Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SAMBÝLI stóru sjósvölu og lunda
í Elliðaey í Vestmannaeyjum hefur
vakið athygli vísindamanna. Í sum-
ar á að rannsaka þetta sambýli
betur með aðstoð holumyndavélar,
að sögn dr. Erps Snæs Hansens,
sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá
Náttúrustofu Suðurlands. Sjósvöl-
urnar virðast notfæra sér dugnað
lundans við holugröft og gera sér
hreiður í lundaholum. Lundinn er
svo innar í holunni sem getur verið
meira en 1,5 metra djúp. Lundinn
er þrifalegur og útbýr afdrep þar
sem pysjan gerir þarfir sínar.
Sambýli lunda og sjósvölu af því
tagi sem sést hefur í Elliðaey er
ekki þekkt annars staðar, að sögn
Erps.
Stórar fuglabyggðir
Í Vestmannaeyjum er stærsta
lundabyggð í heimi og áætlað að
þar sé meira en 1,1 milljón lunda-
hola. Ábúðarhlutfallið, þ.e. hlutfall
þeirra para sem verpa, er breyti-
legt milli ára. Í fyrra var það talið
vera 62% og varpstofninn sam-
kvæmt því um 704 þúsund pör.
Stærsta sjósvölubyggð Evrópu
er einnig í Vestmannaeyjum. Fjöldi
sjósvala þar er áætlaður a.m.k. 150
þúsund pör, en þær gætu verið
fleiri að mati Erps. Sjósvalan er
þekkt við Atlantshaf og Kyrrahaf.
Stærstu byggðir sjósvölu við At-
landshaf eru á eyjum við austur-
strönd Kanada.
Erpur sagði niðurstöður frum-
rannsókna í Elliðaey gefa til kynna
að útbreiðsla og þéttleiki sjósvöl-
unnar fylgi útbreiðslu og þéttleika
lundans. Ætlunin er að kanna
þetta í fleiri eyjum Vestmannaeyja.
Lundinn í Vestmannaeyjum hef-
ur átt erfitt uppdráttar undanfarin
sumur og fáar pysjur komist upp.
Lundavarpinu seinkaði sumarið
2007 um þrjár vikur. Það er mesta
seinkun sem sést hefur frá árinu
1971. Könnun þá leiddi í ljós að
ekki voru nema 39% af holunum í
gangi sem varpholur. Erfiðleikar
lundans eru aðallega raktir til
skorts á æti, en sandsíli er uppi-
staðan í fæði lundans í Vest-
mannaeyjum.
Fæðuskortur og urðarkettir
Erpur sagði vísbendingar um að
erfiðlega gangi hjá skrofunum í
Ystakletti. Þar er ekki ætisskorti
kennt um heldur urðarköttum og
að þeir drepi skrofurnar. Kattag-
reni hafa fundist í skrofuholum og
í þeim verið fuglahræ. Einu katta-
greni var eytt í Ystakletti í fyrra.
Meindýraeyðir Vestmannaeyja-
bæjar veiddi um 50 ketti á Eiðinu í
fyrra en þaðan hefðu þeir getað
farið í fuglabyggðirnar í Heima-
kletti, Miðkletti og Ystakletti. Um
var að ræða kettlinga sem enn
voru með mjólkurtennur og höfðu
því líklega verið bornir út.
Sjósvölur og lundar í sambýli
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Lundar Lundinn grefur sér holu og útbýr þar hreiður.
Sjósvölur hafa tekið hús á lundunum í Vestmannaeyjum.
Sjósvölur gera sér hreiður í lundaholum Talið að urðarkettir drepi skrofur
Í HNOTSKURN
»Stóra sjósvala er um 22 sentimetra löng og vegur ekki nema 40-50grömm. Hún er sjófugl og kemur aðeins til lands um varptímann.
»Sjósvalan er helst á ferli á nóttinni og því sjaldséð í björtu. Aðal-varpstöðvar hennar hér á landi eru í Vestmannaeyjum.
»Skrofur verpa hér á landi aðeins í Ystakletti í Vestmannaeyjum.Þær verpa í holum líkt og lundinn og sjósvalan.
»Fullvaxin skrofa er um 30-38 sentimetra löng og vegur um 300 -500 grömm hver fugl.
Sjósvala Elsta merkta íslenska sjósvalan sem hefur
endurheimst var a.m.k. 23 ára gömul.
Morgunblaðið/Ómar
MIKIL vinna hefur verið hjá starfs-
fólki í landvinnslu Brims hf. á Ak-
ureyri það sem af er ári. Starfsfólkið
nýtur mikillar framleiðslu í óvenju
góðum álagsgreiðslum og þeir sem
vilja hafa getað unnið yfirvinnu.
Fyrstu fjóra mánuði ársins var
unnið úr 3.300 tonnum af hráefni og
það er 55% aukning frá sama tíma í
fyrra, að sögn Ágústs Torfa Hauks-
sonar framkvæmdastjóra. Þriðj-
ungur afurðanna fer ferskur á mark-
að, beint til neytenda, mest
hnakkastykki. Aðrar afurðir eru
frystar í neytendaumbúðum eða fara
til frekari vinnslu og pökkunar er-
lendis.
Um 120 starfsmenn eru við land-
vinnslu Brims á Akureyri. Ágúst
segir að vinnslan verði ekki stoppuð
í sumar, nema fjóra daga í vikunni
eftir verslunarmannahelgi. Búið er
að ráða fjörutíu manns, mest nem-
endur úr skólum, til að leysa fasta
starfsfólkið af í sumar. helgi@mbl.is
Vinnsla
eykst hjá
Brimi hf.
Aðeins vikustopp
í landvinnslunni
Þorskur Bestu stykkin af fiskinum
eru flutt fersk á erlenda markaði.
SKÓGARNES – orlofssvæði Rafiðnaðarsambands Íslands
P
&
Ó
/
po.is