Embla - 01.01.1949, Page 6
ÓWf frá HWöum
Ólöf skáldkona frá Hlöðum fæddist að Sauðdalsá á Vatnsnesi
9. apríl 1857. Foreldrar liennar voru Sigurður Sigurðsson, bóndi
á Sauðdalsá, og kona lians Magðalena Tómasdóttir. Ólöf var
óvenju gáfuð kona og sérstæð og mjög á undan sinni samtíð.
Hún hafði þegar í bernsku mikla menntunarþrá, en gat lítt
svalað henni, og lesefni liennar var þá jafnan af skornum skammti,
og átti hún bágt með að sætta sig við það. Árið 1906 birtist í Eim-
reiðinni ritgerð eftir hana, sem nelnist Bernskuheimili mitt, er
það nákvæm lýsing á kjörum þeim, er hún hlaut að alast upp við,
og er auðséð, hve hin listnæma sál hennar liefur átt erfitt upp-
dráttar í slíku umhverfi.
Ólöf skrifaði allmikið bæði í bundu og óbundnu máli. Tvö
ljóðakver gaf hún út, liið fyrra 1888 og hið síðara 1913, auk þess
birtist talsvert eftir hana í blöðum og tímaritum. Ritsafn Ólafar
frá Hlöðum var gefið út 1945. Er það úrval úr verkurn liennar.
Ólöf andaðist í Reykjavík 23. marz 1933.
4
EMBLA