Embla - 01.01.1949, Síða 15
— Einhvers stuðar verður hann að vera, greyið, sagði Inga.
Og maður venst lionum líka. Ég lít alltaf á liann eins og eina
af skepnunum og finnst það vera einhver mistök, að hann gengur
ekki á fjórum fótum.
— En móðir hans hlýtur að eiga alveg hræðilega hágt.
— Hún Dísa gamla? Ekki mikið. Hún er glaðari og ánægðari
en ]>ú og ég. En konrdu nú inn og heilsaðu upp á frændfólkið.
Og svo skulum við reyna að finna eitthvað skemmtilegra að tala
um en Láka, ræfilinn. Þú ert auðvitað stoppfull af fréttum úr
borginni. — Svona, inn með þig, sagði hún svo, þegar ég ætlaði að
segja eittlivað meira.
Ég sá ekki Láka aftur þetta kvöld, og ekki sá ég heldur móður
hans. Ég var þreytt og fór snemma að hátta. En mér gekk illa að
sofna. Ég gat ekki losnað við hugsunina um þessa afskræmdu
mannveru, og þó hugsaði ég ennþá rneira um móður hans. Inga
gat ekki sagt það satt, að hún væri alltaf glöð og kát. Það var
óhugsanlegt. Og nú fannst mér, að ég gæti ómögulega séð Láka
aftur. Ég yrði að fara í burtu undir eins næsta dag. Auðvitað gæti
enginn skilið þetta, og Inga mundi hlæja að mér. En það var
sama.
Ég breiddi sængina upp fyrir höfuð og kreisti aftur augun, og
ég fór að reyna að rifja upp bænir, sem ég liafði ekki farið með
árum saman. En það hjálpaði ekki. Ég gat ekki losnað við and-
liiið á Láka.
Nú var liann allt í einu kominn upp á hesthúsmæni og rak út
úr sér tunguna og sleikti á sér allt andlitið. Og allt í einu fór
hesthusið af stað og stefndi beint til mfn. Ég varð hrædd og
reyndi að forða mér. En Láki kallaði til mín:
— Komdu með mér. Ég ætla að láta laga mig.
Þá varð ég ekki hrædd lengur og klifraði upp til Iians.
— Eigum við að finna huldukonuna, sagði ég þá.
— Ekki lmldukonuna, sagði Láki, heldur guð.
Svo fórum við af stað, og við þutum lengi áfram með feikna
liraða. En þegar ég leit upp, sá ég, að við vorum alltaf kyrr á
sama stað.
— Við finnum aldrei guð, kallaði ég þá.
KMBLA
13