Embla - 01.01.1949, Page 7
Anna Friðriksdóttir
Anna Friðriksdóttir frá Ytri-Bakka var fædd á Skriðulandi
í Arnarneshreppi við Eyjafjörð 12. maí 1878. Foreldrar hennar
voru Jakobína Sveinsdóttir Ijósmóðir og Friðrik jónsson bóndi
á Ytri-Bakka.
Ung fór Anna til náms í Kvennaskólann í Reykjavík, og tókst
þá strax vinátta með henni og frk. Ingibjörgu FI. Bjarnason, og
hélzt sú vinátta meðan báðar lifðu.
Anna og Ólöf Sigurðardóttir skáldkona á Hlöðum voru báðar
úr sömu sveitinni og höfðu rniklar mætur hvor á annarri. Þær
skrifuðust á, þegar Anna var við verzlun á Akureyri og eins eftir
að hún fór alfarin til Reykjavíkur.
Ólöf vann og spann og prjónaði fingravettlinga, sem þá
þóttu mestu gersemar, raðaði hún íslenzku sauðalitunum á hinn
listrænasta liátt, og samkembdi upp í mismunandi litbrigði þessa
fábreyttu ullarliti, en allt varð að list í liennar höndum. Þetta var
lnin að láta selja fyrir sig hér og þar, og var Anna henni hjálpleg
í því.
Það var Önnu yndi að gleðja vini sína með smágjöfum, og mun
hún þá stundum hafa glatt Ólöfu, en Ólöf þá aftur goklið Önnu
af sínum andlega auði, því að Anna var mikill vísnavinur.
EMBLA 5