Embla - 01.01.1949, Page 21

Embla - 01.01.1949, Page 21
svo að ég settist niður og fór að raula það fyrsta, sem mér datt í hug. Hann bylti sér fyrst dálítið til og umlaði órólcga, en sofnaði svo eftir dálitla stund. Þegar liann var rétt nýsofnaður, heyrði ég hófadyn úti. Dísa gamla var að koma. Veslings Dísa. Ef til vill hafði hún gleymt því eitt augnablik úti í sumarblíðunni, hvað það var, sem beið hennar heima. Nú heyrði ég, að hún var að koma inn. Henni brá svo, þegar hún sá mig, að hún kom fyrst engu orði upp. — Situr þú hérna hjá Láka mínum, sagði hún svo, og tárin blikuðu í augum hennar. — Og þú hefur þvegið honum svona vel. Guð launi þér fyrir. — Það er ekkert, sagði ég og stóð upp. Nú var tækifæri til þess að tala við Dísu, eins og mig hafði lengi langað til. — Var margt fólk við kirkju? spurði ég. — Nokkuð, sagði hún eins og hálf utan við sig. — En ég naut ekki neins fyrir hugsuninni um Láka, aumingjann. Ég er svo óvön að fara frá honum. Og það er cins og allir hliðri sér hjá að fást nokkuð við liann, sem kannske er von. Nú seltist hún á rúmið hjá Láka og horfði á hann. — Hann er ekki eins og önnur börn. Ég veit það vel. En sámt sem áður-------. Hún þagnaði skyndilega og það birti yfir svip hennar. Ég settist á rúmið, greip um hönd hennar og hvíslaði: — Segðu mér frá því. Hún virtist undir eins skilja, við Iivað ég átti. Hún rétti sig upp, og var nú allur hversdagsbragur strokinn af henni. Hún var líka nýkomin heim frá jarðarför. — Ég veit, að þú kennir í brjósti um mig, sagði hún svo. Það gera víst flestir, sem þekkja eitthvað til mín. Og víst hefur ævin mín oft verið erfið, og verður það sjálfsagt til enda. Það þótti mikil mæða og jafnvel skömm fyrir mig að lenda í því að eiga þetta barn. En samt sem áður gæti ég ekki annað en farið eins að, þó að ég mætti lifa allt upp aftur. Þú skilur þetta EMBLA 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Embla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Embla
https://timarit.is/publication/759

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.