Embla - 01.01.1949, Page 25
ÓLUND
Gróið er loftið grátun skýjabakka,
geislarnir skína á þennan hjúp að ofan,
sál vorri ofþröng orðin jarðarstofan,
augu vor þreytt og sljó í grámann flakka.
Sál vorri ofþröng orðin jarðarstofan,
ofþröngt um hjartað, brjóstið sárt af mæði,
óyndisstundir eins og hyldjúpt flæði
önd vorri hylja sérhvern geisla að ofan.
Óyndisstundir eins og hyldjúpt flæði
önd vora fela, vonin berst og titrar,
í dimmum bylgjum óttans elfur sitrar,
— undarlegt sog frá dauðans myrka græði.
FriOa Einars
GLEÐI MÍN
Gledi min björt sem blóm i svölum úd’a
brosir við degi, einkum þeim sem hvergi
átti ser stað, úr hulduheima bergi
hvitfáin liknsemd spratt i björtum skrúða.
Albjarla lind, i úða þínum glitra
ofanljós hvit á svartamyrkurs grunni,
stigin úr dulardóma kynngibrunni,
dauðans og lifsins flóð um barma sitra.
FriOa Einars
EMBLA
23