Embla - 01.01.1949, Page 21
svo að ég settist niður og fór að raula það fyrsta, sem mér datt
í hug.
Hann bylti sér fyrst dálítið til og umlaði órólcga, en sofnaði
svo eftir dálitla stund.
Þegar liann var rétt nýsofnaður, heyrði ég hófadyn úti.
Dísa gamla var að koma.
Veslings Dísa. Ef til vill hafði hún gleymt því eitt augnablik úti
í sumarblíðunni, hvað það var, sem beið hennar heima.
Nú heyrði ég, að hún var að koma inn.
Henni brá svo, þegar hún sá mig, að hún kom fyrst engu orði
upp.
— Situr þú hérna hjá Láka mínum, sagði hún svo, og tárin
blikuðu í augum hennar. — Og þú hefur þvegið honum svona
vel. Guð launi þér fyrir.
— Það er ekkert, sagði ég og stóð upp. Nú var tækifæri til þess
að tala við Dísu, eins og mig hafði lengi langað til.
— Var margt fólk við kirkju? spurði ég.
— Nokkuð, sagði hún eins og hálf utan við sig. — En ég naut
ekki neins fyrir hugsuninni um Láka, aumingjann. Ég er svo óvön
að fara frá honum. Og það er cins og allir hliðri sér hjá að fást
nokkuð við liann, sem kannske er von.
Nú seltist hún á rúmið hjá Láka og horfði á hann.
— Hann er ekki eins og önnur börn. Ég veit það vel. En sámt
sem áður-------. Hún þagnaði skyndilega og það birti yfir svip
hennar.
Ég settist á rúmið, greip um hönd hennar og hvíslaði: — Segðu
mér frá því.
Hún virtist undir eins skilja, við Iivað ég átti. Hún rétti sig
upp, og var nú allur hversdagsbragur strokinn af henni. Hún var
líka nýkomin heim frá jarðarför.
— Ég veit, að þú kennir í brjósti um mig, sagði hún svo.
Það gera víst flestir, sem þekkja eitthvað til mín. Og víst hefur
ævin mín oft verið erfið, og verður það sjálfsagt til enda.
Það þótti mikil mæða og jafnvel skömm fyrir mig að lenda í
því að eiga þetta barn. En samt sem áður gæti ég ekki annað en
farið eins að, þó að ég mætti lifa allt upp aftur. Þú skilur þetta
EMBLA
19