru meiri tafir en hjálp af þessum köppum en það lýsir kannski best hversu eðlislægt það var þeim hjónum að leyfa öllum að njóta sín að þeir töldu lengi fram- eftir aldri að framlag þeirra hefði þarna skipt sköpum. Slíkar fyr- irmyndir voru Lóa og Jón í mann- legum samskiptum og styðja það viðhorf að góð uppeldisgildi sem sýnd eru í verki taka öllum fræð- um fram. Það var einstaklega gaman að fylgjast með kraftinum og lífsgleð- inni í Lóu. Þótt árin væru farin að telja og líkamskerfin hikstuðu öðru hvoru var hvergi slegið af. Þegar stefnt var á ferðalög eða boðið til veislu var Lóa aldrei hikandi, auð- vitað var hún tilbúin að taka þátt. Og ekki fór á milli mála að hún naut hverrar stundar í félagsskap annarra og gaf mikið af sér. Þrátt fyrir að vera komin vel á níræð- isaldurinn var hún iðulega með síð- ustu gestum heim og fór með sama glaða viðmótið og hún bar í hús þegar hún mætti. Lóa var afskaplega dugleg, sterk og staðföst kona; kona sem var ekki hægt annað en bera virð- ingu fyrir og hrífast með. Þegar kallið kom nokkuð óvænt var hún án efa tilbúin að taka því með sínu lagi og hún kvaddi með þeirri reisn sem alltaf einkenndi hana og um- vafin því ástríki sem hennar nán- ustu ávallt sýndu henni. Með söknuði er Lóa kvödd en fyrst og fremst er í huga okkar fjölskyldunnar þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta svo ríkulegra samvista við hana. Undir þau orð vill móðir mín, Guðlaug Ólafsdótt- ir, taka þegar hún kveður sína kæru systur og áratuga trúnaðar- vin og pabbi einnig, sem eignaðist í mágkonu sinni leikfimifélaga á síð- asta ári. Blessuð sé minning Lóu frænku. Ólafur Haukur Jónsson. Guðný G. Ólafsdóttir Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn- ingargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningargreinar ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og kær vinkona, ARNHILDUR HÓLMFRÍÐUR REYNIS, Skipholti 21, Reykjavík, lést þriðjudaginn 12. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lísa-Lotta Reynis, Börkur Árnason, Michael Einar Reynis, Geirþrúður Jónsdóttir, Elva Björk Barkardóttir, Hrannar Árni Barkarson, Arnar Daði Reynis, Eva Lind Reynis, Dúfa Sylvía Einarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Hrafn Andrés Harðarson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI ÞÓRIR KÁRASON múrarameistari, Presthúsum, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis Hlíðarhúsum 1-3, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sunnudagsins 10. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Anna J. Eiríksdóttir, Þórunn Káradóttir Hvasshovd, Stein Hvasshovd, Aðalsteinn F. Kárason, Bergþór N. Kárason, Guðríður Jónsdóttir, Berglind A. Káradóttir, Sigurður H. Árnason, Ragnheiður S. Káradóttir, Pálmi Þ. Ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.